Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 FRÉTTIR MORGU NBLAÐIÐ ÞÓRÓLFUR Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, með 17 punda hæng úr Kálfi á efsta svæði Stóru-Laxár. Laxinn tók tommulanga rauða Frances túbuflugu. Morgunblaðið/Júlíus SLÁTRAÐ er einu sinni í viku fyrir Hagkaup í sláturhúsi Ferskra afurða ehf. á Hvammstanga. Sumarslátrun hafin þrátt fyrir erfiða tíð Bændur fá hærra verð þótt lömbin séu léttari Norðurá nær fyrst fjögurra stafa tölu NORÐURÁ í Borgarfírði trónir hæst með mestu laxveiðina það sem af er sumri og veiðist vel þessa dag- ana. Hópur sem er í ánni nú var kominn með 70 laxa eftir fjóra daga og hefur veðurfar þó oft verið óhag- stætt til veiða á tímabilinu. Að sögn Bergs Steingrímssonar, framkvæmdastjóra SVFR, var áin komin í 940 iaxa á hádegi í gær og því ljóst að þúsundasta laxinum verður landað fljótlega. Þá hafði Bergur það eftir veiðimönnum við ána, að óvenjumikið gengi nú af 8-12 punda laxi með smálaxinum. Væru menn undrandi yfir því og veltu fyrir sér hverju sætti þar sem stórlaxinn er yfírleitt stundvís og gengur að mestu leyti í júní. „Það gengur mjög vel héma og það er nóg af fiski. Vikuhollin hafa GENGI dollars, punds og íslensku krónunnar hefur hækkað að und- anförnu gagnvart öðrum gjald- miðlum og samkvæmt upplýsing- um frá Viðskiptastofu Islands- banka hefur krónan styrkst um 1,95% frá áramótum og þar af 0,45% í júlí. Eiríkur Guðnason seðla- bankastjóri segir þetta þýða að verð á innfluttum sem og útfluttum vöram lækki í krónum talið. „Það er náttúrulega slæmt fyrir útflutningsfyrirtæki út af fyrir sig, en þessu fylgir hitt sem er hagur allra að verðlag helst í skefjum, þ.e. þetta stuðlar að lít- illi verðbólgu.“ verið að taka 140-160 laxa og í gærkvöldi voru komnir 439 laxar á land. Það komu að minnsta kosti fimm laxar sem ég veit um á land í morgun, sennilega fleiri. Þetta var líka gott í fyrra, en þá kom þetta meira í skorpum. Veiðin er jafnari núna en þá,“ sagði Jón Ingi, kokkur í veiðihúsinu Fossási við Grímsá, í gærdag. Hann sagði fiskinn vera mest 5-6 pund, en það væru alltaf nokkrir 9-13 punda að slæðast með og sá stærsti í sumar hefði verið 14 pund. Þá væri laxinn genginn upp um alla á og veiddist jafnt efst sem neðst. Sogið að fara í gang Lax er nú farinn að sjást og veið- ast á öllum svæðum í Soginu. I gær- dag voru komnir 22 á land úr Ás- Þá staðfestir Eiríkur að gjald- eyrir hafi streymt til landsins að undanförnu og segir Eiríkur að það hafi valdið fyrmefndri þróun geng- isins en einnig því að gjaldeyris- forði er mjög góður. „Við teljum að þetta innstreymi stafi af því að hér era tiltölulega háir vextir, sem veldur því að fyrirtæki reyna að leita sér lána erlendis þar sem vextir eru lægri. Hitt kann einnig að vera að einhverjir fjárfestar, bæði íslendingar og útlendingar, séu að reyna að ávaxta sitt fé í íslenskum krónum og kaupa til dæmis verðbréf með vöxtum sem eru hærri hér en þeir eiga kost á annars staðar." Þá segir Eiríkur að innstreymi gjaldeyris geti þegar til lengdar lætur stuðlað að lækkun vaxta hér á landi. garði, 11 úr Aiviðru, 7 úr Bíldsfelli og einn úr Syðri-Brú. Þá hafa veiðst 40-50 bleikjur á hveiju svæði utan Syðri-Brúar og á silungasvæðinu í Ásgarði hafa veiðst um 300 bleikjur. Mest er bleikjan 1-3 pund og tekur hún allt agn, flugu, spón og maðk. Stærsti laxinn til þessa var 21 pund og a.m.k. einn 18 punda hefur veiðst, báðir stórlaxamir komu úr Bfldsfelli. Gljúfurá komin í gang Veiði er nú orðin allgóð í Gljúfurá í Borgarfirði. í gærdag voru komnir 68 laxar úr ánni og höfðu 37 þeirra veiðst sex síðustu dagana. Mikill lax hefur verið í Ósnum og er nú farinn að ganga ofar og dreifa sér. Þá er ekki að sökum að spyija. Dijúgir veiðistaðir síðustu daga hafa verið Ós, Kerið og Geitaberg. Fólk Ráðinn að- stoðarmaður forsætis- ráðherra •ORRI Hauksson vélaverk- fræðingur hefur verið ráðinn aðstoðar- maður for- sætisráð- herra, Dav- íðs Oddsson- ar, frá og með miðjum ágúst. Orri er 26 ára gamall og hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 1995. Orri lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1991 og lauk námi í véla- og iðnað- arverkfræði við HÍ árið 1995. Á námsáram sínum vann hann sem fararstjóri á Spáni hjá Samvinnuferðum-Land- sýn. Orri hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum í félags- málum og var m.a. forseti Framtíðarinnar og oddviti Vöku í stúdentaráði HÍ. Árið 1996-1997 gegndi hann starfi varaformanns Heimd- allar. ÞAK-0G VEGGKLÆÐNINGAR BÆNDUR fá töluvert hærra verð fyrir lömbin sem þeir láta slátra nú en góð meðallömb í haust. Slát- urhús eru víða tilbúin að taka við fé til slátranar vegna þess að lambakjöt vantar á markaðinn en vegna veðráttunnar í vor og sumar hefur óvíða verið hægt að hefja slátrun. Vegna samnings Félags ferskra fjárbænda við Hagkaup um sér- stakt yfirverð fyrir lömb sem slátr- að er utan hefðbundinnar sláturtíð- ar hleyptu nokkrir bændur í Vest- ur-Húnavatnssýslu og Saurbæ í Dölum hrútunum til hluta ánna mánuði fyrr en venjulega. Lömbin sem fæddust fyrir miðjan apríl eru nú að verða hæf til slátranar. Slátrun á Hagkaupslömbunum hófst í sláturhúsi Ferskra afurða ehf. á Hvammstanga í síðustu viku þegar slátrað var innan við 20 lömbum og í byijun þessarar viku var slátrað hátt í 70 lömbum. Hæsta verð sem greitt hefur verið Samningur Hagkaups við Ferska fjárbændur kveður á um slátrun 400-500 lamba á viku frá júlíbyrjun og fram í desember. Eyjólfur Gunnarsson á Bálkastöð- um, formaður félagsins, segir að slátrunin fari hægt í gang vegna tíðarfarsins í vor og sumar, lömbin hafi enn ekki náð þeim þroska sem vonast var eftir. „Þetta mun smá- aukast og ég reikna með að í byij- un ágúst verðum við komnir í umsamda tölu,“ segir hann. Meðalfallþungi skrokka úr fyrstu slátruninni var tæplega 12,8 kg. Bændurnir sem þá slát- ruðu, Guðný og Jóhann á Bessa- stöðum, fengu 49% yfirverð frá Hagkaup og að auki 1.200 kr. yfirgreiðslu frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Það þýðir að fyrir lambið með gæru og öllu hafa þeir fengið um 6.000 kr. þó skrokkurinn væri þetta léttur. Er þetta um 2.000 kr. hærra verð en fæst fyrir meðallömb í sláturtíð- inni, að mati Eyjólfs. Telur hann þetta hæsta verð sem bóndi hafi fengið fyrir dilka sína um árabil og eftir nokkru að slægjast að vera snemma tilbúinn með lömbin. Þessar yfirgreiðslur fara síðan stiglækkandi og falla út í slátur- tíðinni. Reyna að þóknas t markaðnum „Lömbin eru flest 32-34 kg á fæti og upp í 40 kg en það létt- asta er um 30. Við hefðum viljað hafa þau stærri," sagði Helga Björg Sigurðardóttir á Kjarlaks- völlum í Saurbæ þegar hún af- henti 58 lömb til slátrunar hjá Ferskum afurðum á Hvammstanga á mánudag. Helga Björg og maður hennar, Reynir Guðbjartsson, reyndu að hleypa til snemma í vetur til að ná fyrsta gangmáli en hún sagði að fáar hefðu borið fyr- ir miðjan apríl. Þó báru 50 af þeim 330 kindum sem þau eru með fyrr en venjulega. „Þetta er töluverð fyrirhöfn. Maður verður að hugsa alveg um þessar 50 ær fyrst og síðan hinar á eftir. En maður er að reyna að þóknast markaðnum eftir því sem hægt er,“ sagði hún og lét vel af reynslunni af samningi Hagkaups og Ferskra íjárbænda. Sigfús Jónsson sláturhússtjóri sagði að slátrað yrði einu sinni í viku fyrst í stað og svo tvisvar þegar meira bærist að. Hann sagði að menn væru að vigta lömbin og meta en þessi kalda tíð hefði ör- ugglega dregið úr vexti. „Mér sýn- ist þetta vera að komast á góða ferð og ekki vantar markaðinn, það eru nógir til að taka við kjötinu," sagði Sigfús. PlnrgmmMn&ilr - kjarni málsins! íslenska krónan hefur styrkst i i i i \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.