Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JULI1997 LISTIR Norskir gestir LIST OG HÖNNUN Hafnarborg Sverrissalur LEIRLIST/GLERUNGUR HÖNNUN Nanna Paalgard Pape. Magne Jensen Svein Thingnes. Opið alla daga frá 14-18. Lokað þriðjudaga. Til 21. júlí. SÝNING þriggja listhönnuða í Sverrissal Hafnarborgar er mikils- verð sending frá frændum vorum Norðmönnum. Brúnin lyftist á rýninum er hann leit inn í salinn á dögunum, því það var líkast sem hér væri á ferðinni sýning á trommum indíána vegna hinna heitu jarðlita. Uppsetningin gat líka stutt tilgátuna, en svo kom í ljós að um er að ræða trommur líkt og shamar nota við seið og er hér um einstakt vísindalegt ferli að ræða. Gerandinn, Nanna Paalgard Pape, er lektor í list- og handverks- greinum við kennaradeild Óslóarhá- skóla, og er sérgrein hennar spuni, litun, myndvefnaður og útsaumur, en einnig kennir hún listasögu með áherslu á sögu fatagerðar og text- íla almennt. Hefur einnig sinnt þró- unar- og rannsóknarstörfum á svið- inu. Rétt að geta þessa alls sérstak- lega, vegna þess að fyrir utan lista- sögu hefur Háskóli Islands í engu sinnt þessari hlið mjúkra gilda, sem margir æðri skólar og þá einkum í Bandaríkjunum leggja ekki síður áherslu á en mál- og raunvísindi. Þetta er afar menningarleg sýn- ing og handverkið við gerð trommanna óaðfinnanlegt að ég fæ best séð. Paalgard uppgötvaði fljót- lega þegar hún hóf að vinna í þeim, að hún var að fást við handverks- hefð sem tengdist hennar eigin NANNA Paalgard Pape, Magne Jensen, Svein Thingnes og verk þeirra. menningu og forsögu, hinni nor- rænu sögu. Trommur hennar voru ekki eftirmyndir af trommum inú- íta, shama eða indíána. Listakonan sannfærðist smám saman um að vinna hennar tengdist fornri hefð kven-shamanna - völvanna - reynslu þeirra og veraldarsýn. Fæst bæði við að búa til trommurnar og að rannsaka bakgrunn þeirra, sem felur einnig í sér rannsóknir á þeim gildum og þeim veraldarskilningi sem völvurnar höfðu í heiðri og leit- ast við að tengja okkar tíma og veruleika. Að horfa til baka felst ekki aðeins í því að endurskapa hið ytra form, því að til að verða sér meðvitandi um forsöguna verðum við að veita henni merkingu í nútím- anum, í okkar eigin daglega lífi, okkar eigin heimsmynd. Paalgard gerir það ekki enda- sleppt, heldur kemur til landsins með hóp kvenna sem beita trommunum við seið, sýnir tromm- ur, segir frá þeim og fremur tón- ræna gjörninga á staðnum með stöllum sínum. Þetta heitir að end- urvekja þau grundvallargildi og þá heimssýn sem starf gömlu völvanna og þeirra eigin byggjast á. Afar óvenjulegt og magnþrungið. . . Að nytjahlutir geti jafnt verið nútímalegir og hvers konar hliðar- tilraunir í leirlist eru munir Magni Jensen til vitnis um. Hún telst þó af yngri kynslóð og hóf fyrst að starfa sjálfstætt í leirnum árið 1978, en hafði áður numið við hinn framúrskarandi skóla list- og hand- verks í Bergen. Vinnubrögð hennar eru afar einfóld og náttúruleg, því hún brennir verk sín í viðarofni og skreytir þau á mjög einfaldan hátt þar sem skrúfusneiðingur, spírall, hefur drjúgu hlutverki að gegna. Einmitt með því að vinna á jafn einfaldan og eðlisbundinn hátt öðl- ast verk gerandans það uppruna- lega og eðlislæga svipmót sem er kímið að skapandi núlistum, undir- strikað þróuðu handverki. An þess að um bein áhrif sé að ræða minna sum verkanna á hina ágætu dönsku listakonu Gertrud Vaasegaard, en þó mun frekar vera um að ræða samnorræna hefð. Svein Thingnes nam einnig við Lista- og handverksskólann í Berg- en, og eftir að hann brautskráðist Frá árdögum útvarps BOKMENNTIR Sagnfræði ÚTVARP REYKJAVÍK Saga Rfkisútvarpsins 1930-1960 eftir Gunnar Stefánsson. 430 bls. Útg. Sögufélag. Prentun:Oddihf.l997. 1_ ÞETTA er stjórnunarsaga fyrst og fremst þó vitaskuld sé drepið á aðra þætti í starfsemi rikisútvarps- ins. Fram kemur í formála og eftir- mála að útvarpsstjóri hafi falið Gunnari Stefánssyni að semja rit þetta, en hann hefur lengi starfað við stofnunina og þekkir innviði hennar sennilega flestum betur. Honum er því hægur vandinn að lýsa stofnuninni innan frá. Á hinn bóginn má ætla að gömlum starfs- manni veitist ekki jafnauðvelt að skoða efnið utan frá, skyggna það úr fjarlægð eins qg íandsmenn flestir. Saga útvarpsins er þarna rakin í þaula, fyrst aðdragandinn að stofnun þess, síðan upphafið og loks rekstur þess frá ári til árs fyrstu þrjá áratugina. En þann tím- ann má vel kalla blómaskeið stofn- unarinnar. Þar sem útvarpið var þá eitt um hituna var áhrifavald þess víðtækt og ótvírætt. Sömu raddirnar bárust hlustendum til eyrna árum og jafnvel áratugum saman. Snemma urðu til hefðir sem lengi bjó að. Útvarpssögulestur Helga Hjörvar var löngum í minn- um hafður. Kvöldin, sem Bör Börs- son var lesinn, stöðvaðist annað. Það var Pálmi Hannesson sem valdi þá sögu til flutnings, að Gunnar Stefánsson upplýsir. Þegar 1935 hóf Vil- hjálmur Þ. Gíslason að flytja annál ársins á gamlárskvöld og stóð svo allt fram á daga sjónvarps. Ári síðar hófst þátturinn um daginn og veginn. Jón Eyþórsson hafði hann á hendi fyrstu árin en hvarf þá úr dag- skránni, meðal annars vegna pólitísks ágrein- ings. Sigurður Einars- son þótti líka nokkuð pólitískur. En það kom síður að sök þar sem hann sá mest um erlendar fréttir. Löngu síðar átti heimspólitíkin að sönnu eftir að valda ágreiningi. En þá var heimsmyndin breytt og Sig- urður horfinn til annarra starfa. Annars mátti heita að þokkaleg- ur friður væri um stofnunina, enda var svo til ætlast að útvarpið skyldi halda sig frá hvers konar flokka- pólitík. Verr gekk með innanhúss- friðinn og telur Gunnar Stefánsson að innbyrðis átök hafi staðið stofn- uninni fyrir þrifum fyrstu áratug- ina. Þar sem útvarpið átti hvaðeina undir ríkinu varð útvarpsstjóri að standa í stöðugum bréfaskiptum við stjórnvöld. Og báðir vildu ráða dagskránni, útvarpsstjóri og út- varpsráð. Gunnar Stefánsson lýsir vel hrifningu þeirri sem útvarpið vakti í upphafi en furðar sig jafnframt á tvískinnungi þeim er þá hafi gætt í máli sumra menntamanna sem söknuðu svéitamenningarinn- ar en litu jafnframt með nokkurri Gunnar Stefánsson tortryggni til vaxandi áhrifa þéttbýlisins. Af- staða þeirra skilst þó betur ef horft er til þess að verulegur hluti þjóðarinnar bjó þá enn við afar frumstæð skil- yrði þrátt fyrir sitt víð- fræga bókvit! Breyt- ingunum fylgdi spenna, stundum hörð átök. Svo gagngerð varð þjóðlífsbyltingin á árunum milli stríða að segja má að þá hafi íslendingurinn flutt sig úr torfbæjar- baðstofunni yfir í betri stofuna. Gerbreyttar samgöngur höfðu t.d. sín áhrif ekki síður en útvarpið. Gunnar Stefánsson hefur valið þann kostinn að segja sögu þessa sem ítarlegast. Sums staðar hefði mátt draga efnið betur saman. Marga og langa kafla úr bréfum útvarpsstjóra og stjórnvalda hefði mátt endursegja í stuttu máli svo dæmi sé tekið. Höfundur er alla jafna spar á fullyrðingar en lýsir mönnum og málefnum þó hispurs- laust. Þar eð skipta þurfti ritinu var vel til fundið að láta þennan hlut- ann enda við 1960. Sjónvarp var þá í augsýn. Það reyndist ekki síð- ur áhrifamikið og dró að sér drjúg- an hluta þeirrar athygli sem út- varpið hafði áður notið. Og raddir gömlu útvarpsmannanna voru þá flestar þagnaðar. Framundan voru breyttir tímar. Erlendur Jónsson þaðan bjó hann um nokkurra ára skeið í Danmörku og Svíþjóð, en sneri aftur til æskustöðvanna í Vevring í Naustdal 1970 og byggði sér hús og vinnustofu. Var á þeim tíma eini leirlistamaðurinn á svæð- inu á milli Bergen og Álasunds, en þrátt fyrir nokkra landfræðilega einangrun tókst honum að koma verkum sínum á framfæri og taka þátt í sýningum víða. Vann sér nafn fyrir sérstaka hluti notagildis í upphafi einkum Thingnes-krúsa og -kanna, en hneigðist að hreinum skúlptúr og er nú helst þekktur fyrir tilraunir með glerjung sem undirstrikar áferð hlutanna. Á sýningunni gengur Thingnes út frá þemanu, sár og saumur, og leggur áherslu á lífræna útfærslu, sem á þó að vekja viss hrif og sárs- aukatilfinningu hjá skoðandanum. Þetta eru afar einföld og þokka- full verk, rík af blæbrigðum og sverja sig í ætt við verk hinna um afar jarðtengd vinnubrögð. Dregið saman í hnotskurn er um samstæða og eftirtektarverða framkvæmd að ræða. Bragi Ásgeirsson Ljoða- leikhús í Norræna húsinu í OPNU húsi í Norræna húsinu fimmtudaginn 17. júlí kl. 20 verður fluttur leikþáttur sem nefnist Hótel Hekla. Það er leikhópurinn Fljúgandi fiskar sem sér um þessa dagskrá sem verður flutt á sænsku. Þrjár sýningar verða á Hót- el Heklu og er sýningin á fimmtudag í formi leiklesturs, en hinar tvær sýningarnar verða fimmtudaginn 31. júlí og 7. ágúst. 16 íslensk Ijóð eru ofin inn í sögu þar sem veruleiki og draumur renna saman. Linda Vilhjálmsdóttir og Anton Helgi Jónsson sömdu söguna í kringum ljóð m.a. eftir Sjón, Diddu, Sigfús Daða- son og Steinunni Sigurðardótt- ur. „Maður nokkur gengur um borð í flugvél. Hann er með dularfullan kassa. Hvað er í honum? Og flugfreyjan með snyrtilega hárið - má treysta henni? Ætli hún sé huldu- kona?" segir í kynningu. Leikendur eru tveir, Þórey Sigþórsdóttir og Hinrik Ólafs- son. Hlín Agnarsdóttir er leik- stjóri og Áslaug Leifsdóttir er útlitshönnuður. Þýðingu á sænsku gerði Ylva Hellerud. Aðgangur er ókeypis. ASTMA OG DFNÆMIS UPPLYSINGALINA GLAX0 WELLCOME Upplysingabæklingar liggja frammi i öllum Apotekum og á heilsugæslustöðvum. 9 FJALL RAVEN buxur, engar venjulegar buxur. í Ótrúlegur styrkur... Vj til útivistar >/} í vei&iferðina \Ö til daglegra nota. S?0*T W0L E I G A N I ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina Simi: 551 9800 http://www.rnmedia.is/~sporti Innbrots-, öryggis- og brunakerfi ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti ríkisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 11.610. Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt í uppsetningu. IH' Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 • Slmar 562 2901 og 562 2900 Söluumboð Akureyri: Ljósgjafinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.