Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 32
 32 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, ELÍN ÞORLÁKSDÓTTIR, Langholtsvegi 76, sem lést fimmtudaginn 10. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 17. júlí kl. 13.30. Halla Sigurjóns, Sigurgeir Kjartansson, Olgeir Skúli Sverrisson, Sigurrós Hermannsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Steinunn Geirsdóttir, Elín Sigurgeirsdóttir, Kristján Hallvarðsson og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR Ó. BRIEM, sem lést sunnudaginn 13. júlí sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. júlí kl. 10.30. Unnur Margrét Briem, Richard Ólafur Briem, Guðrún Birgisdóttir, Anna Jóna Briem, Ásta Gunnlaug Briem, Úlfur Agnarsson, Helga Elín Briem, Pétur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu stuðning, samúð og hlýhug í veikindum og við fráfall eiginmanns míns og föður okkar, ÁRNA MARGEIRSSONAR, Miðgarði 1a, Egilsstöðum, sérstakar þakkir fá Nick Cariglia læknir og starfsfólk gjörgæslu og lyflækningadeildar I á FSA, á deild 116 og gjörgæsludeild Land- spítalans. Ættingjar, vinir og íbúar Egilsstaða fá þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Anna Ingólfsdóttir, Ásthildur Árnadóttir, Erla María Árnadóttir, Una Árnadóttir, Lokað Stofur okkar veröa lokaöar í dag 16. júlí vegna útfarar ÚLLU HARÐARDÓTTUR. Hársnyrtistofan Dalbraut, Hársnyrtistofa Önnu og Nínu, Vilborg Babusku, Hárgreiðslu-snyrti- og fótaaðgerðastofa Saloon Ritz, Gríma hárstofa. Lokað Lokað í dag eftir kl. 14.00 vegna útfarar ÚLLU HARÐARDÓTTUR. Rakarastofan Hótel Sögu. ERNSTJOSEF OSSIAN WESTLUND GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR WESTLUND + Ernst J. Ossian Westlund, fæddist í Limhamn í Svíþjóð 16. júlí 1897. Foreldrar hans voru hjónin E.A. Westlund timb- ursali og Anna Maria (Lund- berg) Westlund. Guðlaug Guð- jónsdóttir fæddist í Reykjavík 11. september 1900. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Ein- arsson skipasmiður og Þórunn Erlendsdóttir. Börn Ossian og Guðlaugar voru Ester Guðlaug og Steingrímur. Nú þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu Ossian Westlund langar okkur afkomendur hans að minnast hans og konu hans með fáeinum orðum. Árið 1920 kom „Westlund" (eins og hann var jafnan kallaður) til ís- lands. Hann var ráðinn sem yfir- prentari og verkstjóri í Prentsmiðju Isafoldar í Reykjavík. Þar kynntist hann Guðlaugu Guðjónsdóttur (Westlund) og gengu þau í hjóna- band tveimur árum síðar. Þau áttu gott hjónaband, þar sem virðing og gagnkvæm ást var ríkjandi. Hjónanna ber að minnast fyrir margra hluta sakir. Ossian var meistari í fagi sínu, vélvirkjun og prentiðn. Árið 1922 setti hann á stofn „Ritvélaverkstæðið", hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Hann rak það einn í upphafí, og seinna með syni sínum, til dauðadags. Hann var fljótur að laga sig að íslandi og fyrr en varði fór hvarvetna af honum gott orð. Hann var hæfileikamaður á mörgum sviðum, m.a. var hann vélameistari, prentari, lásasmiður, listamaður, og uppfinningamaður. Hann var vinamargur, hjálpsamur og hugmyndaríkur. Þetta á reyndar við um þau hjónin bæði. Hann skemmti gestum og gangandi með gamansömum sögum og jafnvel töfrabrögðum, ef svo bar undir. Margar skemmtilegar sögur hafa spunnist af honum, sumar sannar, aðrar síður sannar, en hafa engu að síður tengst honum vegna þess hve sérstæður persónu- leiki hann var. Guðlaug var indæl kona. Hún studdi mann sinn af miklum dug í lífi og starfi og veitti börnum sínum, Ester og Steingrími, gott uppeldi og mikla ást. Hún sást aila jafna klædd í íslenskan upp- hlut og bar hann með glæsibrag. Hún setti tvímælalaust mikinn svip á bæjarlífið í slík- um glæsiklæðum. Hún var kona gædd góðum kostum; ijúf og góð, kurteis en ákveðin og heiðarleg í alla staði. Hún fæddist aldamótaárið 1900 og upplifði því miklar breytingar í ís- lensku samfélagi eins og gefur að skilja. Hún fagnaði framförum og nýjungum og var fljót að laga sig að breyttum tímum. Nú hafa bæði Guðlaug og Ossian horfið á vit feðra sinna. Við höfum ekki gleymt þeim. Við minnumst þeirra og þökkum þeim fyrir hugljúf- ar minningar, ást og umhyggju og það veganesti sem þau gáfu okkur, áður en þau luku ævistarfi sínu. Megi þau hvíla í Guðs friði. Westlund-fjölskyldan og tengdafólk. ÞORKELL JON GÍSLASON + Þorkell Jón Gíslason fæddist í Reylgavík 9. jan- úar 1934. Hann lést á heimili sinu á Sel- H'arnarnesi 9. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 15. júlí. Á vegamótum þegar æskan endar og æskudraumar hverfa bak við ský. Hve margar gamlar myndir eru brenndar, hve margt sem aldrei vaknar upp á ný. Þeir heiðu morgnar hárra sólardaga þau hljóðu kvöld, er sáu nýjan dag. Það blóm, hvar geymist lítið ljóð og saga, það lauf sem féll í haust við sólarlag. (H.K.) Þegar ég minnist frænda míns Þorkels Gíslasonar koma einmitt þessar ljóðlínur upp í hugann, því ekki man ég hvað ég var ungur þegar hann byrjaði að syngja þetta í öllum fjölskylduboðum er færi gafst og alltaf söng móðir mín undir glöð í bragði. Þá sá maður á þeim stundum hve nátengd þau voru systkinin sem ólust upp í litla húsinu á Urðarstígnum sem þau áttu svo góðar minningar frá. Ég man eftir því að alltaf þegar ég kom þangað sem lítill drengur og Kolli var einnþá í heimili með móð- ur sinni var hann alltaf svo góður við okkur litlu krakkana, og hvað hann hafði mikla þolinmæði að sýna okkur alls konar galdra sem við héldum að væru raunverulegir og ég var farinn að halda að hann væri alvöru galdrakarl sem gæti galdrað kanínur upp úr hatti. Seinna er ég kynntist Kolla eftir að ég varð fulloðinn og hann kom- inn í bæinn eftir að hafa unnið við lögfræðistörf úti á landi í nokkur ár sá ég að hann var enginn galdra- karl, aðeins góður drengur og mik- il tilfinningavera sem vildi allri stórfjölskyldu sinni allt hið besta og gott var að leita til. Hann var ekki margmáll en bar því frekar hugsanir innra með sér. Á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar og var gaman að gleðj- ast með honum. Það var því okkur flölskyldu hans mikið reiðarslag þegar hann kom helsjúkur úr einni af sínum árlegu sólar- landaferðum með Sísí sinni og greindist svo síðar með krabbamein. Hann var tilbúinn að beijast við þann mikla vágest en þurfti að lúta í lægra haldi. Nú er komið að vegamótum þeg- ar Kolli er allur og munum við öll sakna hans. Ég vil þakka Kolla fyrir samfylgdina í gegnum árin því það var mannbætandi að þekkja hann. Ég sendi Sísí, Svövu, Rann- veigu, Gísla og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur því þeirra er missirinn mestur. Guðmundur Valtýsson. í formála minningargreina um Þorkel Jón Gíslason á blaðsíðu 32 í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, féll niður í upptalningu nafn eins af systkinum hans. Þau eru: Sig- urður Svavar, f. 1920, d. 1988, Tryggvi, f. 1922, Guðríður Sigrún, f. 1924, Guðrún Ester, f. 1926, Gísli Þorkell, f. 1928, d. 1943, og Garðar, f. 1938, d. 1941. JOAKIM HJARTARSON + Jóakim Iijartarson fæddist í Hnífsdal 10. nóvember 1919. Hann lést í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 14. júlí. Fyrir rúmum 30 árum kynnist ég fyrst Jóa Hjartar. Okkur varð fljótt vel til vina og þegar ég hóf störf sem stýrimaður og síðar skipstjóri á skip- um Hnífsdælinga fóru kynni okkar og samstarf vaxandi. Fyrir mig þá ungan skipstjóra, lærðist meðal ann- ars af hæglátri og jákvæðri fram- komu hans að oft má leysa mál með hófsemi og rólyndi á betri veg en með ákefð og yfirgangi. Við Jóakim áttum saman ákveðna minningu sem oft kom upp þegar við höfðum tíma til samræðna. Við sigld- um saman í upphafi árs 1973 yfir hálfan hnöttinn. Frá Japan til Hawaii, Panama, Bermúda og til íslands. Þessi heimssigling á togaranum Páli Pálssyni ÍS frá Hnífsdal festi vel í sessi þann vinarhug sem alltaf síðan mátti fínna í orðum og athöfnum Jóakims í minn garð þau 20 ár sem samstarf okkar við útgerð, fisk- vinnslu og fískveiðar náði til. Síðustu árin gekk Jóakim ekki heill til skógar. Þrátt fyrir það var hæglátt og jákvætt viðhorf hans allt- af eins. Þegar við hittumst nú seinni árin var hann alltaf bjartsýnn í tali og þrátt fyrir veikindi stóð ekki til að gefast upp. Nú að þér látnum, vinur, færi ég eiginkonu þinni, Ólafíu, börnum og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Guðjón A. Kristjánsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.