Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Minnisvarði reist
ur um Bjarna
Heijólfsson
HÁTÍÐARFUNDUR hreppsnefndar
Eyrarbakkahrepps var haldinn
þriðjudaginn 8. júlí sl. í tilefni af
100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps.
Á fundinum samþykkti hrepps-
nefndin að reisa minnisvarða um
Eyrbekkinginn Bjarna Hetjólfsson
sem fyrstur Evrópumanna fann
meginland Norður-Ameríku. Skal
minnisvarðinn vera táknmynd um
afrek Bjarna og þátt hans í landa-
fundunum í Vesturheimi fyrir um
það bil 1000 árum.
Kjörin var nefnd til þess að hrinda
samþykktinni í framkvæmd og eiga
sæti í henni Úlfar Guðmundsson,
sóknarprestur, Svanborg Oddsdótt-
ir, kennari og Magnús Karel Hann-
esson, oddviti
I greinagerð með samþykktinni.
kemur m.a. fram að það sé verðugt
verkefni Eyrbekkinga að halda á
lofti nafni Bjarna Hetjólfssonar þó
að hann stigi ekki á land né næmi
lönd þau í vestri sem hann fann.
Það verði ekki ft'á honum tekið að
hann var brautryðjandinn sem vís-
aði veginn til nýrrar heimsálfu.
Nýtt aðalskipulag
Á hátíðarfundinum staðfesti Guð-
mundur Bjarnason, umhverfisráð-
herra, nýtt aðalskipulag fyrir Eyrar-
bakkahrepp.
í frétt frá Eyrarbakkahreppi seg-
ir að þetta sé þriðja aðalskipulagið
sem gert sé á þessu einnar aldar
skeiði Eyrarbakkahrepps. Hið fyrsta
var staðfest árið 1936 og var þá
tímamótaskipulag að því leyti að
Eyrarbakki verður þá fyrsti þéttbýl-
isstaðurinn á landinu sem skipu-
lagður er út frá landbúnaðarsjón-
armiðum. Gert var ráð fyrir því að
við hvert íbúðarhús í þorpinu væri
gripahús þar sem íbúarnir gætu
haldið búfé, sér og sínum til búbótar.
Á árinu 1989 var svo staðfest
nýtt aðalskipulag fyrir Eyrarbakka
þar sem horfið er frá landbúnaðar-
skipulaginu. Á þessum tíma er það
gamla götumyndin og sérkenni
byggðarinnar sem sett eru í önd-
vegi. Gert vat' t'áð fyrir því að Eyrar-
bakki kæmist aftur í þjóðbraut með
tilkomu brúar yfir Ölfusá við Óseyri
og ferðamönnum íjölgaði á næstu
árum.
Það aðalskipulag sem staðfest var
á hátíðarfundinum nær yfit' sveitar-
félagið allt og með því er get'ð áætl-
un um nýtingu lands innan hreppa:
markanna til næstu tuttugu ára. í
skipulaginu er lögð áhersla á vernd
náttúru, landslags og byggðar en
þessir þættir allir eiga að geta skap-
að Eyrarbakka sérstöðu og aukið
aðdráttarafl sveitarfélagsins fyrir
ferðamenn. Með skipulaginu et'jafn-
framt reynt að skapa ákjósanleg
skilyrði fyrir uppbyggingu atvinnu-
lífs og að tryggja góð lífsskilyrði
fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Ráðgjafar hreppsnefndar Eyrar-
bakkahrepps við skipulagsgerðina
voru arkitektarnir Jon Nordstein,
MNAL og Ólöf Flygenring, FAÍ.
Á fundinum fluttu ávrörp þeir
Guðmundur Bjarnason, umhverfis-
ráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Jón Gunnar Ottós-
son, oddviti Stokkseyrarhrepps sem
færði Eyrbekkingum að gjöf frá
íbúum Stokkseyrarhrepps málverk
eftir staðarmálara Stokkseyringa,
Elfar Guðna Þórðarson, er sýnit'
götumynd frá Eyrarbakka.
Erlendir ráðgjafar á Sólheimum
Selfossi - Tveir af yfirmönnum
ráðgjafafyrirtækisins SA IC,
Science Ápplications International
Corporation, komu til íslands á
dögunum, gagngert til þess að
kynna sér starfsemi Sólheima í
Grímsnesi. SAIC er eitt stærsta
ráðgjafafyrirtæki í veröldinni á sviði
umhverfis-, heilbrigðis- og félags-
mála.
Tilgangurinn með heimsókn ráð-
gjafanna var að kynnast starfsem-
inni á Sólheimum, með sérstöku
tilliti til samspils umhverfismála,
starfsemi fyrir fatlaða og uppbygg-
ingu smáatvinnureksturs í vistvænu
byggðahverfi.
Pétur Sveinbjarnarson, formaður
framkvæmdastjórnar Sólheima,
sagði að það sem vakið hafi mesta
athygli ráðgjafanna væri uppbygg-
ing iítilla fyrirtækja í vistvænu sam-
félagi. Það vakti einnig athygli
þeirra að Sólheimar eru eina
byggðahverfið í alþjóðasamtökun-
um Global Eco Village Network sem
hefur með höndum þjónustu við
fatiaða.
Nýkomnar til sölu meðal annarra eigna:
Austurgerði - stórt hús - skipti
Steinhús hæð og kjallari með innb. bílskúr. Samtals um 360 fm.
margskonar nýtingarmöguleikar. Ræktuð lóð - trjágarður 914 fm.
Ýmisskonar skipti möguleg.
Rétt við Rauðagerði - fráb. útsýni
Rúmgóð sólrfk 6 herb. efri hæö, tæpir 150 fm. Inng. og hiti sér.
Þvottahús á hæð. Sólsvalir, bílskúr 27,6 fm. Tilboð óskast.
Skammt frá Reiðhöllinni - fráb. kjör
Glæsileg suðuríbúð á 3. hæð, 83 fm. Öll eins og ný. 40 ára
byggingarsj.lán kr. 2,5 millj. Mikið útsýni.
Rétt við Glæsibæ - góð kjör
Sólrík 3ja herb. íb. á 2. hæð um 70 fm. Nýtt parket o.fl. Fullnaðarfrág.
ekki lokið. laus 1. sept. Tilboð óskast.
Hæð - einbýli - eignaskipti
Sérhæð óskast, helst á svæðinu Heimar - Stóragerði - nágr. Skipti
möguleg á góðu húsi í smáíb.hverfi. Nánar á skrifstofunni.
Selfoss - Rvík - skipti
Leitum að 2ja-3ja herb. íbúð, á Selfossi, helst litlu sérbýli í skiptum
fyrir góða 3ja herb. íb. í borginni með bílskúr.
Opið ídag kl. 10-14.
Fjöldi fjársterkra kaupenda að
íbúðum hæðum raðhúsum og
einb.húsum
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Albert Kemp
MYNDIN var tekin á Frönskum dögum í fyrra sem haldnir voru á Fáskrúðsfirði.
90 ára afmæli Búða-
hrepps á Fáskrúðsfirði
Fáskrúðsfirði - Fyrir aldamót
og fram undir 1935 voru Búðir
helsta bækistöð franskrar
skútuútgerðar á Austfjörðum.
Þar var franskur konsúll,
franskt sjúkrahús og frönsk
kapella. Franskur grafreitur
er út með ströndinni nokkru
utan við þorpið, þar eru 49
franskir og belgískir sjómenn
grafnir.
Til að minnast frönsku Is-
landssjómannanna og halda
upp á afmæli Búðahrepps sem
er 90 ára í ár verður haldin
bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði
helgina 25.-27. júlí nk. sem ber
yfirskriftina Franskir dag-
ar/ 90 ára afmæli Búðahrepps.
Margt verður gert til há-
tíðarbrigða og ættu allir ald-
ursflokkar að finna eitthvað
við sitt hæ.fi.
Minnisvarði um franska
sjómenn vígður
Hátíðin byrjar á föstudag og
verður haldin kaþólsk messa
undir handleiðslu kaþólska
prestsins Jacques Roland sem
starfar við Landakotskirkju.
Hann verður hér ásamt fylgd-
armönnum í vísitasíu um land-
ið. I beinu framhaldi af því
verður haldin minningarathöfn
sem sóknarpresturinn á Kol-
freyjustað, Carlos Ferrer, sér
um. Hún verður við stein sem
stendur við húsið Steinastaði
og nefnt er eftir steininum.
Búið er að fegra umhverfi
steinsins sem var innsiglingar-
tákn fyrir sjómenn á árum
áður. Sennilegt þykir að
frönsku sjómennirnir hafi talið
hann helgan stað og notað sem
bænastað. Steinninn verður við
sama tækifæri vígður sem
minnisvarði um frönsku ís-
landssjómennina og afhjúpað-
ur skjöldur til að minnast
þeirra.
Þá verður tendraður varð-
eldur en á undan því verður
formleg setningarathöfn. Síð-
an verða sungnir íslenskir og
franskir söngvar svo lengi sem
logar í glæðunum.
Þilfarsbáti hrint á flot
Á laugardag verður reistur
minnisvarði um Einar Sigurðs-
son (1897-1984) skipasmió á
Fáskrúðsfirði, en hundrað ár
eru frá fæðingu hans. Alnafni
og yngsta barnabarn hans mun
afhjúpa minnisvarðann og ætla
niðjar Einars heitins að hittast
þessa lielgi á Fáskrúðsfirði.
Samhliða verður einum af síð-
ustu þilfarsbátum, sem Einar
smíðaði 1963, komið fyrir í
tjörn sem útbúin hefur verið
sérstaklega og er í jaðri skrúð-
garðs bæjarins. Upprunalegt
nafn bátsins var LitlanesÞH52
en hann var síðast í eigu Árna
Jóns Sigurðssonar á Seyðisfirði
með núverandi nafni, Rex NS3.
Hjólreiðakeppninn Tour de
Fáskrúðsfjörður verður haldin
í annað sinn og verður keppt í
nokkrum aldursflokkum.
Fyrstu þrír keppendur í hverj-
unt aldursflokki fá verðlauna-
pening og sá fyrsti í hverjum
flokki fær að auki tákn hjól-
reiðakeppninnar, gulan sér-
merktan bol.
Franskajazzhljómsveitin
„Cadrave Exquis“ sem spila
mun á Sóloni Islandusi með
tríói Ólafs Stephensen í Reykja-
vík 23. júlí, kemur ein síns liðs
hingað austur og leikur á hátíð-
inni bæði á laugardag og
sunnudag.
Ævintýrauppákomur
Myndlistarmaðuritin og leik-
stjórinn Orn Ingi Gíslason kem-
ur frá Akureyri og undirbýr
með hópi bæjarbúa ýmsar æv-
intýrauppákomur fyrir hátíð-
ina. Má búast við ýmsu óvæntu
af þeirra hálfu alla helgina, en
ekkert gefið upp hvað það
verður enn sem komið er.
Dansleikur með Geirmundi
Valtýssyni verður haldinn á
laugardagskvöldið í Félags-
heimilinu Skrúði.
Vinabær Fáskrúðsfjarðar í
Frakklandi er Gravelines og
þaðan koma gestir á hátíðina.
Islandsvinurinn Francois
Scheffer, sem hefur unnið ötult
starf við að koma á tengslum
franskra og íslenskra ung-
menna, verður hér staddur
ásamt konu sinni. Þá munu eins
og í fyrrasumar dvelja hérna
frönsk ungmenni í tvær vikur,
en þau koma hingað sem sjálf-
boðaliðar á vegum frönsku
læknasamtakanna INSERM.
Með þeim í för verða blaðamað-
urinn Philippe Bouvet og ljós-
myndarinn Ðominique Fradin
sem jafnframt mun opna ljós-
myndasýningu sem er afrakst-
ur vinnu hans hér í sumar sem
leið.
Á slóðir Dúbba dúfu
og Mábba mávs
Á sunnudag verður öllum
aðdáendum Dúbba dúfu boðið
í gönguferð á slóðir hans og
vinar hans, Mábba mávs. Hald-
in verður lestrarstund á túninu
hans en sögurnar um Dúbba
dúfu og Mábba eru meðal
fyrstu bóka sem yngstu börnin
lesa þegar þau byrja í skóla.
Og hver veit nema við sjáum
vini okkar aftur ef við höfum
ekki hátt.
Karnivalstemmning verður á
aðalgötu bæjarins bæði laug-
ardag og sunnudag. Þar verða
leiktæki ýmiskonar, hoppkast-
alar og rennibrautir fyrir börn-
in, lúðrasveit grunnskólans
mun leika, uppákomur verða á
útipalli, söngur, glens og gleði.
Götubolti verður í gangi, dorg-
keppni við höfnina og fólki
boðið að fara á hestbak. Til að
skapa franska smábæjar-
stemmningu verða áhugamenn
um franska kúluspilið „pét-
anque“ bæði með kennslu og
keppni. Og eins og í öllum af-
mælum verður gestum og
gangandi boðið upp á afmælis-
tertu á sunnudeginum.
Franskir réttir og vín
Á hótelinu verður boðið upp
á franskan matseðil og frönsk
léttvín. Einnig verður opið
kaffihús með frönsku bakkelsi
frá franska bakaríinu „La
baguette“. Leitast verður við
að hafa á boðstólum og kynna
franskar vörur í verslunum á
staðnum, vikuna á undan hátíð-
inni og meðan á henni stendur.
Brottfluttir Fáskrúðsfirðing-
ar sem og aðrir eru hvattir til
að fjölmenna í f iörðinn við
Skrúð.
Opnuð hefur verið Upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn á
lofti Ráðhúss Búðahrepps.
Verður hún opin allan júlímán-
uð og mun starfsmaður hennar
leitast við að upplýsa bæði inn-
lenda og erlenda ferðamenn um
allt það sem að gagni gæti kom-
ið í ferðum þeirra um landið.