Morgunblaðið - 16.07.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 15
VIÐSKIPTI
ERLENT
ESB leyfir aðstoð
við Alitalia
Brtissel. Reuter.
STJORN Efnahagssambandsins hef-
ur heimilað ríkisaðstoð upp á 2,75
billjónir líra eða 1,6 milljarða dollara
við ítalska flugfélagið Alitalia með
ýmsum skilyrðum.
Leyfið er meðal annars bundið því
skilyrði að Alitalia selji hlut sinn í
ungverska flugfélaginu MALEV.
Aðstoðin er greidd með þremur
afborgunum upp á tvær billjónir, 500
milljarða og 250 mllljarða líra.
Fyrsta afborgunin verður greidd nú
þegar og í henni er innifalin ein bill-
jón, sem var greidd í júní 1996.
Hinar afborganirnar verða bundn-
ar þeim skilyrðum að áætlun fyrir-
tækisins um endurskipulagningu
miði vel áfram og að að nokkur skil-
yrði verði virt að því er segir í til-
kynningu frá ESB.
Með þessari ákvörðun segir sam-
göngustjóri ESB, Neil Kinnock, að
ljúka eigi umsóknum um ríkisaðstoð
samfara endurskipulagningu evr-
ópskra flugfélaga til að mæta al-
þjóðlgeri samkeppni.
Á síðustu árum hafa fengizt leyfi
fyrir ríkisaðstoð við mörg evrópsk
flugfélög, þar á meðal Iberia á Spáni,
Air France, TAP Air í Portugal,
Olympic Airways í Grikklandi og
Aer Lingus á írlandi.
Finnar nota
farsíma manna mest
Helsinki. Reuter.
NOTKUN farsíma jókst um 40%
í Finnlandi í fyrra og virðist þró-
unin stefna í þá átt að flest símtöi
í landinu fari fram um farsíma,
að sögn finnskra stjórnvalda.
„Enn sem fyrr er enginn angi
fjarskipta í Finnlandi í eins örum
vexti og farsímar," segir í tilkynn-
ingu frá finnska samgönguráðu-
neytinu.
Farsímanotkun er meiri í Finn-
landi en í nokkru öðru landi i
heiminum og eru þar 32 tæki á
hveija 100 íbúa.
Af símtölum á finnskum mark-
aði fara 35% fram um farsíma,
en 36% með hefðbundnum hætti
að sögn ráðuneytisins. Að öðru
leyti byggist markaðurinn á lang-
línusamtölum, alþjóðlegum sam-
tölum og gagnaflutningum.
Nettósala símþjónustufyrir-
tækja í Finnlandi jókst um 12,7%
1996 í 12,4 milljarða finnskra
marka alls að sögn ráðuneytisins.
Mest var markaðshlutdeild rík-
isfyrirtækisins Telecom Finland
og nam sala þess 6,2 milljörðum
marka. Finnet, samtök finnskra
fyrirtækja, seldi fyrir 5,7 miiy-
arða, en Telivo Oy, sem Svíar
ráða, og aðrir aðilar fyrir 164
milljónir marka.
Finnland er meðal fimm landa
í heiminum, þar sem ódýrast er
að tala um farsíma. Gjaldskrá far-
síma í Finnlandi er sú næstlægsta
í Evrópu - á eftir Lúxemborg.
ESB telur
að tilboð
Boeing
nægi ekki
Brtissel. Reuter.
STJÓRN Efnahagssambandsins
hefur veitt Boeing verksmiðjunum
nokkurra klukkutíma viðbót-
arfrest til að færa fram verulegar
tilslakanir vegna samruna þeirra
og McDonnell Douglas verksmiðj-
anna, en að öðrum kosti mun hún
hindra samningana samkvæmt
heimildum í framkvæmdastjórn-
inni á þriðjudag.
Síðustu tilboð Boeings til að fá
samþykki ESB voru ekki nógu góð
til þess að eyða ugg framkvæmda-
stjórnarinnar um áhrif samrunans
á samkeppni samkvæmt heimild-
unum.
Áður höfðu fulitrúar Boeing
rætt við fulltrúa samkeppnisyfir-
vakda ESB. Framkvæmdastjórnin
hyggst taka endanlega ákvörðun
í málinu fyrir 23. júlí.
Finnar eru
viðbúnir
hækkun vaxta
Helsinki. Reuter.
FINNLANDSBANKI kann að
hækka vexti í haust til að afstýra
verðbólguhættu, en ekkert verður
aðhafzt meðan markaðirnir eru í
sumardvala, að sögn sérfræðinga.
Um miðjan júní sagði Finnlands-
banki að þótt breyting í peninga-
málum víéri ekki nauðsynleg að
sinni gæti aukin hætta á verðbólgu
gert aðhaldsstefnu nauðsynlega.
Sérfræðingar telja að ef vextir
verði hækkaðir muni þeir fyrst
hækka um 0,25% og að ef til vill
muni fleiri hækkanir fylgja á eftir.
Síðustu hagtölur sýna að lands-
framleiðsla jókst um 8% í apríl
miðað við sama tíma í fyrra. Því
er spáð að framieiðslan muni auk-
ast um 4-5% á árinu í heild.
Ný lína frá
Compaq
New York. Reuter.
COMPAQ tölvufyrirtækið hefur
kynnt nýja línu einmenningstölva
og lækkað verð til að keppa við
Dell tölvufyrirtækið og aðra keppi-
nauta.
Compaq lækkaði verð á Deskpro
fyrirtækjatölvum um allt að 22%
og kynnti 13 nýjar Deskpro gerð-
ir. Verð þeirra er frá aðeins 1199
dollurum og eru þær búnar
margmiðlunar Pentium MMX
kubbum. Samkvæmt nýrri stefnu
fyrirtækisins á að draga úr kostn-
aði með beinni dreifingu.
Jafnframt hefur Compaq skýrt
frá betri hag fyrirtækisins en búizt
hafði verið við samkvæmt Wall
Street Journal. Fyrir utan 208
milljóna dollara greiðslu vegna
kaupa á Micronom nam hagnaður
422 milljónum dollara, eða 1,48
dollurum á hlutabréf.
Verð hlutabréfa í Compaq lækk-
aði um 75 sent í 120,25 dollara í
New York.
Rætt um að-
skilnað North-
west og KLM
Amsterdam. Reuter.
KLM flugfélagið hefur ítrekað að
það kunni að selja 19% hlut sinn
í bandaríska flugfélaginu North-
west Airlines og við þá frétt hækk-
aði verð bréfa í hollenzka félaginu
um 5,64%.
Talsmaður KLM sagði að í stað-
inn kunni KLM að gera langtíma
samninga við Northwest.
Northwest hefur skýrt KLM frá
fyrirætlunumn um að hætta þátt-
töku í sameiginlegri miðasölu í
ágúst.
Ef KLM selur hlut sinn í North-
west kemur það í veg fyrir lang-
vinn málaferli um yfirráð yfir
Northwest og auðveldar ef til vill
hollenzka félaginu að finna sam-
starfsaðila í Evrópu.
Forseti Portúgals hætti við heimsókn í Páfagarð
Seinni konan mátti ekki
ræða við hans heilagleika
Malaga. Morgunbladið.
KIRKJUNNAR menn í Portúgal
eru furðu lostnir eftir að í ljós
kom að forseta landsins var tjáð
að hann gæti ekki gengið á fund
Jóhannesar Páls II páfa ásamt
seinni konu sinni vegna afstöðu
Páfagarðs til hjónaskilnaða. Sum-
ir þjónar kirkjunnar í Portúgal
telja að ótilgreindur misskilningur
sé á ferðinni en nokkrir stjórn-
málamenn hafa lýst yfir því að
þessi framkoma sé með öllu óþol-
andi.
Forseti Portúgal, Jorge
Sampaio, hugðist í maí á þessu
ári halda í opinbera heimsókn til
Páfagarðs. Forsetinn ákvað hins
vegar í febrúarmánuði að hætta
við ferðina eftir að honum hafði
verið tjáð að seinni kona hans,
María José Ritta, gæti ekki fylgt
honum á fund páfa. Þess í stað
yrði hún að bíða í forstofu einni
á meðan eiginmaður hennar ætti
fund með hans heilagleika.
Ástæðan er afdráttarlaus afstaða
Páfagarðs til hjónaskilnaða og
breytti engu þótt bent væri á að
forsetinn og kona hans hefðu á
sínum tíma gengið í borgaralegt
hjónaband.
Forsetinn, sem er annálaður
fyrir hófstillingu sína og kurteisi,
gaf út þá fyrirskipun til undirsáta
sinna að ekki skyldi skýrt frá
þessu sérkennilega máli. Sampaio
var mjög í mun að spilla ekki
samskiptum Portúgal og Páfa-
garðs.
Portúgalska dagblaðið Público
komst hins vegar að hinu sanna
og birti frétt sem nú hefur skapað
spennu í samskiptum katólsku
kirkjunnar í Portúgal og Páfa-
garðs. Nokkrir helstu kirkjunnar
menn hafa lýst yfir furðu sinni
sökum þessarar af-
stöðu Páfagarðs og
leitað skýringa.
Skrifstofa forsetans
hefur hins vegar kos-
ið að tjá sig ekki um
málið.
í mótsögn
við bréf páfa
Januario Torgal
Ferreira, forseti
biskuparáðs Portúg-
als og aðstoðarbisk-
up í Lissabon, segir
að sú ákvörðun Páfa-
garðs að neita seinni
eiginkonu forsetans
um leyfi til að ganga á fund páfa
fái engan veginn staðist. „Prótó-
koll-reglur Páfagarðs geta ein-
ungis verið í samræmi við boð-
skap guðspjallsins, sem kallar á
umburðarlyndi og réttlæti. Og í
þessu tilfelli hefur þeim boðskap
ekki verið fylgt.“ Torgal Ferreira
kveðst á hinn bóginn ekki telja
og ekki fá trúað því að Jóhannes
Páll páfi hafi sjálfur tekið ákvörð-
un þessa. Páfi hafi ávallt haldið
því fram að hinir fráskildu eigi
einnig að fá notið skilnings og
virðingar af hálfu kirkjunnar.
„Ég skil ekki þessa afstöðu.
Þetta hlýtur að vera misskilning-
ur og er í fullkominni mótsögn
við það aukna umburðarlyndi sem
nú ríkir innan kirkjunnar," sagði
erkibiskupinn í Aveiro, Antonio
Marcelino og bætti við að líkt og
starfsbróðir sinn í Lissabon teldi
hann að páfi hefði hvergi komið
nærri ákvörðun þessari.
Þjónar kirkjunnar í Portúgal
benda á að páfí hafí sjálfur boðað
að hinir fráskildu eigi einnig að
Jorge
Sampaio
fá notið friðþæging-
ar þeirrar sem kirkj-
an veiti þótt þeir
hafi slitið hjónabandi
sínu. Þetta komi
fram í bréfi páfa
Familiaris consortio,
þar sem skýrlega
segi að kirkjan hafi
verið stofnuð til þess
að allir menn fengju
notið blessunar og
friðþægingar og að
enginn skuli undan-
skilinn í því efni jafn-
vel þótt sá hinn sami
hafi afráðið að slíta
hjónabandi og geng-
ið að eiga annan maka.
„íhaldssamur
úr hófi fram“
Viðbrögðin hafa ekki einvörð-
ungu verið bundin við katólsku
kirkjuna í Portúgal. Nokkrir
stjórnmálamenn hafa og tjáð sig
og verið ómyrkir í máli. Alberto
Martins, þingmaður Sósíalista-
flokksins, segir að harma beri
þessa framkomu Páfagarðs gagn-
vart forseta landsins. Hún sé með
öllu óþolandi bæði fyrir portúg-
alska ríkið og portúgölsku þjóð-
ina. „Ekkert annað ríki telur sig
fært um að segja okkur til um
pólitísk grundvallarréttindi borg-
aranna.“ Félagi Martins á þingi,
Carlos Zorrinho, segir kjarna
málsins vera þann að núverandi
páfi sé fram úr hófi íhaldssamur
í hugmyndafræði sinni. Páfagarð-
ur geti ekki talið sig gegna hlut-
verki „lögreglu siðgæðisins, sér-
staklega ekki þar sem sú hug-
myndafræði er í engu samræmi
við nútímann."
(Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni. Öll skuldabréfin í útboðinu eru seld.)
EIMSKIP
Tilkynning um skráningu skuldabréfa
Hf. Eimskipafélags íslands á
Verðbréfaþingi íslands
SKULDABRÉFAÚTBOÐ
Kr. 600.000.000,-
AUÐKENNI FLOKKS Á VÞÍ
SKEIM97/1A
Búnaðarbankinn Verðbréf gerist viðskiptavaki
á ofangreindum fiokki skuldabréfa
Bréfin verða skráð fimmtudaginn 17. júlí 1997
i BLfM4ÐMBANfy NN
I VERÐBRÉF
Sími: 525-6060 Bréfsími: 525-6099
- kjarni málsins!