Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997 33 FRÉTTIR Bryggjiihátíð haldin á Drangsnesi Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Vistaskáli í Vatna- skógi í SUMARBÚÐUNUM í Vatna- skógi í Svínadal er verið að reisa nýjan skáia, sem er með svefnað- stöðu fyrir 30 manns í sitt hvorri álmunni, alls 60 pláss. Er þessi nýi skáli vist fyrir drengi og starfsfólk að hluta til. Leysir skál- inn Laufskálann af sem eru gaml- ir vinnuskúrar frá byggingará- rum Búrfellsvirkjunar og því komnir til ára sinna. Vitaskálinn hefur verið byggður í sjálfboða- vinnu af Skógarmönnum, sem hafa komið upp í Vatnaskóg á laugardögum, og verður skálinn fokheldur á næstum vikum. Vista- skálinn er reistur við hliðina á matskálanum í Vatnaskógi. Nú þegar er fullt í alla flokka sumarsins nema einn flokk í ág- úst. Sæludagar verða í Vatna- skógi um verslunarmannahelg- ina, og er dagskráin mótuð fyrir fjölskyldufólk, þótt að þessu sinni sé sérstök dagskrá fyrir unglinga. ÓskarGuðjónsson saxófónleikari Tríóið ÓHM í Sölvasal TRÍÓIÐ ÓHM leikur í Sölvasal Sóions ísiandus í kvöld, miðviku- dag. Meðlimir tríósins eru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Hilm- ar Jensson gítarleikari og Matt- hías M.D. Hemstock trommuleik- ari. Sérstakur gestur kvöidsins verður Kjartan Vaidimarsson píanóleikari. Er þetta lokaþemakvöld tríós- ins á Sóion í sumar. Viðfagnsefni kvöldsins eru íslensk djassverk eftir islenska höfunda, s.s. Tómas R. Einarsson, Sigurð Flosason, Pétur Grétarsson og Skúla Sverr- isson ásamt verkum eftir flytjend- ur. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. DRANGSNESINGAR halda Bryggjuhátíð laugardaginn 19. júlí nk. Ymiskonar skemmtun og uppá- komur verða fyrir alla fjölskylduna og stendur fjörið langt fram á kvöld, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: „Margt verður til gamans gert á þessum fjölskyldu- degi. Svo dæmi séu tekin þá verða skipulagðar ævintýraferðir út í Grímsey á Steingrímsfirði frá kl. 11 árdegis og fram eftir degi. Grímsey er sérstök náttúruperla með fjölbreyttu fuglalífi og gefst fólki kostur á að dvelja á eynni milli ferða. Listamaðurinn Bubbi, Guðbjörn Gunnarsson, sýnir í Drangsnesskóla bæði skúlptúr og málverk og verður sýningin opin alla helgina. Einnig verður þar sýning á munum eftir hagleiksmanninn Jörund Gestsson frá Hellu og gamlar myndir úr Kaldrananeshreppi sem sýna hvern- ig Drangsnes leit út á fyrstu árum þéttbýlismyndunar ásamt myndum af mannlífi, bátum og atvinnuhátt- um fyrri tíma. í tengslum við sýn- ingarnar í skólanum verður rekið þar lítið kaffihús svo fólk geti sest niður og rabbað saman yfir kaffi- bolla pg kannski fengið sér kleinu með. Á Drangsnesi skipar gráslepp- an stóran sess í lífi fólks og hefur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsmg frá Náttúru- verndarsamtökum íslands: „Náttúruverndarsamtök íslands fagna yfirlýsingu umhverfisráð- herra, Guðmundar Bjarnasonar, sem fram kom í Morgunblaðinu á sunnu- dag þess efnis að hann telur útilokað að gera frekari samninga um stór- iðju hér á landi fyrr en séð verður hvað samningarnir í Kyoto um efl- ingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar koma til með að fela í sér. Náttúruverndarsamtökin hafa bent á það ósamræmi sem felst í stóriðjustefnu stjórnvalda annars vegar og hins vegar þeirri yfirlýstu stefnu að koma í veg fyrir óafturkall- anlegar breytingar á lífríkinu af völdum loftslagsbreytinga; breyt- inga sem geta valdið gífurlegri rösk- un á veðurfari og fiskgengd í Norð- ur-Atlantshafi. Skuldbindingar íslands gagnvart rammasamningi Sameinðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem undir- ritaður var í Ríó 1992, eru þegar í uppnámi vegna aukinnar losunar verið sett upp í einu verkunarhúsinu sýning sem kölluð er Grásleppan úr djúpinu á diskinn og þar er ferl- ið sýnt allt frá ófelldu neti að kavíar. Ungir og vaskir veiðimenn taka að sjálfsögðu þátt í marhnútakeppn- inni í Kokkálsvíkurhöfn sem hefst kl. 10 árdegis svo það er vissara að hafa veiðistöngina með. Útimarkaður verður í tjaldi Strandakúnstar og sjávarrétta- smakk við frystihúsið. Hestaferðir, ratleikur, söngur, glens og grill- veisla eru að sjálfsögðu á dag- skránni. Deginum lýkur svo á alvöru sveitaballi í samkomuhúsinu Baldri en þar mun Hjónabandið leika fyrir dansi fram eftir nóttu. En þeir sem ekki eru orðnir sextán ára skemmta sér á planinu fyrir framan frystihús- ið á dúndrandi diskóteki. Skemmitbáturinn Húni II frá Skagaströnd mun setja skemmtileg- an svip á Bryggjuhátíðina en með honum er boðið upp á sætaferðir frá Skagaströnd og Hólmavík til Drangsness. Skipið fer svo til baka aftur á sunnudag. Mjög gott tjaldstæði er við Sam- komuhúsið Baldur á Drangsnesi en einnig er hægt að fá gistingu á Bæ 3 eða á Hótel Laugarhóli sem er um 20 km akstur frá Drangsnesi, en þar er sundlaug og heitur pottur.“ gróðurhúsalofttegunda frá fyrirhug- uðu álveri Norðuráls á Grundar- tanga, stækkunar járnblendiverk- smiðjunnar á sama stað og stækkun- ar álversins í Straumsvík. Sam- kvæmt Rammasamingnum skuld- bundu þjóðir heims sig til að láta losun gróðurhúsalofttegunda standa í stað á tímabilinu 1990-2000. Fyr- irsjáanlegt er að draga verður um- talsvert úr losun gróðurhúsaloftteg- unda miðað við það sem var viðmið- unarárið 1990. Fram að þessu hafa stjórnvöld lít- ið aðhafst til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda hér á landi. Sá árangur sem náðst hefur er fyrst og fremst að þakka framtaki ÍSAL, sem hefur með nýrri tækni minnkað losun gróðurhúsalofttegunda frá Straumsvík umtalsvert. Náttúruverndarsamtök íslands skora á umhverfisráðherra að leggja fram hið fyrsta raunhæfar tillögur um hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við þjóðréttarlegar og pólitískar skuldbindingar íslands." Viljum endur- heimta fjarskipta- búnað AÐFARANÓTT 26. júní sl. var brotist inn í björgunarstöð björgunarsveitarinnar Alberts á Seltjamarnesi og þaðan stolið fjarskiptabúnaði, fjallabúnaði, prentara o.fl. Fjarskiptabúnað- urinn er nýr, af gerðinni TAIT 3020, handstöðvar. í fréttatilkynningu segir: „Fjarskiptabúnaður þessi er sveitinni sérstaklega mikilvæg- ur og er hún óstarfhæf af þess- um sökum. Handstöðvarnar hafa yfir að ráða sérstakri stað- setningartækni og hægt er að finna út staðsetningu stöðvanna án þess að sérstaklega sé kveikt á þeim. Hins vegar er mjög dýrt að láta rekja stöðvarnar með því móti og verður það ekki gert að svo stöddu. Fer björgunar- sveitin þess á leit við þá sem hafa búnaðinn undir höndum að koma honum til skila og verður þá málið fellt niður. Fjarskiptabúnaður þessi er skráður og kemur því engum öðrum að notum. Ef einhveijir geta gefið upplýsingar um hvar búnaðurinn er niðurkominn er viðkomandi beðinn að hafa sam- band í síma 561 1722. Þeir sem ekki vilja að símanúmer sitt birt- ist geta notað „stjarna" 31 (*31*) á undan símanúmerinu sem hringja á í. Þetta er sérþjón- usta símans og er öllum opin.“ Gengið með strönd Kollafjarðar HAFNARGÖNGUHÓPURINN heldur áfram göngu sinni með strönd Kollafjarðar í kvöld, mið- vikudag. Farið verður frá Hafn- arhúsinu kl. 20 og eftir stutta heimsókn með SVR inn undir Höfða. Þar hefst sjálf gönguferðin kl. 20.40. Gengið verður inn á Laugarnestanga og um Sunda- höfn, Kleppskaft, Holtabakka, Vogabakka og inn að Elliðaárós- um. Þaðan verður hægt að fara með SVR til baka. Þátttaka er öllum heimil. Flugdagur á Blönduósi ÞRIÐJI flugdagur Flugsmíðar, félags áhugamanna um heima- smíði flugvéla, verður á Blöndu- ósflugvelli laugardaginn 19. júlí kl. 13.30. Aðgangur er ókeypis. Á dagskrá verður flug heima- smíðaðra flugvéla; flug á mótor- drifinni fallhlíf; flugmódelflug; flug á „girokopta"; svifdrekaflug; listflug á vélflugu og útsýnisflug. Einnig verða flugvélar og smíðis- hlutir til sýnis í flugskýli. Fyrirlestur í líffræði Á vegum Líffræðistofnunar Há- skóla íslands verður haldinn gestafyrirlestur um harðgerari plöntur með aðstoð erfðatækni á föstudaginn kemur. Dr. Einar Mántylá flytur fyrirlesturinn sem hefst klukkan 15 í stofu G-6 á Grensásvegi. Öllum er heimill aðgangur. í fréttatilkynningu segir: „Við- brögð lífvera við vatnsskorti fela í sér uppsöfnun osmótískt virkra efna svo sem sykra og amínó- sýrufafleiða ýmiss konar. Marg- ar tegundir lífvera aðlagaðar að vatnslitlu umhverfi framleiða tvísykruna trehalosa. Það hefur sýnt sig að trehalosi er fær um að verja stórsameindir fyrir virknistapi og eðlissviptingu af völdum þurrks. Einar mun greina frá rannsóknum sem hann hefur staðið að þar sem erfðavísum fyrir ensímum sem stýra myndun trehalosa í ger- sveppi var komið fyrir í plöntum í þeim tilgangi að kanna áhrif á þurrkþol plantna og hvort framleiðsla trehalosa í plöntum væri fysileg." Tónleikar í Víðistaða- kirkju í TILEFNI af tvö hundruð ára afmæli tónskáldsins Gaetano Donizetti (1797-1848) halda sendiráð Ítalíu á íslandi og Menningarstofnun Ítalíu í Ósló tónleika í Víðistaðakirkju, Hafn- arfirði, í kvöld, miðvikudag, kl. 2L Á tónleikunum koma fram Alda Ingibergsdóttir sópran ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara og Ágúst Ólafsson baríton ásamt Sigurði Marteins- syni píanóleikara. Þau flytja verk eftir Donizetti, Verdi, Pucc- ini, Rossini og fleiri. Gaetano Donizetti er í hópi fremstu tónskálda Ítalíu og samdi þekktar óperur, s.s. Ást- ardrykkinn, Lucia di Lam- mermoor og Don Paquale. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Galdrar á Nelly’s Café GALDRASÝNING verður á Nel- ly’s Café í kvöld, miðvikudag kl. 22. Þar mun galdramaðurinn Bjarni Baldvinsson sýna listir sínar. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. Hún verður endurtekin sunnudaginn 20. júlí nk. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGLEGA var farið með föð- urnafn Ásgeirs Pálssonar, fram- kvæmdastjóra flugumferðar- þjónustu, í frétt í Morgunblaðinu í gær. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Mikíá úrval ðf fdlegum rúfflfttnaái Skólavöröustig 21 Simi 551 4050 Reykiavik C \ ALOE VERA N áttúrusnyrtivörur úr ekta ALOE VERA Fagna yfirlýsingu umhverfisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.