Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 13 LANDIÐ . . Ljósmynd/Ólafur Helgi Kjartansson HLUTI kirkjugesta 1 messunni a laugardag. Messað í Staðarkirkju í Aðalvík Fermingarbræður frá árinu 1938 meðal kirkjugesta FRÁ messunni í Staðarkirkju. F.v.: Baldur Geirmundsson, séra Magnús Erlingsson, séra Agnes Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson. ust í Staðarkirkju fyrir 59 árum, árið 1938. Sá síðarnefndi bjó einnig á Stað með foreldrum sín- um frá árinu 1935 til 1940. Með honum í för voru tveir sona hans og tvær dætur þeirra. Sonardótt- ir hins fyrrnefnda fermdist í Staðarkirkju fyrir rúmum hálf- um mánuði að viðstöddu fjöl- menni. Átthagafélög eru starf- andi bæði á ísafirði og í Reykja- vík. Þau hafa unnið að lagfæring- um á íbúðarhúsinu á Stað ásamt kirkjunni og síðast gamla barna- STAÐARKIRKJA í Aðalvík. ísafirði - Síðasti íbúinn flutti úr Sléttuhreppi norðan Isafjarðar- djúps árið 1952. Sléttuhreppur er nú friðland og heyrir til Isa- fjarðarbæjar frá síðasta ári. En þrátt fyrir að ekki sé lengur búið í hreppnum er þar töluvert mannlif á sumrin. Gömlum hús- um forfeðranna er haldið við og afkomendur hafa byggt á ný á landareign foreldra og áa. Á þriggja ára fresti hefur ver- ið messað í Staðarkirkju í vestan- verðri Aðalvík. Siðasta laugar- dag fór fjöldi manns með feij- unni Fagranesi frá Isafirði til Aðalvíkur í kirkjuferð. Fyrir var margt fólk í Aðalvík, sumir höfðu verið lengi og aðrir skemur. Messað var kl. 14 og var veður þokkalegt, lágskýjað en hætt að rigna þegar fólk streymdi til kirkju. Um nokkuð langan veg er að fara og ekki létt fyrir fæti. En það kom ekki í veg fyrir að Guðmunda Þorbergsdóttir, sem verður 89 ára í haust, legði í göngu fram að Staðarkirkju, sem stendur nærri klukkutíma gang frá sjó. Guðmunda fór ásamt syni sínum Snorra Hermanns- syni, tengdadóttur og börnum og barnabörnum þeirra og voru því fjórir ættliðir á ferð og það ekki í fyrsta sinn. I ferðinni voru einn- ig þær systur, Guðrún og Rann- veig Guðmundsdætur ásamt Sverri Jónssyni, eiginmanni þeirrar síðarnefndu. Þau voru að fara í sína fyrstu kirkjuferð á þessar slóðir, en þær systur eru ættaðar úr Stakkadal í Aðalvík og frá Sléttu. Séra Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, þjónaði fyrir altari og séra Magn- ús Erlingsson á ísafirði predik- aði, en auk þess tók sóknarprest- urinn á Suðureyri, séra Valdimar Hreiðarsson, þátt í athöfninni sem og prófasturinn í Vatnsfirði, séra Baldur Vilhelmsson. Ásgeir Jónsson frá Sæbóli las inngöngu- og útgöngubæn og bróðir hans Bæring annaðist starf hringjara. í predikuninni fjallaði sr. Magn- ús um það að menn skyldu ekki óttast heldur vera vongóðir og tengdi saman nútíð og fortíð, ásamt tryggð afkomenda fólks úr Sléttuhreppi við átthagana. Meðal þeirra sem sóttu messu nú voru Bæring Jónsson og Kjartan T. Ólafsson, sem fermd- skólanum á Sæbóli. Að Iokinni messu var þar kirkjukaffi á veg- um átthagafélagsins. Mjög fjöl- mennt var í kirkjunni og í gesta- bók eftir kaffið reyndust 150 manns hafa ritað nöfn sín. Um kvöldið var slegið upp balli i skólanum við undirleik Baldurs Geirmundssonar og skemmti fólk sér hið besta fram til þess að Fagranesið kom aftur og sótti þá sem héldu til ísafjarð- ar en þangað var komið um kl. 3 aðfaranótt sunnudags. Húsvíkingnm boðið í kaffi á morgun Milljónasta tijá- plantan gróðursett í TILEFNI af því að búið er að gróðursetja milljónustu tijáplönt- una á Húsavík býður „grænadeild- in“ gestum og gangandi uppá kaffi, kleinur og húsvískt konfekt í gróðr- arstöðinni Ásgarði fimmtudaginn 17. júlí. Árið 1991 tók Húsavíkurbær þátt í ræktunarverkefni á vegum Landgræðslunnar. Garðyrkjustjóri bæjarins Benedikt Björnsson sagði að aðallega hafi verið plantað lerki, greni, furu og birki, og hefði rækt- unarstarfið gengið vel. Morgunblaðið/Árni Sæborg GARÐYRKJUSTJÓRINN Benedikt Björnsson og gróðrarstöðin Ásgarður í baksýn. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson DAGNÝ Þrastardóttir í Rammagerð Isafjarðar þar sem þ'ósmyndir fréttaritara hanga uppi þessa dagana. Ljósmyndir í gömlu húsi MIKIL aðsókn hefur verið að sýn- ingu á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins. Sýningin er nú í Rammagerð Ísaíjarðar, Aðalstræti 16, og verður þar fram að helgi. Rammagerð ísafjarðar er ný- flutt í Aðalstræti 16, hús sem byggt var árið 1880 og er á hús- friðunarskrá. Unnið er að endur- gerð hússins. Strax eftir helgi verður sýningin sett upp í Sveitasetrinu á Blöndu- ósi þar sem myndirnar verða út mánuðinn. Morgunblaðið/Sig. Fannar. GUÐJÓN Gunnarsson, Höfn-Þríhyrningi, Kristinn Guðnason, Skarði i Landssveit, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Hafnar- Þríhyrnings, Torfi Jónsson, sláturhússtjóri Hafnar og Fjóla Run- ólfsdóttir, Skarði, í sláturhúsi Hafnar-Þrihyrnings á Selfossi. Sumarslátrun á Suðurlandi Selfossi - Sumarslátrun er hafin hjá Höfn-Þríhyrningi hf. Fyrirtæk- ið hefur gert þríhliða samning við Hagkaup og sunnlenska bændur um sumarslátrunina. Samningur- inn tryggir bændum hærra verð fyrir afurðirnar og neytendur fá ferskt kjöt inn á markaðinn. 45 lömbum var slátrað 10. júlí og voru þau frá Köldukinn, Lýt- ingastöðum, Skarði og Varmahlíð. Meðalþungi dilka reyndist vera rúm 13 kg. Áætlað er að slátra 150-300 lömbum á viku fram til 1. september. Þetta er mikil breyting frá því sem áður hefur verið og að sögn Gests Hjaltasonar hjá Höfn-Þrí- hyrningi eru þessar fregnir mikið fagnaðarefni fyrir neytendur, sem geta nú fengið ferskt kjöt hjá Hagkaupi 6 mánuði ársins. Áhugi bænda er mikill á þessu framtaki enda fá þeir mun hærra verð fyrir afurðir sínar á þessum tíma. Sam- anborið við þau verð sem bændur fá greitt fyrir dilka sína á haustin fá þeir nú 90% hærra verð fyrir hvern skrokk sem slátrað er. Það er von aðstandenda verk- efnisins að lengingin á sláturtíð- inni stuðli að aukinni neyslu á lambakjöti og að gæði kjötsins verði meiri heldur en tíðkast hefur hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.