Morgunblaðið - 16.07.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 29
GUÐRUN
SIG URBJÖRG
JÓNASDÓTTIR
+ Guðrún Sigur-
björg Jónasdótt-
ir, vefnaðarkennari,
fæddist á Stuðlum í
Reyðarfirði 28. des-
ember 1916. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli
mánudaginn 7. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Valgerður
Bjamadóttir, f. 14.
október 1885, d. 21.
september 1974, og
Jónas Pétur Bóas-
son, f. 18. maí 1891,
d. 27. febrúar 1960. Guðrún var
elst sjö systkina. Látin eru Bóas,
f. 17. júlí 1921, d. 25. ágúst 1992,
Bjami, f. 10. desember 1922,
d. 6. desember 1995, og Lára
Guðlaug, f. 25. mars 1924, d.
11. sept. 1977. Eftirlifandi em
Hallgrímur, f. 28. apríl 1918,
Krístín, f. 12. ágúst 1921, Auð-
ur, f. 4. nóvember 1926, auk
Ólafs Þorsteinssonar frænda og
fósturbróður. Um fímm ára ald-
ur flutti Guðrún með fjölskyldu
sinni að Bakka, Reyðarfírði.
Guðrún giftist 11. maí 1957
Eðvarð Fritz Árnasyni raf-
magnsverkfræðingi, f. 12. júlí
1909, d. 26. júlí 1970. Eðvarð
var sonur Árna Stefánssonar
og Jónínu Gunnhildar Frið-
fínnsdóttur. Fyrri kona Eð-
varðs var Friðbjörg Eyjólfs-
dóttir, f. 4. nóvember 1912, d.
11. febrúar 1956. Sonur þeirra
er Kjartan Eðvarðs-
son, f. 7. apríj 1947,
kvæntur Ásrúnu
Hauksdóttur og
eiga þau þrjú börn.
Guðrún og Eðvarð
eignuðust eitt barn,
Fríðu Björgu Eð-
varðsdóttur, f. 8.
ágúst 1959, gift
Þorvaldi Péturssyni
og eiga þau þijú
börn.
Guðrún stundaði
nám í Húsmæðra-
skólanum á Hall-
ormsstað 1934-36
og lærði vefnað og vefnaðar-
kennslu í Ósló 1937-1938 og
húsgagnahönnun og textílgerð
í Stokkhólmi að loknum stríðs-
árum. Guðrún kenndi vefnað
hjá Sambandi íslenskra heimil-
isiðnaðarfélaga í Húsinu á Eyr-
arbakka og var kennari i Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur, í
Myndlistarskóla Reykjavíkur
og Myndlista- og handíðaskóla
Islands þar sem hún gegndi til
margra ára stöðu deildarstjóra
í textíldeild. Guðrún rak sjálf-
stæða vefstofu í Austurstræti í
húsi Silla og Valda og síðar á
heimili sínu í Snekkjuvogi 5.
Guðrún hélt einnig vefnaðar-
námskeið víða um land, tók
þátt í sýningum og var virk í
félagsstarfi.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Guðrún Jónasdóttir er látin eftir
nokkra vanheilsu.
Þegar svo nákominn granni fellur
frá er ekki laust við að bernskuminn-
ingar þyrpist að, en í skjóli vináttu
og umhyggju Guðrúnar ólumst við
systkinin upp.
Guðrún giftist Eðvarð Árnasyni
verkfræðingi árið 1957 og fluttist í
Snekkjuvog 5. Hann hafði með fyrri
konu sinni byggt þar raðhús í félagi
við fleiri verkfræðinga og alls risu
átta hús í götunni á árunum
1946-52. Eðvarð missti fyrri konu
sína Friðbjörgu og var ekkjumaður
með kjörson þegar þau Guðrún
ganga í hjónaband og hún fluttist í
„litlu götu“ eins og þessi botnlangi
í Snekkjuvogi var lengi kallaður.
Áreiðanlega var ekki auðvelt að
koma inn á heimili Eðvarðs, hann
var nokkuð eldri og ekki heilsugóður
og kjörsonurinn Kjartan á viðkvæm-
um aldri.
Mikið athafnalíf og frumbýlings-
kraftur einkenndi þá þessa nýju
byggð í Vogahverfinu; moldargötur
sem urðu svað í rigningu og aðeins
sími við horn Langholtsvegar í um
200 m fjarlægð, fjárbúskapur í
næstu húsum. Arið 1957 eru krakk-
arnir í götunni farnir að gefa út
„blaðið Plútó“ og Guðrún styður
framtakið og auglýsir þar „Látið
vefa í vefstofu Guðrúnar Jónasdóttur
Snekkjuvogi 5“. Ævinlega síðan
studdi hún gott framtak okkar
krakkanna í götunni og var raunar
alltaf boðin og búin að styðja góð
málefni.
Atvikin höguðu því svo að foreldr-
ar mínir fluttu í götuna fyrir 36
árum og þar hefur fjölskyldan búið
í góðu nábýli og notið umhyggju og
vináttu Guðrúnar, Fríðu og fjöl-
skyldu æ síðan. Ég man ekki eftir
mér öðruvísi en að Guðrún og Fríða
væru órjúfanlegur hluti af sjóndeild-
arhringnum. Varla leið svo dagur
að maður liti ekki inn til þeirra,
enda útidyrahurðin jafnan ólæst.
Guðrún var félagslynd og gestris-
in og þess naut frændfólk hennar
að austan og frá Noregi, sem var
tíðir gestir á ferðum sínum til
Reykjavíkur og sömuleiðis systkini
hennar og börn. Ég minnist einnig
móður hennar, Valgerðar, sem
kenndi mér ungum að smíða á
húströppunum. Heimilið var því
sambland af einkaheimili Guðrúnar
og Fríðu, félagsheimili, akademíu
og vefstofu; en hún hafði vefstóla á
loftinu og hélt námskeið í vefnaði
og þau sóttu fjölmargir á löngu tíma-
bili.
Eftir nám á Hallormsstað hélt
Guðrún til Noregs árið 1936 þá rétt
rúmlega tvítug, til að læra vefnað.
Dvaldi hún fyrst hjá föðursystur
sinni, Guðrúnu Brunborg, í Ósló en
síðan hjá vandalausum. Til íslands
kom hún aftur eftir 15 mánaða dvöl.
Fljótlega á eftir tók hún að sér fyr-
ir Ragnhildi í Háteigi að reka vef-
stofu í Húsinu á Eyrarbakka. Til-
gangurinn var m.a. að endurreisa
hið forna handverk en þekking á því
hafði þá nærri glatast í landinu. Upp
frá því varð vefnaður og textiliðnað-
ur starfsvettvangur Guðrúnar Jón-
asdóttur, kennsla við húsmæðra-
skóla, hjá Heimilisiðnaðarfélaginu
og í Myndlista- og handíðaskólanum.
Guðrún var mikill fagurkeri og
þess bar heimilið í Snekkjuvogi 5
merki; prýtt fallegum verkum bestu
samtímalistamanna okkar auk vand-
aðra listmuna hennar sjálfrar; hand-
ofinna dúka, smámynda, glugga-
tjalda og áklæðisefna. Litirnir oft
rammíslenskir og gripirnir báru per-
sónulegan svip Guðrúnar. Alltaf
óhrædd við að reyna nýjar aðferðir
í handverki sínu þótt hún virti einn-
ig hið þjóðlega, litaði m.a. efni úr
sortulyngi og fleiri jurtum.
Heimilið var mjög gestkvæmt alla
tíð en Guðrún þekkti og umgekkst
marga og var óspör að bjóða fólki
heim og þar var tekið jafnvel á
móti öllum, gerði ekki mun á börnum
eða fullorðnum, nóbelskáldi eða far-
andsala.
Hún gekk seint til náða og iðulega
leit maður inn eftir miðnætti sæist
ljós í eldhúsglugganum. Kom oftar
fyrir en ekki að eldhúsið fylltist eft-
ir það því maður var ekki einn um
vináttu Guðrúnar. Við eldhúsborðið
var rætt um flest milli himins og
jarðar eða tekið í spil. Iðulega voru
þar samankomnir fulltrúar ólíkra
skoðana og sjónarmiða. Kynslóðabil
þekktist ekki. Hún var líka alltaf í
góðu skapi, hafði ríka kímnigáfu og
var auk þess margfróð. Og ég minn-
ist þess ekki að okkur hafi orðið
sundurorða þótt við gætum verið
ósammála um margt. Oft var líka
hlustað á kvöldkyrrðina, á meðan
lagður var kapall, því Guðrún kunni
einnig að meta inntak kyrrðarinnar.
Hún fylgdist vel með í listalífinu
alla tíð og var áhugi hennar á sam-
tímalistinni sérstaklega mikill.
Þegar fór að hægjast um og Guð-
rún fór á eftirlaun gafst henni meiri
tími til að sinna áhugamálum sínum,
m.a. ferðalögum. Á áttræðisaldri fór
hún á enskuskóla í Bournemouth og
dvaldi hjá enskri fjölskyldu, eftir það
ferðaðist hún töluvert, sá m.a. Kína
og Tæland en áður hafði hún ferð-
ast um Ameríku og Evrópu.
Umburðarlyndi, góðvild og veg-
lyndi eru þau orð sem lýsa hvað best
Guðrúnu. Þetta þýðir þó ekki að hún
hafí verið allra viðhlæjandi. Fyrst og
síðast tók hún undir með öllum sem
vilja fegra og bæta mannlífið.
Eðvarð Árnason dó rúmlega sex-
tugur árið 1970 eftir löng veikindi.
Uppeldi Fríðu Bjargar hvíldi því
mest á Guðrúnu sem lagði mikla
rækt við það og sýndi henni alla tíð
mikla ást sem Fríða endurgalt móð-
ur sinni alla tíð, ekki síst þegar sjúk-
dómur og elli sóttu að Guðrúnu.
Ekki má heldur gleyma þeirri um-
hyggju sem hún naut á Skjóli síð-
ustu árin.
Að leiðarlokum þakka ég vinkonu
minni fyrir bemsku og æskuárin sem
hún átti svo ríkan þátt í að gera
yndisleg. Ég þakka ævilanga sam-
fylgd. Við vinir hennar í Snekkju-
vogi 15 biðjum henni, Fríðu, Þor-
valdi, börnum, Kjartani og öðrum
aðstandendum Guðs blessunar.
Minningarnar um góða konu
verða sínálægar okkur öllum og
ógleymanlegar.
Einar Guðjónsson.
Á fögrum septemberdegi árið
1971 kom ég á heimili Guðrúnar
Jónasdóttur frænku minnar í
Snekkjuvogi 5 í Reykjavík. Mér hafði
verið komið fyrir þar í viku eða svo
við upphaf menntaskólanáms, með-
an íbúð sem við bræður áttum að
fá leigða væri að losna. Eitthvað
dróst að íbúðin losnaði og einnig
teygðist á vikunni því það var ekki
fyrr en í október 1987 að ég flutti
frá fóstru minni. Vikan var orðin
að 16 árum og mánuði betur.
Oft skemmtum við okkur yfír því
hve þessi vika hefði orðið okkur
báðum til mikillar ánægju og brosti
fóstra mín þegar rætt var um að
eitthvað gæti tekið viku tíma eða
svo. Hún vissi sem var að vikur
geta orðið ótrúlega margir dagar og
alls ekki þessir sjö sem venjulegar
eru taldir.
Foreldrar Guðrúnar, hjónin Val-
gerður Bjarnadóttir og Jónas Péturs
Bóasson, þjuggu á Stuðlum í tvíbýli
við systur Jónasar, Hildi Þuríði Bóas-
dóttur og mann hennar Emil Tómas-
son, ömmu og afa þess er þetta rit-
ar. Síðar fluttu Valgerður og Jónas
að Bakka á Reyðarfirði. Samgangur
var mikill milli heimilanna alla tíð
og var samband frændsystkinanna
náið eins og um systkini væri að
ræða. Móðir Guðrúnar var menning-
arfrömuður í sinni sveit og hafði
komist til mennta um aldamótin og
var stundum kölluð realstudent en
gagnfræðaprófi lauk hún á Akur-
eyri. Hún sendi börn sín til mennta
og fór Guðrún sem var elst sjö systk-
ina fyrst á Húsmæðraskólann á
Hallormsstað til þeirra Sigrúnar og
Benedikts Blöndals. Að námi þar
loknu lá leiðin til Noregs til fram-
haldsnáms í vefnaði. í Noregi átti
Guðrún frændgarð því þar bjuggu
föðursystkini hennar Guðrún Bóel
Bóasdóttir betur þekkt sem Brún-
borg og Eðvald Bóasson. Að námi
loknu skömmu fyrir upphaf síðari
heimsstyrjaldar var Guðrún ráðin til
starfa hjá Heimilisiðnaðarfélagi ís-
lands sem kennari og hóf störf sem
vefnaðarkennari í Húsinu á Eyrar-
bakka. Við lok hildarleiksins hélt
Guðrún öðru sinni til framhaldsnáms
og nú í textílfræðum í Stokkhólmi.
Vefnaður varð lífsstarf Guðrúnar,
hún rak um tíma vefstofu í Reykja-
vík og hélt námskeið í vefnaði á
heimili sínu langt fram á níunda
áratuginn. Hún kenndi einnig á þess-
um árum við Myndlista- og handíða-
skóla íslands. Á sjötta áratugnum
var hún fastráðinn kennari við skól-
ann og starfaði þar allt til þess að
hún ákvað að fara á eftirlaun árið
1985. Hún var deildarstjóri textíl-
deildar skólans og var vinsæl bæði
meðal kennara og nemenda enda
átti Guðrún auðvelt með að umgang-
ast ungmenni og skólafólk. Hún leit
jafnan á námsmenn sem jafningja
sína en ekki óþæga, erfiða einstakl-
inga. Því kynntist ég af eigin raun
þá „viku“ sem ég dvaldi hjá henni
á námsárum mínum við Menntaskól-
ann í Hamrahlíð og Háskóla íslands.
Guðrún var mikill höfðingi heim
að sækja og veitti gestum sínum
vel. Hún var listamaður í vefnaði og
textíl og einnig í matargerð og garð-
rækt. Hún vann rösklega í eldhúsi
og þakka ég henni mikla leiðsögn
og kennslu í eldamennsku og bakstri.
Marensterturnar hennar með banön-
um, suðusúkkulaði og ijómafyllingu
voru mikið hnossgæti og eftirsótt í
fjölskylduboðum. Hún bakaði botn-
ana af mikilli snilld og fullkomnaðist
verkið eitt kvöld er rafmagn fór af
Reykjavík og botnar voru í ofni. Einn-
ig er sænska jólaskinkan hennar
ómissandi á jólaborðum fjölskyldunn-
ar og var Guðrún hin síðari ár farin
að salta svínalæri fyrir nokkum hóp
vina og kunningja.
Guðrún var ræktandi öllum stund-
um. Á vetrum ræktaði hún ungt
fólk á sviði textílfræða og á sumrin
ræktaði hún garðinn sinn sem ber
þess enn glöggt vitni. Vinnustundir
hennar í garðinum em óteljandi, en
hún hugði á enn frekari ræktun er
hún festi kaup á landspildu í Mos-
fellsheiði.
ELÍNBORG MARGRÉT
EINARSDÓTTIR
+ Elínborg Margrét Einars-
dóttir fæddist í Gerðum í
Garði 17. ágúst 1909. Hún lést
á St. Jósefsspitala 4. júlí síðast-
liðinn og fór útför hennar fram
frá Háteigskirkju 15. júlí.
Er sárast sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJ.H.)
Hún amma mín Elínborg Einars-
dóttir er dáin. Það var vitað að svo
myndi fara innan tíðar, en engu síð-
ur var það sárt, þegar það gerðist.
Það er erfitt að ætla sér að skrifa
um minningar þær sem ég á um
hana ömmu mína því svo margar
eru þær.
Ég minnist ömmu minnar sem
baráttukonu, konu á undan sinni
samtíð. Hún upplifði sorgina einum
of oft að mér fannst í sínu lífi, en
upprétt stóð hún amma mín eftir sem
áður. Hún var dugleg að klappa
manni á öxlina ef maður þurfti á
að halda eða lesa manni pistilinn ef
henni fannst maður eiga það skilið.
Hún var ákveðin kona með ákveðnar
skoðanir á flestum hlutum og fannst
mér gott að leita til hennar ef svo
bar undir, því að alltaf gat hún gef-
ið manni ráð þar sem viska hennar
og lífsreynsla komu til hjálpar.
Ég á eftir að sakna þess að geta
ekki komið á Háteigsveginn í stutt
spjall og fá mér eitthvað í gogginn
því það verður að segjast, að hver
sá sem kom fékk ekki að fara með
tóman maga út frá henni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma mín, ég kveð þig
með söknuði.
Sigurbjörg Vignisdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
Guðrún var róttæk í skoðunum
og fylgdi málstað hinna vinnandi
stétta. Hún varð fyrst til að kenna
mér um fjölskyldutengsl í stjórn-
mála- og atvinnulífi á Islandi. Fram
til 1978 sagði hún óhugsandi að
íhaldið gæti tapað kosningum í
Reykjavík. Því var það að hún fór
að sofa þegar nokkuð var liðið á
kosningavökuna þá um vorið. Þegar
ég vakti hana undir morgun og sagði
henni að flokkurinn hennar hefði
komið að fímm mönnum og íhaldið
hefði tapað, vildi hún ekki trúa mér
í fyrstu svo við hlustuðum á útvarp-
ið. Þá sagði hún: „Þetta hélt ég að
ég ætti ekki eftir að lifa.“
Kynslóðabil var ekki auðvelt að
finna á heimili Guðrúnar. Hún hafði
unun af bridds-spilamennsku og spil-
aði löngum við þær Maju Grétu Bri-
em nágrannakonu sína og Boggu
frænku. Stunum vantaði fjórða
mann og þótti þá sjálfsagt að reyna
að kenna unglingnum mér eitthvað
í fræðunum. Einnig vildi það til að
þriðja mann vantaði og var þá náð
í skólafélaga minn hann Sigmar.
Við spiluðum svo langtímum saman
og oft fram á morgun. Þarna var
ekki spurt um aldur, þar var spila-
mennskan í algleymi.
Haldið var upp á áttræðisafmæli
Guðrúnar hinn 28. desember síðast-
liðinn. Þar var saman kominn í
Snekkjuvogi 5 nokkur hópur vina
og vandamanna. Ég var svo lánsam-
ur að geta tekið þátt í þessum fagn- ^
aði nýkominn heim vestan um haf.
Faðir minn kom austan af Selfossi
til að taka þátt í þessum fagnaði
með frænku sinni en dóttursonur
hennar var skírður samtímis. Það
hvarflaði ekki að mér að þetta yrði
hinsta sinnið er ég sæi þau saman
frændsystkinin. Hinn 28. maí nú í
vor andaðist faðir minn eftir lang-
varandi veikindi. Við hjónin komum
heim til að vera við útförina. Síðan
hafa á 41 degi horfið héðan í aðra
og betri veröld þijú nákomin frænd-
systkin. Guðrún föðursystir mín sem *
tók þátt í útför litla bróður síns
andaðist tíu dögum eftir útför hans
og Guðrún fóstra mín þremur vikum
síðar. Það er stórt skarð höggvið í
hóp frændsystkinanna frá Stuðlum
á skömmum tíma.
Við Vigdís Wang Chao eigum
þess ekki kost að koma heim frá
námi til að vera við útför fóstru
minnar en sendum Fríðu Björgu,
Þorvaldi og börnum þeirra, Kjartani
og Ásu og börnum þeirra og systk-
inum Guðrúnar kveðjur okkar á
þessari stundu. Minningin um góða
frænku lifir.
Guðrún lét sig oft dreyma um að
fara á Þingvöll hinn 17. júní árið
2000 og ræddi það við vini sína ogt-»
ættingja að fjölmenna þangað. Sjálf-
sagt lætur hún þann draum sinn
rætast og við sem eftir erum í þess-
ari jarðvist ættum að koma þangað
einnig.
Emil Bóasson, New York.
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sipr unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er pðs að vilja,
og gott er allt, sem guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefía
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í guðs þíns gleðisal.
Elsku langamma, við kveðjum þig
með söknuði.
Björn Þór, óðinn, Eva Rós.
í formála minningargreina um
Elínborgu Margréti Einarsdóttur á
blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu í gær,
þriðjudag, féll nafn eins af fimm
systkinum hennar niður í upptaln-
ingu. Systkinin, sem öll eru látin,
voru: Sumarrós, Kristín, Sæmund-
ur, Kristinn Einar, Guðmundur og
Tryggvi Kristján.