Morgunblaðið - 16.07.1997, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.07.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 17 ERLENT Tveir fórust er brú hrundi ÁSTRALSKT íþróttafólk heldur sér dauðahaldi í grind brúar sem hrundi á ísraelskum íþrótta- leikvangi á mánudagskvöld. Tveir biðu bana og að minnsta kosti 66 slösuðust. Atburðurinn varð skömmu áður en setningarhátíð Macca- biah-leikanna, sem eru alþjóðleg íþróttahátíð gyðinga, hófst, og voru Ástralirnir að ganga yfir brúna er hún hrundi. Vitni sögðu að um eitt hundrað manns hefðu verið á brúnni er slysið varð. Þrátt fyrir slysið ákváðu * í Israel skipuleggjendur leikanna að halda setningarathöfninni áfram, eftir að hafa ráðfært sig við lögreglu og embættismenn. Blaðið Jerusalem Post greindi frá því í gær að forsætisráð- herra ísraels, Benjamin Net- anyahu, hafi verið viðstaddur opnunarhátíðina, og er honum bárust fregnir af því að fólk hefði beðið bana hafi hann farið þess á leit að hátíðin yrði stöðv- uð. Leikunum var frestað um einn sólarhring, og hefjast því í dag. Kirkjuþing ensku biskupakirkjunnar Umræða um samkyn- hneigð veldur deilum Jórvík. Reuter. FLEIRI en 300 prestar yfirgáfu í fússi kirkjuþing ensku biskupakirkj- unnar á mánudag þegar til stóð að taka umræðu um samkynhneigð innan kirkjunnar á dagskrá. Fyrir utan þingstaðinn í Jórvík hafði safnazt saman hópur samkyn- hneigðra leikmanna sem söng sálma og hélt uppi borða sem á stóð: „Við biðjum fyrir umburðarlyndri kirkju." Umræðan, sem var á dagskrá á fjórða degi hins árlega kirkjuþings, stefndi í að valda enn meiri deilum en þegar árið 1992 var tekin um það ákvörðun að leyfa kvenmönnum að taka prestvígslu. David Gerrard, erkidjákni í Lond- on (sem er kirkjulegur embættis- maður næstur biskupi að tign), kom umræðunni af stað með eigin álykt- unartillögu, sem ber titilinn „Mál- efni mannlegs kynferðis" og fylgir í kjölfar samnefndrar biskups- skýrslu frá árinu 1991. Skýrslan lagði blessun yfír samkynhneigð meðal leikmanna kirkjunnar en ekki meðal lærðra. Sterkur minnihluti innan ensku biskupakirkjunnar, sem samtals um 80 milljónir manna víða um heim tilheyra, álítur samkynhneigð vera synd sem ekki beri að umbera. Séra Richard Kirker, talsmaður „samtaka kristinna homma og lesb- ía“ í Bretlandi, áætlar að fjöldi sam- kynhneigðra meðal vígðra starfs- manna biskupakirkjunnar sé um 2.000. Samtökin birtu á sunnudag niðurstöður könnunar, sem gerð var meðal 1.200 presta. Þær leiddu meðal annars í ljós, að 37 biskupar hefðu leyft samkynhneigðum að þjóna prestaköllum, þótt þeir vissu að slíkt bryti í bága við reglur kirkj- unnar. Reuter Flóð hafa kostað hundrað manns lífið í Kína Peking. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 100 manns hafa látið lífið í flóðum í austur- og suðurhluta Kína það sem af er júlí og loka hefur þurft 10.000 námum og verksmiðjum í tveimur héruðum. Flóð vegna úrhellis hafa orðið til þess að framleiðslu hefur verið hætt í 3.000 námum og verksmiðj- um í héraðinu Jiangxi. Tjón hefur orðið á 340.000 hekturum ræktaðs lands í héraðinu, 26.000 hús hafa eyðilagst og 482 km flóðgarðar skemmst. 7.100 verksmiðjum hefur verið lokað í Zhejiang og áætlað er að tjónið sem orðið hefur í héraðinu nemi andvirði 25 milljarða króna. 41.000 hús hafa hrunið og flætt hefur yfir 267.000 hektara ræktaðs lands. Rúmlega 10 milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum í héruðunum tveimur. Miklir þurrkar hafa hins vegar verið í norðurhéruðum Kína og er óttast að þeir geti valdið uppskeru- bresti. Fyrstu tíu dagana í júlí hafði hitinn aukist um 2-3 stig í mörgum héruðum norðurhlutans og úrkoman minnkað um 50-90% miðað við sama tíma í fyrra. Úr- koman í stórum hluta suðurhérað- anna var hins vegar tvisvar til fimm sinnum meiri en á sama tíma í fyrra. Fyrrum forsætisráðherra írlands biðst afsökunar á tilraun tii yfirhylmingar Belfast. Morgunblaðið. Þáði greiðslur frá þekktum við- skiptajöfri hvort Ben Dunne, fyrrum stjórn- arformaður Dunnes-verslan- anna, hafi einn veitt Haughey fjármagnsaðstoð eða hvort Haughey hafi frá fyrstu tíð ver- ið í vasa efnaðra viðskiptajöfra og hvort það hafi nokkurn tíma haft áhrif á embættisfærslur hans. Svo mikið er víst að stjórnarandstaðan á írska þing- inu hefur farið fram á rannsókn á embættisfærslum hans í gegn- um tíðina. Þetta mál er allt hið vandræðalegasta fyrir Bertie Ahern forsætisráherra því á byrjendaárum hans í stjórnmál- um var Haughey hans velgjörð- armaður í Fianna Fáil-flokknum. Ahern hefur hins vegar lofað því að ekkert verði til sparað til að þegar hann seinast veitti Haughey fjárhagsaðstoð, hafi það einungis komið til af því að honum fannst ekki sæmandi að forsætisráherra ætti við persónuleg vandamál að stríða. Dunne virðist ekki hafa farið fram á neinar fyrirgreiðslur gegn rausnarlegum gjöfum sínum en reyndar er mat manna það að Dunne hafi ekki alltaf verið stöðugur á geði. Hann ánetjaðist eiturlyfjum á níunda áratugnum, lenti í hneykslismálum og var á end- anum bolað út úr fjölskyldufyr- irtækinu af systkinum sínum. Þar eiga upptök sín þær upp- ljóstranir sem nú koma fram komast að því Dunne-systkinin komu auga á ýmsar Haughey CHARLES Haughey, fyrrum forsætisráð- herra írlands, baðst í gær afsökunar á að hafa tekið við greiðslum upp að 1,3 milljón- um írskra punda (rúmlega 130 milljónir ís- lenskra króna) frá Ben Dunne, vel þekktum viðskiptajöfri. Haughey játaði í síðustu viku að hafa tekið fé á meðan hann gegndi emb- ætti forsætisráðherra. Hann sat í gær fyrir svörum hjá sérstakri rannsóknarnefnd og baðst þar afsökunar á að hafa reynt að hylma yfir að hafa tekið við peningunum. Haughey greindi skattayfirvöldum ekki frá þessum greiðslum og hann var því í raun að svíkja undan skatti á meðan hann gegndi æðsta embætti í írsku þjóðlífi. Loks hefur Haughey reynt að hylma yfir allt saman og neitaði reyndar allt fram í síðustu viku öllum ásökunum. Netið tók þá hins vegar að þrengjast um Haughey og hann breytti loks sögu sinni, sagðist hafa tekið við peningum en að hann hefði ekki vitað hvaðan greiðslurnar komu. Þetta hefur nú verið afhjúpað sem ósannindi því Haughey var ljóst strax árið 1993 hvað- an peningarnir komu. Haughey færði síðan sögu sína enn frekar í stílinn á mánudag í síðustu viku þegar hann sagði að líklega hefðu umræddar greiðslur komið frá Dunne eftir allt saman en nú á miðvikudag gafst Haughey loks upp og viðurkenndi allt. Með atburðum síðustu daga er óhætt að segja að skuggi hafi fallið yfir fjörutíu ára litríkan stjórnmálaferila Haugheys. Reyndar hafa slúðursögur jafnan um- kringt lífsferil Haugheys, sem þrívegis hefur gegnt embætti forsætisráðherra. Mörgum hefur þótt undarlegt hvernig opinber starfs- maður gat haldið úti lifnaðarhætti eins og þeim sem Haughey hefur stundað í gegnum tíðina. Hann á stóra landareign í nágrenni Dublin auk heillar eyju á vesturströndinni, glæsibíla og skútu. Áðspurður hefur Haug- hey ávallt haldið því fram að laun sín sem forsætisráðherra dygðu til að greiða fyrir lífsstíl þennan. Nú spyija hins vegar margir sannleikanum og að ekki komi til greina að hylma yfir með nokkrum manni sem framið hefur slík siðgæðisbrot. Gjafmildur auðjöfur Rannsókn sú sem nú hefur rakið þessa slóð til Charles Haughey var annars sett á laggirnar til að rannsaka greiðslur Bens Dunne til stjórnmálamanna eftir að ráðherra í síðustu ríkisstjórn neyddist til að segja af sér. Dunne virðist hafa verið gjafmildur með eindæmum og segir sjálfur að árið 1991, óvenjulegar greiðslur í reikningum sem Ben Dunne lét eftir sig og hófu þau þegar að grennslast fyrir um þessar greiðslur. Langur stjórnniálaferill Charles J. Haughey komst fyrst til veru- legra metorða á sjöunda áratugnum sem ráðherra í ríkisstjórn Fianna Fáil undir for- sæti Seans Lemass, tengdaföur Haugheys. Lemass hætti þátttöku í stjórnmáium 1966 og var þá rætt um Haughey sem vænlegan arftaka en flokkadrættir í Fianna Fáil réðu því að samkomulag gat ekki náðst um þenn- an harðvítuga stjórnmálamann sem formann flokksins. Haughey átti sjálfsagt von á því eins og aðrir að málamiðlunarkandídatinn Jack Lynch myndi ekki endast lengi í emb- ætti en reyndin varð sú að Haughey hóf nú hálfgerða eyðimerkurgöngu í írskum stjórn- málum sem fól meðal annars í sér brottrekst- ur Haugheys úr ríkisstjórn árið 1970. Á þeim tíma stóðu ólæti á Norður-írlandi sem hæst og írski lýðveldisherinn IRA, sem hafði sofið þyrnirósarsvefni síðan árið 1962, kom fram á sjónarsviðið á ný, fyrst undir því yfirskini að vernda kaþólikka en síðar sem samviskulaus hryðjuverkasamtök. Samtokin þurftu hins vegar í upphafi að afla sér vopna og þar sem mikil samúð ríkti sunnan landa- mæra írlands með aðstæðum kaþólikka um þetta leyti urðu ýmsir til að svara kallinu. Enginn átti þó von á að mikils ráðandi stjórn- málamenn ættu hlut að máli og það þótti því mikið hneyksli þegar grunur beindist að fjármálaráðherranum Haughey og landbún- aðarráðherranum Neil Blaney. Voru þeir sakaðir um að hafa á ólöglegan hátt aðstoð- að IRA við að smygla vopnum inn í landið. Lynch sá þann kost einan að reka félagana úr ríkisstjórn og héldu þá flestir að stjórn- málaferill Haugheys væri á enda. Litríkur ferill Svo var þó ekki. Haughey var sýknaður af öllum ásökunum og hóf nú að styrkja stöu sína á ný í Fianna Fáil með góðum árangri því þegar Lynch lét af völdum árið 1979 var það Haughey sem náði kjöri en ekki valinn eftirmaður Lynch. Haughey var leitogi Finna Fáil í 13 ár, 1979-1992, og forsætisráðherra írlands á árunum 1979-1981,1982 og 1987- 1992 og þótt flokksmenn hans tækju sig á endanum til og boluðu honum frá völdum var öruggt að Haugheys yrði minnst sem eins af litríkustu stjórnmálamönnum írlands. Hætta er nú á að hans verði aðallega minnst fyrir það hneyksli sem uppljóstranir undanfar- inna daga hafa valdið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.