Morgunblaðið - 16.07.1997, Side 44

Morgunblaðið - 16.07.1997, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 Myndirnar eru komnar upp í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni i hefur verið sett upp sýning á Ijósmyndum frá ferð þeirra Björns, Einars og Hallgríms upp á tind Everest. Einnig er hluti af búnaði þeirra til sýnis, eins og fatnaður, tjald og eldunarbúnaður. Á meðan á förinni stóð voru þeir félagar i beinu sambandi við Morgunblaðið í gegnum gervihnött sem gerði lesendum kleift að fylgjast með leiðangrinum í máli og myndum þær 10 vikur sem hann stóð yfir. ptoYguitM&feifr MYNDBÖND/KVIKMYNDIR Morgunblaðið/Þorkell „ÞRIÐJI maðurinn með Orson Welles er uppáhalds klassíkin." Eg mæli með Myndum sem eru ný reynsla Junah Chung víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands JUNAH er mikill áhugamaður um kvikmyndir, og í hverri viku sér hann á bilinu 2-4 kvikmyndir, annað- hvort í bíói eða á myndbandi. „Mér þykir mest varið í það að sjá kvik- myndir sem fá mig til að hugsa og sjá, og eru mér því ný reynsla." Leyndarmál og lygar Secrets and Lies - 1996 Leikstjóri: Mike Leigh. Brenda Blet-' hyn, Marianne Jean-Baptiste, Ti- mothy Spall, Phyllis Logan og Claire Rushbrook. „Þetta er bresk mynd eftir Mike Leigh. Mér fannst hún mjög góð vegna þess hve mannleg hún er og raunveruleg. Hún íjallar um lífið eins og það getur verið og vanalega er; allt í óreiðu, tiiviljana- kennt og ófyrirsjáanlegt. Frábær leikstjórn og mjög eðlilegur leikur hjá öllum leikurunum." Leon Léon -1995 Leikstjóri: Luc Besson. Jean Réno, Nathalie Portman og Gary Oldman. „Spennumynd eftir hinn franska leikstjóra Luc Besson. Hlý mynd um óvanalega vináttu sem myndast milli leigumorðingja og ungrar stúlku. Fyndin mynd í léttari kantinum." Körfuboltadraumar Hoop Dreams - 1995 Leikstjóri: Steve James. Arthur Agee. „Djúp og heillandi heimilda- mynd þar sem 12 ára körfuknatt- leiksmanni er fylgt eftir upp í menntaskóla. Myndin er full af drama hversdagsins, ásamt útlistun og athugasemdum á bandarískt líf í víðum skilningi." Þriðji maðurinn The Third Man - 1949 Leikstjóri: Carol Reed. Orson Well- es, Joseph Cotten, Trevor Howard ogValli. „Ein af uppáhalds klassísku myndunum mínum. Þessi mynd býð- ur upp á glæsileika, afburða stíl og taugaspennu. Hún er frábærlega gerð og sjónrænt er hún lamandi falleg." MYNDBÖND Fyndin o g skemmtileg Sonur forsetans (FirstKid) Barnamynd ★ ★ ★ '/i Framleiðandi: Walt Disney. Leik- sljóri: David Mickey Evans. Hand- ritshöfundur: Tim Kelleher. Kvik- myndataka: Anthony B. Richmond. Tónlist: Richard Gibbs. Aðalhlut- verk: Sinbad 95 mín. Bandaríkin. New Line Home Video/Myndfo 1997. Myndin er öllum leyfð. HINRIKA Sandra og Hlín eru 11 ára, og þær hafa eftirfarandi um þessa mynd að segja: „Luke er son- ur forseta Bandaríkjanna. Hann er á fjórtánda ári og á enga vini. Hann er í sambandi við krakka á netinu sem vita ekki hver hann er. Lífvörð- urinn hans er hundleiðinlegur við hann og er því rekinn. í staðinn kemur Sammy Simms. Hann er‘ góður við Luke og skilur tilfinningar hans. Þeir gera sitthvað saman og skemmta sér vel. Luke verður ást- fanginn af stelpu sem heitir Katie og býður henni á skólaball. Okkur þykir myndin skemmtileg því hún fjallar um krakka sem eru á sama aldri og við og hafa því sömu áhuga- mál. T.d. að vera skotinn í einhveij- um, eins og Luke er skotinn í Katie. Og eins og Luke dreymir alla um að eiga góðan og skemmtilegan vin. Það eru margir góður brandarar í myndinni, en aðallega er það lífvörð- urinn sem er fyndinn. Þetta er skemmtileg mynd fyrir alla aldurs- hópa.“ Ég skil vel hvað þessar ungu stúlkur sjá við þessa mynd, en ég get ekki tekið undir það að hún sé fyrir alla aldurshópa. Myndin er fyndin en líka spennandi. Brandar- arnir eru oftast frekar aulalegir, en Sinbad á góða spretti. Myndin er greinilega fyrir unglinga og talar vissulega til þeirra. Lífvörðurinn verður einnig ástfanginn og kannski er þannig verið að koma inn á svið þar sem fullorðnir ættu líka að geta samsvarað sig við persónurnar, en það er of grunnt til þess að laða að fullorðna áhorfendur. Ég mæli hins vegar með myndinni fyrir aldurshóp- inn 8-15 ára og því ætla ég að leyfa fulltrúum þeirrar kynslóðar, þeim Hinriku Söndru og Hlín, að ráða stjörnugjöfinni. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.