Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4
MINNINGAR
HANNA
GUÐNADÓTTIR
+ Hanna Guðna-
dóttir fæddist í
Reykjavík 31. mars
1944. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
hinn 4. júlí siðastlið-
inn. Foreldrar
hennar eru Guðni
S. Ingvarsson, f. 5.
) maí 1900. d. 16.
september 1982 og
** Magnea Þ. Guð-
mundsdóttir, f. 30.
janúar 1914. Bræð-
ur hennar eru Ing-
var K. Guðnason, f.
25. ágúst 1936 og Valdimar
Guðnason, f. 17. ágúst 1941.
Hanna giftist Stefáni Kjart-
anssyni 20. október 1962. For-
eldrar Stefáns eru Kjartan
Stefánsson, f. 24. febrúar, d.
30. október 1968 og Indiana
Ingólfsdóttir, f. 24.
nóvember 1915.
Börn Hönnu og
Stefáns eru: 1) Jó-
hanna Magnea, f.
5. ágúst 1962. Maki,
Þórsteinn Rúnar
Þórsteinsson, börn
þeirra eru: Hanna,
Arnþór og Indiana.
2) Valdís Lilja, f. 25.
október 1963. Maki,
Valþór Brynjars-
son, börn þeirra
eru: Eva Kristín,
Brynjar og Þór-
gnýr; 3) Kjartan
Smári, f. 20. október. 1966.
Maki, Sonja Rut Jónsdóttir,
dætur þeirra eru: Ásta Margrét,
Andrea Dögg og Ásdís Elfa.
Útför Hönnu fer fram frá
Einarsstaðakirkju í Reykjadal
í dag og hefst athöfnin kl. 14.
Mig langar til að minnast með
örfáum orðum minnar uppáhalds
frænku og bestu vinkonu, Hönnu
^ Guðnadóttur. í minningu minni sem
lítillar stúlku man ég þegar Hanna
leyfði mér að koma með sér í sveit-
ina að Klömbrum undir Eyjafjöllum.
Áttum við þar góðar stundir saman
og var vinátta okkar óslitin frá þeim
tíma er Hanna leiddi mig um túnið
heima á Klömbrum.
Þegar svo Hanna og Stefán Kjart-
ansson byijuðu að búa á Akureyri
fór ég ein í flugvél fimm ára gömul
og var hjá þeim um sumarið. Vin-
átta okkar styrktist með hveiju ári
eftir það.
“ ^ Seinna fluttu þau til Selfoss og
nokkur sumur var ég hjá þeim þar
bæði sem barn og unglingur. Leið
Hönnu og Stebba lá síðan norður í
Aðaldal þar sem þau áttu heima í
mörg ár. Hvert sem Hanna fór var
ég alltaf eins og ein af fjölskyldunni.
Hanna vildi allt fyrir mig gera
og hafði alltaf tíma til að leiðbeina
mér í gegnum lífíð enda þótt hún
væri sjálf með stórt heimili og mik-
inn gestagang. Ég minnist ætíð
kjólsins sem hún saumaði á mig
fyrir 17. júní eitt sumarið þegar ég
var á ellefta ári.
Hanna gat alltaf séð skemmtilegu
hliðina á öllum hlutum, og aldrei
varð ég vör við að Hönnu yrði sund-
urorða við nokkurn mann. Ég heyri
aftur á móti þann dillandi hlátur sem
einkenndi hana alla tíð og skapaði
það yndislega andrúmsloft sem ætíð
var á heimili Hönnu og fjölskyldu.
Hanna og Stebbi voru mikið
áhugafólk um stangaveiði, og kom
ekki annað til greina þegar ég leit
í kringum mig eftir mannsefni en
að sá aðili yrði að hafa sama áhuga-
mál.
Þegar ég kynnist manninum mín-
um, Víði Jóhannssyni, var hann með
þessa bakteríu líka. Upphófst þá
mikil vinátta milli okkar hjóna og
Hönnu og Stebba, og eru vötnin og
árnar ófáar sem við höfum rennt
fyrir fisk saman í. Hanna var alltaf
með eitthvert sprell í farteskinu
þegar við hittumst, og var mikið
hlegið og sungið og fáir hafa landað
jafn skemmtilegum fiskum saman
eins og við Hanna og karlamir okk-
ar.
Næsta ferð okkar allra var áætluð
helgina 17. þessa mánaðar. Enginn
átti von á því að Hanna yrði ekki
meðal okkar, þegar sú ferð var
ákveðin. Verður mikill söknuður í
hjarta okkar, en við hjónin erum
ákveðin í því að halda í þá lífsfyll-
ingu og viljastyrk sem hún Hanna
u* mín gaf mér.
Ég þakka guði fyrir það að hafa
fengið að kynnast henni frænku
minni á þann hátt sem að ofan
greinir.
Elsku Stebbi, Hanna Magga,
Valdís, Kjartan og aðrir ástvinir,
bestu ástar- og samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Fyrir hönd ijölsk.,
Laila Ingvarsdóttir.
Hláturinn hennar Hönnu er
hljóðnaður. Gleðin, sem ætíð fylgdi
henni og hún var svo gjöful á er á
braut. Hlýju faðmlögin hennar fínn-
um við ekki oftar.
Hver ert þú dauði, sem hefur vald
til að höggva svo fast og svo ótíma-
bært? Hver ert þú sem hefur vald
til að hrifsa til þín konu frá miðju
dagsverki? Hver ert þú sem hefur
vald til að skapa svo mikla sorg og
þjáningu? Hvernig er hægt að hugga
lítinn pilt eða litla stúlku sem horfir
á mann með augun svört af sorg
og spurn? Hvers vegna? Aldrei fram-
ar? Ékkert verður aftur eins og var.
Við fínnum engin svör. En við erum
auðug af minningum. Minningum
sem eiga eftir að veita huggun og
styrk. Minningum um konu sem var
mikil manneskja. Konu sem aldrei
taldi eftir að veita öðrum úr sínum
brunni. Sem lifði lífinu lifandi. Minn-
ingum um Hönnu við ána, Hönnu í
beijamó, Hönnu í garðinum sínum,
Hönnu í bústaðnum, Hönnu við
umönnun, Hönnu í góðra vina hópi,
Hönnu með börnin sín, barnabörnin
sín og umfram allt, minningum um
Hönnu og Stebba.
Ég held að Hanna og Stebbi hafí
verið gæfunnar pamfílar. Þau áttu
sömu áhugamál og höfðu meiri kjark
og dug en margur annar til þess að
láta drauma sína rætast, eftir því
sem unnt var. Vissulega var ekki
alltaf sólskin, það er ekki svo í þessu
lífi, en mótbyrinn styrkti þau og
efldi.
Við vorum orðnar fulltíða konur
þegar leiðir okkar lágu saman, þá
áttu þau Stebbi sér býli að Heiðar-
garði í Aðaldal. Atvikin höguðu því
þannig að við vissum býsna oft hvort
af annarri og fyrir það er ég þakklát.
Sveitin átti alltaf sterk ítök í
Hönnu, hún var mikið náttúrubarn
en síðustu draumar hennar um að
geta notið einhverrar dvalar á staðn-
um sem þau voru rétt búin að festa
kaup á í Reykjadalnum, rættust
ekki, til þess var tíminn sem henni
var ætlaður of skammur. Á örfáum
mánuðum var hún lögð að velli, þrátt
fyrir hetjulega baráttu við ósigrandi
sjúkdóm. Og þó að sársaukinn sé
ólýsanlegur hjá ástvinum hennar,
erum við samt þakklát fyrir að sú
miskunnarlausa barátt varð ekki
lengri.
Við vitum aldrei nær kallið kem-
ur, vitum aðeins að því verðum við
að hlýða.
Hugur okkar Þórsteins er allur
hjá ykkur, Stebbi minn, börnunum
ykkar Hönnu, mæðrum ykkar,
barnabörnunum, tengdabörnunum,
og allri fjölskyldunni. Ykkar sorg
er einnig okkar. En ég veit að minn-
ingarnar verða okkar huggun, þær
verða ekki frá okkur teknar.
Aðalbjörg.
Okkar ástkær vinkona og 'félagi
Hanna Guðnadóttir verður jarðsung-
in í frá Einarsstöðum í Reykjadal
12. júlí 1997. Hún lést 4. júlí sl.
eftir tiltölulega skamma en erfiða
sjúkdómsbaráttu.
Hanna var ein helsta driffjöðrin
í leiklistarstarfsemi í Aðaldal eftir
að hún flutti þangað 1974. Hún
starfaði ötullega að þeim málum
fyrst innan ungmennafélagsins
Geisla og lagði ásamt fleirum
grunninn að stofnun Leikfélagsins
Búkollu árið 1991 og var einn af
stofnfélögum þess þó hún byggi á
þeim tíma á Ákureyri. Þökkum við
Hönnu tilurð Búkollu að miklu leyti
og starfaði hún mikið með okkur
og mætti oft á æfingar, sýningar
og aðra viðburði. Nú í vetur stefndi
hún á að leika með Búkollu í fyrsta
sinn og skömmu fyrir frumsýningu
greindist hún með illvígan sjúkdóm.
Hún varð að hætta við þátttöku í
sýningunni og hefja sína sjúkdóms-
baráttu sem hún var staðráðin í að
heyja til sigurs og fyllti okkur bjart-
sýni með baráttuvilja sínum. Hún
fylgdist vel með framgangi leikrits-
ins og gleði okkar var ósegjanieg
þegar hún komst til að vera á einni
af síðustu sýningunum. Hlátur
hennar hvatti bæði áhorfendur og
leikara eins og svo oft áður og sýn-
ingin varð ein sú besta fyrir vikið.
Þó hún væri þjáð og baráttan erfið,
lét hún sig ekki vanta þegar farið
var i leikferð á Blönduós nú í apríl
og áttum við þar með henni yndis-
legar stundir sem aldrei gleymast.
Er það jafnframt í síðasta skipti sem
mörg okkar hittu Hönnu í þessu
jarðlífi.
Kæra Hanna, við báðum þess öll
að fá að eiga með þér fleiri gleði-
stundir, en minningin um yndislega
hlýja, jákvæða og skemmtilega
manneskju mun ylja okkur um
ókomin ár og ómótstæðilegur hlátur
þinn hljóma í hugum okkar.
Elsku Stebbi og fjölskylda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur, Guð
gefi ykkur styrk í sorginni.
F.h. félaga í Leikfélaginu Bú-
kollu,
Guðrún Lára Pálmadóttir.
Elsku Hanna, mér datt ekki í hug
þegar ég hringdi í Vallakot til að
kveðja þig áður en ég fór burt í
nokkurn tíma að það yrði hinsta
kveðjan, en allt er í heiminum hverf-
ult og svo ótalmargt sem við fáum
engu um ráðið.
Kynni okkar Hönnu hófust þegar
hún og Stebbi reistu sér heimili í
Heiðargarði hér í Aðaldalnum og eru
nöfn þeirra beggja samofin minning-
urium enda Hanna oft nefnd af
kunningjunum Hanna Stebba. Við
áttum börn á líku reki og með fjöl-
skyldum okkar tókst vinátta sem
aldrei hefur fallið skuggi á í nær
30 ár. Samverustundirnar urðu
margar og skemmtilegar á þessum
árum. Mikið var spilað og sungið
og margt smátt gat orðið að aðhlát-
ursefni því hvar sem Hanna fór
fylgdi henni gleði, hún hafði einstakt
lag með sínum dillandi hlátri að vísa
áhyggjum hversdagsins á bug og
koma öllum í gott skap. Hún var
að öðrum ólöstuðum minn besti trún-
aðarvinur og mikið var gott ef eitt-
hvað þrengdi að sálartetrinu að geta
farið til Hönnu, rætt málin og farið
frá henni glaðari í bragði.
hanna var mikið náttúrubarn, úti-
vist ferðalög og veiðiskapur var
hennar líf og yndi. Seint gleymist
ferðin okkar til Kanaríeyja en í þeim
hópi voru þau hjónin hrókar alls
fagnaðar. Önnur ólík ferð sem farin
var með þeim einn sólbjartan sumar-
dag á æskustöðvar Stebba suður á
Fljótsheiði o g kaffi drukkið hjá Aðal-
heiði frænku hans í Laugaseli líður
okkur mæðgum ekki úr minni. Enda-
laust væri hægt að kafa í sjóð minn-
inganna, af nægu er að taka.
Hanna var leikari af guðs náð og
tók virkan þátt í leiklistartarfi umf.
Geisla og síðar Búkollu og sýndi þar
hve hæfileikarík hún var.
Þar kom að Hanna og Stebbi
fluttu til Akureyrar, börnin uxu úr
grasi og stofnuðu sínar fjölskyldur
og barnabörnin komu eitt af öðru
og mikið var gaman að fylgjast með
því hvað þau sinntu ömmu- og afa-
hlutverkinu af mikilli alúð og nutu
þess að hafa barnabörnin í kringum
§ig. Börnin endurguldu atlætið og
hylltu ömmu og afa með margvísleg-
um hætti í afmælum og öðrum vina-
fundum. Þrátt fyrir að þau kæmu
sér vel fyrir á Akureyri og settu þar
á fót verslun leitaði hugurinn ávallt
austur yfír heiði og höfðu þau kom-
ið sér upp unaðsreit í Aðaldalshraun-
inu en nú skyldi gera betur og í
sumar átti að flytja í Reykjadalinn,
en heimkoman þangað verður með
öðrum hætti en við var búist.
Eins og gefur að skilja fækkaði
samverustundum okkar með árunum
en vináttan var söm og ef eitthvað
var um að vera voru Hanna og Stebbi
sjálfsagðir þátttakendur og nú er
ég óumræðilega þakklát fyrir að þau
gátu verið í áttræðisafmæli móður
minnar ásamt fjölskyldu okkar og
vinum í febrúar sl., en engan grun-
aði þá að þetta yrði okkar síðasti
„góðravinafundur" með Hönnu.
H.C. Andersen skrifaði: Líf hvers
manns er ævintýri sem fingur Guðs
hafa skrifað. Eitt er víst að fingur
Guðs hafa skrifað stutt en fallegt
ævintýri um líf Hönnu og okkur öll-
um sem lásum það ógleymanlegt.
Elsku Stebbi, Hanna Magga, Valdís,
Kjartan, öldruð móðir, bræður og
fjölskylda, megi minningin um mæta
konu, einlægan félaga og vin, veita
ykkur styrk í sorginni.
Kæra vinkona, gott er að eiga góðs að minnast.
(Jakobína Sig.)
Halla í Álftanesi
og fjölskylda.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir,
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Á björtum júlídegi dregur skyndi-
lega ský fyrir sólu. Okkar kæra
vinkona, Hanna Guðnadóttir, er
dáin, eftir skamma en mjög stranga
og erfiða sjúkdómsbaráttu. Við
stöndum svo ótrúlega vanmáttug
frammi fyrir því að dauðinn er
óumflýjanlegur. Öllu er afmarkaður
tími hér á jörðu.
Lifa hefur sinn tíma og deyja
hefur sinn tíma. Sannleikur þessara
orða verður okkur best ljós er við
stöndum frammi fyrir þeirri stað-
reynd að vinur er kvaddur. Kynni
okkar við hjónin Hönnu og Stebba
hófust hér á Selfossi fyrir rúmum
30 árum. Við áttum svo margt sam-
eiginlegt. Þá voru vináttuböndin
bundin sem haldist hafa æ síðan.
Og fyrir þessi áratugakynni langar
okkur að þakka í fáum fátæklegum
orðum. Þau voru okkur hjónunum
dýrmæt margra hluta vegna. Það
var eins og umhverfið og öll tilvera
magnaðist af þrótti og glaðværð í
návist Hönnu. Smitandi dillandi
hlátur, einlæg gleði og góðvild náðu
tökum á öllum sem nærri henni
voru.
Við áttum því láni að fagna að
hafa verið þátttakendur í þessari
gleði svo lengi sem hún varði. Okk-
ar líf er miklu ríkara af hennar vin-
áttu og kynnum en ella. Því þökkum
við af alhug allt sem þessi ljúfa
kona gaf okkur af sínum lífsneista.
Elskulega fjölskylda, Stebbi,
Hanna Magga, Valdís, Kjartan,
tengdabörn, barnabörn og aðrir
ástvinir. Við sendum ykkur innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð
að styðja ykkur og styrkja. Guð
geymi þig kæra vinkona.
Sigurbjörg og Árni.
í dag 12. júlí verður til moldar
borin að Einarsstöðum í Reykjadal
min besta vinkona Hanna Guðna-
dóttir. Hennar hinsta ósk var að fá
að hvíla í dalnum sem hún unni, en
í huga hennar voru Reykjadalur og
Aðaldalur ein heild.
Ég kynntist hjónunum Stefáni
og Hönnu og dætrum þeirra, Hönnu
Möggu og Valdísi árið 1966 þegar
við urðum nágrannar. Þremur árum
áður höfðu þau flutt frá Akureyri
til Selfoss þar sem þau eignuðust
sitt fyrsta eigið heimili. Þau byggðu
sér síðan hús að Hjarðarholti 13 þar
sem sonur þeirra Kjartan fæddist.
Félagslega vorum við Hanna á
sama báti, vorum nýfluttar í ófrá-
gengin hús, áttum börn á svipuðu
reki auk þess sem eiginmenn okkar
veturinn ’66-’67 unnu við Búrfells-
virkjun. Við voruin því mikið einar
með börnin okkar og notalegt að
eiga hvor aðra að á löngum vetri.
Sævar og Stefán urðu miklir
mátar og á næstu árum var margt
sér til gamans gert og brallað. Lífið
var skemmtilegt, í minningunni eins
og ljúfur dans. Eins og þeim fínnst
sem eru ungir og leiða ekki hugann
að áhyggjum morgundagsins.
Strax í upphafi kynna okkar
Hönnu heillaðist ég af hispursleysi
og glaðværð hennar. Hún var alltaf
sjálfri sér trú. Tilgerð eða tepru-
skapur var fjarri henni og hún leiddi
ekki hugann að áliti annarra á sér.
Hún fór eigin leiðir, sem voru ekki
alltaf hefðbundnar. Við vorum ólík-
ar að upplagi og eðlisfari en með
okkur þróaðist náin vinátta sem
aldrei rofnaði.
Hanna var Reykjavíkurmær en
eftir að hún 17 ára gömul fór norð-
ur að vinna í Vaglaskógi og kynnt-
ist Stefáni átti sá landshluti ekki
síður ítök í henni en Stefáni, sem
er frá Reykjadal. Ég fann það oft
á henni að þau myndu ekki verða
til frambúðar fyrir sunnan. Árið
1970 fluttu þau til Akureyrar á ný
en voru þar aðeins í eitt ár. Þá
færðu þau sig enn um set og tóku
á leigu íbúðarhúsið á Reynisstað í
Aðaldal. Þau keyptu nokkra hekt-
ara úr því landi og 1974 byggðu
þau nýbýli sem fékk nafnið Heiðar-
garður.
Hönnu leið vel í Heiðargarði. Hún
sagði þegar hún var flutt í nýja
húsið að nú væri hún komin heim.
Þar átti hún virkilega heima. Þar
blómstraði hún. Hún var félagslynd
og tók þátt í öllu sem var að gerast
í sveitinni. Hanna var hvar sem hún
var mjög vinsæl og vinamörg og
jafnframt var hún dugleg að halda
sambandi við vini sína og ættingja
um allt land. En fyrst og fremst
var hún góð og elskurík móðir og
eiginkona.
Það er ekki hægt að nefna annað
þeirra hjóna án þess að hitt komi
í hugann. Þau voru eitt og hið sama.
Einfaldlega Hanna og Stebbi. Þau
voru sem sköpuð hvort fyrir annað
frá fyrsta degi þegar þau kynntust.
Hanna vissi frá fyrstu stundu að
Stefán væri maðurinn sem hún
myndi giftast. Þau voru óijúfanleg
heild eftir að leiðir þeirra lágu sam-
an. Samhent og samhuga í starfí
og áhugamálum.
En óvæntir þættir gripu inn í líf
þeirra. Árið 1984 slitu þau samvist-
ir, fluttu frá Heiðargarði og bjuggu
sitt í hvoru lagi skamma hríð. Á
þeim tíma fundu þau enn sterkar
en áður að ekkert gat aðskilið þau
nema dauðinn. Uppfrá því áttu þau
heimili sitt á Akureyri.
Fyrir allmörgum árum í félagi
við aðra, eignuðust þau gamalt hús
í landi Núpa í Aðaldal. I Núpakoti
áttu þau ómældar ánægjustundir
með börnum, tengdabörnum,
barnabömum, vinum og sjálfum
sér, ýmist til hvíldar og endurnær-
ingar eða við vinnu að endurbótum
bæði úti og inni. Um hríð hafði
blundað með þeim sá draumur að
flytjast aftur í dalinn. Upp úr ára-
mótum seinustu fundu þau það sem
þau höfðu óskað sér.
En hlutimir gerast hratt. Um
sama leyti greindist Hanna með
ólæknandi sjúkdóm. Hún barðist
og ætlaði sér að ná þeirri heilsu
að geta flutt og við hlið hennar
stóð Stefán eins og klettur, ásamt
börnum og tengdabörnum og von-
uðu með henni að hún næði að eiga
nokkra góða mánuði í dalnum. En
tíminn var of naumur. Hanna lést
eftir harða baráttu á Fjórðungs-
sjúkrahúsi Akureyrar 4. júlí.
Við Sævar vottum þér, Stefán,
börnum ykkar og þeirra fjölskyld-
um, svo og móður og tengdamóður
okkar innilegustu samúð.
Valgerður Fried.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
(Tómas Guðmundsson).
1 fáum orðum viljum við minnast
Hönnu föðursystur okkar sem er
látin eftir stutta en erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm. Það er ótrú-
legt að ekki sé liðið nema tæpt
hálft ár síðan sjúkdómsins varð
vart.