Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 3 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart GUÐMUNDUR Björnsson mundar byssuna og skömmu seinna lá mávur í valnum. SKUGGI er ómissandi þegar sækja þarf varginn út í Tjörn. Allt að 11 þús- und vargfluglar skotnir á ári Vargur í véum VIÐ Tjörnina má stundum sjá menn við vargfuglaveiðar. „Við reynum að vera að störfum þegar fáir eru á ferli við Tjömina svo fólk verði ekki fyrir ónæði“, sagði Guðmundur Björnsson, verkstjóri meindýravama Reykja- víkurborgar. A vegum Reykja- víkurborgar starfa um fimm manns við vargfulgaeyðingu á höfuðborgarsvæðinu þegar mest er yfir sumartímann. Guðmundur sagði að varg- urinn væri ekki meiri í ár en venjulega. „Þegar mest hefur verið höfum við skotið allt uppí 11 þúsund fugla á ári“. Skaðræði Vargurinn er talinn mikið skaðræði og leggst gjarnan á unga við Tjörnina. „Við erum aðallega að störfum í varplönd- um vargsins eins og útí Engey og Viðey“, sagði Guðmundur. „Það eru hins vegar mörg varplönd utan Reykjavíkur þar sem vargfulgaeyðingu er ekki sinnt svo árangurinn hjá okkur er ekki eins mikill og við vild- um.“ Rauðhöfðaandarungar á Mývatni Þriðju mestu afföll á 23 árum VIÐ TALNINGU á rauðhöfðaand- arungum við Mývatn kom í ljós að 0,8 ungar eru á hveija kollu. Tvisv- ar sinnum hafa afföllin verið meiri í 23 ára sögu rannsókna við Mý- vatn. í meðal ári komast 2-3 ungar upp á hveija kollu. Að sögn Arna Einarssonar forstöðumanns Nátt- úrurannsóknastöðvarinnar við Mý- vatn, má rekja hrun hjá stofninum til skorts á rykmýi við vatnið. Árni sagði að árið 1988 hafi einn ungi komist upp á tíundu hveija koliu, sem var algert lágmark og hefur ekki verið lægra, en árið 1989 hafi talan verið nánast sú sama og í ár. „Þetta þýðir fækkun í rauð- höfðastofninum á næsta ári,“ sagði hann en rauðhöfðaönd er þriðja ai- gengasta andartegundin í Mývatns- sveit og verpir hún á undan flestum öðrum öndum. Talning hjá öðrum andartegund- um fer fram í ágúst þegar mestu afföllin eru um garð gengin og eng- ir nýir ungar að koma úr eggjum. Árið 1992 misfórst mest allt varp við Mývatn í Jónsmessuhreti, sem gekk yfir það ár. Árið 1981 komust upp fimm ungar á hveija kollu og sagði Árni að það hafi verið mjög óvenjulegt sama hvaða andartegund ætti í hlut, þar sem þær verpa ekki nema níu eggjum. „Góðu fréttirnar eru þær að ég fann eina skeiðandarkollu með tvo unga en hún er ein sjaldgæfasta öndin á íslandi og þykir alltaf tíðind- um sæta ef hún finnst með unga,“ sagði Árni. Kristján bóndi í Björk Rykmýið getur náð sér á strik ENN er ekki útséð um hvernig fer með ungadauða við Mývatn, að mati Kristjáns Þórhallssonar frétta- ritara Morgunblaðsins í Björk í Mý- vatnssveit. Hann hefur verið bóndi þar í meira en hálfa öld. Kristján telur mögulegt að rykmýið, sem er aðal uppistaða í fæðu andarunga, nái sér á strik ef hlýnar í veðri. Það tekur ekki nema einn til tvo daga, segir Kristján. Kristján segir minna rykmý í ár en undanfarið og telur skýringu þessa vera mikil kuldaköst í vor. „Mjög_ kalt veður hefur áhrif á mýið. í maí var tólf sinnum nætur- frost og í júní sex sinnum. Hitt er svo annað mál að um leið og hlýnar er mýið fljótt að ná sér á strik.“ Kristján telur hæpið að tiltaka eina skýringu sem orsök fækkunar ryk- mýs og sömuleiðis vafasamt að útiloka veðurfar sem skýringu á hruni. Kristján bendir á að rannsóknir á sveiflum í lífríki Mývatns miðist venjulega við árið 1970 en þá var kísilgúrnám í Mývatni þegar hafið. Þannig hafi sveiflurnar yfirleitt verið tengdar kísilgúrnámi. Hann segir að elstu menn muni sveiflur miklu lengur aftur, þær hafi alltaf verið til staðar. Kristján segir mikla þörf á því að rannsaka þetta mál í þaula og telur vísindamenn skulda sér og sveitungum sínum það. Útge röarf élög!! • - að togari getur sparað meira en milljón íslenskra króna með því að kaupa olíu í Færeyjum • - að vistir eru ódýrar í Færeyjum • - að flutningur til og frá Færeyjum er bæði ódýr og fljótlegur SCRABSTER laugard. ^ GAUTABOR< HIRTSHALS mánud., þrlðjud., föstud. FREOERICIA GRIMSBY sunnud. BREMERHAVEI þríðjud. Umboðsdeildin SKIPAFELAGIÐ F0ROYAR Sími 398 11335 Bréfsími 398 11313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.