Morgunblaðið - 16.07.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 16.07.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarmál ÚTLIT er fyrir spennandi borgarstjórakosningar, þar sem fylgi listanna vegur salt á örfáum prósentum sitt á hvað. Alþýðubandalagið Auglýst eftir framboðum til formanns YFIRKJÖRSTJÓRN Alþýðubanda- lagsins hefur auglýst eftir framboð- um til kjörs formanns flokksins í samræmi við ákvæði flokkslaga en iandsfundur Alþýðubandalagsins hefst 7. nóvember næstkomandi. Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á lögum Alþýðubanda- lagsins 1991 fer fram bi“éfleg at- kvæðagreiðsla meðal flokksmanna um land allt um kjör formanns flokksins síðasta hálfa mánuðinn áður en til landsfundar kemur en talning fer fram á landsfundinum. Frestur til að skila inn framboð- um rennur út 11. ágúst en kjör- gengir eru þeir einir sem teljast félagar í flokknum þegar framboðs- frestur rennur út. Fyrir seinasta landsfund flokksins árið 1995 komu fram tvö framboð til for- manns og fór fram kosning á milli Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Margrét sigraði með 53,5% atkvæða en Steingrímur hlaut 46,5%. -----»-♦■■'«-- Siglufjörður Það er gott að til er gott sem gerir manni gott j ÍSLENSK GARÐYRKJA £áLtu/ jieA/ (aÁcv •íalÍ/ " kíarni mákim! Nýr bæjarstjóri Siglufirði. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar sam- þykkti á fundi sínum í gær að ráða Guðmund Guðlaugsson í stöðu bæj- arstjóra frá og með 1. október nk. Guðmundur er 38 ára gamall og hefur starfað sem skrifstofustjóri bæjarins frá ársbyrjun. Áður var hann framkvæmdastjóri hjá Brún- ási á Egilsstöðum í 8 ár. Hann er kvæntur Soffíu Björgu Sigurjóns- dóttur og eiga þau þijú börn. Guðmundur tekur við stöðunni af Birni Valdimarssyni sem verið hefur bæjarstjóri frá 1990. Hann sagði starfinu lausu nýlega og mun hefja störf hjá Þormóði ramma- Sæbergi á Siglufirði í haust. Minjasafn Austurlands Mót kristni og heiðni könnuð Steinunn Kristjánsdóttir Spurningunni um hvort síðasti víking- urinn á íslandi væri fundinn var varpað fram á nýliðinni víkingahátíð Hafnarfirði. Sú sem það gerði var Steinunn Kristj- ánsdóttir, fomleifafræð- ingur og forstöðumaður Minjasafns Austurlands en hún hélt erindi á hátíðinni um niðurstöður rannsókna á kumli sem fannst í landi Eyrarteigs í Skriðdal árið 1995 og er eitt yngsta kuml sem fundist hefur hérlendis. Tengjast þær uppgreftri sem Steinunn vinnur nú að í Hróars- tungu, þar sem talið er að séu kirkjurústir frá því um árið 1000. Hyggst Stein- unn rannsaka frekar hvernig heiðni og kristni mættust á íslandi. „Ef við göngum út frá því að víkingar hafi verið heiðnir, kann höfðinginn sem í kumlinu lá að hafa verið einn síðasti víkingurinn því samkvæmt aldursgreiningu á beinunum dó hann u.þ.b. árið 980 en íslendingar tóku kristni tveim- ur áratugum síðar og geta má sér til um það að þá þegar hafi stór hluti landsmanna verið krist- inn, enda gerist slíkt ekki á einni nóttu. Raunar tengist kumlið verkefni sem ég vinn núna að í landi Geirs- staða í Hróarstungu á Héraði, þar sem við teljum okkur komin niður á kirkjurústir. Þar fundum við einnig mannabein, sem eru frá því um árið 980, svipuðum tíma um kumlið. Ég hef áhuga á því að kanna hvernig kristni og heiðni mættust og kumlið í Skriðdal og kirkjurústirnar í Hróarstungu eru hluti þeirrar rannsóknar. Þetta er eitt yngsta kuml sem fundist hefur á landinu en maðurinn hef- ur verið grafinn í heiðnum sið, það sanna dýrgripirnir sem í kumlinu eru, og því ljóst að marg- ir héldu fast í sína gömlu trú.“ -Er rannsóknum á kumlinu lok- ið? „Að mestu leyti. Ég á von á því að niðurstöður athugana sem gerðar eru á Bretlandi á form- gerð nokkurra muna úr kumlinu berist á næstunni. Þá er hluti vopnanna enn á tjóðminjasafninu þar sem verið er að gera þá upp. En kumlið er að öðru leyti til sýnis hér á Minjasafninu, sett upp eins og það fannst." -Hvernig var búið um manninn? „Hann lá á bakinu á hrosshúð, með vinstri hendi á skildi og sú hægri hélt um sverðið. Í kumlum í Skandinavíu er algengt að sjá að höfðingjar hafí verið lagðir á bjarnarfeldi eða hrosshúð en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt greinist í kumli hérlendis. Hestur lá við hlið mannsins með söðli og fullum reiðtygjum, hefur líklega verið fórnað með húsbónda sínum. Maðurinn var með sverð, öxi, spjót, skjöld, örvarodd, sylgju, tvö sverðbrýni, tvær perlur um hálsinn, tinhring, sem hann hafði í hárinu, agatstein, sem var verndargripur gegn illum öndum, pyngju um mittið sem í var tinnu- moli til að kveikja eld og skotsilf- ur sem slegið var á árunum 955-957. Þá var hann með met úr blýi til að leggja á vogarskál- ar, hringpijón úr bronsi til að halda saman skikkju á öxl, sylgju og sprota á reimum og pott úr sandsteini, öðru nafni klébergi, ► Steinunn Kristjánsdóttir er fædd á Patreksfirði 13. október 1965. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á ísafirði árið 1986 og hélt að því loknu til Svíþjóðar, þar sem hún lauk BA-prófi í fomleifafræði við Gautaborgarháskóla árið 1993 og MA-prófi ári síðar. Steinunn hafði unnið við fornleifaupp- gröftinn í Viðey og á Arnar- hóli og hafði yfirumsjón með uppgreftrinum í Viðey 1994- 1995. Haustið 1995 var hún ráðin forstöðumaður Minja- safns Austurlands, þar sem hún starfar nú. Hefur Steinunn stýrt uppgreftri í Skriðdal, á rústum á Fljótsdalshéraði og nú í Hróarstungu, en hann er hluti verkefnis sem fjallar um mörk heiðni og kristni á ís- landi. Steinunn er gift Arnari Ástr- áðssyni lækni og eiga þau tvö börn, Sigurhjört og Helgu Val- gerði. sem var algeng verslunarvara á víkingaöld." -Er vitað hvaða höfðingi var grafinn þarna? „Hann var fæddur eftir 930, og var um fertugt þegar hann lést. Það útilokar að þetta sé Ævar gamli eða Graut-Átli, eins og getgátur hafa verið um, því þeir voru fæddir miklu fyrr. Mið- að við aldurinn var hann líklega af annarri eða þriðju kynslóð Is- lendinga, ekki landnámsmaður. Það er ekki vitað úr hveiju hann dó, engin sjúkdómseinkenni eða áverka er að sjá á beinunum." -Hvernig mæltist fyrirlesturinn fyrir á víkingahátíðinni? „Mjög vel. Þá var gaman að hitta fjölda fræðimanna og fróðra áhugamanna sem spurðu ýmissa spuminga um kumlið. Til dæmis hvort að gripimir sem grafnir voru með manninum hefðu verið gerðir sérstaklega fyrir útför- ina eða verið notaðir. Því er til að svara að hluti gripanna var nýr en þarna voru einnig gamlir gripir, að öllum líkindum erfðagóss. Hingað til hafa kuml sem fund- ist hafa hérlendis ekki verið ald- ursgreind nákvæmlega, heldur miðað við munina sem í þeim voru en þetta gefur tilefni til að ætla að sú greining standist ekki og að kumlin séu í einhveijum tilvikum yngri en talið hefur ver- ið. Til að fá úr því skorið þyrfti að gera kolefnismælingar á bein- um úr þeim. Kumlið í Skriðdal er fyrsta íslenska kumlið sem gerð er kolefnagreining á til að ákvarða aldur þess.“ Ástæða til að aldursgreina önnur kuml

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.