Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
_>
V aninn er
harður húsbóndi
ÞAÐ HEFUR vakið athygli, að
Ríkisútvarpið hefur verið að segja
upp dagskrárgerðarfólki, sem
vegna starfa sinna er orðið þekkt-
ar persónur í þjóðlífinu. Við er
borið að nú eigi að spara. En þá
má spyrja: Af hveiju spara þetta
fólk? Við þessu fást náttúrlega
ekki svör, en þeir sem horfa á og
fylgjast með fjölmiðlum ríkisins,
eru með allt annað í huga en sparn-
að, þegar þeir velta fækkunum
fyrir sér. Dagskrá bæði útvarps
og sjónvarps myndi hafa gott af
nokkurri grisjun. En þar erum við
komin að helsta vanda sjónvarps-
ins; dagskráin er einfaldlega ekki
nógu hressilega valin og alla jafna
hvorki skemmtileg né nógu upplýs-
andi. Útvarpið er skárra að þessu
leyti, en þó er eins og þar vanti
ferskan blæ. Það er eins og maður
vilji trúa því að þarna séu að störf-
um tómir gamlir fauskar, sem hafa
vanann fyrir sinn harða húsbónda.
Ekkert er hættulegra einni stofun,
þar sem menn streða við að sitja
meira og minna hugmyndasnauðir
í áratuga bið eftir eftirlaunum.
Ég hef áður drepið á, að fyrir
utan myndbirtingar af atburðum,
þegar þeir eru að gerast, hafa
dagblöð mikla yfirburði yfir sjón-
vörp í fréttaflutningi. Þar verður
allt einhvernveginn mikið ljósara
en í snöggsoðnum texta frétta-
manna sjónvarps og útvarps. Það
er jafnvel svolítið pláss fyrir
vangaveltur í blöðunum, sem ekki
leyfist að vera með í ljósvakamiðl-
um. Að vísu hefur eitt blað hér á
landi, DV, sérhæft sig í nokkurs-
konar ljósvakafréttum, en það hef-
ur takmarkað fréttameðferð með
sérkennilegun hætti. Sjónvörpin
flytja svo til engar fréttir nema
myndataka geti fylgt. Þetta gerir
fréttaþjónustu þeirra stirða í vöf-
um. Þeir eru af þessum sökum
með meira af „tilbúnum" fréttum
en dagblöðin. Til að skýra þetta
nánar er fréttaþjónustan í sjón-
varpi sett upp að nokkru eins og
dagskrárgerð og hafðir á henni
SJÓNVRP Á
LAUGARDEGI
fyrirvarar. Dagblað er hvað fréttir
snertir nýtt og autt á hvetjum
morgni. Þat' verða menn að svitna
og þjást í fréttaleit allan daginn.
Þeir eru ekki „prógrammeraðir"
nema að litlu leyti.
Ríkissjónvarpið sýnir þá sjálf-
sögðu kurteisi að greiða flytjend-
um og höfundum efnis. Stöð 2
aftur á móti greiðir mér vitanlega
aldrei fyrir efni, þar sem einstakl-
ingar eru kvaddir á vettvang til
að láta ljós sitt skína. Þetta byggja
þeir yfirleitt á því, að upparnir í
landinu myndu fegnir bot'ga ein-
hvetjar fúlgur fyrir að mega koma
í sjónvarp. Aðrir slæðast á þennan
vettvang af því þeir nenna ekki
að röfla út af nokkrum krónum.
Sú kurteisi sem ríkisfjölmiðlanir
sýna með greiðslu til gestkomandi
einstakiinga, setur þá hátt yfir
Stöð 2 hvað samskipti við fólk
snertir. Þá er jafnvel minna um
það hjá ríkisíjölmiðlunum, að talað
sé niður til fólks í útsendingum
heldur en á Stöð 2. Einkum er
þetta áberandi í þættinum „ísland
í dag. Þar er stundum talað við
eldra og virðulegra fólk eins og
barnshnokka sem hefur pissað á
sig. Og gælunöfn notuð sem eru
komin beint úr poppmenningunni
eða síðrassagenginu.
Þátturinn „60 mínútur" er á
dagskrá Stöðvar 2 á sunnudags-
kvöldum. Þetta er einhver huggu-
legasti fréttapistill, sem hér birt-
ist. Að vísu er hann oft um ein-
hver bandarísk vandamál, en þau
eru nóg þar í landi. Ekki virðist
þurfa nein fíflalæti til að halda úti
góðum sjónvarpsþætti, eins og
virðist álit ráðamanna í sjónvörp-
um hér. Nú síðast fjölluðu frétta-
mennirnir um skiptingu í skólum
eftir litarhætti. Það virðist nefni-
lega enn eima eftir af kynþáttafor-
dómum, þótt skólurn hefi verið
breytt fyrir löngu. Málið er ein-
falt. Svörtum námsmönnum er
haldið í C, D og E deildum hvetjar
sem einkunnir þeirra eru. Hvítii'
eru hins vegar í A og B deildum
þótt þeir kunni ekkert. Hérna er
þetta allt miklu skemmtilegra og
meira í ætt við að horfa á sjón-
varp en lesa. Hér má enginn skara
fram úr og doktor í stærðfræði
varð að fara í Kennaraháskólann
til að geta heitið kennari. Hann
fær að kenna nú urn sinn, en heit-
ir aðeins leiðbeinandi.
Indriði G. Þorsteinsson.
Kvikmyndafréttir
Mel Gibson og Danny Glover eru
að hugleiða að gera fjórðu „Lethal
Weapon“-myndina. Gibson hefur
verið lofað 20 milljónum Bandaríkja-
dala ef hann tekur þátt í hasarnum.
Að auki hefur honum verið lofað
hluta af öllum gróða tengdum mynd-
jnni sem ef vel tekst til gæti gert
hann 15 til 20 milljónum ríkari.
m Talað hefur verið við Richard Donn-
er um að leikstýra siagsmálunum.
Kevin Costner leikur og leikstýr-
ir framtíðarmyndinni „The Post-
ntan“. Hún §allar um bréfbera sem
heldur heiminum gangandi í orðsins
fyllstu merkingu. Gamli söngvarinn
Tom Petty fer með aukahlutverk í
myndinni sem borgarstjóri borgar-
innar þar sem bréfberinn vinnur.
Anthony Hopkins, Elle Mac-
Pherson, og Alec Baldwin eru föst
í óbyggðum Alaska í „The Edge“.
Hopkins og MacPherson leika hjón
sem lenda í spennufullum þríhyrn-
ingi með ljósmyndara sem Baldwin
leikur. Persóna Hopkins bregst illa
við þegar hann grunar að Baldwin
girnist eiginkonuna og vilji drepa
hann.
Antonio Banderas og Omar
Sharif ætla að leika Araba sem ferð-
ast á bronsöld til landa víkinga í
norðri og hjálpa þeim að sigrast á
alvarlegri pest í „Eaters of the
Dead“. Myndin er byggð á skáldsögu
TVÆR myndir eru væntan-
legar með Robert Mitchum.
Michaels Crichton frá árinu 1976.
Anthcny Minghella hefur tekið
að sér að leikstýra „Cold Mountain".
Myndin verður byggð á skáldsögu
Charles Fraizer um Suðurríkjaher-
mann sem einn á báti og illa særður
reynir að komast heim til konu
sinnar í Norður-Karólínu eftir sigur
Norðurríkjahers. Ekki hefur enn
verið tilkynnt hvetjir leiki helstu
hlutverk.
Tvær myndir sem Robert Mitc-
hum lék í skömmu fyrir andlát sitt
eru væntanlegar á markaðinn. Önn-
ur heitir „Waiting for the Sunset“
ELLE MacPherson leikur í
„The Edge“.
en hin „Race with Destiny". Sú síð-
arnefnda fjallar um ævi James Dean
og fór Mitchum með hlutverk kvik-
myndaleikstjórans George Stevens.
Michael Cimino ætlar að leik-
stýra „The Dreaming Place“. Mynd-
in fjallar um sjálfskipaðan löggæslu-
mann sem reynir að hjálpa minni
máttar.
John Frankenheimer stýrir næst
„Ronin“ hjá United Artists. Myndin
segir frá hópi yfirburðanjósnara frá
öllum heimshornum sem ákveða að
vinna saman að mjög áhættusömu
verkefni.
MYNPBÖNP
Damme í ham
Hættumörk
(Maximum Risk)
Spcnnumynd
★ ★ 'A
Frantleiðandi: Moshe Diamant.
Leikstjóri: Ringo Lam. Handrits-
höfundur: Larry Ferguson. Kvik-
myndataka: Alexander Gruszynski.
Tónlist: Robert Folk. Aðalhlutverk:
Jean-Claude Van Damrae, Natashia
Henstridge, Jean-Hugues Anglade.
97 mín. Bandaríkin. Skífan 1997.
Útgáfudagur: 2. júní. Myndin er
bönnuð börnum innan 16 ára.
Alan Moreu er margverðlaunað-
ut' hermaður, sem hefur snúið baki
við herþjón-
ustunni og gerst
lögregla. Dag
einn finnur hann
lík manns, sem
er nauðalíkur
honum sjálfum.
Hann kemst að
því að móðir
hans hafði hald-
ið honum en
gefið tvíbura-
bróður hans til ættleiðingar þegar
hún átti í fjárhagsvandræðum.
Alan uppgötvar einnig margt í fari
tvíburabróður síns sem bendir á
að hann hafi ekki verið löghlýðn-
asti maður í heimi og ákveður að
lokum að fara til Litlu-Odessu í
New York til að komast endanlega
til botns í morðmáli bróður síns.
Van Damme hefur fengið til liðs
við sig einn af hinum ijöldamörgu
spennumyndaleiksjórum frá Hong
Kong, Ringo Lam. Lam á að baki
myndir eins og Jackie Chan mynd-
ina „Twin Dragons" og „City on
Fire“ sem Quentin Tarantino
viðurkennir að hafa fengið lánað
úr þegar hann gerði „Reservoir
Dogs“. Lam sem veit að hann hef-
ur ekki neinn afburðarleikara til
að stjórna notast við hraðar klipp-
ingar og aðrar brellur til að leikut'
Van Damme verði ekki of áber-
andi. Van Damme er virkilega
flottur í slagsmálaatriðum og er
nóg af þeim stráð inn í myndina
til að seðja hungur allra hörðustu
slagsmálafíklanna.
Mörg slagsmálanna eru vel út-
færð, skemmtileg á að horfa og
Lam sækir mikið í Hong Kong
hasarmyndastílinn í myndrænni
uppbyggingu þeirra. Hættumörk
er góð Van Damme-mynd og hin
ágætasta afþreying fyrir spennuf-
íkla.
Ottó Geir Borg
Fylgikvillar
framhi áhalds
Gripin glóðvolg
(Caught)
I) r a m a
★ '/2
Framleiðandi: Richard Brick og
Irwin Young. Leikstjóri: Robert
M. Young. Handritshöfundur: Edw-
ard Pomerantz. Kvikmyndataka:
Michael Barrow. Tónlist: Chris
Botti. Aðalhlutverk: Edward James
Olmos, Maria Conchita Alonso, Ste-
ven Schub, Bitty Schram. 109 mín.
Bandaríkin. Skifan 1997. Útgáfu-
dagur: 2. júní. Myndin er bönnuð
börnum innan 16 ára.
Lífið hefur ekki verið Nick mjög
„Caught" bytjar
virðist hann ekki
vera annað en
ótíndur glæpa-
maður, sem
hvergi á heima.
Fyrir tilviljun
kemur hann inn
í fiskbúð Joe og
konu hans
Betty, til þess
að hlýja sér, en
fyrr en varir eru
þau búin að bjóða honum heim til
sín og Joe að láta hann fá vinnu
í fiskbúðinni. Mikil kærleikur tekst
á með þeim öllum en hann fer yfir
strikið í sambandi Nick og Betty.
Framhjáhaldið er dæmt til að kom-
ast upp fyrr eða síðar og spurning-
in er bara sú hve margir munu
meiðast af hátterni þeirra.
Gripin glóðvolg kemur þó nokk-
uð á óvart. Þessi ódýra mynd hef-
ut' að geyma nokkuð vel skrifað
handrit, sem er að mestu iaust við
ódýrar úrlausnir eins og vill oft
gerast í dýrum bandarískum
myndum, persónurnar prýðilega
skrifaðar og leikarahóput'inn
stendur sig vel, með einni undan-
tekningu. Steven Schub sem leikur
Danny, son Joe og Betty (Edwat'd
James Olmos og Maria Conchita
Alonso) er hreint út sagt stórkost-
legur í hiutverki sínu. í bytjun
kynnumst við honum bara af
myndbandsspólum sem hann hefur
sent móður sinni til að láta vita
hvernig honum gangi að fá vinnu
í Hollywood sem gamanleikari.
Þegar hann loksins kemur í mynd-
ina stelur hann öllum þeim senum
sem hann er í. Danny er í senn
fyrirlitleg og aumkunarverð per-
sóna og leikur Scub gerir hann
ógleymanlegan. Margt mætti betur
fara í myndinni, þá sérstaklega
hvernig unnið er úr framhjáhaldinu
og afleiðingum þess. En leikur
Steven Schub gerir það að verkum
að Gripin glóðvolg er þess vit'ði að
sjá.
Ottó Geir Bore
FORNMENNINQARHÁTÍÐ - FJÖLSKYLDUSKEMMTUN - FRÓÐLEIKUR - FÓLK OQ SAQA
Víkingahátíð í Hafnarfirði
12. júlí kl. 10.45
I kl 17.30
PINQVELLIR, hátíðardagskrá, erindi, leikrít, söngur og hestasýning.
VÍÐISTAÐATUN, víkingamarkaður, hestasýningar, handverksfólk,
bardagamenn, eldsmíðja, leikþættir, víkingaveitingar, glímumenn o.fl.
„Hallgerður '97" val á hárprúðustu konu hátíðarinnar.
rslæstsíöasti dagur Víkingahátíöarínnar - ekkí missa af þessari einstöku söguhátíö!
LANDNÁM
INTERNATIONAL
VlKING FESTIVAL