Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C/D 158. TBL. 85.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter LÖGREGLUÞJÓNAR kanna verksummerki fyrir framan blóði drifin marmaraþrepin við inngang- inn að glæsihýsi ítalska tízkukóngsins Gianni Versaces, sem skotinn var til bana í gær. Skæruliðar Baska hóta öðru morði Madrid. Reuter. Tízkuheimurinn harmi sleginn Gianni Versace ráðinn af dögum Miami Beach. Reuter. HINN heimskunni fatahönnuður Gianni Versace var skotinn til bana fyrir utan íbúðarhús sitt á Miami Beach á Flórída í gær. Morðið, sem líktist skipulagðri aftöku, er tízku- heiminum mikið áfall, enda sá Versace mörgum af skærustu stjörn- um skemmtanalífs- ins, konungborn- um og fleira frægu fólki fyrir spjörum við þeirra hæfí, þar á meðal Díönu prinsessu, tón- íistarmönnunum Madonnu, Sting og Elton John og kvikmyndaleikurunum Andie McDoweli, Elizabeth Hurley og Hugh Grant. Launsátur Að sögn lögreglu sat morðinginn fyrir Versace og flúði umsvifalaust af vettvangi. Hann var skotinn tvisv- ár í höfuðið aftan frá af stuttu færi og lézt á leiðinni á sjúkrahús. Sam- kvæmt vitnisburði sjónarvotta var tilræðismaðurinn hvítur karlmaður á þrítugsaldri. Versace var fimmtugur að aldri og ókvæntur. „Viðbrögð mín eru andstyggð á slíkum ónáttúrulegum og ofbeldis- fullum dauðdaga og mikil sorg,“ sagði Giorgio Armani, sem auk hins látna landa síns er einn fremsti tízku- hönnuður heims. ■ Hönnuður sem færði/16 TIL átaka kom í Nairobi í Kenýa í gær þegar námsmönnum, sem kröfðust pólitískra umbóta og af- sagnar Daniels arap Mois, forseta landsins, og lögreglumönnum lenti saman. Áttust þeir einnig við á mánudag og Richard Leakey, ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur hótað að drepa annan stjórn- málamann úr stjórnarflokknum á Spáni, flokki Jose Maria Aznars forsætisráðherra. Fjölmenn mót- mæli vegna morðsins á Miguel Angel Blanco, bæjarfulltrúa í bæn- um Ermua í Baskalandi, voru um allan Spán á mánudag og í fyrri- nótt og kom sums staðar til átaka í Baskahéruðunum. Angel Acebes, framkvæmda- stjóri stjórnarflokksins, staðfesti í einn leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar, sagði, að næsti vettvangur baráttunnar fyrir sljórnarskrár- umbótum yrði í hafnarborginni Mombasa. Hér eru lögreglumenn að fjarlægja hluta af götuvígi, sem námsmenn komu upp. gær frétt í dagblaðinu El Pais, um að ETA hefði hótað að drepa annan bæjarfulltrúa í Baskalandi og blaðið segir, að um sé að ræða Jose Luis Caso, eina bæjarfulltrúann í þorp- inu Renteria. Á mánudag, þegar Blanco var borinn til grafar, hafi verið krotað á húsveggi í bænum „þú ert næstur". Jaime Mayor Oreja, innanríkis- ráðherra Spánar, hét því í gær að uppræta hryðjuverkamennina. Sagði hann ríkisstjórnina mundu Banka- hneyksli í Rússlandi Moskvu. Reuter. GRUNSEMDIR um stórkost- legt bankahneyksli í Rússlandi styrkjast stöðugt og talið er, að ýmsir valdamiklir menn í landinu tengist því. Áhrifamik- ill maður og fyrrverandi aðstoð- arfjármálaráðherra Rússlands neitaði því í gær, að hann væri við málið riðinn. Sergei Dúbínín, seðlabanka- stjóri í Rússlandi, sagði á mánu- dag að bankinn Unikombank hefði misfarið með 35 milljarða ísl. kr. af opinberu fé og upp- lýsti, að Andrei Vavílov, sem var látinn víkja sem aðstoðaríjár- málaráðherra fyrir flórum.mán- uðum, hefði samþykkt ákveðnar greiðslur. Vavílov neitaði í gær að hafa nokkuð til saka unnið. Rússneskir fjölmiðlar segja, að „Vavílov-málið“ sé liður í valdabaráttu rússnesku fjár- málajöfranna. grípa til allra ráða í því skym og skoraði á landsmenn að óttast ekki þótt ETA brygðist við með ofbeldis- verkum. í yfirlýsingu, sem stjórnmála- armur ETA, Herri Batasuna, sendi frá sér í gær, sagði, að tilraunir til að einangra flokkinn myndu aðeins verða til að herða á deilunum við Spánarstjórn. Þáttaskil í afstöðu Baska Með morðinu á Blanco hafa orð- ið þáttaskil í afstöðu Baska til ETA. Hingað til hafa andstæðingar samtakanna varla þorað að lýsa yfir andúð sinni á þeim en nú hrópa þeir gegn þeim á götum úti. Stjórnmálaskýrendur telja hins vegar, að áhrif ETA hafi farið dvínandi og því sé jafnvel enn lík- legra en ella, að samtökin svari yfirlýsingum stjórnvalda með enn meira ofbeldi. Komið hefur til átaka sums stað- ar í Baskalandi, til dæmis í San Sebastian þar sem um 1.000 manns grýttu skrifstofur Herri Batasuna og veitingahús, sem félagar í fiokknum sækja mikið. Þeir, sem þar voru inni, svöruðu fyrir sig með bensínsprengjum. Milligöngumaður bað Blanco vægðar Argentínumaðurinn Adolfo Perez Esquivel, sem fékk á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels og hef- ur stundum verið milligöngumaður ETA og spænskra stjórnvalda, sagði í gær, að hann hefði haft samband við einn leiðtoga ETA í síðustu viku og beðið Blanco vægð- ar. Á það hefði ekki verið hlustað. Blanco er tíundi maðurinn, sem liðsmenn ETA myrða á þessu ári, en þeir hafa myrt meira en 800 manns síðustu 29 árin. Framkvæmda- stjórn ESB Mælt með sex ríkjum Strassborg, Ankara. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins, ESB, samþykkti form- lega í gær að mæla með því að aðild- arviðræður yrðu hafnar á næsta ári við sex ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu; fimm Austur-Evr- ópuríki auk Kýpur. Samþykktin þyk- ir tíðindum sæta þar sem hún geng- ur út á mestu breytingar á samband- inu frá stofnun þess fyrir 40 árum. Hve mörg ríki fá að hefja viðræður er hins vegar ekki endanlega ákveð- ið, því sú ákvörðun er á valdi ríkis- stjórna aðildarríkjanna 15. Mismunandi viðbrögð Stjórnvöld í Póllandi, Tékklandi, Ungveijalandi, Slóveníu og Eistlandi fögnuðu í gær ákvörðun fram- kvæmdastjórnarinnar, en Rúmenar lýstu vonbrigðum sínum og hvöttu til þess að viðræður yrðu hafnar samtímis við öll A-Evrópuríkin tíu, sem bíða þess að fá að hefja viðræð- ur um aðild að ESB. Tyrkir drógu heldur ekki dul á vonbrigði sín. Ismail Cem, utanrík- isráðherra Tyrklands, kallaði ákvörð- un framkvæmdastjórnarinnar „mis- tök“. Tyrkjum þykir fram hjá sér gengið, þar sem þeir hafa árangurs- laust sótzt eftir aðild að ESB í ára- tugi. Framkvæmdastjórnin ákvað því einnig í gær, að bjóða Tyrklandi nán- ari tengsl við ESB en orðið er með tollabandalaginu, sem gekk í gildi fyrir tæpum tveimur árum. ■ Leggjatilróttæka/16 ---------------- Alsír Leiðtogi öfgamanna látinn laus París. Reuter. YFIRVÖLD í Alsír létu leiðtoga íslömsku frelsisfylkingarinnar (FIS), Abassi Madani, lausan úr fangelsi í gær. Stjórnmálaskýrendur telja lausn hans skref til sátta, en ólíklegt sé að hún nægi til að lægja ofbeldis- ölduna í landinu. Madani var dæmdur í tólf ára fangelsi árið 1992, en forysta íslömsku frelsisfylkingarinnar setti lausn hans sem skilyrði fyrir því að flokkurinn beitti sér fyrir friði í Als- ír. Fylkingin fagnaði því að Madani hefði verið látinn laus og sagði það vera mikilsvert framlag stjórnvalda til sátta í landinu. Sérfræðingar í málefnum Alsirs efast um að ástandið í landinu batni í kjölfarið á lausn Madanis, og benda á að FIS sé aðeins einn af mörgum flokkum sem staðið hafa fyrir of- beldisverkum á undanförnum árum. GIA, herskáustu skæruliðasamtök bókstafstrúarmanna séu til dæmis ekki í neinum tengslum við FIS. Versace Reuter Umbóta krafízt í Kenýa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.