Morgunblaðið - 16.07.1997, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997
IDAG
MORGUNBLAÐIÐ
Spínat og lax
Matur og matgerð
Af hverju er maður að þessu? hugsar
Kristín Gestsdóttir oft á vorin þegar illa
gengur að koma plöntum til.
ÉG SÁÐI nokkrum grænmetis-
tegundum inni í vor, en það dróst
að vorið kæmi og plönturanr spír-
uðu upp og þrifust illa þegar þær
voru loks settar út i nepjuna. Blöð-
in héngu máttlaus á plöntunum
þegar ég fór að vökva þær og
mér varð að orði: „Þetta gengur
ekki, þið lifnið aldrei við“ - og
ég leit illilega á þær - „framveg-
is kaupi ég allar plöntur í gróðrar-
stöð.“ En heyra plöntur kannski?
Mér varð litið á spínatplönturnar
- hreyfðu þær ekki blöðin og
reistu þau upp, eða var þetta mis-
sýn? Daginn eftir voru þær orðnar
státnar og litu ögrandi á mig og
virtust segja: „Stjáni blái borðar
spínat, hann er sterkur eins og
við.“ Éitt er víst að spínatplönt-
urnar eru frísklegustu plönturnar
í garðinum, það frísklegar að við
erum fyrir löngu farin að borða
spínat enda vex okkur þróttur
með degi hveijum. Að vísu eru
komnar nokkrar aðrar frísklegar
plöntur í garðinn líka en þær voru
keyptar í gróðrarstöð, en mínar
eigin (fyrir utan spínatið) eru ve-
sældarlegar og líklega heyrnar-
lausar líka.
Laxasoð
Hryggur og haus af 5 punda laxi
8 dl vatn
1 'Msk. salt
1 lárviðarlauf
1 meðalstór laukur
1 meðalstór gulrót
1-2 steinseljugreinar
20 stór spínatblöð
1 msk. tómatþykkni (puré)
2 msk. hreinn rjómaostur
1. Fjarlægið bein úr flakinu
með flísatöng, þau liggja ofan til
um miðju flaksins. Skerið af ugga
og skafið roð.
2. Hellið sítrónu- eða límónu-
safa yfir holdhlið flaksins, stráið
á það salti og pipar og látið bíða
í 10 mínútur.
3. Þvoið spínatblöðin, geymið
10 blöð, en takið stilk úr hinum
tíu og klippið í ræmur.
4. Setjið 4 dl af laxasoði í pott
ásamt spínatræmum, ijómaosti
og tómatmauki og látið sjóða í 3
mínútur. Hrærið hveitihristing út
í og sjóðið meðalþykka sósu.
5. Skerið laxaflakið í 10 bita,
klippið dillið og setjið saman við
hveitið. Hitið smjör og matarolíu
á pönnu og steikið bitana í um 6
- 8 mínútur.
6. Leggið 2 spínatblöð á hvern
disk, setjið fiskbitana ofan á og
hellið sósunni yfir. Berið kartöflur
með.
Laxabakstur með
spínatsósu
2-3 punda laxaflak
2 tsk. salt
mikið af nýmöluðum pipar
'A tsk. múskat
1 dós sýrður rjómi
30 g smjör
nokkur stór spínatblöð
1. Roðdragið flakið, hreinsið
úr bein, sjá hér að ofan. Setjið
ásamt öllu öðru en spínati í kvörn
og malið vel.
2. Smyijið aflangt álform, þek-
ið það að innan með spínatblöðun-
um. Setjið fiskdeigið ofan á og
bakið í vatnsbaði í bakaraofni við
200° C í 20 mínútur. Þegar bakað
er i vatnsbaði er formið sett ofan
í skál með vatni. Vatnið látið ná
upp að miðju formsins.
5 piparkorn
Takið tálkn úr hausnum og fjar-
lægið blóð, kljúfið síðan.
Skolið blóð úr hryggnum og
brjótið í tvennt. Setjið þetta í pott
ásamt öllu hinu og sjóðið í 20
mín. Hellið á sigti.
Steiktur lax með
spínatsósu, handa 5
Laxaflak 2-3 pund
2 tsk. salt
nýmalaður pipar
safi úr 1 lítilli sítrónu
Sósan
12 stór spínatblöð
25 g smjör
1 msk. hvítvínsedik eða
annað gott edik
1 dós sýrður ijómi
1 skvetta úr tabaskósósuflösku
Takið stilk úr spínatinu, saxið
síðan í kvörninni. Sjóðið í smjörinu
í 3 mínútur. Takið þá af hellunni
og kælið. Hrærið sýrðan ijóma,
edik og tabaskósósu út í.
eða límónu (lime)
___________2 dl hveiti_________
væn grein ferkst dill (má sleppa)
2 msk. smjör + 3 dl matarolía til
að steikja úr
Rétturinn borinn
fram:
Skerið niður með forminu og
hvolfið á fat. Berið fram heitt eða
kalt ásamt ristuðu brauði og sósu.
Hellið örlítilli sósu yfir.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags
Fögnum lokun
Bólstaðarhlíðar
VIÐ foreldrar hér í Ból-
staðarhlíðinni fögnum lok-
un götunnar. Okkur telst
til að frá blokkum ellilíf-
eyrisþega og að Stakkahlíð
búi hátt á fjórða tug bama
á leikskóla- og grunn-
skólaaldri svo ekki sé talað
um bömin í blokkunum
austar í Bólstaðarhlíðinni
þannig að við gleðjumst
yfir því að geta nú
áhyggjulaust haft börnin
okkar úti við leik. Og til
þess að sjá eitthvað já-
kvætt í þessu fyrir ellilíf-
eyrisþega vonum við að
það hafi heilsubætandi
áhrif á lífeyrisþega að
þurfa að ganga aðeins
lengra í strætisvagn. Þetta
er íbúum Bólstaðarhlíðar
mikið fagnaðarefni.
Margrét Bárðardóttir.
Iröksk börn svelt
ÉG VAR að hlusta á Stef-
án Jón Hafstein og Gunnar
Eyþórsson í umræðuþætti
í útvarpinu fyrir nokkrum
dögum þar sem verið var
að ræða um íraks-málið.
Ég sem íslendingur var
alveg miður mín að heyra
hvað þar kom fram. Þar
kom fram að Bandaríkja-
menn era viljandi með við-
skiptaþvingunum sínum að
svelta íraka og fleiri hund-
ruð þúsund börn, það er
verið að þurrka þau út.
Að það skuli heita kristnir
menn sem gera þetta -
þetta er þveröfugt við það
sem Kristur boðaði. Þessir
menn bijóta hvert einasta
boðorð Krists.
íslendingar greiða alltaf
atkvæði sitt eins og
Bandaríkjamenn og ísland
er orðið að nokkurs konar
bananalýðveldi. En
Saddam Hussein hefur
aldrei verið feitari. Og
stærsta og víðlesnasta blað
landsins, Morgunblaðið,
lætur sig þetta engu varða.
Þorsteinn Guðmunds-
son, Búðargerði 10.
Á einhver
„Grettisgarn“?
INGIBJÖRG Kristjáns-
dóttir hringdi í Velvakanda
og sagðist vera að rýja
mottu úr Grettisgami, sem
er ullargam, og fékkst fyr-
ir liðlega tuttugu og fimm
áram. Nú vantar hana lit-
ina rústrautt, grænt, blátt
og gult. Ef einhver skyldi
eiga þetta garn í fóram
sínum eða svipað ullargam
er hann beðinn að hafa
samband við Ingibjörgu í
síma 552-4364.
Þakklætitil
Osta- og
smjörsölunnar
KONA hafði samband við
Velvakanda, en hún hafði
nýverið keypt sér ost sem
reyndist vera skemmdur.
Hún lagði leið sína í Osta-
og smjörsöluna til að
kvarta og fékk svo góðar
móttökur þar, að hún gat
vart orða bundist. Var hún
m.a. leyst út með gjöfum,
og þakkar af alhug fyrir
sig.
Tapað/fundið
Frakki í misgripum
SÁ SEM tók léttan ljósan
rykfrakka í misgripum í
Viðeyjarstofu laugardags-
kvöldið 12. júlí er vinsam-
legast beðinn að láta vita
í síma 680-0820 og fá sinn
frakka sem er úr sama
efni.
Eyrnalokkur
tapaðist
EYRNALOKKUR úr gulli,
hringur, aðeins opinn, tap-
aðist rétt um miðnætti á
fostudagskvöld, líklega á
leiðinni frá Kaffibarnum
að Regnboganum á Hverf-
isgötu, eða við hraðbanka
íslandsbanka við Háaleit-
isbraut. Skilvís finnandi er
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 552-6103
og er fundarlaunum heitið.
HÖGNIHREKKVÍSI
Hlutavelta
ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til
styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 2.834
krónur. Þau heita Alexia Ýr Magnúsdóttir, Guð-
mundur Dór Guðmundsson og Einar Kristján Guð-
mundsson.
Víkveiji skrifar...
AHUGAMENN um íþróttir setj-
ast gjarnan fyrir framan rík-
issjónvarpið til að horfa á íþrótta-
þáttinn Helgarsportið á sunnudags-
kvöldum. Þá er ætlunin að sjá það
helzta úr íþróttunum, einkanlega
heima fyrir frá helginni. Víkveiji
þessa dags er einn af þessum
íþróttaáhugamönnum, en mörg
sunnudagskvöldin hefur hann orðið
fyrir verulegum vonbrigðum. Það
er yfirleitt ekki sýnt frá þeim knatt-
spyrnuleikjum, sem fram fara á
sunnudagskvöldum, nema þeir fari
fram á höfuðborgarsvæðinu. Skýr-
ingin er í sjálfu sér einföld. Þáttur-
inn er alltof snemma kvölds. Hann
hefst klukkan 22.00 og stendur í
um hálftíma. Þar með er það nánast
útilokað að sýnt sé frá leikjum sem
fara fram á Suðurnesjum að ekki
sé talað um leiki á Akranesi. Leikj-
unum lýkur ekki fyrr en að verða
22.00 og þá á eftir að koma myndun-
um í hús og klippa til útsendingar.
Fyrir vikið eru félögin af höfuðborg-
arsvæðinu í hveijum þætti en hin
ekki nema endram og eins.
XXX
AÐ er alveg út í hött að setja
þátt, sem á að ná yfir íþróttir
helgarinnar, svo snemma á dag-
skrána að ekki sé hægt að sinna
viðfangsefninu. Það er ennfremur
móðgun við íþróttamenn og
íþróttaáhugamenn landsbyggðar-
innar sem bíða þess með óþreyju
að sjá leikinn með liðinu sínu. Sá
leikur kemur einfaldlega ekki fyrr
en eftir dúk og disk. Víkveiji leyfir
sér að varpa fram þeirri spurningu
til dagskrárstjóra ríkissjónvarpsins,
hvers vegna svo einkennilega sé að
þessu staðið. Þetta er einnig sama
sagan á veturna, en þá er það
reyndar svo slæmt að oft á tíðum
næst ekki einu sinni að sýna al-
mennilega frá körfuboltaleikjum
sem fram fara í Reykjavík á sunnu-
dagskvöldum. Fyrir vikið ber þátt-
urinn oft keim af ruslakistu er-
lendra íþróttafrétta, því auðvitað
þarf að fylla upp í hann. Hvers
vegna í ósköpunum er þátturinn
ekki hafður í dagskrárlok, klukkan
23.00 til dæmis?
xxx
ÞETTA kunna keppinautar rík-
issjónvarpsins á Stöð 2 og
hafa vit á því að hafa þátt um fót-
boltann klukkan 23.15, þannig að
hægt sé að sýna úr öllum leikjun-
um. Slæm þjónusta eins og hjá rík-
issjónvarpinu gerir ekkert annað en
vekja andúð þeirra, sem eru þving-
aðir til að greiða afnotagjöldin og
leggja fýrirtækinu að auki til fé
með skattgreiðslum sínum. Það
væri í raun fróðlegt að sjá hve
margir áskrifendur væru að ríkis-
sjónvarpinu, væri áskriftin ekki
skylda.
xxx
VÍKVERJAR aka, eins og aðrir,
um þjóðvegi landsins af og
til. Vegirnir fara stöðugt batnandi
þótt víða sé pottur brotinn, til dæm-
is á Vestfjörðum. Breikkun þröngra
brúa er mikil nauðsyn og á því
hefur verið tekið. Við þröngar brýr
eru aðvörunarskilti, sem fara mjög
í taugar Víkveija. Hann getur ekki
sætt sig við það, sem kallað er ein-
breið brú. Brúin er annaðhvort breið
eða þröng, ekki einbreið. Það eru
til tvíbreið rúm, en ekki tölum við
um einbreið rúm, heldur mjó eða
þröng. Mjóifjörður á Barðaströnd
heitir ekki Einbreiðifjörður, þó
Breiðafjörður sé til. Víkveiji beinir
því til yfirmanns samgangna á ís-
landi að hann hafi frumkvæði að
því að útrýma orðskrípinu „ein-
breið“ brú og að hið eðlilega lýsing-
arorð þröng verði tekið upp í stað-
inn. Það verður í það minnsta hálf-
aulalegt að tala um mjög einbreiða
brú, en mjög þröng brú fellur auð-
vitað fyllilega að málvitund allra.