Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Eldri borgarar eru hýrudregnir í MAI sl. var gerð athugun á hækkun átta kauptaxta, við bygg- ingavinnu, fiskvinnu, iðnað, rafiðnað, skrif- stofuvinnu, trésmíði, hjá tækjamönnum og Samiðn. í ljós komu ótrúlega miklar hækk- anir miðað við þá taxta sem áður giltu eða allt að 32,6% hækkun hjá verslunarfólki. Þótt þetta úrtak sé ekki stórt og margir hafi átt eftir að semja þegar athugunin var gerð, má fullyrða að hækkanir hjá þeim, sem seinna sömdu, hafi ekki verið minni en hjá þeim átta starfsgrein- um sem athugaðar voru. Þetta má m.a. ráða af þögn verkalýðsfélag- anna og hinni barnalegu þulu sem nú er tíska að tyggja við lok síðbú- inna kjarasamninga: „Aðeins um minniháttar leiðréttingar og lagfær- ingar að ræða, en að öðru leyti er samningurinn á sömu nótum og fyrri samningar". Áherslan á „nóturnar" er oftast í réttu hlutfalli við sannleik- ann í frásögninni, en alltaf er verið að fela kjarabætur. Raunhækkun launa kemur ekki fram fyrr en í haust eða jafnvel um áramót, en hún skiptir ekki máli við útreikning á þeirri meðalhækkun launa, sem stjórnvöld lofuðu öldruð- um að miða skyldi við, raunhækkun sýnir ekki launafeluieik undanfar- inna ára og áratuga, hún sýnir að- eins þann hluta hækkunarinnar sem kemur ofan á felulaunin. Raunveru- leikann má sjá á því sem hér fer á eftir: Meðalhækkun taxta hjá fyrr- nefndum 8 starfsgreinum: 19,6% eða kr. 12.026,- á mán. Hækkun hjá öldruðum einstakl- ingum með óskert laun: 13,0% eða kr. 6.775,- á mán. Hækkun hjá öðru hjóna eða samb.fólki með óskert laun: 6,1% eða kr. 2.227,- á mán. Framangreindur munur hefur ekki verið réttlættur með neinum marktækum rökum, hvorki af stjórnvöldum né Þjóðhagsstofnun, - mismuninn vantar í vasa eldri borgara og skal það nú skýrt nánar í hveiju sá munur er fólginn. Svikamyllan Ef svo reynist að al- menn raunhækkun launa hafi ekki verið meiri að meðaltali en 6% er tímabært að gera sér grein fyrir þvi að mismunurinn er óbætt- ur vegna þess, að laun aldraðra voru fram til næstsíðustu áramóta (1995-6) bundin við kauptaxta, en ekki laun. Þær duldu hækkanir sem nú eru sagðar koma inn í kauptaxta Góðærið sem gumað er af, segir Árni Brynj- ólfsson, hefur ekki náð til eftirlaunaþega. á almennum launamarkaði hafa ekki komið öldruðum til góða, taxtarnir sem laun þeirra voru miðuð við hækkuðu auðvitað ekki vegna duldu launanna, en nú er óhætt að taka þetta inn því stjórnvöld eru búin að taka viðmiðunina úr sambandi. Engu að síður eiga stjórnvöld að bæta þennan mismun, þótt seint sé, vilji þau standa við fyrri yfirlýsingar. Hvemig sem á þetta er litið verð- ur ekki horft framhjá því áð laun aldraðra einstaklinga hefðu a.m.k. átt að hækka um 10.211 kr., í stað 6.775 kr. og laun hjóna og sambýl- isfólks, hvors um sig um 7.181 kr. í stað 2.227 kr. Á ótilteknu tímabili hefur laumuspilið með taxtana haft af öldruðum einstaklingum 3.436 Árni Brynjólfsson kr. og hvoru hjóna eða fólki í sam- búð 4.954 kr. Þótt mismunurinn væri leiðréttur nú þegar, hafa aldraðir verið hýru- dregnir þann tíma sem svikamyllan hefur staðið og það mun varla verða bætt, - a.m.k. ekki þeim sem eru famir. Mannréttindi mölbrotin Munur á milli einstæðra og hjóna eða sambýlisfólks hvors um sig er alltaf að aukast, aðeins því borið við að ódýrara sé fyrir tvo að búa sam- an, sem auðvitað stangast á við jafn- ræðisregluna. Nú er munurinn orð- inn 51,5%, en var áður 42,0%, - af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkis- stjórnin nú breikkað bilið um tæp 10%. Til viðbótar þessu verða öldruð hjón, rétt eins og aðrir í sambúð að búa við skertan persónufrádrátt, annað fær 80% í stað 100% og fyrir þessu finnast ekki önnur rök, ef rök skyldi kalla, að þetta eigi að þrýsta konum út á vinnumarkaðinn. - Varla getur þessi röksemd „kven- frelsiskvenna" átt við aldraðar kon- ur, sem enginn vill á vinnumarkað. Þessar sömu konur eru á móti því að lækka eða fella niður fasteigna- skatta af eigin íbúðum aldraðra því þá muni aldraðir, einkum ekkjur, búa lengur í íbúðum sínum, jafnvel til æviloka! Manndómsleysi Það góðæri sem nú er gumað af hefur ekki náð til þeirra sem komn- ir eru á eftirlaunaaldur, þeirra hlutur er skertur og skorinn af mannleys- um, sem ekki hafa kjark til þess að horfast í augu við það sem þeir skulda hinum eldri. Svo er að sjá að halda eigi áfram að höggva í sama knérunn, á sama tíma og hlað- ið er undir kjör valdhafanna sjálfra og þeirra fylgifiska, sem tryggja þeim pláss við kjötkatlana. Það er erfitt að veijast þessum ófögnuði með lýðræðislegum ráðum, valdsmenn sem þora ekki að ráðast á aðra en varnarlausa og lympast niður við minnsta mótlæti, eiga alltaf næga orku afgangs til að skerða hlut þeirra sem þeir þora til við. Atkvæði og upplýsingar eru vopn sem bíta betur því fleiri sem eru hýrudregnir. Höfundur er fv. framkvæmdasfjóri. Góðar fréttir og slæmar UNDANFARNA daga hafa birst ýmsar góðar fréttir. Efna- hagslífið er í blóma og hagvöxtur sjaldan meiri. Ríkisstjórnin er vinsæl og fylgi Sjálf- stæðisflokksins gott. Eigi ríkisstjórnin hins vegar að uppfylla þær væntingar sem ungt sjálfstæðisfólk hefur haft verður hún að standa sig enn betur. Á síðasta SUS þingi, sem haldið var á Akur- eyri árið 1995, sam- þykkti ungt sjálfstæðis- fólk stjórnmálaályktun þar sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var hvött til að vinna að framgangi tíu umbótamála. Nú tveimur árum síðar er ástæða til að ítreka nokkur þeirra mála sem stóðu ungu sjálfstæðisfólki næst á þeim tíma og ríkisstjómin hefur ekki unnið nægilega vel að. Ungt sjálfstæðisfólk hvatti ríkis- stjórnina til að skila ríkissjóði með tekjuafgangi árið 1998. Góðu frétt- irnar eru þær að ekkert bendir til annars en að það takist. Slæmu fréttirnar eru þær að tekjuafgang- urinn næst vegna aukinna tekna rík- issjóðs en ekki vegna lægri útgjalda eins og ungt sjálfstæðisfólk hefur lagt höfuðáherslu á. Ungt sjálfstæðisfólk ályktaði um að jafna yrði atkvæðisrétt lands- manna. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks virðist enn ekkert hafa gert til að stuðla að því að þetta mikilvæga mannréttinda- mál nái fram að ganga á kjörtímabil- inu. Ríkisstjómin virð- ist reyndar hafa mjög lítinn áhuga á þessu máli þvert á yfirlýsing- ar Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um að áfram verði unnið að því að jafna kosningar- réttinn og ekki horfið frá því markmiði að fækka þingmönnum. Ungt sjálfstæðisfólk lagði áherslu á að selja yrði ríkisfyrirtæki og fækka þyrfti opinberum starfsmönnum. Því mið- ur hefur ríkisstjómin ekki staðið sig í að selja ríkisfyrirtæki þó að af nógu sé að taka. Hæga- gangur í einkavæðingu bankanna er gott dæmi þar um þó að sá árangur hafi náðst að Alþingi hefur samþykkt Ríkisstjórnin verður að taka sig á, segir Asdís Halla Bragadóttir, eigi hún að uppfylla þær væntingar sem ungt sjálfstæðisfólk hefur haft. að hluti þeirra verði seldur. Þar að auki virðist lítill áhugi vera á því að selja Póst og síma hf. eða einhveija hluta þeirrar starfsemi. Ungt sjálfstæðisfólk hvatti ríkis- stjómina til að draga úr jaðarsköttum og lækka tekjuskattshlutfallið. Fagna ber þeim skattalækkunum sem ríkis- stjómin hefur boðað og em að hluta komnir til framkvæmdar. Kerfið allt þarf þó að taka til gagngerrar endur- skoðunar ekki síst vegna þess að með skattastefnunni er stuðlað að hjónaskilnuðum og sundrungu í fjöl- skyldum. Með þvi að ríkissjóður fjár- hagslega hygli einstaklingum fyrir að vera ekki í sambúð eða hjóna- bandi er dregið úr því að fjölskyldan verði áfram sú grundvallareining í samfélaginu sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur alla tíð lagt höfuðáherslu á. Málefnaleg umræða Ungir sjálfstæðismenn halda sitt næsta þing í Reykjanesbæ 12.-14. september nk. Nú þegar er hafinn málefnaundirbúningur fyrir SUS- þingið og reglulegir fundir haldnir í Valhöll um fjölmarga málaflokka. Ungt fólk er hvatt til að taka þátt og nánari upplýsingar um starfið er að finna á slóð heimasíðu SUS sem er http://www.treknet.is/sus/ Hlutverk ungs fólks í stjórnmál- um er ekki síst að koma í veg fyrir það að íhaldssemin í samfélaginu verði svo mikil að engin framþróun verði. Með það í huga hefur SUS veitt ríkisstjórninni gott aðhald. Athyglisvert verður að meta á næsta SUS-þingi hvort ríkisstjórnin hafi bætt úr þeim málum sem SUS hvatti hana til að vinna að fyrir tveimur árum. Nokkur árangur hef- ur náðst en enn er langt í land þó að kjörtímabilið sé hálfnað. Höfundur er í framboði til embættis formanns SUS. Ásdís Halla Bragadóttir Kvótinn og útúrsnúningur tvíburanna á Leiti ÞAÐ ER mikill kost- ur við skrif Jóns Sig- urðssonar, að þau kalla á áframhaldandi um- ræðu, en reyndar er hún af hálfu veijenda kvótans ótrúlega lágk- úruleg. Einn aðalveijandi kvótans heitir Birgir Þór Runólfsson,_ dósent við Háskóla íslands. Skrif hans eru ekki aðeins honum sjálfum til hneisu, heldur leiðir í ljós hve Háskóli Is- lands hefur lélegum vinnukrafti á að skipa. Þvílíkt persónuníð og dósentinn gerist sekur um, hefur ekki birst í fjölmiðlum í lengri tíma. Dæmalausir útúrsnún- ingar. Engin málefnaleg umræða bara skætingur. Slík skrif eru varla svara verð, en þar sem þau snerta kvótann, er skylt að víkja að örfáum atriðum skrifa þessara. Dósentinn „telur tölulegar stað- hæfingar Jóns Sigurðssonar ótrú- verðugar" eða þá „einfaldlega rang- ar eða ýktar að öðru leyti“. Hann staðhæfir, „að ríkisforstjór- inn“ (eins og hann uppnefnir Jón Sigurðsson) vilji endurvekja gamlar og löngu úreltar hugmyndir um Sov- ét-Rússland í fiskveiðum hér“. Það er og þvílík fjarstæða! Á öðrum stað í greininni segir dósentinn: „Jón vitn- ar þess í stað í skoðanakannanir sér til stuðnings og heldur því fram, að hvorki meira né minna en 75% ís- lensku þjóðarinnar vilji hverfa aftur til Sovét-Rússlands." Þetta er svo ósvífinn umsnúningur staðreynda, að engu tali tekur, en minnir á hinn alkunna McCart- hyisma. Væri þjóðin nógu vak- andi, segir Gunnlaugnr Þórðarson, ættu slíkir þingmenn ekki aftur- kvæmt á Alþingi í næstu kosningum. Með svona talsmáta hefur dósent- inn dæmt sjálfan sig úr stjómmálum og sett blett á Háskóla íslands, þeg- ar sú umdeilda stofnun mátti síst við því. Að stimpla Jón Sigurðsson sem komma er rætni ef ekki annað verra. Hinn andlegi tvíburasonur Gróu á Leiti heitir Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri á Akureyri, og stendur háskóladósentinum síst að baki í níði. Hann fullyrðir, að frásögnin af kvótaeigandanum, sægreifanum, sem ekki stundaði útgerð, sé „hrein ósannindi". Hann fer með þann útúr- snúning, að Jón sé að ófrægja ís- lenskan útveg og þá, sem hann stunda. Hann veit, t.d. greinilega ekki, að faðir Jóns Sigurðssonar var togarasjómaður, en slíkir menn eru hafnir yfir skítkast. Sá fréttamaður, sem ætla mætti að Bjarni Hafþór hafi verið, hlýtur að vita, eins og aðrir, að í kjördæmi því, sem hann býr í, er talsvert af svona kvótaeigendum. Það er ótrú- legt, að meðal þingmanna þess kjör- dæmis er Steingrímur Sigfússon. Hann hefur gert kvótamálinu þann óleik, að bera kápuna meira á báðum öxlum í því máli en nokkur annar þingmaður. Það virðist vera ný þing- mennska sem nú veður blygðunar- laust uppi á Alþingi, að bera kápuna sem mest á báðum öxlum. Tvöfeldni í roðinu virðist vera dyggð í augum sumra þeirra, eins og sýndi sig í samningsveðmálinu í þinglok. Væri þjóðin nógu vakandi, ættu slíkir þingmenn ekki eiga afturkvæmt á Alþingi í næstu kosn- ingum. Bjarni Hafþór veit vel að Jón Sigurðsson myndi undir engum kringumstæðum nafn- greina neinn sægreifa. I skjóli þeirrar aðstöðu hyggst hann stimpla Jón Sigurðsson, ekki komma, eins og sá fyrr- taldi, heldur: lygara! Auðvitað dytti Jóni Sigurðssyni aldrei í hug að gera því fólki, sem „lifir svona glæsilega á kvótakerfinu", þann óleik að auka vandræði þess með því að nafn- greina það. Mér væri leikur einn, að nafn- greina „sægreifa" og „sægreifafrúr", um land allt. Líka úr kjördæmi tvö- falda þingmannsins. Sumt af því hef- ur reyndar flutt úr kjördæminu fyrir tiltölulega stuttu síðan í höfuðborgina og hefur keypt þar glæsivillur. Aðrir hafa jafnvel flust enn syðra. Allt hefur þetta orðið vegna millj- óna tekna þess af kvóta meðan margir höfuðborgarbúar, sem eiga siðferðilega sömu kröfu til kvótans, lepja dauðann úr skel og eiga ekki einn þorsk í kvótanum. Það er ekki við þetta „hamingju- sama og skyndiríka“ fólk að sakast, að það hefur verið teymt inn í must- eri Mammons, litla þjóðfélagið okkar er einfaldlega með svo spillta þing- menn, að þetta viðgengst, og reynt er að festa misréttið í sessi á lævís- an hátt. Meira að segja veit ég um fólk, sem vill viðhalda svona þjóðfélags- legu misrétti, í þeirri siðlausu von, að komast sjálft í glæsihús Mamm- ons. Ótrúlegur skotspónn! Aldrei datt mér í hug, meðan við Jón Sigurðsson unnum báðir í stjórn- arráðinu, að hann yrði skotspónn hinna andlegu tvíburasona Gróu á Leiti og því síður, er hann varð fram- kvæmdastjóri á Grundartanga, því hann er sómamaður. Hefur góðan skilning á jafnrétti kynjanna og laus við yfirdrepshátt, en aftur á móti hispurslaus. Hræðslan við að tala um kvótann! Það hefur stundum gripið mig undarleg tilfínning, þegar konur sem karlar hafa hringt til mín til þess að þakka skrif mín og að hvetja mig til að halda áfram, þegar það svo í lok samtals, bað mig fyrir guðsskuld að nefna hvergi nafn sitt í sambandi við kvótann, slíkt væri dauðasök. Maður að nafni Ámi Gíslason hringdi til mín fyrir nokkrum vikum frá útlöndum og sagðist þurfa að segja mér af ótrúlegasta kvótasukki sem hugsast gæti og á hinn bóginn af ofsóknum, sem hann hefði orðið fyrir vegna andstöðu hans gegn kvótan- um ... Það var bundið fastmælum, að hann fengi að spjalla við mig, þeg- ar hann kæmi næst til landsins, en til þess kom ekki. Árni Gíslason fórst fyrir nokkrum vikum í flugslysi í út- löndum, jarðarför hans hefur þegar farið fram. I lok símtalsins benti hann mér á grein eftir sig í Morgunblaðinu frá 11. okt. 1991 með fyrirsögninni: „Að koma sér upp svikamyllu!" Þrátt fyrir að Árni heitinn hefði beðið mig um nafnleynd, þykir mér ég sýna honum virðingu með því að segja frá þessum trúnaði okkar. I stað þess að hitta mig, fór hann yfir móðuna miklu. í þakkarskyni við þann trúnað, sem ég veit mig leystan frá, segi ég: „Guð blessi þig, Árni Gíslason." Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Gunnlaugur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.