Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL1S, / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fyrsta þangið finnst í Surtsey Þorbjörn í Grindavík og Bakki í Bolungarvík sameinast Kvóti fyrirtækisins verður 11.500 tonn FRÁ því Surtsey gaus 1963 hafa 'T*- náttúrufræðingar fylgst vel með þróun lífríkisins í og við eyna. I síðustu viku lauk hafrannsókna- skipið Árni Friðriksson leiðangri undir stjórn Karls Gunnarssonar, leiðangursstjóra. Lífríkið á botn- inum í kringum eyna og í fjörum hennar var kannað og fannst í fyrsta sinn þang - klapparþang, í fjöru eyjarinnar og hefur það því tekið þangið 34 ár að festa rætur í eynni. Ári eftir að gosið hófst var Surtseyjarfélagið stofnað til að standa fyrir rannsóknum á eynni. Ákveðið var að friða Surtsey svo hægt yrði að fylgjast enn betur með „landnámi" lífvera á nýju landi og við strendur þess. Líf- fræðingar hafa fengið einstætt tækifæri til að fylgjast með Iand- námi lífsins og baráttu þess fyrir tilveru sinni þessi 34 ár sem liðin eru frá gosi. Talsvert brotnar úr berginu á hverju ári í Surtsey hafa nú fundist um 50 tegundir háplantna, en „land- nám“ lífríkisins neðansjávar hef- ur gengið hægar. Ástæða þess er að sandskröpun og sjávarrof hafa tafið verulega uppvöxt gróðurs- ins. Á hverju ári brotnar talsvert úr berginu á suðurströnd eyjar- innar og ströndin færist inn um allt að 50 metra á ári. í leiðangrinum í síðustu viku voru sýni tekin af botninum allt frá fjöruborði og niður á 30 metra dýpi. Einnig tóku kafarar þrívídd- armyndir af botngróðri. Um 40% af hörðum botni við eyna eru þakin þörungagróðri og eru kisil- þörungar algengastir. GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi um að fyrirtækin Þorbjörn hf. í Grindavík og Bakki hf. í Bolungar- vík verði sameinuð í eitt fyrirtæki undir nafni Þorbjarnar hf. Það verð- ur eitt stærsta sjávarútvegsfyrir- tæki á íslandi en áætluð ársvelta þess er rúmir þrír milljarðar króna. Kvóti fyrirtækisins á næsta fisk- veiðiári verður um 11.500 tonn, þar af um tíu þúsund tonn innan fisk- veiðilögsögunnar. Kvótastaðan í þorski verður um 3.600 tonn. Við samrunann munu hluthafar Bakka hf. eiga 29% hlutafjár í hinu sameinaða félagi og hluthafar Þor- bjarnar hf. munu eiga 71%. Samein- ingin miðast við 1. september. Höfuðstöðvar hins sameinaða fyrirtækis verða í Grindavík. Þor- björn gerir út tvo frystitogara, Hrafn Sveinbjarnarson og Gnúp og ísfisktogarann Sturlu. Bakki á tvo ísfisktogara, Dagrúnu og Heiðrúnu. Góð tíðindi fyrir Vestfirðinga Einar Kr. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga, segir að sameining Þorbjörns og Bakka séu mjög góð tíðindi fyrir vestfirskt atvinnulíf. „Eftir samtöl við for- ráðamenn Þorbjörns hef ég sann- færst um að þeir ætla að standa að uppbyggingu atvinnulífsins fyrir vestan með myndarskap. Mér þótti einna ánægjulegast að heyra að þeir telja sig ekki síst vera að fjár- festa í þeim möguleikum sem vest- firskur sjávarútvegur býr yfir, t.d. hagstæðri staðsetningu við fengsæl fiskimið. Útlit er fyrir að á árinu muni 1-1 'A milljarður króna koma sem aukið hlutafé inn í vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki." ■ Áætluð/14 Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson KLAPPARÞANG fannst í fjöru Surtseyjar í fyrsta sinn í síðustu viku, í rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Það hefur tekið þangið 34 ár að festa rætur. Hér sjást líffræðingar að störfum í fjöru Surtseyjar í síðustu viku. Bandaríkin Iceland Sea- food eykur söluna SALA Iceland Seafood, dóttur- fyrirtækis ÍS í Bandaríkjunum, hefur aukizt um 5 til 12% fyrstu 6 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vöxtur í flakasölu er mestur en veruleg aukning hefur orðið í sölu náttúrulegra afurða úr verksmiðju fyrirtækisins. Ný verksmiðja er nú að rísa í bænum Newport News í Virginíu- fylki, en núverandi verksmiðja á Camp Hill í Pennsylvaníu var reist fyrir 30 árum. Nýja verksmiðjan verður prufu- keyrð um miðjan ágúst, formlega tekin í notkun að áliðnum október og þeirri gömlu þá lokað. I nýju verksmiðjunni verður framleiðslu- geta mun meiri, færra starfsfólk þarf til að framleiða hvert kíló og launakostnaður á starfsmann lækkar einnig. Fullbúin kostar verksmiðjan um 25 milljónir doll- ara, um 1,8 milljarða króna. ■ „Sjáum fram á/B3 Bensín lækkar BENSÍN lækkaði í verði í gær um tæp 2% hjá olíufélögunum. Lítrinn af 95 oktana bens- íni kostar nú 76 krónur en kostaði áður 77,50, 98 oktana bensín kostar nú 80,70 en var áður á 82,20 krónur. Er miðað við að bensíninu sé dælt á bílinn. Gasolía lækkar nokkru meira en bensínið eða um 6-7% og kostar lítrinn af dísil- olíu nú 28,20 en var áður á 30 krónur. Þá lækka skipaol- íur um 8,65% en svartolía um nálægt 10%. Ástæðan fyrir verðlækkun- inni á bensíni og olíu er að verð hefur farið lækkandi á heimsmörkuðunum. Úrlausn Hæstaréttar um Guðmundar- o g Geirfinnsmál birt í gær Ekkí var fallist á beiðni Sævars um endurupptöku HÆSTIRÉTTUR birti í gær úrlausn sína um beiðni Sævars Ciesielskis um endurupptöku Guð- mundar- og Geirfinnsmála. Þar kemst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lagaskilyrðum til að verða við beiðninni sé ekki fullnægt. Niðurstaða Hæstaréttar er sú að fæst þeirra atriða sem Ragnar Aðalsteinsson, skipaður tals- maður Sævars vegna beiðninnar, færði fram henni til stuðnings, fullnægi lagaskilyrðum til að verða forsendur fyrir endurupptöku. Byggist það aðal- lega á því að þessi atriði hafi verið Hæstarétti kunn við uppkvaðningu dóms í málinu árið 1980 og hafi þá verið tekin afstaða til þeirra. í niðurstöðu segir að við meðferð málsins beri að hafa í huga að Hæstiréttur hafi á sínum tíma talið alvarlega galla vera á rannsókn þess, þótt ekki hefði verið talið að þeir ættu eftir að valda því að málið ónýttist eða ekki yrði af sakfellingu. „Þessir gallar hafa þó að líkindum einhveiju ráð- ið um það að niðurstaða Hæstaréttar varð nokk- uð önnur en héraðsdóms,11 segir í lokakafla úr- lausnarinnar. Sævar sætti ólögmætu harðræði Þá er komist að þeirri niðurstöðu að Sævar Ciesielski hafi sætt ólögmætu harðræði í gæslu- varðhaldsvist í Síðumúlafangelsinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 1980 hafi þetta verið að nokkru kunnugt en frekari gögn hafi komið fram um þetta nú. Þetta þykja hins vegar vera einu atrið- in sem færð hafi verið fram og til álita geti kom- ið sem grundvöllur að endurupptöku málsins. „Þótt atriði þau, sem nú hafa verið leidd í ljós, styrki nokkuð fyrri ásakanir dómfellda [Sævars] um harðræði í gæsluvarðhaldsvistinni, er það mat réttarins, að ekki hafi komið fram nýjar upplýs- ingar, sem líklegar væru til þess að hafa breytt niðurstöðu Hæstaréttar 22. febrúar 1980,“ segir orðrétt í lokaorðum. Ragnar Aðalsteinsson gagnrýnir úrlausnina harðlega og segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framhald málsins en benti í samtali við Morg- unblaðið í gær á að um þau mál sem hefðu feng- ist endurupptekin fyrir dómstólum í nágranna- löndum okkar, gilti það að endurupptaka hefði ekki fengist í fyrstu tilraun. ■ Skilyrðum til endurupptöku/24-25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.