Morgunblaðið - 16.07.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997 43
\ ★ STAFRÆNT HLJÓÐKERFI í ÖLLUM SOLUM! ★ ALVÓRU BÍÓ! ★
®_5532075 nnpOlbý
★|
'★
STÆRSTA TJALDtÐ MED
HX
MENNISVORTU
ÞEIR VERJA JÖRÐIIUA FYRIR SORA ALHEIMSINS
DIGITAL
ENGU LÍKT
MEN IN BLACK
Þegar FBI getur ekki séð um málið,
þegar CIA getur ekki áttað sig á málinu,
þá eru MIB menn á kafi í málinu.
Þeir eru best geymda leyndarmálið á jörðinni.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.l 12;
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
itr'
jUSASfltlm
FRUMSYND 18. JULI
MIÐASALAN HAFIN
DFCKionniMM
kiK,. Wm W 'fp iR WlhmF I: I S Ní
www.skifan.com , sími 5519000
CALLERÍ RECNBOCANS
MÁLVERKASÝNINC SICURÐAR ÖRLYCSSONAR
ÓTRÚLEGUR
DAGUR
Rómantísk gamanmynd
með þeim M.Pfeiffer og
G.CIooney í hlutverkur
framagjarnra foreldra f
New York borg.
Leiðir þeirra liggja saman
einn erilsaman dag og í
fyrstu virðast þau einungis
eiga tvennt sameiginlegt;
bæði eiga fimm ára gamalt
barn og sömu gerð af
gsm-símum.
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9
og 11.15.
Sýnd kl. 4.30. 6.45, 9 og
11.30. B. i. 10 ára
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15.
B. i. 16 .
TOGSTREITA
★★★>
kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10.
B.i. 12 ára. Ótextuð.
H
H
H
H
H-
H
Samsæri á
efstu stöðum
KVIKMYNPIR
Bíóborgin
MORÐ í HVÍTA HÚSINU
„MURDER AT 1600“ ★ ★ Vi
Leikstjóri: Dwight H. Little. Hand-
ritshöfundar: Wayne Beach og David
Hodgin. Kvikmyndatökustjóri: Ste-
ven Bemstein. Tónlist: Christopher
Young. Aðalleikendur: Wesley
Snipes, Diane Lane, Daniel Benzali,
Dennis Miller, AJan Alda,
Ronny Cox, Diane Baker.
107 min. Bandarísk. Wamer
Bros/Regency 1997.
FASTEIGNIN nr. 1600 við
Pennsylvania Avenue í Washing-
ton D.C. er orðin vinsæll bak-
grunnur spennumynda, skemmst
að minnast Absolute Power sem
sýnd var á dögunum. í daglegu
tali gengur umrædd fasteign und-
ir nafninu Hvíta húsið og er aðset-
ur Bandaríkjaforseta sem kunnugt
er. Morð í Hvíta húsinu er
samsæristryllir sem hefst á því að
lík ungrar stúlku finnst inni á sal-
erni í forsetabústaðnum og er
harðskeyttum og heiðarlegum lög-
reglumanni, Regis (Wesley Snip-
es), fengið málið í hendur. Hann
kemst fljótt að því að það eru ótal
maðkar í mysunni og morðið hef-
ur verið framið í pólitískum til-
gangi. Sér til aðstoðar við að ná
áttum í rangölum Hvíta hússins
og ekki síður því ískyggilega and-
rúmslofti sem þar ræður ríkjum
fær Regis kvenkost mikinn úr
leyniþjónustunni, Ninu Chance
(Diane Lane), fyrrum Ólympíu-
meistara í skotfimi. Grunur fellur
á nokkra æðstu menn ríkisins og
fyrr en varir eru þau Regis og
Chance ekki lengur óhult um líf
sitt. Morðgátan er snúin, allir
undir grun og hættur í hverju
horni.
Svo virðist sem handritshöfund-
arnir hafi fengið innblástur úr
þrem áttum: Kvensemi Clintons
forseta, dularfullu sjálfsmorði eins
ráðgjafa þess sama forseta fyrir
einum þrem, fjórum árum og kom
á stað ótal gróusögum, og þá
minnir andrúmsloftið í myndinni
ekki lítið á ástandið sem ríkti á
tímum gíslatökunnar í tíð Jimmy
Carters. Raunar eru þeir ekki óá-
þekkir, hinn geðlurðulegi forseti
myndarinnar, Jack Neil (Ronny
Cox), og hnetubóndinn Carter.
Fyrst og síðast er þó Morð í Hvíta
húsinu sannkölluð rússíbanareið
um myrkviði æðstu valdastofnun-
ar Bandaríkjanna þar sem spilling,
ágirnd og valdagræðgi ráða ferð-
inni hjá forhertum ráðamönnum
sem láta ekkert standa í vegi fyr-
ir sér.
Vitaskuld eru klisjurnar á sínum
stað og myndin er þeirrar gerðar
að þar er farið fijálslega með rök-
fræði og almenna skynsemi, segl-
um hagrætt eftir þörfum fram-
vindunnar og skemmtunarinnar.
Og þokkalega komist frá því. Það
er fyrst og fremst að þakka þrem-
ur mönnum; Wesley Snipes, sem
er skeleggur og fylginn sér og
heldur hlutunum gangandi, og
framleiðendunum Arnon Milchan
og Arnold Kopelson, en þeir eru
báðir kunnir fyrir smekkvísi og
vönduð vinnubrögð á öllum svið-
um. Þeir ráða jafnan einungis
toppfagmenn í öll störf og útlit
myndarinnar ber því vitni; búning-
ar, leiktjöld og munir, kvikmynda-
taka og tónlist. Útkoman er fín
skemmtun sem heldur athygli og
áhuga manns vakandi, ekki síst
fyrir nokkrar óvæntar sveiflur í
söguþræðinum og nokkuð forvitni-
legar persónur til uppfyllingar,
sem undantekningarlítið eru í
höndum úrvals skapgerðarleikara,
(Alan Alda, Harris Yulin, Daniel
Benzali, Ronny Cox, Diane Bak-
er). Örlítil erótík hefði hleypt
meira lífi í Diane Lane og myndina
alla.
Sæbjörn Valdimarsson
Lögbann á nektarmyndir
af Brad Pitt?
►BRAD Pitt hefur höfðað mál
á hendur bandaríska tímaritinu
Playgirl sem hyggst birta mynd-
ir af leikararnum og fyrrum
unnustu hans, Gwyneth Paltrow.
Myndirnar sýna fyrrum parið
nakið og voru teknar þegar þau
voru í fríi í Evrópu fyrir tveimur
árum. Myndirnar hefur verið að
finna á alnetinu en þegar Play-
girl auglýsti ágústhefti blaðsins
með andlitsmynd af leikaranum
undir fyrirsögninni „Brad Pitt
nakinn“ var honum nóg boðið og
fór í mál við blaðið.
Dómari í Los Angeles setti
tímabundið útgáfubann á mynd-
irnar og þann 29. júlí næstkom-
andi fer málið fyrir dóm sem
ákveður hvort lögbannið verður
endanlegt. Dómurinn lagði bann
á frekari dreifingu blaðsins en
selja má þau tímarit sem þegar
voru komin í umferð og munu
þau tímarit hafa runnið út eins
og heitar lummur.
Lögfræðingar Playgirl vörðu
rétt tímaritsins til að birta hinar
11 óskýru myndir sem teknar
voru með aðdráttarlinsu fyrir
tveimur árum. Að sögn tímarits-
ins hafa myndirnar verið í um-
ferð meðal tölvunotenda alnets-
ins og því almenningseign.
Ekkert hefur heyrst frá tals-
mönnum leikarans vegna málsins
en hann mun næst sjást á hvíta
tjaldinu í kvikmyndinni „Seven
Years in Tibet“.
FATASKÁPAR Á FÍNU VERÐI
Hæð: 206 cm
Dýpt: 60 cm
Breiddir:
40 cm 6.980,-
50 cm 7.500,-
60 cm 7.980,-
80 cm 9.990,-
100 cm 11.500,-
Aukalega fæst
milliþil og
3hillurá3.100,-
FYRSTA FLOKKS FRÁ
/rOniX
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420
s I
Sumaraukarnir
lár
Beint flug til Prag 22.08
Vikudvöl í hinni fornfrægu borg Prag eða flug
og bíll um Austur Evrópu.
Island - Þýskaland 27.08
Ekið til Seyðisfjarðar og siglt þaðan um Færeyjar
til Danmerkur. Dvöl á sumardvalarstaðnum
Damp við Eystrasaltsströnd Þýskalands. Farið
þaðan í dagsferðir og flogið heim frá Hamborg.
Beint flug til Syíss til 8.08
Vikulega frá Keflavík til Genfar og frá Akueyri
til Zurich á áður óþekktu verði. Síðasta heimflug
16. ágúst.
fcrðaskrifstofa
GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF.
Borgartúni 34, simi 511 1515