Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 12. JIJLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR
PÁLSDÓTTIR
ÉG VEIT það vel, elsku
Gaua mín, að þér er
engin þökk í að skrifuð
sé afmælisgrein í til-
efni þeirra tímamóta,
sem nú eru í lífi þínu
á níræðisafmælinu.
Það ætla ég heldur
ekki að gera, en samt
get ég ekki stillt mig
um að biðja Morgun-
blaðið að bera þér örfá
og fátækleg kveðjuorð
frá okkur hjónum og
fjölskyldu okkar.
Ég held að ég full-
yrði ekkert of mikið þó
ég segi, að bjartasta æskuminning-
in, sem ég á í barmi geymda, er
bundin okkar fyrstu kynnum. Þú
varst þá ung stúlka, ég lítill, þriggja
ára drengur. Þú komst norður í
Skagafjörð með unnusta þínum og
yngsta móðurbróður minum, Bergi
Björnssyni, sem skömmu síðar vígð-
ist til prests að Breiðabólsstað á
Skógarströnd, en fluttist nokkrum
árum seinna að Stafholti í Staf-
holtstungum, þar sem þið hjónin
gerðuð garðinn frægan um langa
hríð.
Þú komst norður í Skagaljörðinn
til þess að heimsækja ömmu mína
og verðandi tengdamóður þína,
Guðfínnu Jensdóttur, ekkju sr.
Björns Jónssonar á Miklabæ. Hún
bjó þá í Sólheimum í Blönduhlíð.
Þar átti ég líka heima með foreldr-
um mínum og þar voru einnig fleiri
frændsystkini á mínum aldri. Þú
varst svo falleg og góð, að þar gat
ekki verið um neinn samjöfnuð eða
samanburð að ræða. Á þeim árum
sungu allir, sem sungið gátu, hið
fagra ljóð Davíðs Stefánssonar, „Þú
komst í hlaðið á hvítum hesti“. Þú
komst að vísu ekki á hvítum hesti,
en þú komst eins og bjartur engill,
og áreiðanlega komstu með „vor í
augum þér“. Allir fögnuðu þér sem
hinum „góða gesti,“ og hvað mig
snerti a.m.k. þá get ég fullyrt, að
ég „gaf þér hjartað í brjósti mér.“
Enn í dag kemur þessi ógleyman-
lega sumarheimsókn þín fram í
huga minn, þegar ég heyri hið ljúfa
ljóð Davíðs sungið.
Kynni okkar endurnýjuðust og
efldust þegar persónutengslin tvö-
földuðust, ef svo mætti segja, þegar
ég giftist Sjöfn, systurdóttur þinni,
dóttur Lilju og sr. Jóns á Ákra-
nési. Þó að margt væri breytt og
mörg ár liðin frá okkar fyrstu kynn-
Pennavinir í 210 löndum.
International Pen Friends.
Sími 881 8181.
Mikiá úrvfll ðf
fflllegum rúmfíifraái
SkóLrvörÖustig 21 Sími 551 4050 Reykjavik
f \
ALOE VERA
Náttúrusnyrtivörur
úr ekta
ALOE VERA
um fann ég hjá þér
alla sömu eiginleikana,
sem heilluðu mig mest
og urðu mér kærastir
og minnisstæðastir frá
þeim sjólbjörtu
bernskudögum.
Sóknarfólki manns
þíns varst þú alla tíð
sem besta systir eða
ástrík móðir. Öllum
þótti vænt um þig.
Eftir að þið fluttuð
til Reykjavíkur fórst
þú að vinna á Flóka-
deildinni. Þar fékkst
þú að takast á við hlut-
verk, sem hæfði vel þínum fórnfúsu
höndum og hlýja hjarta, að hjálpa
þeim, sem áttu bágt og „lýsa þeim,
sem ljósið þrá, en lifa í skugga.“
Þannig liðu árin. Þið áttuð tvo
góða drengi, Ragnar Heiðar og
Guðmund Pál, sem báðir fylgdu
ykkur til Reykjavíkur. Ragnar hefir
alltaf verið með ykkur, ykkar stoð
og stytta og í smáu og stóru allt
til þessa dags, og þeim mun styrk-
ari eftir því sem þörfin hefir verið
meiri. Guðmundur Páll kvæntist
ungur, Erlu Valtýsdóttur. Þau eign-
uðust eina dóttur, Berglind, sem
nú er bankastarfsmaður í Reykja-
vík. Erla lést 1969. Eftir það óluð
þið Berglind upp sem ykkar elskuðu
dóttur. Núverandi eiginkona Guð-
mundar er Gerður Daníelsdóttir.
Þau eiga tvö börn, Björn og Guð-
björgu. Sonur Berglindar er Bergur
Vilþjálmsson.
í ársbyijun 1980 veiktist eigin-
maður þinn af heilablæðingu, sem
svipti hann máli og lamaði hann
að verulegu leyti. Fyrstu árin á eft-
ir var lifað í voninni um einhvern
afturbata, sem þó varð aldrei að
teljandi veruleika. Hann komst að
vísu heim og klæddist hvern dag
um 11 ára skeið. Þar stóðs þú, elsku
Gaua mín sem hin sanna kærleiks-
hetja við hlið ástvinar þíns og varst
honum allt. Þó skal hlutur Ragnars
í því stríði hvorki vanmetinn eða
gleymdur. En það var þín ástríka
umhyggja, sem öllu máli skipti. Frá
henni ljómar af geislastöfum þess
guðdómlega kærleika, sem „umber
allt og aldrei fellur úr gildi“. Megi
þeir kærleiksgeislar fylla hjarta þitt
og varpa birtu sinni yfir veginn
þinn, sem framundan er. Þá afmæl-
isósk og bæn eigum við hjónin besta
þér til handa.
Björn Jónsson, Akranesi.
Ferming í
Reykjavík
FERMING í Háteigskirkju
sunnudag kl. 11. Prestur sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
Fermd verður:
Áslaug Heiða Gunnarsdóttir,
Einimel 14.
FERMING í Neskirkju sunnudag
kl. 11. Prestur sr. Halldór Reyn-
isson. Fermdur verður:
Davíð Kristján Guðmundsson,
Bræðraborgarstíg 49.
Ferming á
landsbyggðinni
FERMING í Stöðvarfjarðar-
kirkju sunnudag kl. 11. Prestur
sr. Gunnlaugur Stefánsson.
Fermd verður:
Birgit Þorbjörg Ingirid Larsson,
Rochester, USA.
aðs.: Hóll, Stöðvarfirði.
FERMING í Egilsstaðakirkju
sunnudag kl. 14. Prestur sr.
Kristín Pálsdóttir. Fermd verða:
Eva Björk Harðardóttir,
Faxatröð 14, Egilsstöðum.
Hafþór Atli Rúnarsson,
Ásmund-Vinjevej 1, 4009,
Stavanger, Noregi,
aðs.: Faxatröð 14, Egilsstöðum.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Unaðsdagar
á Örkinni
VIÐ undirritaðar dvöld-
umst ásamt mökum okkar
á Hótel Örk í Hveragerði
um páskahelgina. Sú dvöl
var einstaklega ánægjuleg
og viljum við láta í ljós
þakklæti okkar með því að
vekja athygli fólks á þessu
ágæta hóteli. Öll þjónusta
þar er með glæsibrag.
Maturinn er ekki einungis
mikill og góður heldur eru
þarna listakokkar og fram-
reiðslan eins og best verður
á kosið. Morgunverðar-
hlaðborðið er með því besta
sem þekkist, flöibreytt og
girnilegt, og staðsett í
fallegum blómasal svo að
okkur fannst að við værum
komin á suðrænar slóðir.
Aðalmatsalurinn er
ákaflega glæsilegur enda
prýddur (eins og raunar
hótelið allt) listaverkum
eftir suma af okkar bestu
og þekktustu myndlistar-
mönnum. Herbergi
hótelsins eru bæði vistleg
og aðlaðandi, búin fjölrása
sjónvarpi, smábar og öllum
þeim þægindum sem
einkenna hótel í fremstu
röð. Og ekki má gleyma
því að rúmin eru þægileg
og veita góða hvíld. Þá er
sundlaug staðarins ágæt
og búin rennibrautum og
sérstakri aðstöðu fyrir
börn, svo og gufubaði.
Helgina sem við dvöldum
á Hótel Örk voru
skemmtiatriði á hveiju
kvöldi með lifandi tónlist
og dynjandi dansi. Þá er
að geta þess, síðast en
ekki síst, að hótelið er mjög
vel í sveit sett. Þaðan er
örstutt til ýmissa fegurstu
og sögufrægustu staða
landsins og í Hveragerði
sjálfu er umhverfi sem vart
á sinn líka á íslandi, þar
sem skiptast á ólgandi
hverir og hitabeltisgróður
í gróðurhúsunum.
Erna Hjaltalín,
Hanna Magnúsdóttir.
Raunir
Víkverja
RAUNUM Víkveija í dag-
lega lífinu ætlar seint að
linna. Hann virðist ekki
eiga kristilega þolinmæði
gagnvart náunganum 10.
júlí. Enn er það akstur,
umferð og bílastæði sem
raska geðró Víkveija.
Umferðarsniglar teija á
aðalveginum þegar Vík-
veiji þarf að flýta sér. Bíla-
stæði eru of þröng svo að
Víkveiji neyðist til að aka
á stólpa. Áður hefur Vík-
veiji bent á kolómöguleg
sjálfvirk bílastæði og
vonda óþolandi stöðu-
mælaverði. Hvað persónu-
legar raunarollur af þessu
tagi eiga erindi til almenn-
ings, er mér með öllu
óskiljanlegt!
Bjarni Valdimarsson,
Baldursgötu 7a.
Tapað/fundið
G-SHOCK úr fannst
G-SHOCK úr fannst á
gangstíg við Miklubraut
miðvikudaginn 2. júlí.
Uppl. í síma 565-5728.
Olympus-myndavél
tapaðist á Akureyri
OLYMPUS-myndavél tap-
aðist á Akureyri í síðustu
viku, sennilega í nágrenni
Lystigarðsins. Skilvís
finnandi vinsamléga hafi
samband í síma 557-3901
og 893-7113. Fundarlaun.
Norskur skógar-
köttur tapaðist
SVARTUR, norskur skóg-
arköttur, mjög loðinn með
hvíta bringu og hvítar
loppur, hvarf að heiman frá
Blönduhlíð 17 hinn 27.
júní. Hann er ólarlaus og
ómerktur. Þeir sem hafa
orðið varir við kisa hafi
samband í síma 551-9848.
Læða óskar
eftir heimili
SVÖRT og hvít læða, mjög
gæf og kassavön, óskar
eftir góðu heimili. Uppl. í
síma 551-8086.
Með morgunkaffinu
í LJÓSI árangurs þíns í
starfi og iðjusemi hef ég
tekið ákvörðun um að láta
pakka launaumslagi þínu í
gjafapappír i framtíðinni.
AÐRIR létu sér nægja að
taka póstkort eða minja-
grip með sér heim úr
þjóðgarðinum.
SKÁK
llmsjón Margrir
Pétursson
STAÐAN kom upp á hol-
lenska meistaramótinu í
sumar. Johan Van der
Wiel (2.555) var með hvítt
og átti leik gegn Liafbern
Riemersma (2.435).
29. Hd7! - Bxd7 (Eða 29.
- He7 30. Hxc7 - Hxc7
31. Kd4 - Kf6 32. Kd5 -
Ke7 33. Ba6! með vinnings-
stöðu] 30. cxd7 — Hexc4+
31. Bxc4 - Hxd7 32. Ha6
(Með biskup fyrir tvö peð
vinnur hvítui' enda-
taflið) 32. - h5 33.
Bb5 - Hd5 34.
Bc6 - Hf5 35. Bf3
- h4 36. h3 - Kh6
37. Hxa7 - Kg5
38. Kd3 - Hf6 39.
Ha5+ - Kh6 40.
Ha4 - g5 41. Hc4
og svartur gafst
upp. Urslitin á hol-
lenska meistara-
mótinu urðu:
1,—2. Timman og
P. Nikolic Vh v.
af 11 mögulegum,
3.-4. Ivan Sokolov
og Van der Wiel 7 v., 5.
Sosonko 6 'h v., 6. Nijboer
6 v., 7. Piket 5 'A v., 8. Van
der Sterren 5 v., 9. Van den
Doel 4 'h v., 10. Riemersma
4 v., 11. Cifuentes 3‘/z v.
12. Van der Weide 2 v.
Víkveiji
*
IALLT sumar hefur í íjölmiðlum
verið talað um úrvalsdeildina í
knattspyrnu sem „Sjóvá-Almennra-
deildina“. Þetta kvað vera hið opin-
bera heiti deildarinnar, ákveðið af
Knattspyrnusambandi íslands.
Nafngiftin hefur komið Víkveija
spánskt fyrir sjónir, því að í henni
er augljós málvilla. Auðvitað ætti
að beygja bæði nöfn tryggingafyrir-
tækisins, sem styrkir KSI, og deild-
in að heita Sjóvár-Almennra-deild-
in. Víkveiji skilur ekki hvers vegna
Knattspyrnusambandið vill flagga
málvillu í heiti úrvalsdeildarinnar
og því síður skilur hann að fyrir-
tæki, sem leggur nafn sitt við deild-
ina, skuli samþykkja að það sé vit-
laust beygt!
xxx
VÍÐAR má finna villur þar sem
sízt skyldi og fyrir allra aug-
um. Undanfarið hafa ný götuskilti
verið fest upp í Kvosinni. Á þau eru
ietruð nöfn gatnanna og jafnframt
fyrri nöfn þeirra, sem flestir höfðu
gleymt. Þetta er auðvitað prýðilegt
framtak og til þess fallið að auka
skrifar...
þekkingu og áhuga á sögu Reykja-
víkur. Hins vegar stingur í augun
að á skiltinu á horni Austurstrætis
og Lækjargötu stendur „Austur-
stæti“. Skiltamálarinn hefði greini-
lega þurft að hafa prófarkalesara
sér til halds og trausts.
xxx
UM ÞESSAR mundir er mikið
um gatnaframkvæmdir í
Reykjavík og götur eru því oft lok-
aðar um lengri eða skemmri tíma.
Þar sem stórframkvæmdir standa
yfir virðist vera vel gengið frá öllu
með rækilegum merkingum og leið-
beiningum tii vegfarenda. Þar sem
verið er að vinna ýmis smærri verk,
til dæmis gerð hraðahindrana, virð-
ast verktakarnir hins vegar oft
gleyma að setja upp skilti, sem
vara ökumenn við því í tæka tíð
að gata sé lokuð. Þetta getur vald-
ið ökumönnum miklum óþægindum
og jafnvel aukið slysahættu. Hver
á að hafa eftirlit með að verktakar
standi rétt að svona málum?
xxx
TÍZKUHUGTÖKIN framleiðni
og gæðastjórnun hafa augljós-
iega farið framhjá stjómendum hins
ágæta fyrirtækis Vinnuskóla
Reykjavíkur. Víkveiji fylgdist með
stuttu með unglingum úr vinnuskól-
anum planta sumarblómum í beð á
vegum borgarinnar. Þar virtist góð-
ur vinnukraftur vannýttur. Garð-
yrkjumennirnir ungu virtust eyða
mestu af tíma sínum í að bíða -
eftir fyrirskipunum, blómum, verk-
færum, að verða sóttir o.s.frv. Sleif-
arlag var á vinnunni og enn liggja
moldar- og illgi-esishaugar við
blómabeðin, sem um ræðir. Aukin-
heldur var verkum skipt milli kynja
með einkennilegum hætti; fyrst
komu strákarnir og stungu upp ill-
gresið, svo komu stelpurnar og
plöntuðu blómunum. Ekki sýndist
Víkveija þetta nútímalegur rekstur
og varla til fyrirmyndar það sem
unglingarnir læra í „vinnuskólan-
um“. Þótt Vinnuskólinn sé auðvitað
öðrum þræði atvinnubótavinna, hlýt-
ur að mega taka þar upp skilvirk
vinnubrögð - nóg eru verkefnin við
snyrtingu og fegrun borgarinnar.