Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sameining Þorbjarnar í Grindavík og Bakka í Bolungarvík í eitt sjávarútvegsfyrirtæki Áætluð ársvelta er rúmir 3 milljarðar GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi um að fyrirtækin Þorbjörn hf. í Grindavík og Bakki hf. í Bolungar- vík verði sameinuð í eitt fyrirtæki undir nafni Þorbjarnar hf. Við sam- eininguna verður Þorbjörn eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Islandi en áætluð ársvelta þess er rúmir þrír milljarðar króna. Kvóti fyrirtækisins á næsta fisk- veiðiári verður um 11.500 tonn, þar af um tíu þúsund tonn innan fisk- veiðilögsögunnar. Kvótastaðan í þorski verður um 3.600 tonn. Við samrunann munu hluthafar Bakka hf. eiga 29% hlutafjár í hinu sameinaða félagi og hluthafar Þor- bjarnar hf. munu eiga 71%. Fram- kvæmdastjórn verður í höndum Ei- ríks Tómassonar og Gunnars Tómassonar sem eru framkvæmda- stjórar Þorbjarnar í Grindavík. Sameiningin miðast við 1. septem- ber nk. en stefnt er að sameiginleg- um rekstri og stjórnun fyrirtækj- anna frá 1. ágúst og er áætlað _að skrá félagið á Verðbréfaþingi ís- lands í haust. 2.351 tonns rækjukvóti í frétt kemur fram að markmiðið með sameiningu fyrirtækjanna sé að ná fram hagræðingu með því að nýta sameiginlegan kvóta betur. Hið sameinaða fyrirtæki stefnir að því að halda áfram öflugum rekstri í Bolungarvík og Grindavík. Á yfir- standandi fiskveiðiári nam rækju- kvóti Bakka hf. 956 tonnum. Á næsta fiskveiðiári verður sameinaða félagið með 2.351 tonns rækjukvóta en þetta styrkir verulega hráefnisöfl- un rækjuvinnslu fyrirtækisins. Sem fyrr verður rækjuvinnsla rekin fyrir vestan og þorskur verkaður í salt í Grindavík. Einnig verður áfram bol- fiskvinnsla í frystihúsinu í Bolungar- vík þar sem framleiddir verða fisk- bitar í neytendapakkningar en fyrir- tækið verður í flestum greinum sjáv- arútvegs. Að sögn Eiríks Tómassonar, framkvæmdastjóra Þorbjörns, er unnið að skipulagsbreytingum í kjöl- far sameiningarinnar en stefnt er að sem minnstri röskun á högum starfsfólks. „Höfuðstöðvar fyrirtæk- isins verða í Grindavík en reksturinn verður áfram á báðum stöðum og við teljum staðsetningu Bakka á Bolungarvík vera ákjósanlega varð- andi þann rekstur sem þar er.“ Þorbjörn með 85 milljóna hagnað 1996 Þorbjörn hf. er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1953. Fyrirtæk- ið var lengst af í bátaútgerð, salt- fisk- og síldarverkun og rak um tíma rækjuvinnslu í Grindavík. Þá hefur fyrirtækið verið með talsverða loðnufrystingu sl. tvö ár. Fyrir sam- einingu gerir það út tvo frystitog- ara, Hrafn Sveinbjarnarson og Gnúp, og ískfisktogarann Sturlu. Auk þess rekur Þorbjörn saltfisk- verkun í Grindavík. Að sögn Eiríks verða frystitogararnir gerðir út áfram hjá hinu sameinaða fyrirtæki en ekki hefur verið ákveðið hvað verður með önnur skip hins sameig- inlega félags en Bakki á tvo ísfisk- togara. Veita Þorbjarnar á síðasta ári var um 1.144 milljónir króna og rekstrargjöldin námu 904 milljónum króna. Rekstrarhagnaður nam 239 milljónum króna en hagnaður eftir skatta nam 85 milljónum króna á síðasta ári. Heildarhlutafé félagsins er 11 milljónir króna fyrir samein- ingu. Hjá fyrirtækinu voru unnin 80 ársverk á síðasta ári. Bakki með 50 milljóna tap fyrstu 8 mánuðina Bakki hf. var stofnaður árið 1995 við samruna fimm sjávarútvegsfyrir- (Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni. Öll hiutabréf í útboðinu eru seld.) OPIN KERFIHF Tilkynning um skráningu hlutabréfa Opinna kerfa hf. á Verðbréfaþingi íslands HEILDARHLUTAFÉ SKRÁÐ Á VÞÍ Kr. 32.000.000,- að nafnverði AUÐKENNI FLOKKS Á VÞÍ HLBRÉOPKERFI Bréfin verða skráð fimmtudaginn 17. júlí 1997 HEWLETT PACKARD BUNAÐARBANKiNN VERÐBRÉF Sími: 525-6060 Bréfsími: 525-6099 Tegund Þorbjörn hf. Bakki hf. Samtals Þorskur, tonn 1.694,5 1.889,3 3.583,8 Ýsa 339,6 530,0 869,6 Ufsi 292,9 207,4 500,3 Karfi 1.236,3 819,7 2.055,9 Úthafskarfi 1.262,2 - 1.262,2 Grálúða 78,0 323,2 401,2 Skarkoli 14,2 54,7 68,9 Langlúra 0,6 - 0,6 Steinbítur 21,5 371,0 392,5 Rækja 1.159,2 1.192,1 2.351,3 Samtals 6.099,0 5.387,4 11.486,4 tækja í Bolungarvík og Hnífsdal. Þar sem sameining Bakka Bolungar- vík og Bakka í Hnífsdal miðast við 1. september 1996 og rekstrarár fyrirtækisins er miðað við 1. septem- ber til 31. ágúst þá liggur ekki fyrir ársreikningur Bakka hf. Samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrstu átta mán- uði rekstrarársins, 1. september til 30. apríl 1996, námu rekstrartekjur tímabilsins tæplega 1.361 milljón króna og rekstrargjöldin tæplega 1.289 milljónum króna. Um 198 milljóna tap var af reglulegri starf- semi og tap tímabilsins nam tæpum 50 milljónum króna en söluhagnaður félagsins af skipi og öðrum fasta- fjármunum og endurmat á veiðar- færum nam rúmum 138 milljónum króna á tímabilinu. Bakki á tvo ísfisktogara, Dagrúnu og Heiðrúnu, og rekur rækjuvinnslu í Bolungarvík og Hnífsdal og bolfisk- vinnslu í Bolungarvík. Áætluð velta Bakka á þessu rekstrarári er um tveir milljarðar króna. Ársverk í fyr- irtækinu eru um 160. Hluthafar eru rúmlega 200 og er Bakki skráður á Opna tilboðsmarkaðnum en heildar- < þlutafé félagsins er 650 milljónir króna fyrir sameiningu. Fram- kvæmdastjóri er Aðalbjörn Jóakims- son og mun hann að öllum líkindum hætta störfum hjá fyrirtækinu en hann er meðal stærstu einstakra hluthafa í hlut Bakka í hinu samein- aða félagi. Gengi hlutabréfa í Bakka hefur hækkað töluvert frá síðustu mánaða- mótum en hinn 3. júlí sl. voru við- skipti með bréfin á genginu 1,10. Eftir að fréttir bárust af sameining- unni í gær fór gengi bréfanna hæst í 2,15 en í síðustu'viðskiptum dags- ins voru hlutabréf seld á genginu 2,00. í fyrstu viðskiptum ársins með hlutabréf í Bakka hinn 3. janúar voru hlutabréf seld á genginu 1,68. Tilboð opnuð í nýbyggingu Náttúrufræðastofnunar Armannsfell átti lægsta ÁRMANNSFELL hf. átti lægsta tilboð í byggingu 3 þúsund fer- metra húss Náttúrufræðastofnunar í Vatnsmýrinni, en tilboð í verkið voru opnuð í síðustu viku. Kostnaðaráætlun vegna nýbygg- ingarinnar hljóðaði upp á 530 millj- ónir króna. Tilboð Ármannsfells nam 537 milljónum, Fjarðarmót ehf. bauð 577 milljónir, ístak hf. 587 milljónir, Ólafur og Gunnar ehf. 583 og Byggðaverk ehf. 663 milljónir. Pólskt samstarfsfyrirtæki Ármann Örn Ármannsson, for- stjóri Ármannsfells, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið tilboðið hefði notað pólskt tilboð í stálsmíði í húsinu frá samstarfsaðila sínum í Nesjavallavirkjun. Þetta tilboð hefði verið um 50 milljónum króna lægra en innlend tilboð sem aðrir bjóðendur hefðu notað. Ármann segir mjög jákvætt fyrir fyrirtækið að fá verkefni af þessu tagi til tveggja ára. Um sé að ræða gott uppsteypuverkefni ti! tveggja ára, en skila eigi húsinu fullgerðu að utan. Ármannsfell hefur þar að auki verkefni við byggingu rafstöðvar- húss á Nesjavöllum, fjölbýlishúss við Kirkjusand, 70 Permaform- íbúða í Kópavogi og Grafarvogi, auk ýmissa smærri verkefna. Sýníng um samsfæður og andsíæður Norðmanna og íslendinga. á miðöldum. Þjóðminjasafn íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.