Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ
oo ..............
22 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997
NEYTENDUR
Útsalan var hafin í Englabörnum en þar er veittur 30-70% afsláttur. Henni
Önnu leist auðsjáanlega vel á sig í þessum kjól. Hann kostaði 6.980 krónur en
er nú á 4.790 krónur.
„Peysurnar fara fyrst og síðan jakkar“, sagði Jónina Þórarinsdóttir hjá verslun-
inni Centrum þegar litið var inn fyrsta útsöludaginn. „Þegar mesta ösin er
afstaðin eftir nokkra daga þá fer fólk að gefa sér tíma til að máta buxur.“
Útsölur að byrja um allan bæ
Algengt að 30-60%
afsláttur sé veittur
HÁLFTÍMA eftir að útsalan í
Hagkaup Kringlunni hófst síðast-
liðinn fimmtudag voru þrír eða
fjórir einnar krónu hlutir eftir en
hálftíma áður námu þeir hundr-
uðum. Það var örtröð við inn-
ganginn þar sem karlmenn voru
við stóran kassa að máta jakka-
föt á 995 krónur og eiginkonurn-
ar að skoða úlpur við hliðina.
Þegar útsölurnar hefjast er mikið
um að vera og á rölti okkar um
verslanir vítt og breitt um bæinn
mátti sjá ótal kerrur og vagna
með óþreyjufullu smáfólki sem
beið á meðan mamma eða pabbi
voru að máta eða velta fyrir sér
Morgunblaðið/Golli
Mamma eða pabbi að athuga
með föt á smáfólkið sem
beið óþreyjufullt fyrir utan.
kaupum. Afgreiðslufólki bar
saman um að margir vissu hvað
þeir vildu þegar þeir kæmu á
útsölu, væru semsagt búnir að
skoða flíkurnar áður og gengu
að þeim þegar útsölur byijuðu.
Svo eru aðrir sem eru bara að
skoða og athuga hvort þeim líst
á eitthvað. Foreldrar eni gjarnan
að leita að fötum á börnin fyrir
skólann.
„Fólk veltir minna fyrir sér en
til dæmis í fyrra hvað hlutirnir
kosta og það er undantekning
að verið sé að biðja um að setja
vörur á nýtt kortatímabil", segir
Aðalheiður Karlsdóttir eigandi
Englabarna. „Einnig er áberandi
að fólk staðgreiðir það sem verið
er að kaupa.“
Elísa er að hjálpa Kaj að
máta strigaskó en þá var
hægt að fá á útsölunni hjá
Hagkaupi á 200 krónur.
Næstu vikurnar geta lesendur
semsagt kíkt á útsölur víða um
bæinn og gert reyfarakaup - það
er að segja svo framarlega sem
ekki er verið að kaupa óþarfa
bara af því að varan er á útsölu.
Vörurnar eru gjarnan
lækkaðar um 30-60%. Við
rákumst á þennan fatnað
í Oasis. Jakkinn var áður
á 4.895 krónur en kostar
á útsölunni 1.995 krónur.
Buxurnar kostuðu 4.595
en eru núna á 2.495 krónur
og bolurinn var á 2.195
krónur en kostar núna
1.295 krónur.
Græni
skápurinn
FYRIR skömmu var opnuð ný versl-
un, Græni skápurinn, að Laugalæk
4. í fréttatilkynningu frá verslun-
inni segir að á boðstólum sé ýmis
gjafavara, leikföng, ritföng, gjafa-
pappír, kort, minjagripir, kerti, tré-
vara og margt fleira. Þá eru alltaf
einhveijar vörur á tilboði. Um helg-
ar eru seldir tilbúnir blómavendir í
Græna skápnum.
Eigendur verslunarinnar eru
Ágústa Pálsdóttir og Gréta Önund-
ardóttir.
ÁGÚSTA Pálsdóttir og Gréta Önundardóttir eigendur
Græna skápsins.
Hlunkar með ávaxta-
Nýtt
og lakkrísbragði
KJÖRÍS hefur sett á markað hlunka
með ávaxta- og lakkrísbragði.
Ávaxtahlunkurinn er tvílitur með
tvennskonar ávaxtabragði og súkk-
ulaðitopp. Lakkríshlunkurinn er
með lakkrísbragði og lakkrísdýfu.
Þá hefur Kjörís einnig sett á mark-
að nýjan Lúxus íspinna. Pinninn er
með súkkulaðibragði og með Síríus
súkkulaðidýfu.
Books
Opið
til 22 og
neyðar-
lína
HERRAFATAVERSLUNIN
Books býður nú viðskiptavin-
um sínum upp á lengdan af-
greiðslutíma en opið er frá
klukkan 10-22 alla daga vik-
unnar nema á sunnudögum.
Auk þess er hægt að fá upp-
gefið sérstakt neyðarnúmer
hjá versluninni ef viðskipta-
vinir þurfa nauðsynlega á
aðstoð að halda utan af-
greiðslutímans.
Athugasemd
Iðgjöld íslensku trygg-
ingafélaganna enn lægri
SIÐASTLIÐINN þriðjudag birtist á
síðum Morgunblaðsins grein þar sem
fram kom að heimilistryggingar og
líftryggingar væru næst lægstar á
íslandi af Norðurlöndunum. Þær nið-
urstöður fengust úr könnum sem
Norræna ráðherranefndin lét gera
fyrir skömmu. í töflu sem Neytenda-
samtökin sendu frá sér var greint
frá iðgjöldum félaganna. Alþjóða líf-
tryggingarfélagið og Samlíf hafa
sent blaðinu athugasemdir þar sem
fram kemur að iðgjöldin séu enn
lægri sé miðað við vágryggingarfjár-
hæð 4,6 milljónir króna.
Alþjóða líftryggingarfélagið
Ársiðgjald líftryggingar ef karl-
maður reykir og er þrítugur er 9.423
krónur og 28.718 ef viðkomandi karl-
maður er 50 ára. Sé um konu að
ræða er iðgjaldið lægra. Hún borgar
5.808 krónur á ári ef hún reykir og
er þrítug og 19.126 ef hún er fimm-
tug og reykir. Iðgjaldið verður enn
lægra ef konan og karlinn reykja
ekki. Þá borgar þrítugur karlinn
9.016 krónur og 22.071 ef hann er
fimmtugur. Þrítug kona borgar 5.304
krónur og fímmtug 15.055 krónur.
Samlíf
Iðgjald þrítugrar konur hjá Sam-
lífi var sagt 6.470 krónur í töflu
Neytendasamtakanna en er 6.159
krónur og ef um fimmtuga konu er
að ræða er það 18.147 krónur en
ekki 19.064 krónur. Sé um þrítugan
karlmann að ræða er það 9.301 en
ekki 9.770 krónur og hjá fimmtug-
um karlmanni 25.650 en ekki 26.942
krónur.
Breytilegt iðgjald þýðir að aðeins
er vitað hvað borgað er í iðgjald
fyrsta árið. Iðgjald fer eftir aldri og
hækkar því að raungildi milli ára.
Nýtt
Granini grænmetissafar
SÓL hf. hefur hafið sölu á Granini
söfum. Fyrst um sinn eru það þijár
tegundir sem eru á boðstólum, gul-
rótarsafi, grænmetissafi sem inni-
heldur sjö tegundir af grænmeti og
tómatsafi. Granini hefur verið til
um áraraðir hérlendis, safarnir
koma frá Austurríki og fást í hálfs
lítra flöskum.