Morgunblaðið - 16.07.1997, Side 28

Morgunblaðið - 16.07.1997, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Dagmar Sveins- dóttir fæddist á Akureyri 22. apríl 1913. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 6. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sveinn Sigurjónsson, kaup- maður og bæjarfull- trúi á Akureyri, f. 10. september 1875, d. 22. ágúst 1928, og kona hans Jó- hanna Sigurðar- dóttir, kaupmaður, f. 29. október 1885, d. 13. mars 1967. Systir hennar er Ragnheiður, f. 13. júní 1915, maki Bragi Eiríksson, f. 29. júní 1915, fv. framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda, Reylyavík. Fósturbróðir hennar var Hámundur Arnason verk- fræðingur, f. 10. júlí 1915, d. 9. júlí 1991, maki Kitty Elisa- beth, f. Clausen. Hinn 12. október 1935 giftist Dagmar Jóni M. Árnasyni, f. 19. júní 1911, d. 18. október 1962. Jón var vélsljóri að mennt og ^ starfaði síðast sem verksmiðju- stjóri Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar í Krossanesi Akur- eyri. Foreldrar hans voru Árni Jónsson, búfræðingur og bóndi á Þverá í Svarfaðardal, f. 11. apríl 1884, d. 12. mars 1924, og kona hans Dórothea Þórðar- dóttir, f. 6. maí 1882, d. 23. apríl 1972. Dagmar og Jón eign- uðust sex börn: 1) Sveinn, f. 18. desember 1935, staðgengill Elskuleg tengdamóðir mín, Dag- mar Sveinsdóttir, er látin. Andlát hennar bar nokkuð brátt að enda þótt hún væri búin að vera heilsu- veil undanfarin tvö ár. Ég hitti Dagmar fyrst fyrir u.þ.b. 25 árum þegr ég kynntist Árna, yngsta syni hennar, en þau bjuggu þá ennþá á Akureyri. Mér varð strax ljóst að þarna fór einstök kona, hlýleg og elskuleg frá fyrsta fundi. Hún hafði alla tíð eisntakan hæfileika til að laða fram það besta í fari fólks. Dagmar tók sig upp og flutti með Árna frá Akureyri til Reykja- víkur enda voru þá öll börnin henn- " > ar komin suður. Það hlýtur samt að hafa verið mikið átak fyrir hana að taka upp rótgróið heimilið á Eyrarveginum og hefja störf á nýj- um vinnustað í Reykjavík. Aldrei heyrðist hún samt nefna það eða kvarta. Henni virtist það svo sjálfsagt að vera nálægt börn- um sínum og barnabörnum. Ég held að ekkert ömmubarn hafi farið varhluta af góðsemi hennar og umhyggju. Eftir að Dagmar hætti að vinna átti hún betur heimangengt og átt- um við þá margar góðar stundir saman á Blönudósi, í Noregi og á Selfossi þegar hún dvaldi hjá okkur um lengri tíma. Þessar stundir * verða mér, Árna, Helgu og Kidda ómetanlegar. Það var svo gott að hafa hana í návist sinni. Hún las og spilaði við börnin og hafði af því jafn mikla ánægju og þau. Dagmar var óþreyt- andi í eldhúsinu enda afbragðs- kokkur. Hún bakaði vínarbrauð, snúða og annað góðgæti með góðri aðstoð barnanna. Ekki má gleyma laufabrauðs- og sláturgerð, en þá var Dagmar í essinu sínu. Þá fylgdu gjarnan með sögur frá Akureyri og manni hennar Jóni, sem var henni * mjög kær. Dagmar var greind kona. Hennar yndi var lestur góðra bóka. Hún var áhugasöm um ættfræði og fylgdist vel með öllu sem fram fór í þjóðfélaginu. Þá var hún vandvirk hannyrðakona og nutu nýfædd börn í fjölskyldunni þess. Ég kveð Dagmar með söknuði. Hún kenndi mér margt. bankastjóra í Bún- aðarbanka íslands, maki Ingibjörg Jó- hannesdóttir, ritari hjá Lánasýslu ríkis- ins. 2) Árný, f. 25. mars 1941, ritari hjá sýslumannsemb- ættinu i Reykjavík, maki Stefán Guð- johnsen, tæknifræð- ingur. 3) Ragnheið- ur, f. 9. ágúst 1942, fulltrúi í Pósthúsinu í Ármúla, Reykja- vík, maki Guðjón Eiríksson, bifvéla- virki. 4) Gylfi Már, f. 8. júní 1947, forstöðumaður hjá Pósti og síma, maki Sigrún Hrafns- dóttir, starfsmaður hjá Pósti og síma. 5) Jóhanna, f. 12. júlí 1950, d. 11. ágúst 1950. 6) Árni, f. 30. september 1952, læknir og tannlæknir, maki Steinunn Kristinsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri hjá Heilsugæslunni í Lágmúla í Reykjavík. Bama- börn eru 13 og barnabarnabörn 16. Dagmar starfaði við verslun- arstörf á Akureyri, m.a. hjá Versluninni Amaro. Hún fluttist til Reykjavíkur á árinu 1972 og starfaði þar í Verslun Bern- harðs Laxdal í Kjörgarði til ársins 1982. Minningarathöfn um Dagmar verður í Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30, en jarðsett verður frá Höfðakapellu á Akureyri föstu- daginn 18. júli klukkan 10.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Steinunn. Kær mágkona er látin. Dagmar Sveinsdóttir var systir eiginkonu minnar, Ragnheiðar. Þær systur, sem voru einu börn foreldra sinna, fæddust báðar og ólust upp í Brekkugötu 7 á Akureyri. Þær nutu mikils ástríkis foreldranna, Sveins Siguijónssonar, kaupmanns og bæj- arfulltrúa, og konu hans, Jóhönnu Sigurðardóttur. í Brekkugötu 7 bjó einnig mágkona Sveins, Ragnheið- ur Guðmundsdóttir, en hún var ekkja eftir Sigtrygg bróður Sveins. Þeir bræður létust báðir á besta aldri, Sveinn á árinu 1928 fimmtíu og tveggja ára gamall. Sveinn og Jóhanna ráku kúabú í Brekkugötu 7 og seldu mjólk. Við fráfall þeirra bræðra tóku eftirlifandi ekkjur til óspilltra málanna. Þær juku kúa- búið og höfðu fimm kýr í fjósi. Ragnheiður annaðist mjaltir og hirðingu kúnna. Á sumrin var hey- skapur stundaður í Hamarkoti, Syðratúni og uppi á svokallaðri Nýrækt skammt frá búgarðinum á Lundi. Jóhanna rak verslun um nokkurt skeið í bakhúsinu við Brekkugötu 7 sem var eftir nokkur ár breytt í mjólkursölu með mjólk frá Mjólkursamlagi KEA. Þau hjón Sveinn og Jóhanna höfðu tekið í fóstur ungan dreng, Hámund Árna- son. Þessi þrjú börn, sem ólust upp í Brekkugötu 7, tóku mikinn þátt í vinnu við heyskap á sumrin. Um tíma var heyjað frammi í hólma við Eyjafjarðará. Dagmar tók þátt í öllum þeim störfum sem hún gat ráðið við á sínum yngri árum. Hún hafði áætlun um að ganga menntaveginn og sat einn vetur í Gagnfræðaskólanum sem síðar varð Menntaskólinn á Akureyri. Að afloknu fyrsta bekkjar námi í Gagnfræðaskólanum hafði hún hug á að stunda nám í Verslun- arskólanum í Reykjavík. Foreldrar hennar studdu vel þessar fyrirætlan- ir en þegar faðir hennar veiktist voru áætlanir um frekara skólanám felldar niður. Dagmar réð sig til vinnu hjá Þorsteini M. Jónssyni, bóksala á Akureyri. Þorsteinn keypti útgáfuréttinn að tímaritinu Nýjar kvöldvökur af dánarbúi Sveins Sig- uijónssonar en Sveinn hafði í félagi við aðra gefíð Kvöldvökurnar út í rúm 20 ár. Árið 1934 fór Dagmar í Húsmæðraskólann á ísafírði sem rekinn var af Kvenfélaginu Ósk undir ötulli stjóm Gyðu Maríasdóttur sem var afburða kennari. Þegar hér var komið sögu var Dagmar búin að kynnast ungum vélstjóra, Jóni Magnúsi Ámasyni frá Þverá í Svarfaðardal. Jón var afburða duglegur og vel gefinn maður. Hann stundaði nám við skól- ann á Laugum í Reykjadal og gekk síðan í Vélskólann í Reykjavík. Hann gerðist vélstjóri á fiskibátum og stundaði sjóinn í nokkur ár. Meðal annars sigldi hann til Bret- lands á stríðsámnum sem vélstjóri á Súlunni frá Akureyri. Þegar Jón hætti sjómennsku réðst hann til starfa hjá Vélsmiðjunni Odda á Akureyri og vann þar þangað til hann var ráðinn verksmiðjustjóri hjá Síldarverksmiðjunni í Krossa- nesi á árinu 1953. Á Krossanesárunum starfaði Dagmar mjög mikið fyrir verk- smiðjuna. Þau hjón voru samstillt í því að vinna sem best að hag verk- smiðjunnar og lá Dagmar ekki á liði sínu. Hún sinnti störfum við símgæslu og vörslu talstöðvar. Skipin kölluðu í talstöðina til að tilkynna um komu með afla og til þess að panta nauðsynlegar vistir. Dagmar hringdi síðan í viðkomandi verslun á Akureyri. Dagmar var alla síldarvertíðina tilbúin að sinna þessum störfum og greiðslu fyrir þau var ekki krafist. Eftir lát manns síns hóf Dagmar störf hjá Versluninni Amaro í Hafn- arstræti á Akureyri. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1972 og starf- aði hjá Verslun Bernharðs Laxdal á Laugaveginum þar til hún hætti vegna aldurs á árinu 1982. Hún fluttist í hús aldraðra í Bólstaðar- hlíð 45 árið 1985 en þar bjuggum við Ragnheiður systir hennar einn- ig. Dagmar flutti síðan að Hrafn- istu í Reykjavík í ársbyijun 1996. Ég votta börnum Dagmar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabömum innilega samúð. Bragi Eiríksson. Það er með söknuði sem við systkinin setjumst niður til að minn- ast hennar ömmu okkar sem nú er látin. Við höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt með henni nána samleið alla okkar ævi. Það var margt sem prýddi hana ömmu. Allur sá áhugi sem hún sýndi okkur og því sem við vorum að gera, jafnaðargeð hennar og myndarskapur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur hefur haft mikil áhrif á líf okkar. Það var ósjaldan þegar hún kom til okkar að hún eyddi öllum deginum við að baka eitthvað handa okkur og auðvitað fengum við að hjálpa til. Sem dæmi um hve allt var gott sem amma bakaði og eldaði er að við getum ekki hugsað okkur annað en nota uppskriftirnar hennar í framtíðinni. Það jákvæða og góða sem hún amma bjó yfir mun verða okkur til fyrirmyndar í framtíðinni. Því er það með virðingu og þakk- læti sem við kveðjum nú elsku ömmu. Blessuð sé minning hennar. Dagmar Rósa, Hörður og Jón Magnússon. Elsku amma er dáin. Ég sakna hennar mikið því að hún var alveg einstök kona. Þegar ég hugsa um hana færist yfir mig innri ró, mér leið alltaf svo vel í návist hennar. Hún laðaði fólk að sér með sinni léttu lund og hlýja hjarta. Ég minnist heimsókna minna til hennar með þakklæti og eftirsjá. Ávallt tók hún á móti mér með þéttu faðmlagi, mörgum kossum og falleg- um orðum. Hrósyrðin voru ekki spöruð og ekki var hægt að efast um ágæti sitt eftir spjall við ömmu. Amma sagði skemmtilega frá og það var fróðlegt að hlusta á hana. Akureyri skipaði stóran sess í huga hennar, enda bjó hún þar bróður- part ævi sinnar. Þegar hún talaði um Jón afa, uppvaxtarár barna þeirra og heimilishaldið í Krossa- nesi og á Eyrarveginum, ljómaði andlit hennar. Þetta voru dýrmætar minningar. En sorgin knúði einnig dyra hjá ömmu. í augum hennar vottaði fyr- ir tárum þegar hún sagði frá alvar- legum veikindum Jóns afa og frá- falli hans langt um aldur fram. Þá kom greinilega í ljós hinn mikli styrkur sem hún bjó yfir. Einnig eru mér minnisstæð þau skipti sem amma gætti mín og systkina minna þegar við vorum börn. Amma vann þá langan vinnu- dag í verslun en þrátt fyrir það var það henni mikilvægt að útbúa fyrir okkur heita kvöldmáltíð. Þetta lýsti vel umhyggjusemi hennar. Á seinni árum, eftir að amma hætti að vinna utan heimilis, hafði hún meiri tíma til að sinna hugðar- efnum sínum. Hún fylgdist vel með barnabömunum og vildi hag okkar sem bestan. Eftir að langömmu- börnin fæddust var amma dugleg að pijóna á þau. Þegar drengurinn minn, Sveinn Ólafur, fæddist fyrir rúmlega fjórum árum, kom amma til mín á fæðingardeildina og færði mér teppi sem hún hafði heklað. Þar leyndi sér ekki smekkvísi henn- ar og gott handbragð. Elsku amma, hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst mér og fjöl- skyldu minni. Minninguna um þig mun ég varðveita í huga mínum um ókomin ár. Hvíl þú í friði. Valgerður Ásta. Elsku amma. Með þessum orðum langar okkur að minnast þín og þeirra yndislegu stunda sem við áttum saman. Það sem einkenndi þig umfram allt annað var hversu blíð og góð þú varst við alla. Ein af þeim setningum sem lýsa þessu best og þú notaðir af mikilli ein- lægni við fjölskylduna þína var „allt sem prýða má einn mann“. Alltaf fannst þú það besta í hveijum ein- staklingi og varst óspör á að hæla okkur öllum, hveijum á sinn hátt, allir áttu sinn stað í hjarta þínu. Gjafmildi þín var einstök og alltaf voru þarfir þínar aftastar á listan- um. Það var gott að vera nálægt þér og ró þín og friður smituðu alla í kring. Þú hafðir mikla gleði af einföldum hlutum, þér leiddist aldr- ei og varst þakklát fyrir allt sem lífið hafði gefíð þér. Jákvæðni þín var aðdáunarverð þar sem þú varðst fyrir því mótlæti að missa afa Jón á unga aldri þegar þið voruð enn að ala upp börnin ykkar og eins misstuð þið afi Jóhönnu dóttur ykk- ar nýfædda. Þú hélst minningu afa lifandi svo okkur fannst sem við hefðum þekkt hann og fundum hann nærri. Þú varst dugleg að vinna fyrir heimilinu eftir að þú misstir afa og vildir veita börnum þínum allt það besta. Heim- ilið þitt einkenndist af þeirri hlýju sem þú stráðir í kringum þig og voru veggir og borð þakin myndum af fjölskyldunni. Fyrstu minningar okkar um heimilið ykkar afa eru að norðan, þar sem við sátum í stórum stálbala í baði og mamma skolaði hárið á okkur með volgu vatni úr hraðsuðukatlinum. í endurminning- unni er eins og alltaf hafi skinið sól á Eyrarveginum og ljóslifandi standa okkur fyrir hugskotssjónum allir þeir stórbrotnu karakterar sem þú hittir í lífinu meðan þú bjóst fyrir norðan. Þú varst óþijótandi brunnur af skemmtilegum sögum um hitt og þetta sem gerðist í Krossanesi og á Eyrarveginum og sagðir þannig frá að það var sem við hefðum verið á staðnum. Svo gott var að koma til þín að við systurnar hlökkuðum alltaf mik- ið til þegar við fengum að sofa hjá þér og fannst það mikil hátíð. Hjá þér var allt í föstum skorðum og það gaf okkur þá öryggiskennd sem DAGMAR SVEINSDÓTTIR þér var svo lagið að veita. Við feng- um að ráða matnum, fískibollur í dós með bleikri sósu og ís með blá- beijum úr krukku á eftir. Síðan last þú fyrir okkur söguna „Um- hverfís jörðina á áttatíu dögum“ og loks fórum við með bænirnar og sungum fyrir þig, amma mín. Þarna lágum við í sólstól og sófa og fannst við vera prinsessur á baun og þú sagðir okkur að við værum yndislegar ömmustúlkur. Þú leyfðir okkur líka að leika með allt sem þú áttir og við höfðum yndi af að klæða okkur í fína kjóla af þér og fara í háhælaða skó. Þú hafðir gaman af að klæða þig upp á og fórst vel með, þannig að það var sem fjársjóðsleit að fá að kíkja í skápana hjá þér. Þú kenndir okk- ur ekki einungis að njóta lífsins á einfaldan hátt heldur einnig margt hagnýtt. Við lærðum að baka klein- ur og ástarpunga svo fátt eitt sé talið. Við fórum í leik við að taka til hjá þér, lokuðum okkur inni á baðherbergi eða í stofu og pússuð- um allt. Það brást aldrei, þú varst alltaf jafn hissa og ánægð hvað við vorum búnar að gera fínt, eins og þú hefðir ekkert orðið vör við hvað við vorum að gera. Það var gaman að heyra þig tala við Heiðu systur þína í símann á morgnana og hvað þið voruð nánar í ykkar daglegu samskiptum. Þú varst alltaf til reiðu að aðstoða okkur við handavinnu og hvað sem við þurftum á að halda. Þegar bömin okkar komu til sög- unnar lást þú ekki á liði þínu að pijóna teppi og sauma út sængur- föt til að undirbúa komu þeirra. Það var yndislegt að fá þig í heimsókn því þú bakaðir, eldaðit' og kjáðir framan í ungviðið og dagarnir urðu innihaldsríkari fyrir bragðið. Flestar minningarnar um þig eru samofnar í huga okkar systranna en við eigum líka minningar hvor um sig sem okkur langar til að þakka. Þórunn Elva: Ég lærði margt af þér í þjónustu- og sölumálum þegar við unnum saman hjá Bernharð Laxdal. Þjónustulundin var þér í blóð borin og ég var stolt þegar konur komu og óskuðu sérstaklega eftir aðstoð þinni. Það er merkilegt til þess að hugsa, að margt af því sem ég lærði, nýtist mér nú í starfi mínu sem ráðgjafí i Bandaríkjunum. Þú myndaðir strax sterk tengsl við drengina okkar Hafsteins og varst okkur ómetanlegur stuðningur í gegnum veikindi þeirra á fyrstu æviárunum. Þú talaðir mikið um athyglisgáfu Eggerts Karls og enn segjum við oft, það s_em þú sagðir alltaf þegar Stefán Árni var sem veikastur: „Stefán Árni stendur sig.“ Ragný Þóra: Eftir að við fluttum í Bláskógana og Þórunn systir var flutt að heiman, var það fastur lið- ur þegar mamma og pabbi fóru til útlanda, að hringja í þig og biðja þig að vera hjá okkur. Þú stjanaðir við okkur Jóhannes, sem þá var kominn til sögunnar og varst ekki ánægð fyrr en eftir að minnsta kosti tíu pönnukökur á mann. Þú sýndir Donnu okkar mikla hlýju og sast með hana í glugganum og gættir hennar á meðan við vorum í burtu. Þessar minningar eru okkur mjög dýrmætar. Elsku arama, það er fallegt til þess að hugsa og lærdómsríkt, hversu vel þú kvaddir, í sátt við Guð og menn. Þú varst umvafin börnum, tengdabörnum og barna- börnum sem öll elskuðu þig og virtu. Við hefðum kosið að geta komið til þín síðustu dagana þína en það var erfitt um vik, þar sem við erum báðar búsettar í Banadaríkjunum. Við nutum þó þeirrar gæfu að hafa báðar hitt þig á þessu ári og erum þakklátar fyrir það. Við systurnar, Hafsteinn, Jó- hannes og börnin okkar, sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar, elsku mamma og pabbi, Sveins, Diddu, Gylfa, Árna og fjöl- skyldna ásamt Heiðu og Braga. Við vitum að það var vel tekið á móti þér, amma mín, fyrir handan. Guð blessi þig ætíð. Þórunn Elva Guðjohnsen og Ragný Þóra Guðjohnsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.