Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞÖRF Á STRÖNGU EFTIRLITI SAMSKIPTI íslendinga við umheiminn verða sífellt víð- tækari og enginn vafi er á því, að þátttaka í alþjóð- legu samstarfi og ferðalög landsmanna erlendis hafa haft jákvæð áhrif á þróun íslenzks samfélags. Hins vegar er hætta á því, að með hollum straumum erlendra áhrifa berist einnig miður heppileg áhrif eða jafnvel sori. Því er full ástæða fyrir íslendinga til að vera vel á verði og varpa því fyrir róða, sem almennt er ekki talið æskilegt í okkar þjóðfélagi. Einhver mesta ógnin, sem að íslenzkum ungmennum stafar um þessar mundir, er vaxandi fíkniefnavandi. Fíkni- efni sem slík eru ekki eini skaðvaldurinn heldur hvers konar vandamál, sem neyzlunni fylgja, svo sem þjófnaðir og innbrot til að kosta hana, líkamsárásir, vændi og hvers kyns spilling önnur. Sl. sunnudag birtist hér í blaðinu úttekt á atvinnustarf- semi, sem tengist svonefndri „erótískri" afþreyingu, sem virðist vera í hröðum vexti hér á landi og veltir hundruð- um milljóna króna árlega. Samkvæmt þessari frásögn eru á boðstólum myndbönd með klámefni, nokkur fyrirtæki eru í hröðum vexti, sem bjóða upp á kynlífsfrásagnir sím- leiðis og svokallaðar stefnumótalínur. Loks eru þrír veit- ingastaðir í Reykjavík, sem hafa fastráðnar nektardans- meyjar. Fatafellurnar eru flestar erlendar. I samtölum þeim, sem Morgunblaðið birti við forráða- menn skemmtistaðanna leituðust þeir við að sýna fram á, að hér væri um sárasaklausa atvinnustarfsemi að ræða. Reynslan er önnur alls staðar í heiminum. Hún er sú, að starfsemi af þessu tagi fylgir að lokum neyzla og sala fíkniefna og vændi. Það er barnaskapur að ætla, að þróun- in verði önnur hér. ísland verður engin undantekning í heimsbyggðinni allri að þessu leyti. Þess vegna er nauðsynlegt, að lögregluyfirvöld fylgist rækilega með þessari starfsemi. Hér hafa komið fram opinberlega upplýsingar um, að fyrirtæki tengd alþjóðleg- um glæpahringum hafi a.m.k. komizt í ákveðna snertingu við sum ofangreindra fyrirtækja. Það eitt út af fyrir sig er nægileg röksemd fyrir því, að strangt eftirlit verði með þessari starfsemi. Önnur hlið þessa máls er svo sú, í hvers konar samfélagi við viljum búa og að hverju við viljum stefna í þeim efnum á næstu árum og áratugum. Það er áreiðanlega vilji mikils meirihluta landsmanna, að samfé- lag okkar verði laust við slíka atvinnustarfsemi. BÓKSALA Á ALNETINU EINN helzti vaxtarbroddurinn í bóksölu á Vesturlöndum er sala bóka í gegnum alnetið, eins og rakið er í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær. Enn sem komið er fer aðeins um hundraðshluti sölu á bókum fram á net- inu, en spáð er fimm- eða sexföldun sölunnar fram til aldamóta. Bókaverzlanir og útgefendur hér á landi hafa enn sem komið er ekki tekið netið í þjónustu sína svo neinu nemi, nema ef vera kynni Bóksala stúdenta. Það blasir hins vegar við, að slík starfsemi hefur marga kosti. Frá sjónarmiði neytandans væri ómetanlegt að geta haft aðgang að upplýsingum um tugi þúsunda bóka, sem ekki eru lengur fáanlegar í bókaverzlunum og liggja „á 200 til 300 stöðum og mörgum hverjum mjög óaðgengileg- um fyrir hugsanlega kaupendur,“ eins og framkvæmda- stjóri eins bókaforlagsins orðar það í áðurnefndri grein. Til þessa hafa bókamarkaðir einkum þjónað því hlut- verki að gera eldri bækur aðgengilegar almenningi. Þeir standa hins vegar stutt í senn og eru dýrir í framkvæmd. Ætla má, að með netsölu væri hægt að tryggja stöðugt framboð allra bóka, sem til eru hjá bóksölum og útgefend- um. Gera má ráð fyrir að frá sjónarmiði seljendanna væri einkum um viðbót við hefðbundna bóksölu að ræða, enda koma netviðskipti ekki í staðinn fyrir að geta skoðað og flett bók í bókabúð. Jafnframt væri um frábært tækifæri að ræða til að auka útbreiðslu bókarinnar og koma henni á framfæri við unga tölvunotendur. Með þessu móti geta bókin og netið, hinn hefðbundni prentmiðill og rafrænn miðill framtíðarinnar, styrkt hvor annan. Úrlausn Hæstaréttar um beiðni Sævars Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála varkynntígær Skilyrðum til endur- upptöku ekki fullnægt Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagaskilyrðum til endurupptöku Guðmund- ar- og Geirfínnsmála sé ekki fullnægt. Gréta Ingþórsdóttir kynnti sér röksemdir þær sem sjö dómarar færðu fyrir niðurstöðu sinni í 250 blaðsíðna greinargerð. GÆSLU V ARÐH ALDSF AN GELSIÐ við Síðumúla í Reykjavík. Það hefur nú verið rifið. BJÖRN Sveinbjörnsson forseti Hæstaréttar les upp dómsorðin í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í febr- úar 1980. Aðrir á myndinni eru hæstaréttardómararnir Logi Einarsson og Benedikt Siguijónsson. URLAUSN Hæstaréttar um beiðni Sævars Marinós Ciesielskis um endurupp- töku Guðmundar- og Geirfinnsmála var lögð fram í gær. Úrlausnin er 250 blaðsíður í tveimur heftum og í henni komast sjö dómar- ar að þeirri niðurstöðu að skilyrðum laga um meðferð opinberra mála um endurupptöku sé ekki fullnægt. Sævar var auk fimm annarra ákærður í desember 1976 og var m.a. gefið að sök að hafa orðið Guð- mundi Einarssyni og Geirfinni Ein- arssyni að bana. Sakadómur Reykja- víkur dæmdi hann i desember 1977 í ævilangt fangelsi. Dóminum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm í febrúar 1980. Þá var dómurinn yfir Sævari mildaður í 17 ára fang- elsi. Sævar leitaði eftir endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti í nóvember 1994. í desember sama ár var Ragn- ar H. Hall hæstaréttarlögmaður sett- ur til að gegna störfum ríkissaksókn- ara við meðferð þess, eftir að Hall- varður Einvarðsson hafði vikið sæti. Ári síðar lagði Ragnar til að beiðni Sævars yrði hafnað. Að ósk Sævars og ákvörðun Hæstaréttar var Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður skipaður talsmaður Sævars vegna beiðninnar 30. janúar 1996. Rúmu ári síðar, eða í febrúar sl., lagði Ragn- ar Aðalsteinsson fram greinargerð fyrir Hæstarétt þar sem þess er kraf- ist að málið verði tekið upp á ný. Úrlausninni er skipt í sjö kafla. í fyrsta kaflanum er gerð grein fyrir ákærum í málinu og leið þess í dóms- kerfinu. Þá er í öðrum kafla lýst í stórum dráttum atvikum málsins, skýrslum ákærðu og sönnunargögn- um. í þriðja kaflanum eru birtar skrif- legar yfirlýsingar, sem Ragnar Aðal- steinsson aflaði frá níu mönnum í tengslum við endurupptöku málsins, og er á þeim byggt við færslu rök- semda fyrir beiðninni. I fjórða kafla er gerð grein fyrir meginefni þeirra röksemda sem Ragnar Aðalsteinsson færði fram fyrir beiðni um endurupp- töku í greinargerð sinni og tilsvara af hálfu ákæruvalds, eins og þau komu fram í umsögn setts ríkissak- sóknara Ragnars H. Hall um beiðn- ina. í fimmta kafla er gerð grein fyrir skýrslum sem teknar voru af fjórum vitnum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tengslum við beiðnina um endurupptöku. Þessi vitni voru Elínborg Jóna Rafnsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, sr. Jón Bjarman, fyrr- verandi fangelsisprestur, og Hlynur Þór Magnússon, fyrrverandi fanga- vörður. Þá er í kaflanum vottorð Fangelsismálastofnunar um gæslu- varðhald Sævars Ciesielskis og ann- arra ákærðu í málinu og um afplánun refsingar þeirra. Vitnisburður í Guðmundarmáli Fyrir dóminum staðfesti Elínborg Jóna Rafnsdóttir yfirlýsingu sem hún gaf Ragnari Aðalsteinssyni. Hún kvaðst hafa verið á ferð í Hafnar- firði í bifreið með Sigríði Magnús- dóttur aðfaranótt 27. janúar 1974. Á Strandgötu hafi þær séð Guðmund Einarsson, sem þær þekktu, og í humátt á eftir honum mann á svipuð- um aldri. Þessi maður hafi verið mjög grannur með frekar sítt, liðað hár og áberandi ölvaður. Hann hafi kom- ið hálfpartinn hlaupandi á eftir Guð- mundi og hent sér upp á bílinn að framanverðu og síðan lent í götunni. Elínborg sagði að maðurinn hefði getað verið svipaður á hæð og Guð- mundur eða aðeins lægri. Hún sagð- ist fljótlega eftir sakbendingu 1977 og skýrslur fyrir dómi um tveimur mánuðum síðar hafa fengið efasemd- ir um réttmæti þess, sem hún hafði fært fram þar og hjá lögreglu. Vegna frásagna í fjölmiðlum hafi þær Sig- ríður vitað hver Kristján Viðar Við- arsson var þegar þær fóru í sakbend- inguna og því bent á hann. Hún hafi hins vegar strax eftir sakbend- inguna gert um það athugasemd við Gísla Guðmundsson lögreglumann að Kristján væri mikið stærri, þrekn- ari og feitari en maðurinn sem hún hefði séð með Guðmundi Einarssyni umrædda nótt. Aðspurð sagði hún jafnframt að það væri algjörlega úti- lokað að hann hefði verið um 10 cm hærri en Guðmundur. Elínborg sagði að á þessum tíma hefðu þær Sigríður verið ungar og óþroskaðar og hálf smeykar við þetta allt saman og því ekki fyrr komið leiðréttingum á fram- færi. Þegar þær hafi nú fengið að sjá gögn málsins hjá manni að nafni Sigursteinn Másson hafi þetta hins vegar farið að rifjast upp fyrir þeim. Fyrir dóminum áréttaði Sigríður Magnúsdóttir fyrri frásagnir sínar við rannsókn málsins um akstur með Elínborgu Jónu Rafnsdóttur um Strandgötu í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974. Hún sagðist hafa kannast við Guðmund Einarsson. Á eftir honum á Strandgötu hefði kom- ið ölvaður maður, sem hafi verið lægri og með styttra hár en Guð- mundur, og hélt hún að hann hefði verið grannur. Þessi maður hefði reynt að kasta sér á bílinn og hafi þær orðið hræddar og ekið á brott. Sigríður sagði að við sakbendinguna 1977 hefði hún þekkt Kristján Viðar af myndum í blöðum. Hún sagði ef hún myndi rétt hefði hún strax haft efasemdir um að Kristján hefði verið sá maður, sem hefði verið með Guðmundi umrætt sinn. Hún hefði hins vegar lokað þetta frá sér því að hún hefði verið mjög hrædd þegar sakbendingin fór fram. Þegar hún hefði frétt af því í tengslum við gerð sjónvarpsmyndar eftir Sigurstein Másson að Kristján hefði verið hærri en Guðmundur hefði þetta engan veginn getað staðist, því að maður- inn, sem var með Guðmundi, hefði verið lægri og grennri en hann. Ragnar Aðalsteinsson spurði Sigríði fyrir dóminum að því hvort rannsókn- armenn hefðu haft tilhneigingu til að beita hana þrýstingi til að taka afdráttarlausa afstöðu. Hún sagði að ef hún myndi rétt hefði verið eins og þeir vildu að þær segðu manninn hafa verið Kristján. Séra Jón Bjarman staðfesti fyrir dóminum yfirlýsingu sem hann gaf Ragnari Áðalsteinssyni. Hann var spurður um það hvort sjónarmið hans um aðbúnað og meðferð Sævars Ci- esielskis og annarra ákærðu í málinu hefðu öll komist á framfæri við rann- sókn, sem fór fram hjá lögreglunni 1979 vegna kæru dómfellda um harð- ræði i gæsluvarðhaldsvist. Hann kvaðst ekki minnast annars en að svo hefði verið. Aðgangur fangelsisprests takmarkaður I yfirlýsingunni sem sr. Jón gaf Ragnari Aðalsteinssyni sagði hann m.a. að fljótlega eftir að Sævar Ciesi- elski og Erla Bolladóttir hefðu verið sett í gæsluvarðhald í Síðumúlafang- elsinu hafi aðgangur hans að fangels- inu verið takmarkaður og aðgangur hans að dagbók útilokaður. Honum var sagt að þetta hefði verið sam- kvæmt fyrirmælum frá Erni Hö- skuldssyni, fulltrúa í Sakadómi Reykjavíkur, sem fór með rannsókn málsins. Hann sagðist auk þess hafa orðið þess var að ástandið í fangels- inu hefði verið alvarlegt og hann skrifaði dómsmálaráðuneytinu bréf vegna harðræðis sem fangar þar sættu. Eftir það hefðu sakadómur Reykjavíkur og rannsóknarlögregla Reykjavíkur snúist gegn sér og hann hafi nánast engar upplýsingar fengið um fanga og mál þeirra. Þá sagði hann að í heimsóknum hans hjá Sævari Ciesielski hafi iðulega komið fram að hann hefði verið þvingaður til að undirrita játningar hjá rann- sóknarmönnum, en að hann hefði alltaf afturkallað þær næsta dag. Hlynur Þór Magnússon staðfesti fyrir Héraðsdómi yfirlýsingu þá er hann gaf Ragnari Aðalsteinssyni í ágúst 1996. Hlynur hóf störf sem fangavörður í Síðumúlafangelsi snemma í febrúar 1976. Hann hafði áður starfað í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og kvað hann and- rúmsloftið á þessum tveim- ur stöðum hafa verið geró- líkt. Viðhorf til fanga í Síð- umúlafangelsi hafi verið allt annað og strangara en í Hegningarhúsinu. Hlynur lýsti því að hann hefði far- ið allmargar ferðir með sakborning- um í málinu til að leita að líkum og að minnsta kosti í eitt skipti hefðu hann og Sævar verið hlekkjaðir sam- an. Hann sagði að einstökum fanga- vörðum hefði verið fengið það verk- efni að vingast við tiltekna fanga í því skyni að fá þá til að tjá sig, en ekki hefði verið um yfirheyrslur að ræða. í hans hlut kom að vingast við Erlu Bolladóttur. Hann hefði far- ið með skriflegar frásagnir frá henni, en ekki muni hann hvort þeirra skrif- aði niður. Hann sagði að Sævari hefði á stundum verið meinað að fá bækur, ritföng og tóbak og hafi hann litið svo á að það hafi verið gert til þess að beygja hann. Hlynur sagðist hafa heyrt um það talað í fangelsinu að aðgerðir hefðu verið hafðar í frammi til að svipta Sævar svefni en engin dæmi nefndi hann af eigin raun utan þess að vaktarfélagi hans hefði einu sinni farið út að næturlagi og barið gijóti eða einhveiju í útvegg til þess að vekja Sævar og hræða hann. Hlynur kvaðst ekki sjálfur hafa orðið var við að ljós væri látið loga í klefa Sævars að næturlagi en sagt hefði verið að það hefði gerst áður en hann kom til starfa. Hlynur staðfesti það sem kom fram í yfirlýsingu hans frá í ágúst 1996 að hann hefði ekki sjálfur orðið vitni að því að Sævar var kaffærður í fangelsinu en hann hefði hins vegar heyrt umræður um það hvernig unnt væri að nota sér meinta vatns- hræðslu hans. Hann lýsti því að Sævar hefði verið hafður í fótajárn- um sólarhringum saman til að kvelja hann, en hann hefði ekki orðið var við að sakborningar í þessu máli hefðu verið strekktir í jámum. Þá sagði hann að sér hefðu þótt með ólíkindum þær lyfjagjafir sem fang- arnir fengu og hefðu þeir ekki verið spurðir um þær. Hann mundi ekki eftir dæmum um að beinlínis hafí þurft að þvinga fanga til að taka inn lyf. Hins vegar kvaðst hann geta fullyrt að lyfjagjöf hefði ekki miðast við það hvort yfirheyra átti fanga eða ekki. Röksemdir með og á móti beiðni um endurupptöku í VI. kafla úrlausnarinnar er tekin afstaða til röksemda með og á móti beiðni Sævars um endurupptöku málsins. I sex undirköflum er fjallað um hátt á fjórða tug atriða. Lang- flestum röksemdum fyrir endurupp- töku er hafnað en fjallað er sérstak- lega um nokkrar þeirra en komist að því að „þótt framangreind atriði, sem nú er kunnugt um, hefðu þessu til viðbótar legið fyrir við úrlausn málsins, verður ekki talið líklegt að þau hefðu skipt máli fyrir niðurstöðu um sök dómfellda". Fyrst er ijallað um heimildir laga um meðferð opinberra mála til að verða við beiðni dómfellds manns um endurupptöku opinbers máls. Fyrsta málsgrein 184. greinar laga um með- ferð opinberra mála úahar um skil- yrði þess. Þar segir: „Eftir kröfu dómfellds manns, sem telur sig sýknan sak- felldan eða sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið, skal taka mál upp á ný: a. ef fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fyrir dómara áður en dómur gekk, b. ef ætla má að dóm- ari, ákærandi, rannsóknari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða hegðun í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef falsvitna hafi verið aflað, fösluð skjöl látin koma fram, vitni eða aðrir hafi gefið vísvitandi rangar skýrslur og þetta hafí valdið rangri dómsúrlausn." Þá segir segir að greinina verði að skýra til samræmis við eldri lagaákvæði sama efnis, að því leyti sem slík skýr- ing geti orðið dómfelldum manni í dag. „Samkvæmt þessu verður þvi að telja ákvæði a. liðar 1. mgr. 184. gr. laga nr. 19/1991 fela í sér heimild til að taka opinbert mál upp á ný eftir kröfu dómfellds manns ef fram koma nýjar upplýsingar, sem unnt sé að staðfesta með sönnunargögn- um eftir því sem nauðsyn krefur, og líklegt er að þær hefðu skipt máli fyrir niðurstöðu um sök hans ef þær hefðu komið fyrir dómara áður en dómur gekk.“ í undirkafla 2.2 segir að í a. lið 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð opinberra mála sé við það miðað að nýjar upplýsingar geti því aðeins leitt til endurupptöku máls að þær hefðu líklega orðið dómfellda í hag með þargreindum hætti ef þær hefðu komið fyrir dómara áður en dómur gekk. Þannig felist í orðalagi ákvæð- isins að nýjar upplýsingar geti ekki orðið til endurupptöku nema þær hefðu skipt máli á þeim tíma, sem dómur gekk, ef þær hefðu þá verið kunnar. Af þessu leiði m.a. að upplýs- ingar um breytingar á réttarheimild- um eða beitingu þeirra, sem hafi ekki komið til fyrr en eftir að dómur gekk, skipti ekki máli við mat á beiðni um endurupptöku nema breytingarn- ar geti einhverra hluta vegna talist gilda aftur til þess tíma. Af þessum sökum geti ákvæði laga um meðferð opinberra mála, Mannréttindasátt- máli Evrópu og stjórnarskipunarlög nr. 97/1995 [um breytingu á stjórn- arskránni] ekki komið til álita sem grundvöllur til að meta á nýjan leik rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi, sem hafi verið um garð gengin löngu fyr- ir gildistöku þessara laga. Eftir að dómur hafi gengið í málinu 22. febrúar 1980 hafi verið áréttuð í dómum Hæstaréttar sú afstaða, sem byggt hafði verið á í dómum fyrir þann tíma, að ekki væri unnt að beita ákvæðum Mannréttindasátt- mála Evrópu eins og þau væru hluti af íslenskum landsrétti. Dómar, sem Ragnar Aðalsteinsson vitni til og gengið hafi á árunum 1990 og 1992 hafi falið í sér breytta afstöðu til áhrifa mannréttindasáttmálans við skýringu landsréttar. Þeirri stefnu- breytingu um meðferð réttarheimilda verði þó ekki gefið gildi aftur til þess tíma, þegar þeim hafi verið beitt á annan hátt við úrlausn mála. Hins vegar megi fallast á með talsmanni dómfellda að með setningu laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 hafi í ýmsum atriðum verið lögfestar áður óskráðar meginreglur íslensks réttar. Megi því leggja til grundvallar að dómstólar hafi tekið mið af slíkum reglum við úrlausn málsins eftir því, sem þær þóttu gilda á þeim tíma. Gildi það sama við beitingu reglna í öðrum alþjóðasamningum, sem Ragnar Aðalsteinsson vitni til. I síðasta undirkafla VI. kafla er fjallað um þau atriði sem fullnægja skilyrðum til þess að koma til álita sem forsenda fyrir endurupptöku og tekin er afstaða til þess hvort málið verði tekið upp á ný. Þar segir að endurrit úr dagbók Síðumúlafangelsis, sem forstöðu- maður þess hafi látið í té til afnota í málinu, hafi meðal annars verið haldið þeim annmörkun að ekki hafi verið greint frá færslum í dagbókina um átta atriði varðandi aðbúnað Sævars og agaviðurlög gagnvart honum. Ljóst að Sævar sætti ólögmætri meðferð Um þessi atriði segir að að nokkru leyti hafi legið fyrir upplýsingar í gögnum sem aflað hafi verið við lög- reglurannsókn árið 1979, m.a. úr bréfum Sævars. Þá segir einnig að þegar atriði, sem færð voru í fangels- isdagbók en ekki getið í endurriti úr henni, séu virt með tilliti til þeirra ákvæða í reglugerð um fangavist sé ljóst að engin heimild hafi verið til viðurlaga í garð Sævars af því til- efni, sem greint var frá í fangelsis- dagbók í nokkur skipti sem rakin eru. Þá segir að þegar þessi atriði séu virt í heiid sinni sé ljóst að Sæv- ar hafi sætt ólögmætri meðferð í gæsluvarðhaldsvist í Síðumúlafang- elsinu, einkum í apríl og maí 1976, í nokkuð meiri mæli en kunnugt hafi verið um við úrlausn málsins. I samhengi verði einnig að líta til þess að í færslum í dagbók fangelsisins, sem ekki hafi verið greint frá í endur- riti úr henni 13. júní 1977, séu viðhöfð ýmis ótilhlýði- leg ummæli um Sævar. Þau beri vitni um afstöðu fangavarða til hans, sem með engu móti fái sam- rýmst stöðu þeirra. Þetta séu hins vegar einu airiðin, sem færð hafi verið fram og koinið geti til álita sem tilefni til endurupptöku málsins. í lokakaflanum segir orðrétt: „Hér að framan hefur verið tekin afstaða til þeirra gagna og röksemda, sem talsmaður dómfellda [Sævars] færir fram fyrir endurupptöku hæstarétt- armálsins nr. 214/1978. Komist er að þeirri niðurstöðu að fæst þessara atriða fullnægi skilyrðum 184. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála til þess að koma til álita sem forsenda fyrir endurupptöku málsins. Byggist það aðallega á því að þau lágu fyrir Hæstarétti við upp- kvaðningu dóms í málinu 22. febr- úar 1980 og var þá tekin afstaða til þeirra. Nokkur atriði varða breytta réttarfarslöggjöf, sem öðlast hefur gildi eftir að dómur Hæsta- réttar var kveðinn upp, en að sjálf- sögðu var farið með málið eftir þeirri réttarfarslöggjöf, sem þá var í gildi. Um meðferð málsins ber að hafa í huga að Hæstiréttur taldi á sínum tíma alvarlega galla vera á rannsókn þess, þótt ekki væri talið að þeir ættu að valda því að málið ónýttist eða ekki yrði af sakfellingu. Þessir gallar hafa þó að líkindum einhveiju ráðið um það að niðurstaða Hæsta-. réttar varð nokkur önnur en héraðs- dóms. Hluti harðræðis var ætlaður sem agaviðurlög Því næst er komist að þeirri niður- stöðu að dómfelldi hafí sætt ólög- mætu harðræði í gæsluvarðhaldsvist í Síðumúlafangelsi, einkum í apríl og maí 1976. Samkvæmt dómi Hæsta- réttar 22. febrúar 1980 var það að nokkru kunnugt en frekari gögn hafa komið fram um þetta. Hins veg- ar þykja þetta vera einu atriðin sem færð hafa verið fram og til álita geta komið sem grundvöllur að end- urupptöku málsins [...]. Þau varða tímabil í gæsluvarðhaldsvist dóm- fellda, sem var annars vegar nokkr- um mánuðum eftir að hann gaf skýrslur, þar sem hann játaði að eiga þátt í hvarfi Guðmundar Einarssonar og bar einnig sakir á fjóra nafn- greinda menn um aðild þeirra að hvarfi Geirfinns Einarssonar, og hins vegar mörgum mánuðum áður en hann gekkst við aðild sinni að hvarfi hins síðarnefnda. Fyrir liggur að hluti þess harðræðis sem dómfelldi varð fyrir var ætlaður sem agaviðurlög við brotum hans á reglum sem um gæsluvarðhaldsvistina giltu. Þótt atr- iði þau, sem nú hafa verið leidd í ljós, styrki nokkuð fyrri ásakanir dóm- fellda um harðræði í gæsluvarðhalds- vistinni, er það mat réttarins, að ekki hafi komið fram nýjar upplýs- ingar, sem líklegar væru til þess að hafa breytt niðurstöðu Hæstaréttar 22. febrúar 1980. Samkvæmt framansögðu er ekki fullnægt skilyrðum 1. mgr. 184. gr. laga nr. 190/1991 til að verða við beiðni dómfellda, Sævars Marinós Ciesielskis, um endurupptöku hæst- arréttarmálsins nr. 214/1978. Um beiðnina fjölluðu hæstarrétt- ardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Arnljótur Björnsson, Garðar Gísla- son, Hjörtur Torfason, Hrafn Braga- son og Markús Sigurbjörnsson, ásamt Allan V. Magnússyni héraðs- dómara. Hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Guðrún Er- lendsdóttir og Gunnlaugur Claessen tóku ekki þátt í meðferð málsins vegna afskipta af því eða tengsla á fyrri stigum þess. Ragnar Aðalsteinsson Varnarskrif fyrir dóm- ara o g emb- ættismenn RAGNAR Aðalsteinsson, skipaður talsmaður Sævars M. Ciesielskis, fer hörðum orðum um úrlausn Hæstaréttar, sem hann segir varn- arskrif fyrir aðgerðir embættis- manna og dómara fyrr í málinu. „Þar af leiðandi skortir úrlausnina þá hlutlægni sem gera verður kröfu um í svona máli.“ Ragnar segir úrlausnina bera \ með sér að dómararnir trúi goð- sögninni um hið óskeikula dóms- vald. Hann vitnaði í að þar segi að það kunni að rekast á einstaklings- hagsmunir og þeir hagsmunir dóm- stólanna að dómar séu endanlegir og leiði til lykta ágreiningsefni í eitt skipti fyrir öll. „Það er talið svo mikilvægt að viðhaida [goð- sögninni] að það er gengið mjög langt í að túlka lög andstætt ein- staklingnum og í hag þeim sem fara með dómsvaldið." Meðal annarra efnisatriða sagði Ragnar að fram kæmi að Hæstirétt- ur liti svo á Sævar þurfi að sanna að dómurinn sem krafist er endur- upptöku á hefði verið rangur. „Lög- * in byggja ekki á því. Þetta er krafa sem Hæstiréttur gerir nú án laga- heimildar," sagði hann. Ragnar kvaðst telja að með lög- um um meðferð opinberra mála frá 1991 hafi verið rýmkaður verulega frá fyrri Iögum réttur manna til að óska eftir endurupptöku en í úrlausninni væru nýju Iögin hvað eftir annað skýrð til samræmis við hin gömlu og þannig gerðar aðrar og meiri kröfur en iögin gera. Refsiverðar blekkingar jp Þá sagðist hann te[ja að að rétt- um lögum hefði á þessu stigi máls- ins átt að láta nægja að sýna fram á að til séu ný gögu sem gætu hafa haft áhrif á dómara í málinu á sín- um tíma. „Ef það er uppfyllt þá er málið endurupptekið og síðan er það sótt og varið að nýju. Það er búið að þrengja heimildina þannig að það er ekki vinnandi vegur að fá endurupptöku." Þá sagðist Ragnar hafa sýnt fram á að dagbækur fangelsisins í Síðu- múla hefðu verið falsaðar. „Þetta var tvímælalaust refsiverður verkn- aður, gerður í því skyni að blekkja Hæstarétt, undirritaður af opinber- um starfsmönnum sem rétt endur- ^ - rit. Það skiptir allt í einu engu máli, ekki einu sinni í sakamáli þar sem frelsi manns liggur við. Á blaðsíðunni á undan segir: „allnokk- uð vantaði á að í endurritinu væri greint efnislega frá öllum færslum, sem vörðuðu dómfellda." Þetta kall- ar maður varnarskrif." ♦ ♦ ♦---- Ragnar H. Hall Itarlega og vel rökstudd úrlausn „ÞETTA er að mínu áliti rnjög ítar- lega og vel rökstudd úrlausn um þessa endurupptökukröfu," sagði Ragnar H. Hall, sem skipaður var sérstakur ríkissaksóknari til þess að fjalla um kröfu Sævars M. Ciesi- elskis um endurupptöku Guðmund- ar- og Geirfinnsmála. „Ég tel að það hafi í öllum megin- atriðum verið fallist á þann rök- stuðning sem fram kom í minni greinargerð,“ segir Ragnar. ' Um það hvort hann teldi málinu nú lokið sagðist Ragnar ekki vita. „En meðferð á þessari endurupp- tökukröfu er lokið. Hvort Sævar eða einhverjir aðrir lialda áfram baráttu fyrir þvi að fá þetta mál endurupptekið veit ég ekki. En minum afskiptum af því er lokið, svo mikið er víst.“ Sævar sætti ólögmætu harðræði Vitni voru yfirheyrð fyrir dómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.