Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þing Lútherska heimssambandsins Þýskur biskup kjörinn forseti Nokkur átök urðu á þingi Lútherska heims- sambandsins er forseti þess var kosinn. Þor- -------------------------------— bjöm Hlynur Amason segir flestar Norður- landaþjóðimar hafa viljað konu í embættið. ÞING Lútherska heimssambandsins hefur verið haldið í Hong Kong undanfama viku og lýkur því í kvöld. Á sunnudag var haldin mikil hátíð til að fagna 50 ára afmæli heimssambandsins. Hátíðarmessa var sungin síðdeg- is á sunnudag og sóttu hana um fimm þúsund manns, þar af um fjögur þúsund heimamenn í Hong Kong. Gleði, lofgjörð og samkennd einkenndu þessa guðsþjónustu, sem bar þess vitni að lútherskan er ekki lengur siður Evrópu og Norður- Ameríku einvörðungu, heldur lif- andi veruleiki í öllum heimshornum. Hér á þinginu er nú nýlokið kosn- ingu forseta Lútherska heimssam- bandsins til næstu ára. Kosningin var fyrirferðamikil og kostaði nokk- ur átök, meðal annars átök milli norrænu sendinefndanna. Fyrir því er gömul hefð að forseti heimssam- bandsins komi frá þeim stað sem þingið er haldið á eða viðkomandi heimsálfu. Asíuþjóðirnar gátu samt ekki komið sér saman um einn frambjóðanda. Tvö framboð komu fram frá Asíu. Nahdré Kiyoshige, prestur frá Japan, og indverskur kvenprestur, Prasana Kumari. Þá voru tveir Evrópumenn í framboði, biskuparnir Julius Filo frá Slóvakíu og Christian Krause frá Þýskalandi. Sú skoðun var víða uppi, að tíma- bært væri að fá konu í forsetastól til að sýna einbeittan vilja heims- sambandsins til að konur fái meiri framgang í störfum og embættum lútherskra kirkna. En þrátt fýrir að meirihluti full- trúa Norðurlandakirknanna styddi Prasana Kumari sigraði Krause biskup í kosningunum með miklum mun. Á þinginu hefur komið fram fjöldi ályktana um margvísleg efni. Fram er komin ályktun um Palestínu og Jerúsalem, þar sem ítrekað er að Jerúsalem sé borg tveggja þjóða, Palestínumanna og ísraela, og borg þriggja trúarbragða, gyðinga, krist- inna og múslima. Stefna ísraels- stjórnar að reisa hverfi gyðinga á palestínsku landsvæði er gagnrýnd. Þá liggur fyrir þinginu tillaga frá íslensku sendinefndinni um ályktun um málefni Austur-Tímor, þar sem hvatt er til samningaviðræðna er leiði til sjálfstæðis Austur-Tímor. Reuter GIANNI Versace ásamt sýningarstúlkunni Claudiu Schiffer á sumarsýningu í París 1995. ítalski tískuhönnuðurinn Gianni Versace myrtur á Miami Hönnuður sem færði hátísku nær nútímanum ÍTALSKI tískukóngurinn Gianni Versace stóð ásamt Giorgio Armani í fararbroddi ítalskra tískuhönnuða en hann öðlaðist heimsfrægð á níunda áratugnum fyrir djarfa og áberandi hönnun. Tískusýningar hans ein- kenndust af dunandi rokktónlist, áberandi lýsingu og risaskjám, þar sem öll smáatriði voru dregin fram. Á síðustu tískusýningu Versace, kynn- ingu vetrarlínunnar í mars sl. kvað hins vegar við annan tón, umgjörð- in var öll einfaldari og sýningarfólkið gekk um á meðal gesta. í þeirra hópi má telja Díönu prinsessu, tónlistarmennina Madonnu, Sting og Elton John og kvikmyndaleikarana Andie McDowell og Hugh Grant. þakkað samstarfi hans við ljós- myndarann Richard Avedon. Versace rak fyrirtæki sitt ásamt bróður sínum, Santo. Stóð fyrirtækið mjög vel, salan jókst um 23,5% á milli ára og var hagn- aðurinn á síðasta ári um 845 milljarðar líra, um 33,8 milljarðar ísl. kr. Vilja banna farþegaskip við Svalbarða Reuter TILRAUNIR til að Iosa skemmti- ferðaskipið Hanseatic, sem strandaði í Hinlopen-firði við Svalbarða á sunnudag, hafa enn ekki borið árangur vegna mikils rekíss. Kemst skipið, sem var á leið til íslands hvergi en um borð eru 145 farþegar og 115 manna áhöfn. Hugðust yfirvöld á Sval- barða flytja fólkið frá borði í gærkvöldi, af ótta við að veður versni en flestir farþeganna eru um og yfir sjötugt. Skipaeftirlitið í Tromso lýsti því yfir í gær að réttast væri að banna siglingar farþegaskipa við Svalbarða hluta úr ári, þar sem þær stefndu lífi og heilsu farþega í voða. Er þetta 11. strandið þar á þremur árum. Hanseatic er skráð á Bahama- eyjum en eigendurnir eru þýskir. Er þetta i annað sinn á tæpu ári sem sami skipstjóri siglir skipinu í strand en í ágúst á síðasta ári festist skipið í sandi undan norð- vesturströnd Kanada með 268 farþega um borð og lauk ferð þeirra þar með. Ekki er ljóst hvort skipið heldur áfram til ís- lands, náist það af strandstað en það var væntanlegt til Húsavíkur nk. sunnudag og átti að fara þaðan til Grundafjarðar, Hafnar- fjarðar og Vestmannaeyja. Versace var skotinn í gær fyrir utan heimili sitt á Miami. Lést Versace á leið á sjúkrahús en hann var skotinn í höfuðið af stuttu færi. Versace var fimmtug- ur og einn af þekktustu tísku- hönnuðum heims. Ekki er vitað hver framdi ódæðið en að sögn lögreglu var morðinginn hvítur karlmaður á þrítugsaldri, sem talið er að hafi setið fyrir Versace. Lærði grunnatriðin hjá móður sinni Versace var fæddur 2. desem- ber 1946 í Calabriu-héraði á Suð- ur-Italíu og lærði grunnatriðin í fatahönnun hjá móður sinni, sem var klæðskeri. Hann flutti til Mílanó er hann var 25 ára og hóf ferilinn árið 1972 þar í borg. Starf- aði í fyrstu fyrir aðra en frá árinu 1978 hannaði Versace undir eigin nafni. Fyrirtæki hans óx hratt og örugglega en það var ekki síst Fatnaður Versace var í fyrstu sígildur, einfaldur og í hefðbund- unum litum. En eftir því sem árin liðu varð Versace æ djarfari í lita- og efnisvali en flíkur hans þóttu þó ævinlega bera hinum hefð- bundna bakgrunni hans vitni. Sótti hann hugmyndir sínar víða, m.a. til Grikklands hins forna. Taldi sig vera fyrst og fremst handverksmann í blaðaviðtali árið 1989 kvaðst Versace fyrst og fremst líta á sig sem handverksmann og að hlut- verk hans væri fyrst og fremst að færa hátískuna nær nútíman- um, losa hana úr viðjum fimmta og sjötta áratugarins. Auk tískufatnaðar hannaði Versace búninga fyrir ijölmargar ballett-sýningar. Hann hlaut ýms- ar viðurkenningar um ævina, m.a. svonefndan tísku-óskar, sem sam- tök bandarískra tískuhönnuða veita, árið 1993. Framkvæmdastj órn ESB mælir formlega með aðildarviðræðum við sex ríki Leggja til róttæka uppstokkun land- búnaðarstefnunnar Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins samþykkti í gær form- lega að mæla með því að senn verði hafnar viðræður. við sex ríki um aðild að sambandinu. Jafnframt leggur framkvæmdastjómin til að haldin verði ný ríkjaráðstefna aðild- arríkja ESB fljótlega upp úr alda- mótum til að undirbúa stækkun sambandsins og að gerð verði rót- tæk uppstokkun á landbúnaðar- stefnu sambandsins. Ríkin sex, sem um ræðir, eru Pólland, Ungveijaland, Tékkland, Slóvenía, Eistland og Kýpur. Gangi þau öll inn í sambandið verða aðild- arríkin orðin 21 talsins. Ný ríkjaráðstefna upp úr aldamótum Framkvæmdastjórnin telur nauð- synlegt að halda nýja ríkjaráðstefnu upp úr aldamótum tii að undirbúa inngöngu ríkjanna. Á nýafstaðinni ríkjaráðstefnu tókst ekki að ná sam- komulagi um breytingar á ákvarð- anatökuferlinu innan ESB til að koma í veg fyrir að sambandið verði óstarfhæft er aðildarríkin verða komin á þriðja tuginn. í lokayfirlýs- ingu Amsterdam-fundar leiðtoga ESB-ríkjanna segir þó að endur- skoða verði ákvarðanatökuferlið ef aðildarríkin verði fleiri en 20. Þá telur framkvæmdastjórnin nauðsynlegt að gera verulegar um- bætur á landbúnaðarstefnu ESB, eigi ekki að verða alltof dýrt að bæta við nýjum aðildarríkjum, sem sum hver eru mikil landbúnaðarlönd og myndu að óbreyttu kerfi soga til sín styrki. í tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar, sem kynntar verða Evrópuþinginu í dag, er lagt til að verð til bænda, sem ESB ábyrgist, verði lækkað um 10% á mjólkurvörum og 20% á kornvörum. Framkvæmdastjórnin telur að með þessu móti geti Evrópusam- bandið komizt af með núverandi hlutfall greiðslna frá aðildarríkjun- um fram til ársins 2006. Tiilögur framkvæmdastjómar- innar verða nú teknar til umfjöllun- ar í Evrópuþinginu og hjá fulltrúum aðildarríkjanna. Aðildarríkin þurfa ekki að fallast á tillögurnar óbreytt- ar og dæmi eru um að þau hafí ekki verið framkvæmdastjórninni sammála um hvort hefja bæri aðild- arviðræður við nýtt ríki eður ei. Lokaákvörðun um aðildarviðræð- ur um ný ríki verður tekin á leið- togafundi ESB í Lúxemborg í des- ember næstkomandi. Stuðlað að eflingu tengsla við Tyrkland Framkvæmdastjórnin gaf í gær yfirlýsingu um að stuðla bæri að því að efla tengsl og auka samstarf ESB og Tyrklands. Tyrkir hafa sótt um aðild að sambandinu en aðildar- umsókn þeirra hefur ekki verið tek- in til umfjöllunar með sama hætti og umsóknir Austur-Evrópuríkja. Framkvæmdastjórnin nefnir ekki að Tyrkland geti átt kost á aðild að ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.