Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 31
í Garðabænum var fullkomnuð og
framtíðin blasti við með fögrum fyr-
irheitum. En á einu augabragði er
veröldinni kippt undan fótum okkar
allra, eftir sitjum við og reynum að
skilja tilgang þessa alls. í augnablik-
inu kem ég ekki auga á hann en ég
verð að trúa því að henni Úllu minni
hafi verið ætlað eitthvað annað og
meira á því tilverustigi sem hún nú
er komin til. Ég veit það í hjarta
mínu að hún og Siggi bróðir hennar
ganga nú um fallegar grundir, þaðan
sem hún mun vaka yfir okkur og
gæta.
Við Egill sendum foreldrum henn-
ar og ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Elsku Jói minn,
Brynja og Birta: Engin orð fá rétti-
lega lýst sorg minni en vonandi deyf-
ir tíminn mesta sársaukann.
Guð blessi minningu Úllu Harð-
ardóttur. _
Agústa Lúðvíksdóttir.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(R.Ó.)
Góði Guð, hvert er réttlætið í þessum
heimi þínum? Af hverju var Úlla
tekin frá öllum, sem þekktu hana
og dáðu, elskuðu og virtu? Ung kona
í blóma lífs síns sem örugglega kunni
að gefa meira en að þiggja. Eigin-
konu burt frá manninum, sem átt
hefur hug hennar allan og móður
tveggja ungra dætra, sem hún stolt
sagði hnyttnar sögur af. Það þarf
enginn að ímynda sér að Brynja litla,
sem gekk bæði ákveðnum og sjálf-
stæðum skrefum í fyrsta skólatím-
ann sl. haust, skilji tilgang lífsins í
bráð og enn síður sólargeislinn,
Birta, sem aðeins er á öðru árinu
nú við móðurmissinn. Við, sem eftir
sitjum, eigum engin svör, trúum því
bara og treystum að Úllu okkar sé
ætlað þarfara hlutverk annars stað-
ar.
Við, sem þetta ritum, höfum þekkt
Úllu í tæp 20 ár. Eflaust hvarflaði
það ekki að nokkurri okkar þegar
við, 16 ára óharðnaðir unglingar,
komum saman í lítilli skólastofu í
gamla Versló í Þingholtunum, að
með okkur tækist sú góða vinátta,
sem æ síðan hefur haldist.
Ólíkt öðrum bekkjum í Versló á
þessum árum, gátum við mjög fljótt
státað af „ómenguðum" kvennabekk
þar sem að þeir tveir ungu sveinar,
sem voru nemendur 3-G til að byrja
með, sáu þann kost vænstan að láta
flytja sig í aðra bekki sökum „kynja-
misréttis" að því er talið var. Eftir
stóðu 16 bráðskemmtilegar ungar
blómarósir, sem hafa brallað sitt-
hvað í gegnum tíðina, eins og bláa,
slitna saumaklúbbsbókin ber merki.
Minningarnar streyma fram í
hugum okkar allra, en annað eins
áfall hefur aldrei hent okkar hóp.
Úlla var drifkraftur hópsins, og
ávallt að minna á að nú væri kominn
tími til að hittast. Lífið væri nefni-
lega allt of stutt tiþað láta sér leið-
ast eða líða illa. Úlla setti heldur
aldrei neitt fyrir sig. Hún hafði allt-
af tíma fyrir vini sína, mánaðarlega
saumaklúbba, útilegur, utanlands-
reisur og annars konar „orlofsferðir"
saumaklúbbsins Samheldni, sem
stofnaður var á Versló-árunum
1977-1979.
í huga okkar var aidrei nein
spurning um að Úlla yrði allra kerl-
inga elst, eins lífsglöð og jákvæð sem
hún var. Hún bar reyndar ekki til-
finningar sínar á torg, en átti mjög
auðvelt með að hugga og gefa af
sér þegar svo bar við. Það var gott
að leita til Úllu, eins prúð, yfirveguð
og einlæg sem hún var. Hins vegar
var alltaf stutt í fjörkálfinn þegar
sá gállinn var á henni og þegar hún
var beðin um að gera eitthvað svar-
aði hún oft „ekki málið“.
Það má með sanni segja að Úlla
hafí kvatt okkur vinkonurnar með
„stæl“, þegar hópurinn kom síðast
saman í sumarbústað í Borgarfirð-
inum í apríl, en það var einmitt
heima hjá Úllu sem sú orlofsferð
húsmæðra var skipulögð skömmu
áður. Úlla átti það nefnilega til að
koma á óvart og ber matseldin henn-
ar þess m.a. gleggst merki. Stolt og
ánægð hafði hún sagt okkur frá því
fyrir mörgum árum að hann Jói sinn
eldaði allan mat á heimilinu þar sem
hún kynni hreinlega ekki til verka á
því sviði. Við trúðum þessu lengi vel
eða allt þar til við fórum að stunda
sumarhúsaferðir. Úlla bað okkur
vinsamlegast að sitja sem fastast í
heita pottinum með hvítvínskútinn á
meðan hún töfraði fram framandi
rétti. Við mættum bara ekki segja
Jóa frá þessu því hann gæti farið
að trúa því að hún kynni að elda.
Við áttum svo sannarlega saman
skemmtilega helgi og Ulla sam-
þykkti að sjá að hluta til um okkar
ytra útlit er æskublóminn tæki að
fölna. Hún bætti við að það væri svo
sem kominn tími til að hressa aðeins
upp á okkur með þeim afleiðingum
að næstu klukkutímar fóru í augn-
háralitun þar sem Úlla var auðvitað
í aðalhlutverki.
Að aflokinni heiginni kvöddumst
við sælar og glaðar og eitt var víst;
við myndum auðvitað hittast fljótt
aftur. Okkur óraði ekki fyrir því að
sláttumaðurinn stæði á næsta leiti
og hyggi stórt skarð í þenna fína
hóp enda áttum við eftir að gera svo
margt saman.
Elsku Jói, Brynja og Birta, þessi
bitri sannleikur er ykkur þungbær
og erfitt er að trúa því að tíminn
lækni sárin. Við sendum ykkur, for-
eldrum og systkinum hugheilar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
Úllu.
Saumaklúbburinn
Samheldni.
Þau orð eru ekki til sem megnuðu
að lýsa sorg minni yfir ótímabæru
fráfalli Úllu, æskuvinkonu minnar.
Ung kona sem hrifin er frá tveim
barnungum dætrum sínum, Brynju
og Birtu, og fjölskyldu. Hver er til-
gangurinn?
Úlla var óskaplega skemmtileg
og glöð sem barn, ósérhlífin og góð
í sér, vinátta okkar var sterk enda
vorum við alitaf saman.
Æskuminningar mínar með Úllu
eru gersemi sem ég geymi vel og
var ég heppin að hafa kynnst henni
en kveð hana nú með miklum trega.
Elsku Jói, Brynja og Birta, Úlla,
Hörður og fjölskylda, megi Guð al-
máttugur styrkja ykkur í þessari
sorg og Guð veri með ykkur.
Kveðja frá æskuvinkonu,
Lóa Lára.
Dáin, horfin, harmafregn. Slökkt
hefur verið á sólargeisla sem kom
inn í líf okkar á Saloon Ritz 1983,
þegar Úllar kom sem nemi í hár-
greiðsluiðn. Þegar hún kom í viðtal
til mín áttaði ég mig fljótt á því að
ekki kæmi til greina að segja nei
við hana, því hún var staðráðin í því
að læra á Saloon Ritz og þar við
sat. Það var okkur mikil gæfa að
fá hana til starfa, því hún var hörku-
dugleg, með mikla ábyrgðartilfínn-
ingu og mjög skemmtileg. Hún varð
strax mikill vinur okkar. Margar
minningar koma í hugann, skemmti-
legar útilegur, allar hárgreiðslusýn-
ingarnar, þar sem Úlla var bæði
hárgreiðslumeistarinn sem sýndi
listir sínar og sýningarstúlka.
Við þökkum Úllu áralangt sam-
starf á Saloon Ritz og biðjum góðan
guð að umvefja hana ljósi sínu og
kærleika.
Elsku Jói og dætur, við vitum að
orð eru lítilsmegnug á sorgarstundu
en allar góðu minningarnar um ást-
kæra eiginkonu og móður verða
aldrei frá ykkur teknar. Guð veri
með ykkur og fjölskyldunni allri.
Jón Stefnir og
starfsfóik Saloon Ritz.
• Fleiri minningargreinar um
Úllu Harðardóttur bíða birtingar
ogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR KONRÁÐSDÓTTIR,
Gröf,
Vfðidal,
lést á Héraðsjúkrahúsinu á Blönduósi laugardaginn 12. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síöar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigfús Sigfússon,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, +
ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR,
Heiðarbrún 45,
Hveragerði,
lést 6. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey frá Fáskrúðsfjarðarkirkju.
Þökkum auðsýnda samúð.
Andrés Bjarnason
og fjölskylda.
+
Ástkær eiginkona mín,
INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR,
þroskaþjálfi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 13. júlf.
Fyrir hönd barna og barnabarna.
Pétur Bjarnason.
+
Faðir okkar,
INGOLF PETERSEN,
bakarameistari,
varð bráðkvaddur 14. júlí.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Malia og Jonna Petersen.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir,
mágur og tengdasonur,
GÍSLI S. ARASON
rekstrarráðgjafi og háskólakennari,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 15. júlí.
Vildís Halldórsdóttir,
Kristín Hulda Gísladóttir.
Ari Magnús Kristjánsson,
Arndís Aradóttir,
Erla Aradóttir,
Kristjana Aradóttir,
Kristján Arason,
Örn Arason,
Kristín Guðmundsdóttir.
Hulda Júlíana Sigurðardóttir,
Stefán Þorri Stefánsson,
Jón Níels Gíslason,
Þorgeir Ingi Njálsson,
Þorgerður K. Gunnarsdóttir,
Sigríður Árnadóttir,
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN DAGBJÖRT SIGVALDADÓTTIR,
áður til heimilis að Strandgötu 13,
Ólafsfirði,
iést að Hornbrekku 12. júlí síðastliðinn.
Konráð Antonson,
Helga Sigurðardóttir,
Friðrik Þorbjörnsson,
Gísli Hvanndal Jónsson,
Guðmundur Sigursteinsson,
Guðrún Bæringsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Brynhildur Einarsdóttir,
Sigvaldi Einarsson,
Elsa Einarsdóttir,
Jóna K. Einarsdóttir,
Bjarnheiður Einarsdóttir,
+
Ástkær móðir okkar,
ANNA SIGURÐARDÓTTIR,
handavinnukennari,
Miðtúni 54,
lést hinn 11. júlí.
Gunnar Víkingsson,
Sigurður Vfkingsson,
Eiríkur Vfkingsson,
Þór Örn Vfkingsson.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBJÖRN HERBERT
GUÐMUNDSSON,
rafvirkjameistari,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 18. júlí kl. 14.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Suðurnesja og aðrar
líknarstofnanir.
Róbert Þór Guðbjörnsson, Guðbjörg Irmý Jónsdóttir,
Björn Herbert Guðbjörnsson, Ingunn Ósk Ingvarsdóttir,
Guðmundur Bjarni Guðbjörnsson, Guðveig Sigurðardóttir,
Guðný S. Guðbjörnsdóttir, Gísli Pálsson,
Gunnar Guðbjörnsson,
Hjördís Guðbjörnsdóttir, Karl Grönvold,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar ástkæra og yndislega dóttir, systir og
barnabarn,
LILJA ÓSK HILMARSDÓTTIR,
Háteigi 14F,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er meðal
annars bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Hilmar Th. Björgvinsson, Guðný S. Magnúsdóttir,
Hanna Björk Hilmarsdóttir,
Björgvin Th. Hilmarsson, Jóhanna S. Páisdóttir,
Magnús Guðmundsson, Stella Björk Baldvinsdóttir.