Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
11
LM
„ÞEGAR maður lítur á eina blóm-
jurt sem vex grönn og umkomulaus
uppí öræfum meðal hundrað þúsund
steina, og maður fann hana-aðeins af
tilviljun, þá er spurt: hvemig stend-
ur á því að lífíð er að reyna að brjót-
ast fram?“
Ég gat ekki hætt að hugsa um
þessa setningu úr Sjálfstæðu fólki,
þar sem ég ók eftir rússíbanískum
þjóðveginum á Tjömesi. ískalt haf,
grýtt land; staður svo kuldalegur að
hann fer fram úr manns villtustu nei-
kvæðni. Skyldi vaxa hér friggjar-
gras, smjörgras, lyfjafras, hjóna-
gras, blóðberg; einhver af þessum
grönnu og umkomulausu blómjurt-
um, sem gefa lífinu ilm og bragð og
græða sár - ekki síst í sálinni sem á
það til að verða ekkert nema urð og
grjót í amstri daganna. Lífið sko ...
það er ekki andskotalaust, eins og
hún amma mín sagði.
Ferðinni er heitið yfir þetta tungl-
kennda landslag að Lundi í Öxar-
firði. Sama gamla áráttan, frétti af
einhverju sem vekur áhuga minn og
æði þangað, yfir allt sem fyrir verð-
ur. Hvenær vex ég upp úr þessu?
Keyri upp og niður brekkur, sem
hafa 10% halla, 12% halla, 14% halla
og em allar í bugðum og beygjum. I
aftursætinu sitja dætur mínar með
Islandskort og þylja upp nöfn á fjöll-
um og dölum, hæðum og ásum og
heiðum sem eiga það öll sameigin-
legt að vera kennd við mat; smjör og
naut og lamb og mjólk og rjómi.
Landslag úr ísskápnum. Þær
skemmta sér konunglega.
Lundur í Öxarfirði. - sælureitur
fyrir náttúruunnendur...?
Trúlegt, eða hitt þó heldur.
Keyri framhjá Mánárbakka og
velti því fyrir mér að snúa við, fara
aftur til Húsavíkur, þar sem er al-
mennilegt malbik á stöku stað,
bryggja og ilmur af fjöru, trébátum
og alls konar tré og blóm, hús og fólk
og ferðamenn, sjoppur sem seija
samlokur og kók. Æi nei, segja
stelpurnar þegar ég sting upp á því;
þær siöðugt hamingjusamari, eftir
því sem við fjarlægjumst mannlífið
meira. Ég verð enn neikvæðari og
breytist í verulega hallærislegt for-
eldri: Þið hefðuð átt að fæðast í helli
... Þið vilduð kannski búa meðal
þessara hundrað þúsund steina.
Nei, nei, segja þær og horfast í
augu. Það er æ-aumingja-mamma,
augnaráðið.
Ég held að þessi Lundur sé bara
einhver grjótasælureitur.
Allt í lagi, segja þær, við snúum
þá bara við í Lundi og förum í As-
byrgi eða Hljóðakletta. Fáum okkur
göngutúr.
Það er rigning.
Þá er lyktin af gróðrinum líka svo
góð.
Á HEIMAVISTINNI er Iw
IgP
• « y
Að Lundi í Oxarfírði rekur Asa Jó-
hannesdóttir sumardvalarstað sem
miðar að bættri heilsu, jafnt and-
lega sem líkamlega.
/'l dvaldi í Lundi eina
helgi o g lýsir reynslu sinni.
........■.......................................:
GRASATINSLUFERÐ.
Við erum komnar að djúpri U-
brekku með 14% halla og við blasir
sandurinn í Öxarfirði. Og þá man ég
það allt í einu - ég hef alltaf verið
svo hrifin af þessum sandi. Hann var
ástæðan fyrir því að ég ákvað að
skoða þennan sælureit, náði bara
ekki að hala það upp úr undirmeðvit-
undinni. Það er svo langt síðan ég
hef komið hingað. Ég slaka á í öxiun-
um, sný höfðinu fram og til baka, það
brakar í hálsliðunum. Við dólum
okkur áfram og ég er alltaf að hugsa
um sögu sem ég hafði heyrt deginum
áður - um konuna sem var á
„geðjafnaðarlyfjum" þegar hún
kynntist manninum sínum. Keyri
framhjá Ásbyrgi og velti því fyrir
mér hvort margir Islendingar séu á
„geðjafnaðarlyfjum“. Það hlýtur að
vera óskaplega leiðinlegt.
Líður þér betur? spyr eldri dóttir
mín.
Hvers vegna spyrðu að því?
Vegna þess að þú ert hætt að
anda upp í haus og farin að anda oní
maga.
Framhjá Ástjöm, yfir Jökulsár-
ósa. Þetta er nú ekki farið að líta
sem verst út. Sælureitur fyrir nátt-
úruunnendur nálgast, sé vegaskilti
sem segir að malbikið sem upphófst
ÁSA Jóhannesdóttir á Lundi
í Öxarfirði.
rétt við Ásbyrgi sá á enda. Svo endar
það - er komin að Skinnastöðum.
Verð alveg undrandi hvað presturinn
hefur rosalega stórt hús. Velti því
fyrir mér hvort ég hefði átt að fara í
guðfræði. Hætti við það næsta dag,
þegar ég heyri að húsið sé helkalt yf-
ir vetrartímann. Hlýtur að vera
slæmt oní myrkrið. Einhver svona
non-sælureitur.
Bremsa. Var næstum komin
framhjá Lundi. Alltaf á einhverju
ani, líka í hausnum. Hús beggja
vegna vegarins. I öðru skóli, hinu
sundlaug. Hvorum megin skyldi
maður eiga að fara? Úllen, dúllen
doff. Fer upp í skólann. Allt greini-
lega fullt af hestamönnum í svefn-
pokagistingu; gallamir, stígvélin,
farangurinn, lyktin. Dóttir mín kæt-
ist, ekki ég. Ég er ofboðslega hrædd
við hesta. Sný við, ákveð að athuga
sundlaugina hinum megin við veg-
Það er gamli skólinn, gamla
heimavistin - og hér ræður ríkjum
Ása Jóhannesdóttir, sem hefur tekið
Lundaskóla á leigu í tíu sumur,
beggja vegna þjóðvegar, þar sem
hún ætlar að reka hótel undir kjör-
orðunum: Náttúra - gleði - heilsa.
Þegar stigið er út úr bílnum fyll-
ast vit manns dýrðlegum birkiilmi.
Það er satt, gróðurinn ilmar vel eftir
rigningu. Og þá man ég að rétt utar í
firðinum er Silfurstjaman með sil-
ungs- og laxarækt og nú er einmitt
dagur til að sjóða silung, búa til sil-
ungssúpu með fíflablöðum, blóð-
bergi, birkilaufum. En hvers vegna
varð þessi staður fyrir valinu hjá
Ásu?
„Fyrir sjö áram fór mig að
dreyma um að stofna heilsuparadís
fyrir okkur öll sem höfum áhuga á að
skapa okkar eigin tilveru," segir
Ása. „Stað þar sem við getum verið
saman úti í náttúranni og notað sum-
arfríið til að næra okkur andlega og
líkamlega. Þar sem við getum öðlast
aukið jafnvægi og kyrrð, sótt eldinn í
jörðina, virkjað sköpunarkraftinn og
aukið styrk okkar. Ég var búin að
leita í fjögur ár, víðs vegar um land-
ið, þegar ég fann Lund.
Ég vildi koma upp stað þar sem
fólk getur náð tengslum við sjálft
sig, fengið skjól frá firringu samfé-
lagsins, umgengist hvort annað út
frá sínu æðsta - sem er ástand sem
skapast við hugleiðslu. Ég sé þetta
sem heilsusamlegan sumardvalar-
stað með leik, sköpun og gleði."
Og trú sinni köllun, hefur Ása
skipulagt fjölda námskeiða að Lundi
þetta fyrsta sumar sem hún rekur
sumardvalarstaðinn sinn. Þegar okk-
ur mæðgur ber að garði, standa yfir
kyrrðardagar, nýlokið fimm daga
safafóstu, svitahofið komið af stað og
1 bígerð era námskeið í blómaskreyt-
ingum sem Elísabet Valgeirsdóttir
I draumsins litadýrð
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
TIL ERU þeir dreymendur sem
segja að þá dreymi ekki í lit heldur
svarVhvítu eða grámósku tónum og
draumamir séu heldur hráslagaleg-
ir, þvi sé best að gleyma þeim enda
séu þeir hvort eð er tómt rugl! Ligg-
ur fiskur undir steini? Alla dreymir í
lit, líka þá „draumlausu“ og vantrú-
uðu. Én gráir draumar og
svarVhvítir geta speglað dauft vöku-
líf og tilbreytingarlaust eða skarpar
andstæður í hugsun og gjörðum þó
sverta næturinnar sé ekki öll sem
sýnist. Svarti „liturinn" er í vöku
sem svefni tákn jarðtengdra afla og
dulúðar, hann er í draumi tákn dul-
vitundarinnar og krafta henni
tengdri, því era svartir draumar
verðir allrar athygli. Gráir litir og
litleysur venja svo komur sínar í
drauma fólks um sálfarir. Með
grósku náttúrannar í lit og birtu
sem smitar fólkið í litrík klæði og
ljær því draumkennt útlit eru frum-
litimir rautt, gult og blátt áberandi
undirstaða sem blanda má á ótelj-
andi vegu eftir smekk og tísku þó
jarðlitir lyndi því best. Sama má
segja um drauminn frá landi dulvit-
undarinnar, hann notar framliti
mikið við táknmyndagerð: Rautt
fyrir orku, hreinskilni og trú. Gult
fyrir veikindi, visku og endurfæð-
ingu. Blái liturinn er dularfullur sem
draumlitur og sýnir á sér margar
hliðar, hann speglar sálina, hugann
og æðri vitund ásamt hæfileikum
sínum til að töfra og blekkja. Græni
liturinn er blanda af gulu og bláu og
táknar meðal annars grósku, afrek
og hörku. Litimir munu fá hver fyr-
ir sig umfjöllun í Draumstöfum.
Draumar lesenda
Draumstöfum berast mörg bréf
en í hverjum pistli er einungis hægt
að birta tvo til þrjá drauma í senn
svo ég bið bréfsendara að sýna
draumum sínum þolinmæði, þeir
koma.
Draumur „Ásdís-
„Mig dreymdi stóra íbúð sem
verið var að gera upp sem ég og
maðurinn minn áttum (fyrrver-
andi). Mjög hátt til lofts og engin
húsgögn. Eg sé dökkan reyk koma
úr röri við gluggann. Við opnum
hann og ég sé að við erum á 5.-6.
hæð. Það var fólk úti og einn maður
sagði að verið væri að laga orsök
reyksins. A einum stað í íbúðinni
voru nýir veggir, bogadregnir úr
viði og náðu ekki alveg til gólfs. Lít-
il dóttir mín hafði skriðið undir
vegginn og ég vissi af henni. Faðir
hennar (núverandi maki) var ná-
lægt svo ég hafði engar áhyggjur.
Hinum megin í íbúðinni voru
veggirnir stórir fletir, ljósgulir. Ég
sá gamallt ryk sem þurfti að þrífa
og fannst (óljóst) fólk vera þama til
þess. Hátt uppi á einum veggnum
var kassi og á honum mikið ryk og
óhreinindi, ég hugsaði að þetta yrði
að þrífa. Á einum stað niðurgrafinn
í gólfið með aðeins hluta sýnilegan
var grænn krókódíll. „Mexíkani"
sem var þarna var ekkert hræddur
við krókódílinn, gekk að honum og
beit hann í augað, hefði viljað fá sér
meira en tókst ekki, dýrinu varð
ekki meint af. Eldhúsið var stórt og
aflangt með dökkgrænni nýlegri
innréttingu. Ég sagði við mann sem
þarna var, „Ég vil láta breyta þess-
um lit!“. Hann sagði að það yrði
aldrei samþykkt því þessi væri í
lagi. Ég burstaði af borðplötu og sá
að þetta leit bara vel út og var sátt
við litinn. Konur í stóra herberginu
elskast. Feitar, smávaxnar og
ófrýnilegar en glaðar og óheftar.
Ég fer afsíðis inn í stórt baðher-
bergi, engin hreinlætistæki, bara
gráir ómálaðir veggir. Ég klæði mig
úr. Ég horfi á mig í spegli, er grönn
og finnst ég falleg. Einhver segir -
það er verið að horfa á þig. Ég sé
ungan mann koma úr felum undan
borði eða kassa.
Rádning
Húsið ert þú og í draumnum ertu
að vinna úr fortíð þinni (verið var að
gera íbúðina upp/reykur úr röri) til
eflingar sjálfinu. Ibúðin er stór,
hátt til lofts og þú ert á 5.-6. hæð
sem bendir til þroskaðs og víðsýns
persónuleika. Nýju veggirnir boga-
dregnu úr viði benda til ákveðinnar
mýktar í hugsun og sveigjanleika í
samskiptum (sem ekki hafi verið til
staðar áður) og lausn frá óþarfa
áhyggjum (dóttirin skreið undir
vegginn). Þó eru enn til staðar
kantaðar/staðnaðar (kassinn með
rykinu) hugmyndir sem þú vinnur
að hreinsun á. Þá era í þér þættir
meinfýsni (krókódíllinn) sem era
þér á vissan hátt framandi (Mexík-
ani) en þú ert lúmskt (dýrið var nið-
urgrafið) ánægð með og vilt ekki
missa (skepnunni varð ekki meint af
biti Mexíkanans). I eldhúsinu
(hjartastöð) birtist visst ósjálfstæði
(innréttingin var græn, þú vilt
breyta um lit, það er ekki hægt og
þú samþykkir gamla litinn orða-
laust), hræðsla við álit annarra (ein-
hver segir - það er verið að horfa á
þig), óánægja með eigið sjálf (útlit
baðherbergisins og kvennanna) og
líkamlegt útlit. Þessir neikvæðu
þættir hamla þér en ungi maðurinn
(Animus) sem skreið undan kassan-
um er bending um breytingu þar á.
„/Máni" sendir
þennan draum
„Mig dreymdi að ég var stödd í
margmenni og Ragnarökum nýlok-
ið. Fólk ráfaði um án tilgangs og
öllu virtist lokið. Fólkið var veikt