Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 VIÐHORF LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SANDY Berger, öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hvíslar í eyra Bills Clintons þar sem hann hlýðir á umræður á leiðtogafundi NATO í Madrid í síðustu viku, ásamt Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á fundinum var ákveðið að veita Póllandi, Ungveijalandi og Tékklandi aðild að bandalaginu. "y ^<ER breytingar sem á und- 1 W anfömum mánuðum hafa JL verið samþykktar á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) og staðfestar voru á leið- togafundi þess í Madrid á dögunum eru svo róttækar og svo djúpstæð- ar að halda má því fram að nýtt bandalag um frið og stöðugleika hafí litið dagsins ljós. Bandalagið sem tryggði friðinn í Evrópu í tæp 50 ár í krafti kjarnorkuógnunar og vann að lokum fullnaðarsigur á einræði og mannhatri kommúnism- ans er að breytast í evrópskt ör- yggiskerfi, sem mun, með stuðn- ingi Bandaríkjanna og Kanada, vinna að því að tryggja stöðugleika í álfunni langt handan þess land- svæðis sem forðum var skilgreint sem vamarsvæði þess. Ný viðmið blasa við í evrópskum utanríkis- og öryggismálum og áhrifa þessara sögulegu umskipta mun vitanlega einnig gæta á íslandi. Á leiðtogafundinum í Madrid voru staðfestar ákvarðanir, sem þegar höfðu verið teknar varðandi stækkun NATO og samstarf bandalagsins við ríki utan þess. Þessar ákvarðanir, einkum og sér í lagi sáttmáli sá sem NATO og Rússland gerðu með sér í París í lok maímánaðar, má með réttu kalla sögulegar. Með stækkun NATO til austurs, sem felast mun í fullri aðild Ungveijalands, Pól- lands og Tékkneska lýðveldisins árið 1999, hefur verið hafíð ferli sem ekki verður stöðvað. Þetta ferli og aðild fyrrum óvinaríkja sem heyrðu Varsjárbandalaginu til, hef- ur hins vegar i för með sér svo djúp- stæðar breytingar, bæði á skipulagi bandalagsins og hugmyndafræði þess, að óhætt er að fullyrða að „nýtt Atlantshafsbandalag" hafí verið myndað, vitanlega á þeim trausta grunni lýðræðishefðar, samvinnu og virðingar fyrir mann- réttindum sem lágu því gamla til grundvallar. Þessu til frekari rökst- uðnings skal bent á að fulltrúar 44 ríkja tóku þátt í fundinum í Madrid ogþessi 44 ríki munu fram- vegis eiga með sér formlegt sam- starf á vettvangi hins svonefnda Ráðs Evrópu- og Atlantshafsríkja. BREYTINGARNAR sem nú hafa verið ákveðnar innan vébanda NATO verða ein- ungis bornar saman við tilraunir leiðtoga Vesturveldanna til að tryggja friðinn í Evrópu eftir heimsstyijaldirnar tvær. Eftir fyrri heimsstyijöldina fæddist andvana HIÐ NÝJA NATO Með fjölgun aðildar- ríkja er Atlantshafs- bandalagið að breytast í evrópskt öryggiskerfí. Ásgeir Sverrisson segir í fyrri grein sinni um stækkun NATO að þetta kalli á ný viðhorf og breyttar aðferðir í öryggismálum. Þjóðabandalag, eftir þá síðari bandalag sem tryggði friðinn í krafti kjarnorkufælingar þangað til að óvinurinn bugaðist og brotn- aði saman vegna þeirra innri efna- hagslegu og pólitísku mótsagna sem valdakerfí sósíalismans byggðist á. Saga Atlantshafs- bandalagsins er glæsileg saga um samvinnu og varðstöðu gagnvart óvini sem byggði upp heimsveldi ógnunar og kúgunar, heimsveldi mannfyrirlitningar kommúnis- mans. Islendingar voru svo gæfus- amir að taka þátt í þessu sam- starfí og framsýni þeirra manna sem þá ákvörðun tóku og gerðu þessa fámennu þjóð að fullgildum meðlimi i þessu bandalagi friðarins verður seint oflofuð. Nú er óvinurinn horfinn. Fyrrum leppríkjum Sovétkommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu hefur verið boðin aðild að Atlantshafsbanda- laginu. Þetta er djörf ákvörðun og mjög umdeilanleg. Hún kann að skapa ólgu og vafalaust verður erfiðara en áður að tryggja sam- stöðu og sameiginlegar áherslur í einstökum málum. Ákvörðunin kann að reynast beinlínis hættuleg. En nú þegar hún hefur verið tekin verður ekki aftur snúið. "II m eÐ stækkun NATO til Iwl austursogþeimsam- ■Á. * JL starfssamningum sem gerðir hafa verið við íjölmörg ríki utan hins skilgreinda varnarsvæðis NATO, hefur verið lagður grunnur að nýju öryggiskerfi. Að sumu leyti minnir það á „hið nýja alþjóðlega öryggiskerfi11 sem sósíalistar í Vestur-Evrópu tóku að ræða um eftir hrun Berlínarmúrsins og endalok Sovétríkjanna. Þessar hugmyndir, sem að sönnu voru mjög óljósar og oft nánast örvænt- ingarfullar, vöktu litla hrifningu í röðum þeirra borgaralegu afla sem staðið höfðu vörð um NATO í flest- um aðildarríkjum bandalagsins þ.á m. á íslandi. Talsmenn sósíalis- mans horfðu hins vegar ýmist til Sameinuðu þjóðanna í þessu tilliti eða til þess sem þá nefndist Ráð- stefnan um samvinnu og öryggi í Evrópu (RÖSE/CSCE) sem nú hef- ur verið breytt í sérstaka stofnun, ÖSE. Nú liggur fyrir að þessi fram- tíðarsýn þeirra mun ekki koma á daginn. Hið „nýja evrópska öryggi- skerfí“ er raunar að fæðast en það starf mun fara fram á vettvangi NATO. Þessar sögulegu breytingar, sem staðfestar hafa verið með boði um aðild til þriggja fyrrum kommún- istaríkja, kalla á pólitískt endur- mat. Þær kalla einnig á nýjar að- ferðir til að nálgast viðfangsefni á sviði utanríkis- og öryggismála. Hinar hefðbundnu deilur borgara- legra stjórnmálaafla og flokka og bandalaga vinstri manna heyra augljóslega sögunni til. Kommún- istar eru í stjórn í Frakklandi og fyrrum skoðanabræður þeirra, sem haft hafa þrek og þor til að ganga í gegnum erfítt ferli endurnýjunar og endurskoðunar, hafa verið áköf- ustu talsmenn aðildarinnar að NATO í Ungveijalandi og Pól- landi. Vandséð er með hvaða rök- um aðild að NATO verði nú mót- mælt þegar bandalaginu hefur ver- ið fengið það hlutverk að tryggja frið, stöðugleika og samvinnu í Evrópu. Andstæðingar NATO hljóta nú að endurskoða afstöðu sína, ekki verður því trúað að þeir leggist gegn aðild Póllands, Ung- veijalands og Tékkneska lýðveldis- ins að þessum samtökum. Og ekki verður því trúað að þeir leggist gegn myndun hins nýja evrópska öryggiskerfis, sem byggist á vilja þjóðanna í álfunni til að starfa saman til að tryggja friðinn. Höfundur cr blaðamnður. Spánskt- mexíkanskt sumarkvöld TÓNLIST Ilallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Gustavo Delgato Parra og Ofelia G. Castellanos organistar frá Mexíkó fluttu verk eftir Buxtehude, J.S. Bach, Hemando Franco, Mauel de Zumaya, Joseph de Torres, Lopez Capillas, Nicholas Carleton og eigin tónsmíðar. Sunnudagurinn 13. júlí, 1997. EINHVERN veginn liggnr það í evrópskri þekkingu, að meira er vit- að um menningu Asturlanda en t.d. Suður-Ameríku, sem líklega á rætur að rekja til margra alda tengsla og einnig, að Austurlönd voru löngum tengd við mikil ævintýri og alls konar glæstan ótrú- leika. Um síðustu helgi námu hér land orgelleikarar frá Mexíkó, Gustavo Del- gato Parra og Ofelia G. Castellanos. Þau hafa lagt áherslu á að kynna mexík- anska orgeltónlist og stofn- að félagsskap er nefnist „Academia Mexicana de Musica Antigua para org- ano“. Parra hefur einnig feng- ist við tónsmíðar og flutti m.a. tvö verk eftir sig, það fyrra var frumflutningur á verki er hann nefnir Ad Ortu solis usque ad ocass- um, og það síðara var loka- verk tónleikanna, Lauda, fimm þátta verk, sem samið er í minningu Olivers Messiaens. Tónsmíðar þessar eru mjög eins og leiknar af fingrum fram, þar sem hver hugmyndin rekur aðra, er gerir verkin mjög laus í formi. Hvað stíl snertir, eru þau sambland hefðbund- innar hljómskipunar og nútímalegr- ar tónskipunar, þar sem oft og lengi eru notaðir mjög þéttir hljómklasar, en á milli má heyra ostinato tón- ferli og improvískar hraðar tónhend- ingar, er gera hinar afmörkuðu tón- hugmyndir nokkuð „statískar“. Sem tónsmíðar eru verkin ekki áhuga- verð, ofhlaðin af orgeltilþrifum, byija oft vel en þynnast út hvað snertir múskiklega úrvinnslu tón- hugmynda.. Tónleikarnir hófust á passacal- íunni frægu í d-moll, eftir Buxtehude og þar mátti heyra ofnotkun á hljóm- styrk og var of lítið gert til að breyta um hljómlit í einstaka tilbrigðum. Sama má segja um G-dúr prelúd- íuna, BWV 541, eftir J.S. Bach, sem var nærri því göslulega leikin. Næstu verkefnin voru frá Mexíkó og fyrst verk sem nefnist Elevacion, eftir Hernando Franco (1532-1585), Franco var fæddur Spánveiji en starfaði bæði í Guatemala og Mex- íkó. 10 ára gamall varð hann kór- drengur í dómkirkjunni í Segovia og 14 ára útnefndur fullgildur tónlistar- maður á fullum launum. Meðal kenn- ara hans var Gerónimo de Espinar, sá sami og kenndi Victoria, sem kórdreng í Ávila. Franco átti sér merka sögu í Mexíkó og í ummælum er hans getið, að vera „siðprúður prestur" og sem tónskáld Jafnoki þeirra bestu á Spáni“ og að hafa „komið á góðri skikkan í starfi kirkjukórsins". Eftir hann liggja fá tónverk, aðallega mótettur, sem nutu mjög mikilla vinsælda og þyka enn góðar tónsmíðar Manuel de Zumaya (Sumaya), 1678-1756, er fæddur í Mexíkó og eftir hann var flutt smáverk sem nefnist Si ya aquella nave. Zumaya lærði hjá Ántonio Salazar og starf- aði við dómkirkjuna í Guatemala. Þar lifði hann þann dýrðardag, að nýtt orgel, byggt af Nazarre, var sett upp í kirkjunni en þetta orgel, sem vígt var með miklu umstangi, 15. ágúst 1735, var þá talið eitt af undrum Nýja heimsins. Zumaya er einnig getið sem fyrsta óperutón- skálds vestan hafs og fyrsta heils- kvölds ópera hans, La partenope, var uppfærð 1. maí 1711, í höll her- togans af Linares, er þá var land- stjóri Mexíkó. Tiento de Lleno de 7 ‘/4 Toho, eft- ir Joseph de Torres (1665-1738), var næsta verk en Torres var spánskur, starfaði í Madrid sem tónskáld, or- gelleikari, tónfræðingur og útgef- andi, Sem útgefandi markaði hann tímamót fyrir spánska tónlist og inn- leiddi ýmsar nýjungar, eins t.d tölu- settan bassa (basso contiune) og í riti sem nefnist Reglas, gefið út 1702, eru útskýringar á raddferli, meðferð á ómstreytum og skipan biðtóna. Til hans má rekja ítölsk og frönsk áhrif á spánska tónlist. Nokk- uð hafa tónvísindamenn velt vöngum yfír öðru tónskáldi er hét José Torr- es, er á að hafa starfað á Spáni og jafnvel vestan hafs og telja margir að José sé annað nafn á Joseph eða jafnvel, að um sé að ræða son hans. Tvö smáverk eftir López y Capill- as (1615-1673), spánsk-mexíkansk- an orgelleikara og tónskáld, voru næst á efnisskránni. Lópes átti í nokkrum brösum með að fá stöðu við hæfi og það var ekki fyrr en hann sendi heim til Spánar forkunn- arfagra nótnabók með verkum eftir sig, að hann var settur „á launaskrá" hjá kirkjunni. Tilkynningin um þess upphefð barst ekki til Mexíkó fyrr en að López látnum. Verk hans þykja sérlega vel gerð og má þar heyra lið- lega kontrapunktíska raddfærslu, kryddaða með margvíslegum canon tæknibrellum og það sem sérlega er eftirtektarverk, að mörg verka hans eru gamansöm og leikræn. Fram að þessu höfðu orgelleikar- arnir á þessum tónleikum skipt með sér verkum og var það heldur til óþæginda, að ekki var tiltekið í efn- isskrá, hver lék hveiju sinni en næsta verkefni tónleikanna var tvíleiksverk eftir Nicholas Carleton (1570-1630), enskan tónsmið, sem var alinn upp í skóla Pálskirkjunnar í London og var í vinfengi við Thomas Tomkins, sem tileinkaði honum einn af söngv- um sínum. Eftir hanr. liggja örfá verk, aðallega tvíleiksverk, m.a A verse for two to play, sem hér var flutt. Tónverk hans þykja áhugaverð fyrir krómatík og sérstæð tónteg- undaskipti. Síðasta spánska verkið var Batalla Famosa eftir óþekktan höfund, er var leikið á spönsku lúðr- ana með miklum hvelli. Parra og Castelanos eru ágætir orgelleikarar og þó ekki væri neitt sérstakt að heyra þau leika Buxte- hude og Bach, var spánsk-mexík- anska tónlistin vel flutt, sérstaklega verkin eftir Franco, Zumaya, Torres og svo hvell-stykkið Batalla Famosa. Jón Ásgeirsson PARRA og Castelanos eru ágætir org- elleikarar segir m.a. í umsögninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.