Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 23 AÐSENDAR GREINAR Gott er að hafa gler í skó þá gengið er í kletta ... SAMTOKIN Lífsvog hafa nú hátt á þriðja ár tekið á móti kvörtunum fólks er telur sig hafa orðið fyrir mistökum eða slæmri meðferð í heil- brigðisþjónustu. Á þessum tíma hafa kvartanir í garð þjónustu Tryggingastofnun- ar ríkisins, undantekningalít- ið fylgt með í hver|.u máli. Misvísandi upplýsingar og höfnun um bætur til handa sjúklingum er spurst hafa fyrir um greiðslur úr sjúklin- gatryggingasjóði, er Land- læknir bendir á í óhappa- og mistakamálum, hafa komið sjúklingum mjög á óvart. Einnig hafa vandkvæði verið í því fólgin að fá úr því skorið, hvaða prósentutölulega örorku við- komandi einstaklingur sæti uppi með til lífstíðar. Tímabundið mat hefur til dæmis sífellt verið framlengt þótt forsenda þeirra hinna sömu fyrir endanlegri matsgerð, geti á stundum verið þröskuldur þess að viðkomandi geti hafist handa við að sækja rétt sinn í einkamálarekstri gegn starf- andi lækni með einkastofu. Einka- stofurekstur lækna er nefnilega ekki tryggingaskyldur, samkvæmt almannatryggingalögunum, hvað varðar mistök er kunna að verða í aðgerðum á sjúklingum þar. Samt sem áður er þjónusta þessi hluti af heilbrigðisþjónustu og starfandi læknar í einkastofurekstri margir einnig starfsmenn ríkisins á sjúkra- stofnunum hins opinbera í hluta- störfum. Fundað með forstjóra í apríl sl. Fulltrúar Lífsvogar áttu fund með forstjóra Tryggingastofnunar í apríl sl. þar sem honum voru kynntar kvartanir yfir þjónustu stofnunarinnar ítarlega. Forstjór- inn sagðist myndu senda sam- tökunum til dæmis matsstaðla við gerð örorkumats, er kynni að varpa ljósi á grundvöll þann er möt þessi byggjast á, hvað varðar kvartanir yfir mismunandi prósentutölu ör- orkumats milli einstaklinga. For- stjóranum voru þá einnig kynntar kvartanir yfir vinnubrögðum, þ.e. nær ómögulegt virtist vera að ná í þá lækna er hefðu með örorku- matsgerð að gera í málum fólks. Fólk hefur mátt taka við vægast sagt slæmri þjónustulund af hálfu ákveðinna lækna, svo mjög að viðkomandi hefur gengið á brott allt að því niðurbrot- inn. Ástæða auglýsinga Lífsvogar eftir fólki, er hefði þurft að greiða fyrir örorku- mat var einfaldlega sú að kanna hvort og þá hve stór hópur fólks, hefði hitt lækna Tryggingastofnunar, er taka að sér örorkumat gegn gjaldi fyrir tryggingafélög hjá Tryggingastofnun vegna þessa. Lífsvog vildi fá úr því skorið að einka- þjónusta þeirra hinna sömu bitnaði ekki á þeirri almannaþjónustu er þeir hinir sömu höfðu tekist á hend- ur, en stofnunin sjálf hafði ekki getað svarað þeim spurningum, á nokkurn hátt. Sjúklingar er hafa lent í læknamistökum á einkastof- um lækna þurfa að fara dómstóla- leiðina til þess að sækja rétt sinn eins og staðan er í dag. Forsenda málshöfðunar er, eins og áður sagði, sú að mat á orkutapi viðkom- andi vegna mistakanna liggi fyrir endanlega. Sjúklingar skilja ekkert í því að starfsmenn Trygginga- stofnunar, læknar þar, taki af þeim tugi þúsunda, ásamt því að starfa hjá stofnuninni, en þetta fólk telur sig réttilega eiga að fá þjónustu sem slíka ókeypis, eftir að hafa tekið afleiðingum læknamistaka, en ónýt almannatryggingalög og viljaleysi alþingismanna til þess að breyta þeim hinum sömu lögum, er ástæða þessa misréttis, en hvorki Tryggingastofnun, tryggingaráð, né tryggingayfirlæknir hafa séð ástæðu til þess að beita sér fyrir Fulltrúar Lífsvogar áttu fund með forstjóra Tryggingastofnunar í apríl, segja þær Guðrún María Oskarsdóttir og Asdís Frímannsdóttir. Honum voru kynntar kvartanir ítarlega. að breyta, enda kostað umfram peningaútgjöld. Tryggingaráð Nákvæmlega fyrir ári voru tryggingasvikarar afhjúpaðir, en þá hafði tryggingaráð metið þá hina sömu til örorku, þótt forsend- ur væru ekki fyrir slíku. I forustu- grein í DV þann 13. júlí segir um það mál: „Mál þetta varpar ljósi á frum- stætt og séríslenskt ástand í ÞAÐ LÆTUR að lík- um, að ijáriög eru einn helsti vegvísir sitjandi ríkisstjórnar til þeirrar áttar, sem hún telur best henta í rekstri þjóðfélagsins. Ekki verður dregið í efa að fjárlög eru unnin „af þeim einlæga ásetningi, að setja þjóðarhagsmuni öðrum kröfum ofar,“ eins og Davíð, forsætisráð- herra, komst einhverju sinni að orði í stefnu- ræðu sinni. Í íslenskum ríkis- rekstri er það athyglis- vert að hann hlýtur að verða miklu óhagkvæmari, miðað við höfðatölu, heldur en annars staðar þekkist! í því sambandi _er augljóst, að dverg- ríki eins og ísland, sem ætlar að halda uppi eðlilegum samskiptum á alþjóða vettvangi, verður ótrúlega hart úti, miðað við fólksijölda. Sem dæmi má nefna að einn sendimaður þjóðarinnar á alþjóða ráðstefnu er- lendis kostar hvern íslenskan skatt- greiðanda það sama og það kostar Svía að senda 30 fulltrúa! Þá má benda á að miðað við tölu alþingismanna á íslandi ættu ná- grannar okkar að hafa: Danir 1.260 þingmenn, Norðmenn 945 þingmenn, Svíar 1.890 þingmenn, Englendingar 11.125 þingmenn. Gefur þetta ekki nokkra hugmynd um það, að heildarskattgreiðslur á íslandi hljóta að vera mjög háar? Þarna má vafalaust hagræða út- gjöldum, enda ljóst að sumar ríkis- stofnanir hafa leikið nokkuð lausum hala í fjárútlátum ríkisins! Þeir þættir ríkisútgjalda sem varða heilbrigðisþjón- ustu og menntamál eru fráleitt hlutfalls- lega dýrari hér en ann- ars staðar, en útgjöldin eru þar væntanlega í beinu hlutfalli við fjölda notendanna. Þar verður því ekki miklu um þokað, án þess að það komi niður á þegn- unum. En hvar er þá hægt að þagræða, hvar? Ég held að það velk- ist enginn í vafa um það, að núverandi stjórnendur hafa séð að minnsta kosti eina leið, og nýtt hana af mikilli natni. Á undanförnum árum og mánuð- um hafa fjölmargir talsmenn elli- og örorkulífeyrisþega rætt þessa sparnaðarleið ríkisstjórnar af festu Þeir sem hafa skilað langri starfsævi til samfélagsins ættn, að mati Ingólfs Aðal- steinssonar, að njóta skattleysis, nema um hátekjur sé að ræða. og hreinskilni og stutt mál sitt skýr- um rökum, sem ég hefi hvergi séð hrakin. Þeir hafa ítrekað bent á að stjórnvöld hafa aftur og aftur skert þann auma hlut, sem ellilífeyrisþeg- um og öryrkjum er ætlaður til fram- færis. Enda verður ekki annað séð en algjört varnarleysi þessara aðila gagnvart stjórnvöldum sé frumor- sök þess, að þeir fá ekki að njóta jafnréttis við aðra þegna. Augljóst er að þeir munu ekki geta stofnað neinni atvinnugrein þjóðarinnar í hættu með verkföllum! En er það göfugmannlegt að láta ellihruma og sjúka gjalda þess, að þeir eru ekki lengur gjaldgengir í lífsbaráttunni? Benda má á þá staðreynd, sem ég hefi ekki séð mótmælt, að ellilíf- eyrisþegar dagsins í dag eru þeir þegnar, sem eiga drýgstan þátt í því að byggja upp það velferðar- þjóðfélag, sem við njótum. Þetta er sú kynslóð, sem hefir unnið tvö- faldan vinnudag. Þetta er kynslóð- in, sem hefir haft forgöngu um lagningu hringvegar, lögn raf- magns inn á hvern sveitabæ, virkj- un fallvatna eftir þörfum, lögn hita- veitu inn í 85% alls húsnæðis lands- manna. Hún hefir keypt skipastól og flugflota, sem stærri þjóðir gætu verið stoltar af! Þetta er kynslóð, sem ætti með réttu að vera heiðursborgarar þess- arar þjóðar og njóta algjörs skatt- leysis, nema um hátekjur væri að ræða. Þá vil ég ennfremur minna á að það hlýtur að teljast óréttlæti að skattleggja lífeyri tvisvar eða öllu heldur þrisvar! Ég minnist þess að viðurkennt var af núverandi fjár- málaráðherra að lífeyrisgreiðslur hefðu verið tvískattaðar, og til þess að leiðrétta það ranglæti voru 15% framlags lífeyrissjóðs skattfrí. En Adam var ekki lengi í Paradís, þetta var afnumið eftir eitt ár! Þá er þriðja skattlagningin sú, að ellilífeyrir al- mannatrygginga er stórlega skertur til þeirra, sem taka lífeyri úr sínum eigin lífeyrissjóði, sjóði sem þeir hafa byggt upp með greiðslum af Iaunum sínum allan sinn starfsald- ur. Aftur á móti er fjöldi stóreigna- manna, sem aldrei hafa greitt eyri í lífeyrissjóð, en safnað arðbærum eignum annarsstaðar, en fá nú greiddar allar uppbætur ellilífeyris almannatrygginga. Ég ætla ekki að endurtaka fleiri atriði, sem talsmenn ellilífeyrisþega hafa ítrekað bent á, ég vil þó undir- strika að mér finnst með ólíkindum hvernig stjórnvöldum hefir æ ofan í æ tekist að skerða þann rýra hlut, sem örorku- og ellilífeyrisþegum er skammtaður. Ellilífeyrisþegar hafa unnið þjóð- inni allt það gagn, sem þeir mega - nú eru þeir einskis nýtir - og þar með lenda þeir á ruslahaug þjóðarinnar! Öryrkjum og ellilífeyrisþegum er það vel ljóst að kveinstafir þeirra vekja ekki ráðamenn til neinna raunhæfra aðgerða til bættra lífs- kjara. En ekki er öll nótt úti - þeir hafa ennþá kosningarétt - og ekki kæmi mér á óvart þótt einhveijum dytti í hug í kjörklefanum tilsvar Hallgerðar, þegar Gunnar bað hana um lokk úr hári sínu, til þess að nota í bogastreng sinn. „Þá skal ek nú,“ segir hon, „muna þér kinnhestinn, ok hirði ek aldri hvárt þú verr þig lengur eða skemr.“ Höfundur er fyrrverandi forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Þankar um ríkisútgjöld o g ellilífeyrisþega Ingólfur Aðalsteinsson stjórnkerfi landsins. Þar eru at- vinnulitlir aumingjar á framfæri stjórnmálaflokka enn í stórum stíl skipaðir í ráð og stjórnir til að ráðskast með almannafé og mis- nota það eins og dæmi Trygginga- stofnunar sýnir. Ef mál þetta kæmi upp í alvöruríki á borð við Bandaríkin, sæti tryggingaráð í heild og forstjóri stofnunarinnar á bak við lás og slá. En við lifum því miður í einskonar Kard- imommubæ, þar sem stjórnmála- flokkar komast upp með nánast hvað sem er vegna eymdar kjós- enda.“ Lífsvog tók undir þessi orð DV á sínum tíma og telur þau eiga við enn, nú ári seinna, ekki hvað síst nú er komið er fram að trygg- ingayfirlæknir stendur fyrir einka- fyrirtæki í örorkumatsgerð en full- trúar Lífsvogar hafa ekki fundið símanúmer þess fyrirtækis í sinni símaskrá. Læknirinn tekur fram í grein sinni „Ófrægingarherferð Lífsvogar" að ýmsir læknir, m.a. læknar Tryggingastofnunar, annist mat fyrir tryggingafélögin. Lífsvog hefur ritað landlækni og ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála bréf er inniheldur fyrirspurn um faglega og hagsmunalega skilgreiningu á tilhögun mála þessara, einnig hefur verið óskað upplýsinga í 10 liðum frá Tryggingaráði. Hugleiðingum tryggingayfirlæknis um „mútur“ er vísað til föðurhúsanna, enda aldrei framborið, ásamt ýmsum öðrum hugleiðingum er koma fram í grein þessari, s.s. varðandi meinta yfirtöku Lífsvogar á fréttastofu Stöðvar 2, tortryggingar og fleira í svipuðum dúr. Hugverk trygg- ingayfirlæknis í grein þessari mun geymt i safni Lífsvogar, sem sagn- fræðileg heimild, um gang mála þeirra er telja sig hafa orðið fyrir læknamistökum á Íslandi. Guðrún er formaður Lifsvogar og Ásdís varaformaður. Gmp Plöstunarvélar Skírteinis- og skjalaplast á hagstæðasta verði, Óbrigðul skjalavernd. Otto B.Arnarehf. ÁRMÚLA29, 108 REYKJAVÍK SÍMI: 588 4699 • FAX: 588 4696

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.