Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ JH*tgtmÞIaMí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁNÆGJULEGUR ÁRANGUR STÖÐUGLEIKI í verðlagsmálum hefur verið ótrúlega mikill síðustu þrjá mánuði, þegar haft er í huga, að þetta tímabil fylgir í kjölfar kjarasamninga. Verðbólga þessa mánuði hefur aðeins verið 0,2%, sem jafngildir 0,9% á ári. Undanfarna tólf mánuði var verðbólgan 1,8% og Seðlabankinn telur nú, að verðbólgan í ár verði 2%. Það er umtalsvert minni verðbólga á árinu en bankinn spáði í tengslum við gerð kjarasamninganna, en þá taldi hann verðbólguna 1997 verða 2,9%. Gangi þetta eftir verður kaupmáttaraukning launþega mun meiri en reiknað var með, þegar samið var sl. vor. Þessi góði árangur í stjórn efnahagsmála er því einkar ánægjulegur og hlýtur að vera launþegum sérstakt fagnaðarefni. Breytingar á vísitölu neyzluverðs í júnímánuði voru 0,2%, en mest bar þar á lækkun á grænmetisverði og lækkun flugfargjalda innanlands. Þessar lækkanir vógu að mestu upp hækkanir á öðrum liðum. Báðir þessir liðir geta valdið hækkun vísitölu síðar, enda er verðlag á grænmmeti sveiflukennt eftir árstíðum og óvíst er, hversu lengi, og að hvaða marki, samkeppni í innanlandsflugi heldur verðinu niðri. Þá er ennfremur óljóst, hvort allar hækkanir vegna kjarasamninganna séu komnar fram og telja ýmsir sér- fræðingar, að þrýstingur á verðlagskerfið komi fram síð- ar. Á móti slíkum hugsanlegum verðlagshækkunum kem- ur hins vegar, að hækkun á gengi krónunnar frá áramót- um leiðir til lækkunar á verði á innfluttum vörum. Ástæða er þó til þess fyrir fyrirtækin að beita áfram ítrasta að- haldi í verðlagningu á vörum og þjónustu. Þetta á ekki síður við opinbera aðila, en reynzlan sýnir, að þeir hafa mikla tilhneigingu til að hækka gjöld sín. ÓRÉTTLÁTT KERFI AFNUMIÐ T^TÝ LÖG UM atvinnuleysistryggingar tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þau fela í sér ýmis ákvæði, sem ætlað er að sníða af ýmsa agnúa á fyrri lögum og gera framkvæmdina skýrari og skilvirkari. Sérstök ástæða er til að minnast á eina mikilvæga breytingu, en hún felur í sér, að framvegis verða greiðslur úr lífeyrissjóðum dregn- ar frá atvinnuleysisbótum. Á síðastliðnu hausti varð uppvíst, að ýmsir hópar, sem komast snemma á eftirlaun, gátu fengið atvinnuleysisbæt- ur til viðbótar greiðslum úr lífeyrissjóðum, jafnt opinberum sem á almennum vinnumarkaði. Einkum voru þar nefndir til sögu tiltölulega hátt launaðir ríkisstarfsmenn, t.d. flug- umferðarstjórar, sem hálaunahópar á almennum vinnu- markaði, t.d. flugmenn. Þessar bótagreiðslur gengu þvert á tilgang atvinnuleysistrygginga. Ástæða er til þess að fagna því, að félagsmálaráðherra hefur beitt sér fyrir afnámi þessa óréttláta fyrirkomulags. ÚR VIÐJUM FORTÍÐAR? * AKVÖRÐUN Reglu Óraníumanna, félagsskapar her- skárra mótmælenda á Norður-írlandi, um að hætta við árlegar göngur sínar um hverfi kaþólikka, er söguleg. Aldalöng hefð er fyrir göngum þessum, sem farnar eru til að minnast sigurs mótmælandans Vilhjálms af Óraníu yfir hinum kaþólska Jakobi II árið 1690. Þær eru nátengd- ar sögu og sjálfsvitund írskra mótmælenda. Til þessa hafa þeir sagzt of stoltir til að hætta göngunum, þrátt fyrir að kaþólikkar líti á þær sem ögrun við sig og þær hafi ýtt undir átök, óeirðir og manndráp. Sagan og hefðin eru undirrót deilna og átaka á Norður- Irlandi. Þessi afstöðubreyting nú er hins vegar merki um að sumir leiðtogar mótmælenda séu að reyna að losna úr viðjum fortíðarinnar og horfa þess í stað til framtíðar. Báðar fylkingarnar verða að brjóta odd af oflæti sínu og leita friðsamlegra lausna fyrir framtíðina í stað þess að hafa augun á fortíðinni, eigi þeim að takast að koma á varanlegum friði. Friður er mikilvægari en stolt eða hefndir. Nú hljóta allir að vænta þess að kaþólikkar mæti frumkvæði mótmælenda og rétti út sáttahönd með svipuðum hætti. Foreldrar íhuga að höfða mál gegn Dagvist barna Málningarfram- kvæmdir vöktu bráðaofnæmi Morgunblaðið/Árni Sæberg GISSUR með innöndunarkút sem hann hefur þurft að nota frá því hann fékk bráðaofnæmi á leikskólanum. 20% af börnum á ieikskólaaldri fá astma- einkenni. Pétur Blöndal komst að því að hætta getur skapast þegar leik- skólar eru málaðir á sama tíma og börn- in dvelja þar. LAUFEYJU E. Gissurardóttur bái-ust skilaboð í hádeginu 30. apríl um að eitthvað væri að syni hennar á leik- skólanum. „Ég hringdi og heyrði á honum að hann átti erfítt með andardrátt," segir hún. „Annað foreldri, sem var nær- statt, tók við símanum og sagðist ætla að koma honum til mín strax. Ástand drengsins væri alvarlegt. Þegar hann kom fór ég með hann á Heilsugæslustöð Seltjarnarness. Þar var brugðist skjótt við og hann sendur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann átti orðið mjög erfitt með öndun og þurfti að fá friðarpípu til þess að víkka út öndunarveginn." Bráðaofnæmis fyrst vart Þannig varð bráðaofnæmis fyrst vart hjá Gissuri Ara Kristinssyni, sem er íjögurra ára. Hann fékk innöndun- arlyf heim með sér sem honum var sagt að hann þyrfti að anda að sér næsta mánuðinn. Tveimur dögum síðar var hann búinn að jafna sig og gat mætt aftur í leikskólann. „Þá vissum við ekkert hvað hefði valdið ofnæminu," segir Laufey. Hún hafði reyndar fundið sterka málning- arlykt í leikskólanum áður en haldið að það væri tilfallandi. „Ég vissi ekki að verið væri að mála allan Ieikskól- ann,“ segir hún. Laufey skildi son sinn eftir í skólanum og hringdi skömmu síðar til að athuga hvemig honum liði. „Þá voru einkennin komin aftur,“ segir hún. „Ég sótti hann eins fljótt og mér var unnt og kvartaði við leik- skólastjórann. Hann sagðist ætla að athuga málið. Þegar ég hringdi þremur dögum síðar sagði hún mér að ekkert væri hægt að gera. Það yrði að mála leikskólann og það á virkum dögum, en ekki á kvöldin eða um helgar, vegna þess að annars kostaði það of mikla íjármuni." Laufey hringdi 6. maí í Herdísi Storgaard, hjúkmnarfræðing hjá Slysavarnafélagi íslands. „Henni fannst þetta ótrúleg framkoma og var mjög brugðið," segir Laufey. „Hún benti mér á að tala við Sigurbjörgu Gísladóttur hjá Hollustuvernd, sem tók erindi mínu mjög vel. Sama dag talaði ég við Berg Felix- son, framkvæmdastjóra Dagvistar barna, og varð fyrir miklum vonbrigð- um. Svörin hjá honum voru á þá leið að það væri einfaldlega mitt vandamál að bamið væri með ofnæmi. Honum þætti fyrir því, en hann gæti ekki tek- ið mark á órökstuddum getgátum. Mér fannst hann hreint út sagt hranalegur.“ Bróðir Laufeyjar hafði samband við Hauk Þór Haraldsson hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur. í framhaldi af því var boðað til fundar Heilbrigðiseftirlits- ins, Hollustuverndar, Dagvistar barna og byggingardeildar borgai"verkfræð- ings. Oskemnitileg reynsla En hvaða afleiðingar hafði málið í för með sér fyrir foreldrana? „Það hafði þær afleiðingar að barnið okkar var skyndilega frá leikskóla í þtjár vikur,“ segir Laufey. „Einmitt á þeim tíma í maí þegar systkini þess voru í próf- lestri og mjög annasamt var í vinnunni bæði hjá mér og Kristni, manninum mínum.“ „Einnig fannst okkur illa komið fram við Gissur," segir Kristinn Ólafsson, faðir drengsins, sem leggur nú orð í belg. „Þessar þrjár vikur sem teknar voru af honum í leikskóla eru brot á hans mannréttindum. Þótt hann sé aðeins íjögurra ára hlýtur hann að hafa einhvem rétt. Það hlýtur að þurfa að taka tillit til hans sem einstaklings. Þess í stað var verið að henda honum á milli, í pössun hér og þar, til vina og ættingja." Hann bætir við að sér fínnist hart að þetta skuli gerast á leikskóla, sem eigi að vera griðastaður barna. „Að maður skuli eiga svona á hættu þar er með ólíkindum," segir hann. „Svo voru öll viðbrögð þannig að við höfðum á tilfínningunni að við væmm móður- sjúkir foreldrar. Ef við hefðum ekki fengið stuðning frá heilbrigðisyfírvöld- um hefðum við sjálfsagt látið málið kyrrt liggja." Ofnæmi háir drengnum enn Laufey tekur undir með Kristni. „Ég er mjög ósátt við Dagvist barna," seg- ir hún. „Við höfum ekkert heyrt frá þeim eftir þetta símtal. Okkur fínnst það ótrúleg framkoma. Það er eins og þeim fínnist sér ekki koma þetta við. Þetta sé alfarið okkar mál.“ Kristinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafí verið dregið úr fram- kvæmdum eftir að þetta tilfelli hafí komið upp og bömunum verið leyft að njóta vafans. Að haldið skyldi áfram í hálfan mánuð með fullt dagheimili af börnum án þess að láta foreldra vita. Þau segja að helst ætti að loka leik- skólum og mála með plastmálningu. Einnig finnist þeim nauðsynlegt að foreldrar hafí val, þ.e. viti af fram- kvæmdunum. Þau segja að málið sé til athugunar hjá lögfræðingi. Til greina komi að kæra Dagvist barna, enda hafi sonur þeirra enn ekki jafnað sig að fullu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 27 —u Sterk lykt olli ertingu í lungnaberkjum „SUM BÖRN eru viðkvæm í lungnaberkjum," segir Sigurður Kristjánsson, sérfræðingur í of- næmis- og ónæmissjúkdómum barna. „Sú málningartegund sem þarna var notuð getur valdið slæmri ertingu í lungnaberkjum hjá viðkvæmum einstaklingum og þar af leiðandi astma-einkenn- um.“ Hann segir að það sé algjör undantekning að slík erting sé lífshættuleg, en hún geti valdið öndunarerfiðleikum, mæði, hósta og pípi í berkjum. Sumir fái einn- ig húðútbrot, en það eigi ekki við í þessu tilfelli. Bráðameðferð fel- ist í berkjuvíkkandi lyfjagjöf. Einnig séu gefnir svokallaðir inn- úðunarsterar til þess að minnka bólgu í berkjum. „Víðast hvar á Norðurlöndum er reynt að loka dagheimilum og færa börnin til meðan málað er eða rýma þau svæði sem eru máluð,“ segir hann. „Ofnæmi og astmi eru orðin það algeng vanda- mál að menn eru neyddir til að taka tillit til þessara þátta.“ Að sögn Sigurðar hefur tíðni astma-tilfella aukist mikið í hin- um vestræna heimi. Talið sé að um 20% barna, sem séu yngri en fimm ára, fái einhvern tíma astma-einkenni. Þessi börn hafi ekki alltaf ofnæmi heldur fái sum astma-einkenni þegar þau séu kvefuð. Þegar komið sé yfir þenn- an aldur sé algengt að tíðnin sé a.m.k. 5 til 7%. Leikskólar málaðir með olíumálningu í áratugi Málið komið í rétt- ar skorður VIÐ ÞURFUM að halda leikskól- um við og reynum að nálgast þarf- ir foreldra að því leyti að loka ekki í minniháttar viðhaldsað- gerðum," segir Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna. „Hins vegar höfum við yfir- leitt lokað í meiriháttar viðhalds- aðgerðum á sumrin." Bergur segir að Byggingadeild borgarverkfræðings hafi annast viðhald fyrir Dagvist barna og hún hafi Ieitast við að hafa sam- ráð við leikskóla um aðgerðir. „Leikskólar hafa verið málaðir með þessari málningu í áratugi," segir hann. „Við viljum hafa þessi mál í góðu lagi og það hafa þau yfirleitt ver- ið. Það hafa verið vandamál út af sterkri lykt áður, en ekki hafa margar kvartanir borist. Aðalmál- ið er að nú hefur verið brugðist við þessu vandamáli. Niðurstaðan er sú að ekki verður málað áfram með olíumálningu þegar leikskól- ar eru í starfi, sbr. bréf okkar til Hollustuverndar rikisins. í þeim tilfellum sem olíumálning hefur verið notuð hefur það verið talið æskilegt vegna þess að hún er endingarbetri og það er auð- veldara að þrífa hana. Mér finnst mjög leitt að þetta skyldi hafa komið upp, en ég held að málið sé komið í réttar skorður." Vinnubrögð á leikskóla gagnrýnd af heilbrigðisyfirvöldum Ábyrgðarleysi að mála með slíkum efnum NIÐURSTAÐA fundar Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur, Hollustu- verndar íslands, Dagvistar barna og Byggingadeildar Borgarverk- fræðings, 22. maí sl., var sú að Dagvist barna og Byggingadeild Borgarverkfræðings ætluðu að breyta verklagsreglum sínum við framkvæmdir inni á dagvistar- stofnunum. Reglurnar yrðu bornar undir Heilbrigðiseftirlitið áður en þær yrðu teknar til framkvæmda. Málningin hættuleg í snertingu við húð og innöndun I bréfi sem lagt var fyrir fund- inn af Hollustuvernd og Heil- brigðiseftirlitinu voru þau vinnu- brögð sem viðhöfð voru á leikskól- kvæmt merkingum á málningunni að hættulegt, er að anda henni að sér. Það er því ábyrgðarleysi að mála með slíkum efnum þar sem fólk dvelur, ekki síst þegar um cr að ræða ung börn sem þola mengun af þessu tagi verr en full- orðið fólk.“ Ennfremur sagði í bréfinu að í könnun Heilbrigðiseftirlitsins hefði komið i ljós að notuð hefði verið Hempalin lakkmálning frá Slippfélaginu. „Verktakar unnu sitt verk á sama tíma og börnin sóttu leikskólann. Málningin sem notuð var inniheldur terpentínu og er merkt með varnaðarinerk- inu X.L.N. Varíið hættulegt, og hættusetningunni Hættulegt við innöndun, ísnertingu við húð og inntöku. Samkvæmt merkingum ber þeim sem vinna með þessa málningu innan dyra að verja sig með loftgrímum." í niðurlagi bréfsins var því beint til Dagvistar barna að séð yrði til þess að ekki yrði unnið við viðhakl leikskóla á meðan börnin dveldu þar ef viðkomandi viðhald liefði í för með sér hættur fyrir börnin svo sem vegna meng- unar af völdum málningar eða ryks. Leikskólum lokað í sumarleyfi Dagvist barna svaraði kvörtun vegna málningarvinnu í leikskól- um bréflega 5. júní sl. Þar kemur fram að á fundi með Bygginga-. deild borgarverkfræðings, sem sjái um viðhald leikskóla í umboði Dagvistar barna, hafi verið sam- þykkt að þegar endurmála þyrfti leikskóla yrði skólanum lokað í sumarleyfi og verkið framkvæmt þá. Einnig var samþykkt að við málun á einstaka flötum í leik- skóla yrði viðkomandi vinnusvæði lokað og efni sem athugasemd hafi verið gerð við, merkt X.N., ekki notað heldur málning sem sé hættuminni og gefi ekki eins sterka lykt. Börn hafi að sjálf- sögðu ekki aðgang að efnum sem notuð séu. Sir John Bourn ríkisendurskoðandi Breta Morgunblaðið/Árni Sæberg SIR John Bourn, yfirmaður bresku ríkisendurskoðunarinnar, heimsótti á dögunum starfsbræður sína hér. Ráðgjöf til að nýta betur opinbert fé Oft þarf að fara djúpt í einstök mál þegar endurskoðun er annars vegar, m.a. kanna hvort innkaup séu hagkvæm og verksamn- ingar vandaðir. Jóhannes Tómasson ræddi þessi mál og fleiri við yfirmann bresku ríkisendurskoðunarinnar. HLUTVERK ríkisendurskoð- unar er víðast hvar svipað, að fara yfír reikninga rík- isins og stofnana þess og veita umsögn og ráðgjöf um það sem betur má fara til þess að fjármunir nýtist sem best til þeirra verkefna sem þeim er ætlað,“ segir sir John Bourn, ríkisendurskoðandi Bretlands, í sam- tali við Morgunbiaðið. Gerði hann út hingað stutta ferð til að endurgjalda heimsókn Sigurðar Þórðarsonar ríkis- endurskoðanda til Bretlands síðastliðið haust. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð- andi fékk bresku ríkisendurskoðunina til að gera úttekt á starfi Ríkisendur- skoðunar hér og stendur sú vinna nú yfir. Hafa starfsmenn hennar heimsótt íslenska starfsbræður sína og farið yfir verklag og aðferðir við alla þætti endurskoðunarinnar, fjárhagsendur- skoðun, stjórnsýsluendurskoðun og tölvuendurskoðun. Er að vænta skýrslu um þessa úttekt í haust en Sigurður segir hugmynd að þessu verkefni hafa kviknað er hann heim- sótti bresku stofnunina á liðnu hausti., En hvað eiga þessar stofnanir Bret- lands og íslands sameiginlegt? Sir John Bourn svarar því: „Verkefnin eru svipuð í báðum lönd- um, við förum yfir ríkisreikninginn, gerum nauðsynlegar kannanir og gef- um skýrslu til þjóðþinga okkar. Þess vegna er gagnlegt að hittast og bera saman vinnuaðferðir. Ríkisendurskoð- endur í Evrópulöndum eiga með sér formlega fundi á þriggja ára fresti og þar fyrir utan eiga menn oft tvíhliða viðræður eins og við gerðum hér. Stundum kemur einnig fyrir að skipst sé á starfsmönnum." Sir John Bourn segir nánar um hlut- verk endurskoðunar að það sé að sann- reyna að reikningar gefi sem sannasta og gleggsta mynd af fjárhagsstöðu og - í tilviki ríkisendurskoðunar - að farið sé með ljárveitingar samkvæmt þeim ákvörðunum sem teknar hafi verið. En fleira kemur einnig til: Spyrja þarf spurninga „Við eigum ekki aðeins að sann- reyna að allt sé löglegt heldur einnig að vel sé farið með féð. Þess vegna förum við oft dýpra í einstaka mála- flokka og tökum út einstaka stofnanir til að meta hvort menn séu að fá það sem þeir greiða fyrir, hvort nokkur sé að kaupa köttinn í sekknum. Þar á ég við málefni eins og vega- mál eða heilbrigðismál. Hvernig eru samningar við verktaka? Eru gæðin í lagi? Er efnisval rétt? Er hönnun í lagi? Hliðstæðra spurninga þarf einnig að spytja varðandi heilbrigðismálin, til dæmis hvort aðföngin séu í lagi, hvort hjartasjúkdómar séu meðhöndlaðir á hagstæðan hátt út frá öllum sjónar- hornum og þannig mætti lengi telja. Þess vegna þurfum við stundum að ráða sérfræðinga á þessum sviðum, verkfræðinga og aðra sem vinna þá með endurskoðendum og lögfræðing- um okkar og stundum leitum við einn- ig aðstoðar ráðgjafarfyrirtækja," segir Bourn en alls starfa hjá bresku ríkis- endurskoðuninni 750 manns. Hann segir einnig að málaflokkur eins og náttúruvernd hafi komið til kasta ríkisendurskoðunar á seinni árum og því hafi til dæmis þurft að ráða líffræðinga og grasafræðinga og minnir hann á að stofnunin þurfi að geta sett sig inn í rekstur hvaða mála- flokks sem vera skal í nútímaþjóðfé- lagi. Stofnunin tók til starfa árið 1866 í þeirri mynd sem hún starfar nú, að gefa þingi skýrslu um ástand ríkisfjár- mála en árið 1983 voru teknar upp úttektir eins og minnst var á hér að framan. „Með þessum úttektum fáum við gott yfirlit um viðkomandi mál og þegar við skoðum það næst eftir kannski fjögur til fímm ár getum við séð hvort framfarir hafí orðið. Við gerum kringum 50 slíkar skýrslur ár- lega, stundum fleiri en eina í hverjum málaflokki en það er auðvitað ljóst að 750 starfsmenn geta ekki á hveiju ári komist yfir að skoða mjög ítarlega allt sem er á bak við hveija hreyfingu í 500 milljarða punda veltu." Sir John Bourn segir það ekki hlut- verk ríkisendurskoðunar að hafa af- skipti af stefnu stjórnvalda í málum heldur einungis að gæta þess að farið sé með opinbert fjármagn eins og ákveðið hafí verið og sýna ráðdeild og sparnað. Við úttektir og umræður um skýrslur geti hins vegar komið fram hugmyndir og ábendingar sem leitt geta til þess að ráðamenn vilja taka upp breytta stefnu, ný vinnubrögð eða leggja aðrar áherslur en það sé hins vegar óbein afleiðing. Hann segir Breta hafa verið heppna á sama hátt og íslendinga að ekki sé mikið um að upp komi sakamál eða svindl með opinbert fé. „Ef grunur vaknar um svik eða glæpsamlegt at- hæfi varðandi fjárreiður leitum við strax til lögreglunnar en stundum verður að vinna mál lengra og gera jafnvel þingi viðvart en þá sjaldan að svona mál koma upp verða þau yfir- leitt lögreglumál. Það verður alltaf að taka hart á yfirsjónum." Hvernig bregðast menn við úttekt-' ' um ykkar? „Ýfirleitt skilja menn hvert hlutverk ríkisendurskoðunar er og menn eru sammála um að keppa að því að nýta fjármunina sem best. Ef hægt er að spara 50 milljónir til dæmis við inn- kaup í heilbrigðiskerfinu má kannski nýta þær til beinna lækninga og menn eru fegnir ef þeir sjá að við getum aðstoðað við slíkar lagfæringar. Stundum fara menn í varnarstöðu en það er oftast bara í fyrstunni." Eru að aukast alþjóðleg vandamál með auknum og auðveldari peninga- legum samskiptum? „Að sumu leyti má segja að starfs- svið okkar sé að víkka út vegna þessa. Þar koma meðal annars í hugann máL, sem tengst hafa styrkjum frá Evrópu- sambandinu og geta þá fleiri en eitt land komið við sögu. Þess vegna verð- um við oft að eiga samstarf um ákveð- in verkefni við önnur lönd og víst eru fjármál orðin svo margslungin og al- þjóðleg að þar eru nánast engin landa- mæri lengur. En ég held að Bretar eigi ennþá gott orðspor hvað varðar fjármálaumsýslu alla, ekki síst alþjóð- lega og við búum að því endurskoðend- ur, bæði í einkageiranum og hjá rík- inu.“ Starf á alþjóðavettvangi Breska ríkisendurskoðunin ' hefur einnig starfað nokkuð á alþjóðavett- vangi og meðal annars átt aðild að^ verkefnum á vegum Sameinuðu þjóð- anna og er Sir John Bourn beðinn að greina nánar frá þeim þætti: „Annars vegar eigum við fulltrúa í þriggja manna endurskoðunarnefnd sem sér um endurskoðun í aðalstöðv- unum en undir hana heyrir einnig endurskoðun á fjármálum friðargæslu- sveitanna. Þá höfum við einnig komið að endurskoðun einstakra stofnana SÞ. Önnur alþjóðleg verkefni eru til dæmis aðstoð við ríki Austur-Evrópu við að kenna þeim aðferðir okkar við endurskoðun og höfum við bæði sent þeim starfsmenn til að kenna og þeii^ sent fulltrúa sína á námskeið til okk- ar. Við höfum einnig tekið þátt í þró- unarhjálp, sent starfsmenn okkar til þróunarlanda til að kenna þar.“ Sir John Bourn vildi að lokum þakka fyrir gestrisni sem hann hafði mætt í heimsókn sinni hér og starfsbræðrum sínum hér á landi fyrir vel skipulagða dagskrá. >•

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.