Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 18
GUÐJON
ÞÓRÐARSON:
FAÐIR og symr a hatið-
arstund. Myndin er tek-
in á Akranesi eftir að
Skagamenn höfðu unnið
tvöfalt undir stjórn
Guðjóns árið 1993.
Leikjahæsti leikmaður
Skagamanna frá upphafí
með um 400 leiki.
Titlar Guðjóns Þórðarsonar
Guðjón Þórðarson hefur náð einstökum árangri sem leikmaður
og síðan þjálfari, og alls unnið til 23 meistaratitla í mótum KSÍ.
p..—
lai.iAMiin
III 9sinnum íslandsmeistari
9 sinnum Bikarmeistari
1 sinni Deildarbikarmeistari
1 sinni 2. deildarmeistari
3 sinnum Meistarakeppni KSÍ
cgaiagB
1974 1975 1977
ÍBafi
978 1982
2 1993 19941995
984 1986 1987 1989 1990 1991 19<
18 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Guðjón Þórðarson stendur á tímamótum og
kveðst ekki ætla að velta sér upp úr því
sem liðið er. Hann er þegar farinn að líta í
_____kringum sig eftir hugsanlegum___
landsliðsmönnum framtíðarinnar og
fylgdist Sveinn Guðjónsson með honum við
_______þá iðju á knattspyrnuleik í___
Vestmannaeyjum nú í vikunni.
HLÝTT og milt sumarveð-
ur heilsar okkur á flug-
vellinum í Vestmannaeyj-
um og Guðjón hefur orð á
því að hann hafi aldrei komið til
Eyja í betra veðri. Kannski er þetta
bara táknrænt. Það hefur nefnilega
sjaldnast verið lognmolla í kringum
Guðjón Þórðarson, en í dag hefur
storminn greinilega lægt og lands-
liðsþjálfarinn virðist sáttur við lífíð
og tilveruna enda ekki ástæða til
annars. Hann hefur nú tekið við því
starfi sem margir telja hann manna
hæfastan til að gegna, þótt ekki hafi
það gengið átakalaust, fremur en
svo margt annað í lífí hans. En Guð-
jón kveðst staðráðinn í að horfa til
framtíðar í stað þess að velta sér
upg úr því sem liðið er.
Aður en ieikurinn hefst fáum við
okkur að borða á veitingahúsinu
Lantema og pöntum fisk dagsins,
sem er háfur. Hvorugur hefur
smakkað þá skepnu áður þótt Guð-
jón hafí nánast alist upp í návígi við
hinar ýmsu fisktegundir, sem lifa í
sjónum í kringum landið. Það mun-
aði nefnilega „ekki nema hárs-
breidd að ég fetaði í fótspor föður
míns og yrði sjómaður" eins og
hann orðar það sjálfur.
„Það var móðir mín sem kom í
veg fyrir það. Henni fannst víst nóg
að hafa pabba á sjón-
um og fannst ég eiga
eitthvað betra skilið,
því þótt sjómennskan
sé vissulega virðingar-
vert starf þá kostaði
hún á árum áður mikl-
ar fjarvistir frá heimil-
inu og menn sem hana
stunduðu áttu ekki
mikið fjölskyldulíf. Þá tók við ein
vertíðin af annarri og um leið og
vetrarvertíð lauk voru menn komnir
á síld, síðan aftur á línu og net og
svo koll af kolh. Eg byrjaði sem
strákur að fara á sjóinn með pabba
og líkaði það í sjálfu sér ekki illa.
En það var ekkert „elsku mamma“
þegar komið var um borð. Þarna
var mér strax kennt að menn þyrftu
að hafa fyrir hfinu og mér var ekki
sýnd nein miskunn heldur varð ég
að standa klár á mínu. Kannski hef-
ur það öðru fremur mótað lífsvið-
horf mitt og verklag."
Knattspyrnuætt
Guðjón er fæddur og uppalinn á
Akranesi, sonur hjónanna Marselíu
Guðjónsdóttur frá Ólafsfirði og
Þórðar Guðjónssonar skipstjóra og
útgerðarmanns á Skipaskaga. Hann
á tvær eldri systur, Ingu Jónu og
Herdísi og úr frændgarði hans í föð-
urætt má þekkja kunna kappa úr
glæsilegri knattspymusögu Skaga-
manna. Afasystir hans, Ragnheiður
Þórðardóttir, er til að mynda móðir
Ríkharðs og Þórðar Jónssona, sem
gerðu garðinn frægan með gullald-
arliði Skagamanna hér á árum áður.
Knattspyrnan er því í blóðinu og
virðist ganga í erfðir. Má í því sam-
bandi nefna að Karl, sonur Þórðar
Jóns. lék leneri með liði Skaea-
Pað var
ekkert „elsku
mamma“ þegar
komið var um
tmrð
manna áður en hann gerðist at-
vinnumaður erlendis, Ríkharður
Daðason, dóttursonur Rikka Jóns,
er leikmaður með meistaraflokkshði
KR og hefur leikið nokkra lands-
leiki og synir Guðjóns sjálfs, þeir
Þórður og Bjarni, eru landsliðs-
menn og báðir orðnir atvinnumenn
með þekktum félagsliðum í Evrópu.
Og einhver laumaði því að undirrit-
uðum að Jóhannes, 17 ára sonur
Guðjóns, væri jafnvel efnilegastur
af þeim öllum, en hann leikur nú
með KA frá Akureyri í fyrstu deild-
inni.
Það liggur því beinast við að
spyrja hversu stóran þátt þjálfarinn
Guðjón hafi átt í hinu knattspymu-
lega uppeldi strákanna?
„Sjálfsagt hef ég reynt að segja
þeim eitthvað til, en ég held þó að
minn þáttur í þjálfuninni hafi ekki
skipt sköpum í þeim árangri sem
strákarnir hafa náð heldur fyrst og
fremst upplag og viljastyrkur
þeirra sjálfra. Hins vegar má skjóta
þvi inn hér til gamans að sjálfur tel
ég mér ekki alls varnað sem upp-
alanda, í venjulegum skilningi þess
orðs, því eftir að ég skildi við fyrri
konu mína bjó Þórður, sá elsti af
sonum mínum af fyrra hjónabandi,
hjá mér þangað til hann stofnaði sitt
eigið heimili. Eg vissi að ýmsar
raddir sögðu þá: „Aum-
ingja drengurinn að al-
ast upp hjá föður sín-
um“, - en Doddi hefur
spjarað sig vel í hinum
harða heimi atvinnu-
mennskunnar og ekki
að sjá að hann hafi beð-
ið alvarlegan skaða af
samvistunum við föður
sinn á þessum árum. En ég vissi
það ekki fyrr en löngu seinna að ég
átti rétt á feðralaunum sem ein-
stæður faðir," segir Guðjón og þyk-
ir það greinilega skondið.
Guðjón er kvæntur Hrönn Jóns-
dóttur íþróttakennara og eiga þau
synina Atla og Tjörva, en Hrönn
átti fyrir soninn Leó. Synirnir eru
allir ungir að árum og því verður
tíminn að skera úr um hvort þeir
eigi eftir að gera garðinn frægan á
knattspyrnusviðinu eins og faðir
þeirra, bræður og frændur og er
aldrei að vita nema að þama leynist
enn einn knattspyrnusnillingurinn.
Viljinn til að vinna
Víð víkjum nú talinu að ferli Guð-
jóns sjálfs sem knattspyrnumanns
og uppeldi hans á Akranesi: - Voru
og eru ungir strákar á Skaganum ef
til vill ekki gjaldgengir meðal félag-
anna nema að kunna eitthvað fyrir
sér í knattspyrn u ?
„Knattspyrnuhefðin er auðvitað
mjög sterk á Skaganum, en ég held
þó að strákar séu samt ekki settir
til hliðar af félögunum þótt þeir séu
ekki liðtækir í boltanum. Það er
vissulega draumur margra ungra
drengja á Akranesi að spila með
meistaraflokki og gera garðinn
frægan, en þetta er auðvitað upp og
ofan oe liorerur kannski meira í
ákveðnum fjölskyldum en öðrum.
En menn eru ekkert dregnir í dilka
eftir getu í knattspyrnu, það held ég
að sé af og frá. Sjálfur stundaði ég
fótboltann eins og svo margir aðrir,
en bæði sumrin sem ég var í þriðja
flokki gat ég lítið æft þar sem ég
var á sjónum með pabba. Þá stefndi
allt í að ég myndi hætta í boltanum,
en svo gerðist það seinna sumarið
að ég hætti á sjónum viku áður en
skólinn byrjaði og fór á æfingu hjá
þriðja flokki IA og var valinn strax í
lið sem var að fara í keppnisferða-
lag til Englands. Eftir það varð ekki
aftur snúið og um veturinn stundaði
ég æfíngar af kappi og vorið eftir
var ég kominn í meistaraflokkshóp-
inn.“
Guðjón er leikjahæsti leikmaður
ÍA frá upphafi, á að baki um 400
leiki með meistaraflokki. Fyrsta
meistaraflokksleikinn lék hann árið
1972 gegn Fram og töpuðu Skaga-
menn þeim leik. Tveimur árum síð-
ar vann Guðjón sinn fyrsta meist-
aratitil með IA oe hann hefur land-
að þeim nokkrum síðan, bæði sem
leikmaður og þjálfari, en alls hefur
hann unnið 23 meistaratitla á mót-
um KSI, sem leikmaður og þjálfari,
sem er fáheyrt afrek. Því hefur líka
verið slegið fram að Guðjón sé
„fæddur sigurvegari“ og ég spyr
hann hvort sigurvilji sé meðfæddur
eiginleiki eða áskapaður?
„Viljinn til að sigra er að minu
mati eiginleiki sem menn tileinka
sér, en þó held ég að ákveðið skap-
ferli þurfi að vera fyrir hendi til að
menn geti tileinkað sér hann. Hitt
er svo líka staðreynd að með reynsl-
unni leggur þú inn ákveðna hluti,
sem þú notar svo síðar til að bæta
árangurinn. Það er ekki hægt að
tryggja toppárangur, en það er
hægt að bæta árangur með mark-
vissri vinnu. Menn hafa sagt að
þetta sé ákveðinn „frasi“ hjá mér,
en ég er sannfærður um að árangur
næst ekki nema með vinnu og aftur
vinnu. Ég þekki enga aðra leið.
Sannur árangur byggist ekki á til-
viliunum eða ..kraftaverkum". Ée á
ekki eftir að gera nein „kraftaverk"
með landsliðið heldur mun árangur-
inn byggjast á þeirri vinnu sem við,
ég og leikmenn, leggjum fram, og
við verðum allfr að leggja okkur
fram.“
- Hvað er það sem þér hefur
helst fundist á skorta hjá landslið-
inu okkarað undanförnu?
„Það er dálítið erfitt fyrir mig að
fara að gagnrýna frammistöðu
landsliðsins á þessu stigi enda hef
ég ekki verið í aðstöðu til að fylgjast
með þeirri vinnu sem fram hefur
farið í þeim herbúðum. En sem ut-
anaðkomandi aðili hef ég haft á til-
fínningunni að menn hafi ekki verið
að leggja sig alla fram í leikjum,
með örfáum undantekningum að
vísu, án þess þó að geta fullyrt
nokkuð um það. Reyndar hefur mér
einnig fundist votta fyrfr þessu í
leikjum íslenskra félagsliða að und-
anförnu og ef sú er raunin er þetta
slæm þróun og býður heim hætt-
unni á stöðnun í íslenskri knatt-
snvrnu."