Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 7 FRETTIR Stj órnar formaður magnesíumfélagsins Tilgangslaus yfirlýsing um- hverfisráðherra „ÉG SÉ engan tilgang með yfirlýs- ingunni,“ segir Júlíus Jónsson, stjórnarformaður íslenska mag- nesíum-félagsins um yfirlýsingu Guðmundar Bjarnasonar umhverf- isráðherra í Morgunblaðinu sl. sunnudag, þess efnis að ekki verði samið um stóriðju hérlendis þar til umhverfisráðstefna í Kyoto í Japan verði afstaðin. „Hann segist ekki ætla að veita nein leyfi fyrir desember. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi verið að biðja um það. Við erum þeir einu sem eru með stóriðju í far- vatninu og komum ekki til með að óska eftir starfsleyfi fyrir þenn- an fund í desember. Við stefnum ekki að því að taka endanlega ákvörðun um hvort af byggingu verður fyrr en um áramótin." Júlíus segir yfirlýsingu um- hverfisráðherra vera helst til þess fallna að vekja spurningar í huga fólks. „Við höfum orðið varir við það innanlands og spurningarnar Brotist inn í bíla á Þórsmerkurleið Þjófarnir ófundnir BROTIST var inn í fimmtán bif- reiðar á Þórsmerkurleið um helg- ina og tekið úr þeim ýmisleg verð- mæti. Málið er í rannsókn, en þjóf- arnir hafa ekki fundist. Algengt er að farið sé á fólksbif- reiðum áleiðis í Þórsmörk en þær síðan skildar eftir við hlið vegar frá Stóru-Mörk og að Steinholtsá og ökumenn þeirra og farþegar taki sér far með jeppabifreiðum eða rútum yfir Krossá. Einhveijir óprúttnir aðilar sáu sér leik á borði og spenntu upp eða brutu rúður í fimmtán bifreiðum, en höfðu lítið upp úr krafsinu samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu á Hvolsvelli. Tilkynnt hefur verið um þjófnað á tjaldi, nokkrum þúsunda króna og hátölurum, en annað sem hvarf var smávægilegt. Að sögn lögreglu hefur einstaka sinnum verið farið inn í bifreiðar á þessari leið, en aldrei í eins mikl- um mæli og með jafn markvissum hætti. Lögreglan beinir þeim til- mælum til þeirra sem gefa getið upplýsingar um málið að hafa sam- band við lögreglu á Hvolsvelli. Séra Björn á Akranesi að hætta DÓMS- og kirkjumálaráðu- neytið hefur veitt séra Birni Jónssyni prófasti og sóknar- presti á Akranesi lausn frá störfum að eigin ósk fyrir ald- urs sakir frá 7. október næst- komandi. Séra Björn Jónsson hefur um árabil verið sóknarprestur í Garðaprestakalli og prófast- ur í Borgarfjarðarprófasts- dæmi hin síðari ár. Hann var áður sóknarprestur í Keflavík. eru væntanlega ekki síður fyrir hendi hjá útlendingum,“ segir hann. „Það er það sem við hræð- umst helst við þessa tilgangslausu yfirlýsingu." Morgunblaðið/Jim Smart Börn að veiðum í Elliðaánum SVFR hélt veiðimót barna og unglinga í Elliðaánum á sunnu- daginn. Alls mættu 33 félags- menn, 3ja-16 ára. Uppskera dagsins voru fjórir laxar og margir urriðar. A meðfylgj- andi mynd sjást veiðimennirnir ásamt leiðsögumönnum og að- standendum rétt áður en veið- ar hófust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.