Morgunblaðið - 16.07.1997, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Háskólabíó
HASKOLABIO
EINRÆÐISHERI
SKOTHELDIR
ÁTT Þ.Ú EFTIR
AÐ SJA KOLYA?
Sýnd kl. 5 og 7.
Síðustu sýningar
PIERCE BROSNAN LINDA HAMILTON
OHT Rás2
UNDJRDJýP.
ISLANDS'
FRUMSYND
' 18. JÚLÍ
Hömn hemwI MIÐASALAN
HAFIN
Smáglæpamaðurinn Archie Moses (Adam Sandler) er i vondum málum
þegar hann kemst að því að Rock Keats (Damon Wayans) besti vinur hans
er lögregluþjónn Jack Carter að nafni sem hefur unnið undir fölsku flaggi
til að uppræta glæpahringinn sem Archie vinnur fyrir. í umsátri um
glæpagengið sleppur IVIoses en nær að særa Carter skotsári. Lögreglan
nær IVIoses á flótta og hann samþykkir að gerast vitni gegn þvi að Carter
fylgi honum hvert fótmál. Uppgjör þeirra tveggja er því óumflýjanlegt.
Svnd kl. 5, 7, 9 og 11. B. i. 16 ára.
Sýnd kl. 5.30.
Enskt tal.
111 f 1 _1 1
U_i
Formúlan
heldur velli
KVIKMYNPIR
Iláskólabíó
SKOTHELDIR
„BULLETPROOF" ★ ★
Leikstjóri: Emest A. Dickerson.
Handrit: Louis Collick og Joe Gaton.
Aðalhlutverk: Damon Wayans,
Adam Sandler, James Caan.
Paramount. 1996.
FORMÚLAN er einhvern veginn
svona: Tveir gerólíkir einstaklingar
leiða saman hesta sína, eiga við
ofurefli að etja en koma upp um
spillingu og glæpi og bindast ævar-
andi vináttuböndum. Þeir þola ekki
hvor annan í upphafi og eru sífellt
að karpa og láta félagann fara í
taugarnar á sér en allt er það á
yfirborðinu því undir niðri blundar
vináttan. Ekki færri en 12 milljón
hasarmyndir hafa farið eftir þess-
ari formúlu og með ákaflega mis-
jöfnum árangri. Sumar hafa eitt-
hvað nýtt fram að færa og styrkja
• formúluna og eru ágætar, jafnvel
stórskemmtilegar („Midnight
> Run“). Aðrar eru agalega vondar
og misþyrma svo formúlunni að
maður næstum því vorkennir henni
(„Money Train“).
Skotheldir með Damon Wayans
og Adam Sandler er einhverstaðar
þama mitt á milli. Þeir kumpánar
verða einstakir hatursmenn þegar
lögreglumaðurinn Wayans kemur
upp um smákrimmann Sandler eft-
ir að hafa vingast við hann í heilt
ár til þess að klófesta heróín-
smyglarann James Caan. Wayans
og Sandler verða ferðafélagar úti
í óbyggðum af ástæðum sem óþarfi
er að rekja hér og hnútumar ganga
á milli þeirra.
Sandler er fyndinn í hlutverki
fórnarlambsins og brandararnir í
myndinni em allir tengdir honum
og hans smákrimmalega lífi; frá-
bært er þegar hann hermir eftir
Whitney Houston í sturtunni. Way-
ans er sá alvarlegi og fær brandar-
ana framan í sig og tekur vel á
móti þeim. Caan vekur ekki annað
en furðu sem stórkrimminn og
fyndið er þegar hann hefur Way-
ans undir í slagsmálum eins og
hann sé ennþá gamli góði Sonny.
Það má hlæja að vitleysis-
ganginum í Sandler og hasarinn
er ágætlega útfærður einnig af
leikstjóranum Dickerson, sem fram
til þessa hefur verið kvikmynda-
tökumaður Spike Lees. Formúlan
kemst að mestu ósködduð frá þeim
félögum og það má telja ve! slopp-
ið.
Arnaldur Indriðason
A
sandalar
Sérlega þægilegir, sterkir og vandaðir
sandalar með góðu fótlagi.
Ath. Mikið úrval af
léttum sumarskóm.
Nokkrar tegundir
Stærðir: 36-46
Verð frá 4.495,'
( 5% Staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs (
1 [oppskórinn v/lngólfstorg • v/Veltusund • S. 552 1212
Pabbadagur hjá Kevin Bacon
►KEVIN Bacon, leikarinn
góðkunni, lék illmennið í
bátamyndinni „River Wild“
og kann því réttu handtökin
þegar í vatn er komið. Hér sést
hann á ferð með börnum sinum,
Travis átta ára og Sosie fimm
ára, á Central Park-vatninu í
New York. Eiginkona Bacon,
leikkonan Kyra Sedgwick,
var hvergi nálæg og virtust
börnin skemmta sér ágætlega
á árabát með pabba sínum
sem kom þeim óhultum að
landi. Næsta mynd Bacons er
„Picture Perfect" þar sem hann
leikur á móti Jennifer Aniston
úr Vinum.
Ekki líkur Johnny Depp
►SKEET Ulrich er nýjasta
stjarnan í Hollywood og hefur
gjarnan verið sagður tvífari
Johnnys Depps í útliti. Sjálfur
vill hann ekki kannast við slíkar
fullyrðingar. Hann hefur leikið í
nokkrum kvikmyndum og lék
meðal annars yngri bróður Shar-
on Stone í fangamyndinni „Last
Dance“. Nú nýlega fengu íslensk-
ir kvikmyndahúsagestir að sjá
hann í hrollvekjunni „Scream“
sem naut mikilla vinsælda hér
sem vestanhafs. Hann hefur því
bæði leikið óþokkann og góða
gæjann og segir að öll leynum
við á okkur.
Fjölmiðlar vestra hafa verið
iðnir við að spá Skeet Ulrich
miklum frama í Hollywood en
sjálfur vísar hann slíku tali til
föðurhúsanna. Hann segir fjöl-
miðlana sjálfa búa til kvikmynda-
stjörnur og ekki beri að taka
allt sem þeir segja trúanlegt.
Leikarinn efnilegi er heima-
kær og segir kærustuna, leikkon-
una Leonoru Scelfo, hafa breytt
lífi sínu. Hann sé að flytja búferl-
um til New York því hann sé
orðinn of latur í leiklistinni í
Hollywood. Ekkert jafnist á við
orkuna sem sé að finna á götum
New York-borgar.
(Tölvur & tónlist á betra verði)
Mitac 166
Intel 166 mhz örgjörvi
16 mb innra minni
15" stafrænn litaskjár
1700 mb harður diskur
16 hraða geisladrif
16 bita hljóðkort
25w hátalarar
Lyklaborð & mús
The Fat of the land
Prodigy
Radiohead
Republica In it for the money
Republica Supergrass
Pottþétt
Ýmsir flytjendur
Windows '95 & bók
6 íslenskir nýjir leikir
Alfræðiorðabók á CD
Corel 4 teikniforrit
(116.990 kr)
BITölvur
Grensásvegi 3 - S : 5885900 - www.bttolvur.is