Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sem englaraddir í himnahöll Kammerkór Grensáskirkju fór í söngferð til Ítalíu í síðasta mánuði. Ester E. ísleifsdóttir var með í för og fylgdist með kómum í leik og starfí. EILBRIGÐI og glæsileiki íslenskrar æsku er mér ofarlega í huga eftir stórglæsilega söngferð Kammer- kórs Grensáskirkju til Ítalíu dag- ana 2.-12. júní siðastliðinn. Kór- inn skipa 42 börn á aldrinum 14-17 ára og hafa mörg þeirra sungið með kórnum í 7 ár. Kór- stjóri er Margrét J. Pálmadóttir og undirleikari er Helga Laufey Finnbogadóttir. Fyrir þremur árum sótti þessi kór Italiu heim i boði barnakórs í borginni Piacenza á Norður- Ítalíu. Land og þjóð heilluðu börnin og þegar umræðu um ut- anlandsferð bar á góma sl. vetur kom ekkert annað land til greina að mati barnanna. Ekki þótti verra að kórstjórinn Margrét J. Pálmadóttir stundaði söngnám á ítaliu og er því mjög kunnug landi og þjóð. Dvalarstaður okkar á ítaliu var á sumardvalastaðnum Freg- ene en þaðan er um 45 mínútna akstur til Rómar. Fararstjóri í ferðinni var ítalskur kórstóri, Stefanó að nafni. Hann heillaði alla með skemmtilegri fram- komu og auðskiljanlegri frásögn af því sem fyrir augu bar. Skipu- lag ferðarinnar var til fyrir- myndar. Tónleikahaldi, skoðun- ariferðum og sólböðum á strönd- inni var raðað niður á dagana af kunnáttu og reynslu Italanna af norrænum þjóðum. Hápunktur ferðarinnar var tónleikar kórsins í St. Agnesar- kirkju, sem stendur við torgið Piazza Navona í miðborg Rómar. Kirkjan er undurfögur, skreytt marmara og gulli og var söngur kórsins sem englaraddir í himna- höll. Öll sú vinna sem börnin höfðu lagt á sig með þrotlausum æfingum og einbeitingu skilaði sér á þessari stundu og fiðuleikur Helg^u S. Þórhallsdóttur og flutn- ingur kórsins á verki C. Fransk, Panis Angelicus, hreif mjög tón- leikagesti og var kórnum vel þakkað í lok tónleikanna. í Róm eru höfuðstöðvar FAO, matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Innan hennar starfa nokkrir kórar og er stjórnandi þeirra Mr. Claudio A. Menéndiz. Sólríkan laugardaginn 6. júní héldu þessir kórar tónleika í kirkjunni St. Prisca. FAO kór- amir em skipaðir æfðu fullorðnu söngfólki og þeir hljómar sem bámst okkar til eyma vom und- urfagrir og skemmtileg sljórnun og framkoma kórstjórans skyggði ekki á ánægjuna. A þess- um tónleikum söng Kammerkór Grensáskirkju sem gestakór. Kórinn flutti þrjú lög og gerði það með ágætum þrátt fyrir ýmis óþægindi sem hrjáðu marga vegua sólbruna og vökvataps. Sunnudaginn 7. júní söng kór- inn við guðsþjónustu í St. Péturs- kirkjunni í Róm. Sú stund er ógleymanleg lífsreynsla sem hvert barn upplifði á sinn ein- stæða hátt og geymir í hjarta sínu til æviloka. Kórinn kom einnig fram í barna- og unglinga- skóla í Róm og í litlu kirkjunni í Fregene. „ Allir vegir liggja til Rórnar" segir máltækið. Okkur gafst ekki tækifæri til að sannreyna það en hins vegar ættu allra leiðir sann- arlega að liggja til Rómar. Róm er byggð á sjö hæðum og er fagurt útsýni yfir miðborg- ina frá Gianicola hæðinni þar sem minnismerki stríðshetjunnar Garibaldís stendur hátt á stöpli. Þar hófst skoðnarferð okkar um hina fögru og sögufrægu borg. Héldum við okkur við gamla miðbæinn og skoðuðum fjöl- margar kirkjur, Pantheon, Spænsku tröppurnar og hinn stórkostlega gosbrunn Fontana Trevi sem prýddur er marmara- styttu sjávarguðsins Neptúnusar og hjálparguðum hans. Þar tryggðum við endurkomu okkar til Rómar eftir 5 ár með því að kasta peningi í brunninn. Péturs- kirkjan og listasafn Vatikansins eru söguleg undur. Að standa augliti til auglitis við listasögu ítalskrar menningar og njóta fræðslu leiðsögumanns safnsins um listaverkin, höfunda þeirra og vinnuaðferðir hreif okkur mjög, ekki síst loftmyndir Micae- langelos í Sixtínsku kapellinni af sköpun heimsins, brottrekstri Adams og Evu úr aldingarðinum Eden og Nóaflóðinu. Einnig nut- um við leiðsagnar um Colc-sseum og fomar minjar Rómarborgar frá dögum Krists. SÍÐASTA daginn var farið til eyjarinnar Caprí, en þangað tekur um 1 klukkustund að sigla frá Napolí. Þar syntu margir í tæru græn- bláu Miðjarðarhafinu, siglt var á árabátum um Bláa hellinn og gengið upp hinn þrönga stíg og óteljandi þrep til miðbæjarins sem situr ofarlega í bröttum hlíð- um eyjarinnar. Það er sannar- Iega þess virði að leggja þessa göngu á sig því það sem fyrir augu bar, þegar upp var komið, er ógleymanlegt náttúmlegt „listaverk". Nýjar bækur • ÚT eru komnar bækurnar Sjúkraliðar á íslandi 1966- 1996 og Niðjatal Margrétar Eyjólfsdóttur ogÞorleifs Jónssonar í Vatnsholti íFIóa. í Sjúkraliðum á íslandi 1966-1996 eru æviskrár um 2.900 sjúkraliða sem fengið hafa réttindi frá því nám fyrir sjúkraliða hófst árið 1966 og til ársloka 1996, uak mikilf fjölda ljósmynda. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands skrif- ar formála og Gunnar Gunn- arsson ritar stuttan sögulegan inngang. Aftast í ritinu eru myndir af öllum útskriftarhóp- um sjúkraliða sem náðst hefur til alit frá 1966, alls tæpar 100 myndir. Ristjóri er Sigurður Hermundarson. í Niðjatali Margrétar Eyjólfsdóttur og Þorleifs Jónssonar frá Vatns- holti í Flóa eru 170 myndir af niðjum þeirra hjóna auk nafna- skrár. Sigurður Hermundarson tókbókina saman. Útgefandi er Mál og mynd. Niðjatal Margrétar og Þorleifs er 64 bls og bundin í Flatey. Sjúkraliðatal er i tveimur bind- um, samtals 666 bls. og bund- in í Félagsbókbandinu-Bók- felli. Bækurnar er prentaðar í Steindórsprent-Gutenberg og fást hjá Máli og mynd, Bræðra- borgarstíg 9, Reykjavík. KAMMERKÓR Grensáskirkju á torginu Piazza Navona í Róm. LÍNA FORM HLUTUR MYNDLIST Hafnarborg FRUMFORM/TEIKNING WULF KIRSCHNER Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 21. júlí. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 400 krónur. ÞAÐ er rétt sem fram kemur í formála sýningar Wulf Kirschners, að óendanleikinn sé bragfræði málmskáldsins. Kirschner er nefni- lega öðru fremur skáld í málmi og línum með óendanleikann sem út- gangspunkt, og því er eðlilegt að vísað sé til Kandinskys í upphafi: „Hin rúmfræðilega lína er ósýnilegt fyrirbæri. Hún er slóð punktsins sem hreyfist, sem sagt afurð hans. Línan er af hreyfingunni sprottin - felur reyndar í sér afneitun hinnar algeru sjálfhverfu kyrrstöðu í einum punkti. í því felst stökkið stóra frá verandi til verðandi." Það eru frumformin rétthyrningur og ferningur, pýramídi, kassi og ten- ingur sem Kirschner gengur út frá, vinnur í og og spilar úr, ásamt sjálfri línunni og óendanleika hennar, rúm- fræðilegu ferli og ósýnileika. Megin- ásinn er vöxtur, framvaxandi form, eða óbifanlegur teningur sem virkar þá eins og lífræn afurð eilífðarlög- málsins. Og hér er líka komið dæmi um myndverk sem þarf kunnáttu til að lesa í og meðtaka, en höfða þó ósjálfrátt til hins almenna sýningar- gests fyrir látleysi sitt, klára og þó óræða ferli. Þessi verk hvort heldur tvívíð sem þrívíð, eru gott dæmi um listamann sem öðru fremur leitar í smiðju formanna, vinnur út frá ein- faldleika grunnmálanna, afneitar tii- viijunum með öllu, þótt hrjúft yfír- borð rúmtaksverkanna gárist stund- um á ýmsa vegu og listamaðurinn framkalli sjónræna bylgjuhreyfíngu, optískan titring, vibration. En hér viðhefur hann einnig vinnubrögð regfufestu, en í óbundnari og fijáls- ari mótun. Efnisþátturinn er afar mikið atriði í sjálfu sköpunarferlinu hvort heldur Kirschnervinnur í járn, stál, ál, króm nikkel eða abachi tré, málað sem ómálað, og hér kemur fram rík til- fínning fyrir efninu og mikilvægi þess að stefna saman sniðfestu og margræðni til að ná fram vissum áhrifum sem vísa jafnt til framrásar og eilífðar. Listamaðurinn er frá Cuxhaven, vinarbæ Hafnarfjarðar, þar sem eru annars konar og meiri stærðir í náttúrunni, víðlendar strendur og flæðileirur. Hér eru haf- ið, leirurnar og óendanleikinn í næsta sjónmáli ásamt síbreytilegum öldugangi, optískum titringi í lofti og gróandi, og það er þetta sem hann vill að myndir sínar túlki og þannig séð er hann jafn virkur í umhverfi sínu og í núlistum tímanna. Þetta er ákaflega sterk sýning þótt gerviljósið fari illa með sumar myndanna einkum Járnsíðurnar á endavegg. Þetta kemur greinilega fram í Jársíðunni niðri þar sem náttúrubirtan fær að leika eðlilega um flötinn og gerast virkur þáttur í sköpunarferlinu. Öll eru þessi verk unnin 1991 og efnisferlið er V2A, universal-elektróður. Hins vegar nær bókverkið sem gert er úr ýmsum stáltegundum (23) að njóta sín því lýsingin hæfír því ólíkt betur. Afar máttugt skúlptúrverk í senn einfalt og margþætt, sem er síbreytilegt og þó óhagganlegt... Það er mikill fjölbreytileiki í menningarstofnun þeirra Gaflara um þessar mundir, þannig er rétt að benda á eldri myndir Eiríks Smith í kaffistofu, sem sýna fjölþættar og ákaflega lífrænar þreifingar til margra átta. Afar sterk og ljóðræn mynd eftir Svein Björnsson hangir á endavegg kaffístofu, þar sem sjálft litaferlið er líkast þrumuskoti í blá- hornið ... Bragi Ásgeirsson ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.