Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fínn miðill hefur útsendingar í Aðalstræti 6 ÚTVARPSFÉLAGIÐ Fínn miðill hf. hefur flutt starfsemi sína að hluta til I Aðalstræti 6, Morgun- blaðshöllina gömlu, og hefur FM 95,7 hafið útsendingar þaðan. Stefnt er að því að öll starfsemi verði komin í Aðalstræti 6 í sept- ember. Fínn miðill hf. er sameinað fyrirtæki FM 95,7 og Aflvaka, sem rekur Aðalstöðina, X-ið og Klassík FM. í stjórn félagsins eru Baldvin Jónsson, sljórnarfor- maður, og Árni Samúelsson. „Það er gott að vera kominn aftur á gamla staðinn,“ segir Baldvin, en hann var um árabil auglýsingastjóri Morgunblaðs- ins. „Það má glöggt finna að fjöl- miðlaandinn svífur ennþá yfir vötnum.“ Hann segir ekki síður ánægju- legt að hljóðverin verði staðsett þar sem Gallerí Borg er til húsa, þannig að dagskrárgerðarmenn hafi útsýni yfir Ingólfstorg. Framtíð Klassík FM óráðin Með sameiningunni er fyrst og fremst verið að hagræða og auð- velda viðskiptavinum að nálgast markaðinn í gegnum ljósvaka- miðla. Er hugmyndin sú að selja nýjum aðilum aðgengi að fyrir- tækinu í náinni framtíð. Markhópur X-sins og FM 95,7 hefur verið yngri kyslóðin og svo verður áfram. Aðalstöðin mun einnig halda sínum sérkennum en óráðið er hvað verður um Klassík FM. Fastráðnir starfsmenn Fíns miðils eru á bilinu 30 til 35 og eru um 15 manns i hlutastarfi. Ekki verður ráðið fleira starfs- fólk í bili og er stefnan sú að hver og einn haldi starfi. Frek- ari stöðuveitingar innan félags- ins verða faldar nýjum útvarps- sljóra, sem ráðinn verður á næst- unni. Fréttir á X-inu og Aðalstöðinni Fréttastofa FM 95,7 verður áfram rekin með sama hætti og hingað til. Aðalstöðin og X-ið munu einnig hefja fréttaútsend- ingar í haust. Ekki verður sent út á samtengdum rásum. Fréttir á X-inu eiga að höfða meira til yngri kynslóðarinnar en fréttir á Aðalstöðinni verða almennari. „Stöðvamar munu halda áfram því brautryðjendastarfi sem þær hafa unnið að þvi Ieyti að gefa ungum og óreyndum útvarps- mönnum tækifæri," segir Bald- vin. „Margir af vinsælustu út- varpsmönnum landsins stigu sín fyrstu skref hjá okkur og við verðum áfram útungunarstöð fyr- ir hæfileikaríka útvarpsmenn." Morgunblaðið/Arnaldur FM 95,7 hefur hafið útsendingar úr gömlu Morgunblaðshöll- inni. Núverandi húsnæði er þó til bráðabirgða. Hyóðverin verða síðar meir þar sem Gallerí Borg er til húsa. Niu buðu í Mývatnsveg ÞINGVIRKI sf og Akverk ehf í Mývatnssveit buðu sameiginlega lægst í lagningu Mývatnsvegar á kafla milli Stekkjarness og Kísil- vegar en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í fyrradag. Tilboð fyrirtækisins nam 40,2 m.kr. en kostnaðaráætlun verk- kaupa 50,6 m.kr. Alls bárust 9 tilboð í verkið. Möl og sandur, Akureyri, bauð 41,3 m.kr., Jarðverk ehf á Dalvík bauð 41,8 m.kr. og Klæðning í Garðabæ einnig 41,8 m.kr. Jarð- verk í Fnjóskadal bauð 43,6 m.kr., Héraðsverk, Egilsstöðum 44,6 m.kr., G. Hjálmarsson, Akureyri 45,1 m.kr og Sniðill hf, Mývatns- sveit 48 milljónir króna. Hafnarverk ehf á Akureyri og Rögnvaldur Árnason á Sauðárkróki buðu sam- eiginlega 65,8 m.kr. Morgunblaðið/Golli LISTAVERK og önnur mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal liggja undir skemmdum og eru uppi hugmyndir um að reynt verði að vernda verkin og endurbyggja. Listaverk og mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal Listamenn taki verk Samúels í fóstur BÍLDUDALSSÓKN hefur ákveðið að leita eftir viðhorfi ein- staklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana til framtíðar Selárdalskirkju en hún er illa farin af veðri og vindum. FERÐAMÁLAHÓPUR atvinnu- málanefndar Vesturbyggðar hefur beitt sér fyrir að ná saman hópi fólks sem er tilbúið að leggja á sig sjálfboðavinnu til að vernda og endurbyggja mannvirki og listaverk Samúels Jónssonar í Sel- árdal í Arnarfirði. Hann hefur stundum verið nefndur listamað- urinn með barnshjartað. Hugmyndin er meðal annars að fá listamenn þjóðarinnar til að taka verk í fóstur og að félagasam- tök iðnaðarmanna taki að sér end- urbætur á mannvirkjum. Haukur Már Sigurðarson á Pat- reksfírði og einn áhugamanna um verndun listaverkanna segir að þau séu mjög illa farin enda hafði þeim ekki verið haldið við árum saman eða þar til Ólafur Gíslason bóndi og hagleiksmaður tók upp á því að lagfæra þau fýrir nokkr- um árum síðan. Segir Haykur að Ólafur hafí fram að þessu unnið mjög óeigingjamt starf við vemd- un verkanna og að hann hafí að auki lagt mikið til kirkjunnar. Haukur sagði ljóst að mikil vinna væri fýrir höndum, sem taka myndi mörg ár og til þess þyrfti töluvert fjármagn. Sagði hann að fagmenn þyrftu að koma þar að bæði við uppbyggingu mannvirkja og ekki síst listaverka. Fyrsta skrefíð yrði að fá metið hvað þyrfti að gera og hvemig bæri að standa að verki, gera verkáætlun til nokk- urra ára og kostnaðaráætlun. Þeg- ar þær upplýsingar lægju fyrir væri hægt að heíja fjársöfnun. Hugmyndir hafa komið fram um að listmenn tækju listaverk í fóstur og sæju um endurnýjun og viðhald á einu verki í ákveðinn árafjölda. Verkið mætti vinna með Myndlistarskólanum eða með samningi beint við þekkta lista- menn. Eins hafa komið fram hug- myndir um að fá listamenn til þess að gefa verk til sölu á upp- boði til fjáröflunar. Sagði Haukur að hugmyndir væru um að sami háttur yrði hafð- ur á við viðgerð á mannvirkjum sem Samúel reisti en að þeim verk- þætti þyrfti að koma önnur verk- þekking og því væri rétt að leita til Iðnskólans, samtaka iðnaðar- manna eða skyldra aðila þannig að félagasamtök iðnaðarmanna eitt eða fleiri tækju byggingu í fóstur. Talsverður straumur ferðamanna í Selárdal „Ferðamannastraumur í Selár- dal er nokkur og því orðið brýnt að þar verði komið upp salemisað- stöðu og kemur til greina að setja upp eina slíka í hús á svæðinu sem komið er í eyði,“ sagði Haukur. „Þetta eru allt frumhugmyndir og ljóst að ná þarf samstöðu allra sem málinu tengjast áður en farið er af stað og því er enn langt í land með að við sjáum þessar perlur íslenskrar alþýðulistar í þeirri mynd sem við vildum helst sjá.“ í Selárdal er einnig Selárdals- kirkja reist af Samúel og sam- þykkti sóknarnefnd Bíldudals- sóknar fýrr í sumar að leita bæði innan sóknar og utan eftir við- horfi einstaklinga, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til framtíð- ar kirkjunnar. Hún þjóni ekki leng- ur safnaðarhlutverki og þarfnast gagngerra endurbóta. „Okkur finnst þetta vera mikill vandi að fást við,“ sagði Herdís Jónsdóttir formaður sóknarnefnd- ar. „Þetta er sögufrægur staður og dalurinn myndi missa mikið ef kirkjan fer en við emm fámenn sókn og myndum eiga erfítt með að halda uppi eftirliti og umsjón með kirkjunni. Til þess yrðum við að fá aðstoð annarsstaðar frá. Við viljum því endilega að fólk hugsi um þetta og þá sérstaklega brott- fluttir Selárdælingar hvort þeir hafí áhuga á að veita málinu eitt- hvert lið.“ > > l tapast í gjaldþrotum 340 millj. TÆPAR 340 milljónir króna töpuð- ust í gjaldþroti tveggja trésmiðja. Önnur þeirra var tekin til gjald- þrotaskipta í mars 1993, en hin í febrúar 1997. Skiptum í þeim lauk í byijun sumars. Bú Trésmiðju Þorvaldar Ólafs- sonar hf. var tekið til gjaldþrota- skipta árið 1993. Samkvæmt út- hlutunargerð úr búinu greiddust að fullu samþykktar forgangskröf- ur að fjárhæð rúmar 3,2 milljónir króna. Upp í almennar kröfur, sem samtals voru samþykktar, að fjár- hæð tæpar 263,3 milljónir króna, greiddust tæpar 530 þúsund krón- ur, eða 0,2%. Ekkert greiddist upp í eftirstæðar kröfur. Bú Trésmiðjunnar Samtaks ehf. á Selfossi var tekið til gjaldþrota- skipta í febrúar sl. Skiptum lauk án þess að greiðslur fengjust upp í lýstar kröfur, sem voru að fjár- |' hæð tæpar 73,6 milljónir króna, | auk áfallinna vaxta og kostnaðar k eftir úrskurðardag gjaldþrota- ■ skipta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.