Morgunblaðið - 16.07.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 19
LISTIR
„Ævintýr“
MYNPLIST
Nýíistasafnid/Gryfja,
Vatnsstíg 3 b
RADDSKÚLPTÚR
OGINNSETNING
Magnús Pálsson. Opið þriðjudaga-sunnudaga
kl. 14-18 til 20. júií, aðgangur ókeypis.
í GRYFJU Nýlistasafnsins hefur Magnús
Pálsson klætt veggi, loft og gólf með silfurdúk
og skreytt með litskrúðugum borðum. Innsetn-
ingin er vettvangur raddskúlptúrs sem bygg-
ist á fornu ítölsku ævintýri. Sagan segir frá
jarðyrkjumanninum Jósep, sem dag einn geng-
ur fram á lík á akrinum og býr um það. Þeg-
ar hann snýr aftur til vinnu sinnar hefur plóg-
ur hans sjálfkrafa yrkt hálfan akurinn á göl-
dróttan hátt. Stjúpi Jóseps kemur af stað illu
umtali og rekur hann að heiman. Frásögnin
segir síðan frá ferðalagi Jóseps í leit að vinnu
og slæst hann í för með betlara. Þeir semja
um að deila öllu sem þeim áskotnast og fá
að lokum að yrkja akur hjá kóngi einum.
Kóngsdóttir verður ástfangin af Jósep og
strýkur burt með honum. Betlarinn fylgir fast
á eftir og heimtar einnig brúðina og er þar
kominn dauði maðurinn sem á akrinum lá.
Magnús býr til nýtt sögusvið í kringum
ævintýrið og er verkið flutt af fjórum leikur-
um. Eyvindur Erlendsson er sögumaður og
aðrir flytjendur eru Elfar Logi Hannesson,
Lilja Þórisdóttir og Marta Nordal. Frásögn
sögumannsins er þungamiðja verksins og er
textinn endurtekin af leikurum á sviðinu. Með
ljóðrænum hrynjanda og taktfastri raddbeit-
ingu hljómar textinn á víxl um salinn. At-
burðarás verksins er einnig túlkuð með lát-
bragði og söng og hreyfanlegum búningum
leikaranna og hreyfingu á sviðsmynd.
Sýningin sem eftir stendur er leiksvið gjörn-
ingsins og er flutningur hans spilaður af bandi
og tekur um 40 mínútur í senn. Heildarmynd
innsetningarinnar er yfirdrifin og til að mynda
er notað brúðarskraut frá Indiandi til að búa
til ævintýralegt umhverfi. Hér er unnið á
mörkum myndlistar, leiklistar og ljóðforms og
er handrit Magnúsar fært til íslenskrar sagna-
MAGNÚS Pálsson, „Ævintýr“ 1997.
hefðar. Verkið er nýstárlegt í allri umgerð stoð þaulvanra leikara verður til raddskúlptúr
sinni og býr Magnús yfir breiðri þekkingu til þar sem slegið er á ólíka strengi á skemmtileg-
að tefla saman hefðbundnum og óhefðbundn- an hátt.
um aðferðum í túlkun verka sinna. Með að- Hulda Ágústsdóttir
ITAT æfir leikritið Lemon Sisters
Morgunblaðið/Árni Sæberg
í LEMON SISTERS er lögð áhersla á sjónræna þáttinn fremur
en hið talaða orð. Vala Þórsdóttir og Agústa Skúladóttir í hlut-
verkum sínum.
Verður frumsýnt á
Edinborgarhátíðinni
LEIKKONURNAR Ágústa Skúla-
dóttir og Vala Þórsdóttir æfa nú
af kappi leikritið Lemon Sisters
í samvinnu við breska leikstjór-
ann John Wright en það verður
frumsýnt á Edinborgarhátíðinni
18. ágúst næstkomandi undir
merkjum The Icelandic Take
Away Theatre (ITAT). Verkið
verður síðan tekið til sýninga í
Lundúnum í haust.
„Fyrsti ramminn að Lemon
Sisters varð til úr spunavinnu
okkar Völu,“ segir Ágústa. „í maí
síðastliðnum buðum við síðan
John Wright, sem hefur aflað sér
mikilla vinsælda í bresku leikhús-
lífi á undanförnum árum, á prufu-
sýningu í Lundúnum til að kanna
hvort hann hefði áhuga á að slást
í hópinn."
Stöllurnar þekktu Wright sama
og ekkert en höfðu séð sýningar
hans í Lundúnum - og líkað vel.
Segir Wright verkefnið þegar í
stað hafa freistað sín. „Samleikur
þeirra Ágústu og Völu heiliaði
mig sérstaklega og þegar ég sá
að ég hafði tíma aflögu ákvað ég
að slá til. Eg sé ekki eftir því -
þetta hefur verið skemmtileg og
frjó vinna.“
Lemon Sisters er að sögn að-
standenda tragikómísk saga um
tvær systur sem eru utangarðs-
fólk í víðasta skilningi þess orðs.
Þrátt fyrir létta lund og stöðuga
leit að stað þar sem þær geta
unað sér í ró eru þær dæmdar til
flökkulífs af fornum gildum sam-
félagsins. Verkið tilheyrir „fýs-
ísku“ leikhúsi, fjallað er um sam-
mannalegt þema og áhersla lögð
á sjónræna þáttinn fremur en hið
talaða orð.
Þremenningarnir leggja
áherslu á að staður og stund séu
sögunni óviðkomandi, hún geti átt
sér stað hvar sem er, hvenær sem
er. „Fyrir vikið er alveg sama
hvar leikritið verður leikið og á
hvaða tungumáli, áhorfendur
munu alls staðar bera kennsl á
þessa karaktera," segir Wright.
Ágústa og Vala segja að sagan
hafi tekið miklum breytingum frá
því Wright gekk til liðs við þær,
þótt karakterarnir og örlögin séu
þau sömu. „Þessi fyrsta lota sam-
vinnunnar, sem farið hefur að
mestu leyti fram hér á íslandi,
hefur verið mjög hveljandi - mik-
ið hefur verið skrafað og skrif-
að,“ segir Wright sem hefur hug
á að snúa aftur til íslands næsta
vor og efna þá til námskeiðs.
Næsta æfingalota verður í
Lundúnum áður en Edinborgar-
hátíðin brestur á en þar verða
Lemon Sisters í brennidepli dag-
ana 18.-23. ágúst. Síðan mun leið-
in liggja til Lundúna, þar sem
verkið verður sýnt í haust og síð-
an til Newcastle og HuII. Þá er
svo til frágengið að leikritið verði
sýnt hér á landi næsta vetur.
Búningar og brúður sem notaðar
verða í sýningunni eru eftir Katr-
ínu Þorvaldsdóttur.
Ágústa hefur búið í Lundúnum
síðastliðin fimm ár en Vala mun
flytja þangað í haust. ITAT stofn-
uðu þær á liðnu ári í félagi við
Önnu Hildi Hildibrandsdóttur og
er Lemon Sisters annað verkefni
hópsins. Fyrsta verkefnið var að
standa að sýningum einþáttunga
eftir Völu í Lundúnum, Hull og
Beckenham en næsta verkefni er
leikritið The Daughter of the
Poet eftir Svein Einarsson sem
jafnframt mun leikstýra. Verður
það frumsýnt í The Riverside
Studios ll.febrúaránæstaári.
UTSALA
HERRAFATNAÐUR
LAUGAVEGI 61 • SÍMI: 551-8001
VIÐ HLIÐINA Á JÓN OG ÓSKAR
ÞEGAR VIÐ
SEGJUM
ÚTSALA
MEINUM
VIÐ