Morgunblaðið - 12.07.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 12.07.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 35 Þegar við vorum lítil bjuggu Hanna og Stebbi norður í Aðaldal og var alltaf mikið tiihlökkunarefni að heimsækja þau. Á heimili þeirra var ávallt mikill gestagangur og mikið um að vera. Það var ekkert skrýtið að margir sæktu þau heim enda voru gleði og kátína ávallt ríkjandi á heimili þeirra. Í þessum heimsóknum var ómissandi að fara í beijamó, í veiði eða bara að sitja við eldhúsborðið og spjalla. Þegar við minnumst Hönnu föð- ursystur okkar eru það líka lífs- gleði, hláturmildi og hlýja sem ein- kenndu hana umfram allt. Hún sýndi viðfangsefnum okkar syst- kina alltaf mikinn áhuga og þrátt fyrir að stundum liðu mánuðir á milli þess sem við hittumst var allt- af eins og við hefðum síðast hist í gær. í huga okkar voru Hanna og Stebbi eins og óijúfanleg heild, enda voru þau mjög samrýnd í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þá skipti ekki máli hvort um var að ræða vinnu eða áhugamál, þar sem ijölskylda þeirra og veiðiskap- urinn skipuðu stærstan sess. Elsku Stebbi, Magga arama, Hanna Magga, Valdís, Kjartan og fjölskyldur. Það er svo fátt hægt að segja sem linar sorgina en allar bestu og hlýjustu hugsanir okkar eru hjá ykkur. Þorgerður, Björgvin, Anna og Magnea Björk. Mér er minnisstæð heimsókn sem við fengum í Ystahvamm einn sum- ardag fyrir um 26 árum. Upp á bankaði ung og sköruleg kona með þtjú börn og kynnti sig sem nýja nágrannann á Reynistað. Þarna var Hanna mætt ásamt Hönnu Möggu, Valdísi og Kjartani, en Stefán mað- ur hennar var byijaður að vinna við Laxárvirkjun og þau höfðu feng- ið Reynistað til búsetu. Þessi heim- sókn var upphaf að miklum vinskap og samskiptum milli þessara tveggja heimila. Krakkarnir voru á sama aldri og við yngri systkinin svo fljótlega myndaðist mikill kunn- ingsskapur á milli okkar. Ófáar ferðirnar hljóp ég suður- eftir til að hitta Valdísi, stundum ekki stórra erinda en þó var full ástæða til að fara að, mér fannst. Alltaf tók Hanna á móti mér með bros á vör og gerði aldrei athuga- semdir þó svo að þetta væri önnur eða þriðja ferðin mín þann daginn og Valdís kannski búin að hlaupa yfir til mín álíka oft. Hanna var alls staðar hrókur alls fagnaðar, sama hvort við vorum í helgarferð á Hafurstöðum, í reiðtúr Engeyjarhringinn, við heyskap eða í mannfagnaði, alltaf heyrðist dillandi hlátur Hönnu sem var svo smitandi. Síðast sá ég Hönnu á Hrauns- réttardag í fyrra, hún og Stebbi komu við heima í Ystahvammi eft- ir að hafa verið í beijamó í blíð- skaparveðri. Hressilegar umræður urðu við eldhúsborðið þegar þau settust þar og ýmislegt rifjað upp frá Hraunsréttardögum fyrri ára sem við áttum saman, en þessi dagur var einn mesti hátíðisdagur á okkar heimili. Þegar Hanna kvaddi skaut hún að mér skemmti- legri athugasemd. Eg reyndi að láta sem ég heyrði ekki, en hún og mamma hlógu óskaplega, og ég hugsaði með mér „þær hafa lít- ið breyst“. Þessi síðasta minning rnín af Hönnu var lýsandi fyrir hana eins og ég þekkti hana, traust og glað- lynd kona og kannski dálítið stríðin. Hanna mín, ég þakka þér allt umburðalyndi og umhyggju sem þú veittir mér og vil kveðja þig með lítilli bæn sem ég lærði í eitt skipt- ið sem ég fékk að gista hjá Valdísi. Verlu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Kæru vinir, Stebbi, Hanna Magga, Valdís, Kjartan og fjöl- skyldur, Guð gefi ykkur styrk og beini ljósi sínu að ykkur. Sigþóra Baldursdóttir. VALGARÐ Þ. BJÖRNSSON + Valgarð Þor- steinn Björns- son fæddist í Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði hinn 21. apríl 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 27. júní síðastliðinn eftir erfiða sjúk- dómslegu. Foreldr- ar hans voru hjónin Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir og Björn Jónsson hreppstjóri í Bæ. Valgarð lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri vorið 1951 og kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands árið 1961. Hinn 11. desember 1956 kvæntist Valgarð Hólmfríði S. Runólfsdóttur bónda á Dýr- finnustöðum í Blönduhlíð Jóns- sonar og konu hans Maríu Jó- hannesdóttur. Hólmfríður er látin fyrir nokkrum árum. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, sem eru: 1) Jófríður, f. 15.7. 1957, meinatæknir. 2) Kristín María, f. 27. júní 1958, starfsmaður Fast- eignamats ríkisins í Borgarnesi, maki hennar er Sævar Þórisson trésmíða- meistari þar. 3) Val- garð Sverrir, f. 1. febrúar 1966, yfir- lyfjafræðingur í Vesturbæjar apóteki í Reykja- vík, sambýliskona hans er Guð- rún Ósk Sigurjónsdóttir lög- fræðingur. 4) Þröstur, f. 30. janúar 1976, nemi. Barnabörn Valgarðs og Hólmfríðar eru fjögur. Utför Valgarðs fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag er til moldar borinn Val- garð Björnsson heilsugæslulæknir í Borgarnesi. Hann hafði áður verið héraðslæknir á Hofsósi. Valgarð var góður fulltrúi þeirra lækna, sem litu á störf sín á lands- byggðinni sem þýðingarmikinn þátt í viðhaldi byggðar þar. Hann hafði mikinn faglegan metnað, fylgdist vel með nýjungum í fræðunum, einkum á sínu sviði, heilsugæslu- þjónustunni, sem nú er orðin viður- kennd sérgrein innan læknisfræð- innar. Valgarð var auk þess að vera góður fagmaður, einstakur maður á marga lund. Hann var ávallt boð- inn og búinn að leysa vanda allra, sem til hans leituðu jafnt í stóru sem smáu. Valgarð var listhneigður maður að upplagi og fékkst m.a. við að mála í tómstundum sínum. Þá var hann útivistarmaður og hafði yndi af veiðiskap, sem hann stund- aði einkum á æskuslóðum sínum í Skagafirði. Störf heilsugæslulækna í Borgar- nesi og nágrnni eru bæði erilsöm og erfið, þar sem aðeins þrír lækn- ar skipta með sér vöktum allan ársins hring. Það gefur auga leið að til slíkra starfa er þörf á traust- um, þolgóðum og ekki síst góðvilj- uðum mönnum. Eg tel, að Valgarð hafi haft þessa kosti til að bera. En eins og allir vita eru störf þess- ara manna ekki alltaf metin sem skyldi. Ég átti því láni að fagna að eiga gott samstarf við Valgarð þau ár, sem ég var lyfsali í Borgarnesi. En er ég hvarf til starfa syðra, tók að sjálfsögðu fyrir þessa samvinnu, en ég vissi af honum og hann af mér. Og nú þegar hann er allur, átta ég mig á því, að ég á eftir að sakna hans lengi. Að lokum votta ég og fjölskylda mín ástvinum hans innilega samúð. Blessuð sé minning Valgarðs Björnssonar. Kristján P. Guðmundsson. ÞORGEIR KR. MAGNÚSSON + Þorgeir Kr. Magnússon fæddist í Reykjavík 21. desember 1929. Hann lést af slys- förum í Reykjavík 23. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá kapellu Fossvogskirkju 2. júlí. Nú er Þorgeir Magnússon látinn eftir stranga lífsgöngu. Ég hitti hann fyrst á Hvammstanga um kringum 1970, hann hafði þá komið með leigubíl úr Reykjavík og komið svo við og fengið sér kaffisopa hjá mágkonu minni á Tanganum. Ég tók eftir fingurstúfunum og hún sagði mér frá hvernig hann hafði kalið á hönd- um, orðinn rammvilltur í norðlensk- um hríðarbyl. Síðar skrifaði hann um hana látna minningargrein, lát- lausa og hlýlega eins og hans var vandi þegar hann bast einhveijum vináttuböndum. Ég kynntist svo Þorgeiri betur á næstu árum, eftir að hann fór að vinna á bernskuheimili mínu í Víði- dalnum, en þar var hann við bú- skaparstörf af og til á áttunda ára- tugnum hjá foreldrum mínum. Þor- geir hafði sig lítt í frammi við ókunnuga og gilti það einnig í byrj- un um okkur ferðalanga úr fjöl- skyldunni, sem komum óreglulega úr Reykjavík og dvöldumst mislengi við störf og tómstunda- gaman í sveitinni. Svo komust á kynni smátt og smátt og þá lét hann kannski viðmælandann finna, að honum líkaði ekki illa við hann — það er allt í lagi með ykkur, það fer ekkert fyrir krökkunum þín- um — þessu líkt komst hann þá stundum að orði. Én barnabörnin voru öll í sveit á Stóru- Borg, lengri og skemmri tíma. Þorgeir hafði mikinn áhuga á öllu sem snerti æskuslóðir hans og nágrenni og mig, sem fluttist í litla Skeijafjörð árið 1980, spurði hann margs af mönnum og húsum. Miklu meiri fróðleik miðlaði hann mér þó um fyrri tíma fólk og byggðarsögu á þessum slóðum og það var oft bjart yfir honum þegar hann riljaði upp gamla daga þar. Þorgeir var greindur maður, skipulagður og sjálfstæður í vinnu- brögðum. Stundum gat hann þó ekki haldið út að vera eins lengi í sveitinni og hann hafði hugsað sér, en varð að svara öðru kalli. Það skildu þeir sem hann þekktu. Móðir mín var sálusorgari hans á heimil- inu. Nú hefur hann óvænt þurft að svara enn öðru kalli, því hinsta og máttugasta. Honum fylgir hlýhugur fjölskyldunnar allrar yfir landa- mærin. Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg. AÐALSTEINN VÍGMUNDSSON + Aðalsteinn H. Vígmundsson fæddist á Kjalar- nesi 17. mars 1920. Hann lést á Land- spitalanum 16. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 26. júní. Mig langar til að minnast frænda míns og vinar Aðalsteins Vígmundssonar með örfáum orðum. Hann ólst upp hjá ömmu og afa, Maríu og Páli, sem lengi bjuggu á Grettisgötu 73 í Reykjavík og í fyrstu fannst mér hann vera yngsti bróðirinn af þeirra sonum, en í raun vorum við bræðrasynir, hann sonur Vígmundar föðurbróður míns. Þeir bræður tengdust allir ungir að árum akstri og meðferð bifreiða og þá meðal annars mjólkurflutn- ingum, fyrst hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og síðar Mjólkursam- sölunni. Það var því engin tilviljun, að Alli skyldi hefja störf á þessum vettvangi og gera akstur bifreiða hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík að sínu ævistarfi. Þar átti hann farsælan starfsferil allt til þess er hann lét af störfum vegna aldurs, naut trausts og virðingar og var í hópi félaga sinna gjarnan nefndur foringinn. Þau voru ung þegar þau giftu sig, Alli og Beta Guðjónsdóttir. Beta var kát og elskuleg kona og það mátti öllum vera ljóst, að þeirra samband var mjög gott. Þær urðu mjög góðar vinkonur móðir mín og hún Beta, þó að milli þeirra væri nokkur ald- ursmunur og mér þótli undurgott að koma í heimsóknir til Alla og Betu því að veitingar sem hún reiddi fram voru í sérflokki og af mæli barnanna þeirra Arnar og Önnu Maríu voru stórviðburðir. Eftir að hafa búið á nokkrum stöðum, þar á meðal í stórhýsi Mjólkurstöðvarinnar nýbyggðu á Laugavegi 162, byggðu þau ásamt fleiri starfs- mönnum fyrirtækisins, íbúðarhús i Eskihlíð 35. Því miður naut Betu ekki lengi við því að hún féll frá árið 1965 fyrir vágestinum mikla. krabbameininu. Þar missti Alli mik- ils og skarð það sem hún skildi eft- ir varð aldrei fyllt. Annað reiðarslag dundi yfir þeg- ar Örn sonur þeirra varð sömu ör- lögum að bráð fyrir fáum árum. Þessum áföllum tók Alli af karl- mennsku og stillingu og bar ekki tilfinningar sínar á torg, því hann var þeirrar gerðar að vera ekki fjöl- orður um sína hagi. Hann kaus að halda áfram heim- ili í Eskihlíðinni og mátti ekki heyrá á það minnst að finna sér búsetu annars staðar, og sem betur fer tókst honum það með stuðningi síns fólks. Ég vil að leiðarlokum þakka hon- um fyrir ánægjulega samfylgd, sem við nutum, foreldrar mínir og fjöl- skylda mín, og sendi öllum ástvin- um hans og ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur G. Karlsson. + Elskulegu vinir og vandamenn! Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við andlát og út- för mannsins míns, PÁLS ÓLAFSSONAR efnaverkfræðings. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á sjúkra- deild Seljahlíðar, þar sem hann dvaldi síðustu stundirnar. Guð blessi ykkur öll. Björg H. Björnsdóttir, Ásthildur Pálsdóttir, Leifur Benediktsson Ólafur Pálsson, Lovísa, Marí og Fríða Björg. + Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR RUNÓLFSDÓTTUR, Laugateigi 16. Ásta Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Björk Gunnarsdóttir, Hrafn Björnsson, Rúnar Gunnarsson, Helga Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar mins, ÞORBERGS RÚNARS SVEINSSONAR frá Sléttu I Fljótum, Hátúni 10. Fyrir hönd aðstandenda, Kristfn Þorbergsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.