Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ruglaðar rottur ráfa um ÍBÚAR í vestanverðu Holta- hverfi í Reykjavík telja sig hafa orðið vara við óvenjumikinn rottugang undanfarnar vikur. Segjast sumir jafnvel hafa séð rotturnar spóka sig á götum hverfisins um hábjartan dag og sást til að mynda til tveggja rottna i gærdag. Guðmundur Björnsson verk- stjóri hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar segir í sam- tali við Morgunblaðið að ekki sé hægt að láta uppi hvort óvenju margar kvartanir hafi borist um rottugang frá ibúum þessa hverf- is fremur en öðrum hverfum borgarinnar vegna þess hve þetta sé viðkvæmt mál. Hann tekur hins vegar fram að í sumar hafi borgarbúar kvartað sjaldnar undan rottugangi en undanfarin sumur. Því sé á hinn bóginn ekki að neita að rottur séu alls staðar í holræsakerfinu í Reykjavík og að vissulega geti komið upp vandamál á ákveðnum stöðum um tíma, sérstaklega ef niðurföll séu í ólagi. Leita upp á yfirborðið Þá segir Guðmundur skýring- una á því hvers vegna rottur sjá- ist stundum spóka sig í dagsljósi vera þá að þegar búið sé að eitra fyrir þeim í niðurföllunum, verði þær ruglaðar og eigi til að leita upp á yfirborðið rétt áður en þær drepast. „Á sumrin er alltaf unn- ið að ákveðnu forvarnarstarfi til að halda rottustofninum í skefj- um og er þá sett eitur ofani alla götubrunna í Reyiyavík," segir hann. „Þegar búið er að eitra og dýrin farin að innbyrða eitthvað af eitrinu þá verða þau kærulaus og rugluð og koma gjarnan upp þar sem er bilun í holræsakerfínu og geta setið úti á götu án þess að taka nokkuð eftir umhverfinu í kringum sig. Af þeim sökum getur borið meira á rottum í því hverfi þar sem nýbúið er að eitra í brunnana," segir Guðmundur. Lútherska heimssambandið Þorbjörn Hlynurí stjórn ÞORBJÖRN Hlynur Árnason var í gær kjörinn í stjórn Lútherska heimssambandsins á þingi þess í Hong Kong. 48 manns sitja í stjórn- inni, 26 karlar og 22 konur, en hún var kjörin til næstu sjö ára. Þinginu lýkur í dag. Sex fulltrúar frá kirkjum Norður- landa eiga sæti í nýju stjórninni. Strax að loknu þinginu, á fimmtu- dag og föstudag, mun stjórnin koma saman til fundar í Hong Kong og skipta með sér verkum. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúla- son, var í fráfarandi stjórn og hefur setið þingið sem stjórnarmaður. Auk Þorbjörns Hlyns Árnasonar eru í íslensku sendinefndinni þau Halla Jónasdóttir og sr. Skúli Sigurður Ólafsson. ■ Þýskur biskup/16 Biskupstungnamenn krefjast aðgerða við Geysi í Haukadal SVONA gaus Geysir í Haukadal í eina tíð. Vilja láta opna raufina GÍSLI Einarsson, oddviti Biskupstungnahrepps, hefur fyrir hönd hreppsnefndarinnar óskað eftir því við Náttúruvernd ríkisins, að poki sem settur var í manngerða frárennslisrauf frá Geysi í Haukadal árið 1982 verði fjarlægður til þess að hverinn fái sjálfur að endurnýja skál sína. Hrúðr- ið í hveraskálinni er mjög farið að molna. Stjórn Náttúruvemdar ríkisins fjallaði um málið á stjórnarfundi í gær og samþykkti að sögn Aðalheiðar Jóhannsdóttur, forstjóra Nátt- úruvemdar, að skoða hvort hægt sé að grípa til aðgerða til þess að hverahrúðrið endumýist á sjálfbæran hátt með hveravatninu. ítarleg umfjöllun Aðalheiður sagði að fjallað hefði verið lengi og ítarlega um málið og samþykkt að bæta að- stöðu á svæðinu, sérstaklega í kringum Geysi sjálfan, með því að setja upp trépalla og girðing- ar til þess að vemda hrúður hversins, sem Aðal- heiður sagði ljóst að væri að brotna niður vegna ágangs og veðrunar. Aðalheiður sagði að ekki hefði verið tekin endanleg afstaða til óska um sápugos. Efna- fræðilegar upplýsingar um hugsanleg áhrif sápu- blöndunar í hverinn hefðu legið fyrir fundinum en verið væri að afla frekari gagna um þann þátt frá útlöndum. Gísli Einarsson oddviti sagðist margsinnis áður hafa talað við Náttúruvernd og eigendur Geysis og sett fram sambærilegar óskir. „Ég setti fram þá ósk að það yrði létt á hvernum eins og gert var 1982 og var fyrst gert 1935,“ segir Gísli. 1992 var hætt að láta hverinn gjósa og settur poki í raufina frá 1982. „Hann hefur ekki getað skvett af sér síðan eins og hann á að gera,“ segir Gísli. Þegar hverinn skvetti ekki af sér kólni vatnið í yfirborði hans, fergi hverinn og komi í veg fyrir gos og þar með að hveraskál- in endumýist. „Það er þekkt meðal okkar heima- manna að hann skvettir sjálfur úr sér tvisvar, þrisvar á dag ef ekki er poki í raufinni og end- urnýjar þannig skálina með kísli sem upp úr honum kemur,“ segir hann. Broslegar hugmyndir Gísli sagði að sér fyndust hugmyndir stjómar Náttúruverndar um að gera palla til að vernda skálina broslegar enda sé það veðmn sem valdi molnun skálarinnar. „Það laga þetta engir pallar og mér fínnst það broslegt þegar fólk er að tala um hluti sem það þekkir ekki. Mér fínnst hlægi- legt þegar fólk er að búa til svona vandamál sem eru nánast engin til ef fólk bara fylgist með náttúrunni og lítur á hlutina eins og þeir eru. Ég vona að menn vitkist. Ég hef horft á Geysi frá því að ég fór að sjá út um gluggann hér heima og veit hvernig hann hefur hagað sér,“ sagði Gísli Einarsson, bóndi í Kjarnholtum og oddviti Biskupstungnahrepps. Veikindi flugumferðarst|ora til rannsóknar Frásögnum bar ekki saman VIÐBROGÐ Flugmálastjómar vegna þess ástands sem skap- aðist þegar 5 af 6 vakthafandi flugumferðarstjómm mættu ekki til starfa síðastliðinn laugardags- morgun liggja enn ekki fyrir. Stjómendur Flugmálastjómar áttu í gær viðtöl við þá flugum- ferðarstjóra sem sinntu nætur- vakt aðfaranótt laugardagsins og að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferð- arþjónustu, verður áfram rætt við mennina í dag þar sem frá- sögnum þeirra bar ekki saman. „Við þurfum að reyna að sann- reyna hvað er satt og rétt í málinu,“ segir Ásgeir. Markmiðið með því að ræða við næturvaktarmennina er að sögn Ásgeirs það að sannreyna hvemig starfseminni var háttað um morguninn eftir að fimm- menningarnir höfðu boðað for- föll og hvað lá að baki því að ástandið varð jafnalvarlegt og raun varð á þar sem næturvakt- armenn sem ekki vora leystir af eftir 11 tíma næturvakt, vora áfram á staðnum en gáfu ekki út flugheimildir. Segir Ásgeir að ástandið hafi orðið alvarlegra en það hefði þurft að verða. Erfitt að staðfesta sjúkdómseinkenni Við læknisskoðun á sex flug- umferðarstjórum sem kallaðir vora til rannsóknar á sunnudag gat læknir ekki staðfest sjúk- dómseinkenni þriggja mann- anna. Ásgeir segir að hins vegar sé erfitt að fullyrða um veikindi eða ekki veikindi við slíkar að- stæður þótt ekki takist að stað- festa með læknisrannsókn verki eða einkenni sem menn segjast finna fyrir. Aðspurður hvenær niðurstöðu og ákvörðunar Flugmálastjórnar í málinu væri að vænta sagði Ásgeir Pálsson, að það ylti á niðurstöðu viðtalanna sem verða í dag. Forstjóraskipti hjá J árnblendifélaginu NÝR forstjóri íslenska járn- blendifélagsins tók til starfa við Grundartanga í gær, Bjarni Bjarnason, sem var áður fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar. „Hér eru mikil verkefni og spennandi," sagði Bjarni er haft var samband við hann í gær. Fráfarandi forstjóri er Jón Sig- urðsson. Á fundi starfsmanna Járn- blendiverksmiðjunnar um há- degi i gær var nýi forstjórinn kynntur og tók hann þá form- lega við starfinu. Bjarni Bjarna- son er stúdent frá Menntaskólan- um við Tjörnina, vélsljóri frá Vélskóla íslands, jarðfræðingur frá Háskóla Islands og með próf í námaverkfræði frá háskólan- um í Luleá í Svíþjóð. Eftir störf sem námaverkfræðingur í Sví- þjóð, vann hann sem tæknistjóri Jarðborana og gerðist fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar í ársbyijun 1995. Bjarni er kvænt- ur Björgu Árnadóttur blaða- manni og eiga þau þrjú börn. Jón Sigurðsson, sem verið hef- ur forstjóri nánast frá því bygg- ingaframkvæmdir við verk- smiðjuna hófust árið 1977, lætur nú af störfum en kveðst verða Morgunblaðið/Ján Gunnlaugsson NÝI forstjórinn, Bjarni Bjarnason, ásamt fráfarandi forstjóra, Jóni Sigurðssyni á Grundartanga í gærdag. viðloðandi áfram til ráðuneytis ótímabundið og kvaðst aðspurð- ur ekki vita hvað annað hann tæki sér fyrir hendur þar sem sjón hans væri orðin mjög slæm. Sjónin bagar Jón „Ég er hættur að geta lesið svo að það er ýmislegt sem þvæl- ist þá fyrir manni, það verður að finna eitthvað sem hentar við þær aðstæður," segir Jón og kemst þannig að orði um sjón sína: „Eg hef þessa undarlegu sjón að ég sé allt prýðilega - nema það sem ég horfi á. Það er vegna þess að miðhluti sjon- sviðsins er svona óskaplega óljós en umhverfissjónina alla hef ég og get farið um eins og ekkert sé.“ Hann kveðst til dæmis ekki geta keyrt lengur þar sem öll nákvæmnissjónin sé farin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.