Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 35 4 í í 1 i < I ( < < ( ( < ( ( ( i ( l i BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þungstígur tívolístjóri á hafnarbakkanum Frá Urði Gunnarsdóttur: JÖRUNDUR Guðmundsson, hár- skeri og tívolístjóri stendur í þeirri trú að þegar hann tifi á hafnarbakk- anum, verði allt vitlaust. Að minnsta kosti gangi óskilgreint 1% borgarbúa af göflunum, og klagi hinn þung- stíga gleðigjafa fyrir hávaða. Líka um verslunarmannahelgina, þegar enginn er á hafnarbakkanum, nema kannski fáeinir ferðamenn. Hér gætir örlítils misskilnings. Ástæða þess að fjölmargir íbúar í miðbænum og gamla Vesturbænum hafa séð ástæðu til að hringja í lög- regluna í upphafi júlímánaðar síð- astliðin ár er ekki fótatak Jörundar, heldur hávaði frá enskum „skemmti- garði“ sem Jörundur flytur inn og kallar tívolí. Stjórnendur leiktækj- anna standa í þeirri trú að ekki sé hægt að skemmta sér í tækjunum nema við undirleik léttrar dægurtón- listar, og þá helst alltaf hinnar sömu. Það er hávaðinn sem af þessu hlýst, sem er að gera mann og annan grá- hærðan í nágrenni Miðbakka. Það er alveg rétt hjá Jörundi að hávaðinn er undir þeim mörkum að valda skaða á heyrn eða raska svefnró. En hann er langt yfir þeim mörkum, að íbúarnir geti leitt hann hjá sér. Þegar ofan á það bætist fátæklegt lagavalið, sem fyrstu vik- una hefur samanstaðið af fjórum til fimm lögum, þar fremst á meðal jafningja „What a Feeling" úr kvik- myndinni Fame, er hætt við að geð- heiisan bíði varanlegan skaða af. Það eru ekki ópin og skrækirnir í tívolígestum sem valda mér og öðr- um íbúum hugarangri og heldur ekki flautið og ýlfrið í tækjunum. Það er fyrst og fremst linnulaust diskódúndrið, sem stendur kiukku- tímunum saman. Hávaðinn er svo mikill heima hjá mér að ég get ekki ímyndað mér að það heyrist manns- ins mál niðri á hafnarbakka. Sunnu- dagssíðdegi með börnin í tívolíinu hlýtur að minna helst á ferð á diskó- tek. Erlendir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipunum að Mið- bakka fara heldur ekki varhluta af hávaðanum. Ég hef lengi furðað mig á því hvers vegna Reykjavíkurborg telur það góða land- og borgarkynn- ingu að bjóða þá sem koma sjóleiðis velkomna í enskt ferðatívolí. Ég hef ekkert á móti því að fólk skemmti sér, niðri í bæ eða annars staðar. Ástæðan fyrir því að fólk kvartar ekki yfir látum í bænum þegar nokkur þúsund manns eru að skemmta sér fram á morgun er sú að þau læti trufla varla nokkurn mann, enda svo miklu, miklu minni en frá tívolíinu. En ég vona að fólk hafi heldur ekkert á móti því að ég geti haldist við heima hjá mér. Ég tel mig eiga rétt á því að geta verið á heimili mínu, hlustað á þá tóniist sem ég vil, eða jafnvel bara þögnina en ekki diskóbarninginn úr tívolíinu, sem etur kappi við allt það sem kemur úr mínurn hljómtækjum. Og hefur sigur. Ég sætti mig ekki við það að í heilan mánuð á hverju sumri þurfi ég að þola hávaða, sem minnir helst á velheppnaða pyntingaaðferð. Án efa er hún notuð einhvers staðar. Margir merkir menn hafa skrifað um það lærðar greinar hversu mikið vandamál hávaði er orðinn og spá því að það eigi aðeins eftir að auk- ast. En einnig kröfur fólks um að fá að vera í friði. í þögn. Það er kannski til of mikils mælst en meg- um við, nágrannar tívolísins, biðjast undan þessum hávaða. Fyrst hann er svona þægilegur eins og Jörundur segir, er þá ekki kominn tími til þess að íbúar annarra hverfa fái að njóta hans? Sjálf segi ég takk fyrir mig. Ég er búin að fá nóg. URÐUR GUNNARSDÓTTIR, Garðastræti 6. Um fóstra Jóns ritstjóra Frá Einari Laxness: ÉG FÆRI öllum þeim kærar þakk- ir, sem sent hafa mér iínu, hringt eða haft samband við mig með öðr- um hætti, til þess að lýsa yfir ánægju sinni með greinaflokk minn í Lesbók Morgunblaðsins fyrir skömmu um Jón Guðmundsson og Krabbefjölskylduna. Það gladdi mig mjög, að svo margir skyldu hafa gaman af þessum skrifum, og ber vott um að slíkur sögulegur fróðleik- ur sé vel þeginn. í Mbl. sl. laugardag 12. júlí bend- ir bréfritari, Hilmar Biering, á það, að ekki hafi verið notað tækifærið í frásögninni um Jón Guðmundsson til að leiðrétta nafnavillu í gömlu riti mínu um Jón (frá 1960). Þar sem í bókinni er greint frá, að Jón hafi verið frá sjö ára aldri fram á 15. ár í fóstri hjá Biering kaup- manni í Reykjavík og konu hans, hafi mér orðið á að kalla hann að fornafni James, en hér hafi verið um að ræða Hans Peter Wilhelm Biering, verzlunarstjóra. Þetta er mikið rétt hjá bréfritara, fornafn þessa ágæta manns hefur af einhveijum ástæðum brenglazt hjá mér á sínum tíma, og kann ég ekki að skýra það nú. Kaupmaður með þessu enska fornafni var til í bænum, en hvort og hvernig það kann að hafa tengzt þessari mis- sögn, skal ósagt látið. Ég hef sann- ast sagna aldrei leitt hugann að þessu frekar, en hefði að sjálfsögðu notað tækifærið og leiðrétt þetta nú nær eftir 37 ár, ef mér hefði verið bent sérstaklega á það af mönnum, sem vissu betur (í Lesbók- argreininni var kaupmaðurinn ekki nefndur). En betra er seint en aldr- ei, og vissulega ber að hafa það sem sannara reynist. Sem sagt, hjónin sem tóku Jon Guðmundsson í fóstur um sjö ára skeið, voru þau Hans Peter Wilhelm Biering, verzlunarstjóri við Nord- borgarverzlun í Reykjavík og kona hans, Anna Catherine, f. Hölter. Þau reyndust drengnum sem hinir beztu foreldrar, að sögn heimilda, og eiga sannarlega ekki annað skilið en far- ið sé rétt með nöfn þeirra. Leiðrétt- ist þetta hér með, en vegna orða bréfritara vil ég taka fram, að ég vona, að merk skrif Jóns biskups Helgasonar um gömlu Reykjavík, séu í fullu gildi og tekin alvarlega af sagnfræðingum, þótt mér endur fyrir löngu hafi orðið á þessi brengl á fornafni Bierings verzlunarstjóra. Ég þakka Hilmari Biering fyrir ábendinguna og að öðru leyti hlý orð um þessi greinaskrif mín í Les- bók. Með góðri kveðju. EINAR LAXNESS, Stóragerði 29. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Tommi og Jenní I JU5T 80U6HT A NEU) BA5EBALL 6L0VE.. I KEALLV NEEDED !T.. A 600P PLAYER NEEP5 600D EQUIPMENT.. MAVBE ITLL EVEN IMPROVE V{OUR."U)ON-LOST A6AIN " AVERA6E.. Ég var að kaupa nýjan horna- Mig vantaði hann svo sannar- Kannski bætir hann „vann - tap- boltahanska ... lega ... góðir leikmenn þurfa aði aftur“ meðaltalið þitt... góðan útbúnað ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.