Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 17/8-23/8 ►SEX fyrirtæki sem flutt hafa inn frosnar franskar kartöflur krefja ríkið um endurgreiðslu á 270 til 280 milljdnum króna auk dráttarvaxta og kostnaðar vegna ólögmætrar álagningar jöfnunargjalds í febrúar 1988. Þá hækk- aði landbúnaðarráðuneyt- ið gjaldið úr 40% í 190% í kjölfar deilu við fjármálaráðuneytið um hvort franskar kartöflur væru iðnaðarvara eða landbúnaðarvara. Álagn- ing jöfnunargjaldsins var dæmd ólögmæt með dómi Hæstaréttar 19. desember 1996. Þegar hefur verið dæmt í máli eins fyrir- tælganna sex og var fallist á endurgreiðslukröfu þess. ►TVEIR menn slösuðust er forsjóðari í Krossanes- verksmiðjunni á Akureyri sprakk á ellefta tímanum á miðvikudag. Þeir voru lagðir inn á slysa- deild FSA en reyndust ekki alvarlega slasaðir. Tveir menn til viðbótar, sem einnig voru nálægt forsjóðaranum, þurftu í heyrnarmælingu en sluppu að öðru leyti með skrekkinn. Tjón vegna sprengingar- innar varð lítið og tefur ekki vinnslu. Ásókn í upplýsing- ar um heilsufar ÁSÓKN í upplýsingar um heilsufar fólks hefur stórlega aukist að þvi er fram kemur í ársskýrslu Tölvunefndar 1996. Þorgeir Örlygsson, formaður Tölvu- nefndar, telur að þess kunni að vera skammt að bíða að aðilar hér á landi, sem stunda viðskipti, vilji komast yfir upplýs- ingar um erfðaeiginleika fólks og aðrar heilsufarsupplýsingar í því skyni að úti- loka einstaklinga, sem hafa tiltekna erfðaeiginleika, frá viðskiptum við sig. Hugað að samein- ingu SHR og Ríkisspítala STEFNT er að undirritun samkomulags mjög fljótlega á milli ríkisins, Reykjavík- urborgar og stjóma Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) um skipulags- og hagræðingaraðgerðir vegna mikils fjárskorts sjúkrahúsanna. Þriggja manna nefnd fjármálaráðuneyt- is, heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkur- borgar hefur í sumar unnið að gerð til- lagna um aðgerðir. Þá verður í næstu viku kynnt sérfræðiskýrsla um hvort hagkvæmt kunni að vera að sameina SHR og Ríkisspítala að hluta eða fullu. Rætt um Smugu- deilu á ný HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra segist gera ráð fyrir að í framhaldi af gerð tvíhliða samnings við Rússland um samstarf í sjávarútvegsmálum verði reynt að þoka þríhliða viðræðum um lausn Smugudeilunnar af stað á ný. Israelar hneyksl- ast á Arafat SPENNAN í samskiptum Israela og Palestínumanna hefur aukist að undan- fórnu og saka hvorir aðra um áhugaleysi á varanlegurn friði. Hafa ísraelar slakað nokkuð á refsi- aðgerðum gegn Palestínumönn- um vegna sjálfs- morðsárásar á markaði í Jer- úsalem þar sem 14 manns týndu lífi en Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur lýst yfir, að hann muni ekki taka við fyrirmælum frá ísraelum. Ögraði hann ísraelum með því að faðma að sér einn af leiðtog- um Hamas-hreyfingarinnar á svokall- aðri þjóðareiningarfundi Palestínu- manna á Gaza og hafa Bandaríkjamenn einnig látið í ljós vanþóknun sína á því. Vaxandi spenna er einnig í Suður-Lí- banon en þar hafa að minnsta kosti 10 óbreyttir borgarar látið lífið á einni viku. Gerðu ísraelar loftárás á landið á miðvikudag, eina þá mestu, sem þeir hafa gert í rúmt ár. Reynt að gera við Mír-stöðina ÞRIGGJA manna áhöfn rússnesku geimstöðvarinnar Mír átti að hefjast handa við viðgerðir á Spektr-einingu stöðvarinnar á fostudag en hún skemmdist verulega þegar flutninga- flaug rakst á stöðina 25. júní sl. Var fyr- irhugað að reyna að tengja aftur kapla, sem flytja orku til stöðvarinnar frá sól- arsellum, en stöðin hefur verið raf- magnslítil eftir áreksturinn. Er það mikið vandaverk því að geimfaramir verða að vinna það með geimhanska á höndum og auk þess verður að þræða kaplana um loka. Hafa menn áhyggjur af, að við það geti komið leki að honum. Nokkru áður en viðgerðin átti að hefjast á fóstudag kom í Ijós, að leki var með hanska annars geimfarans og einnig í hálsmálinu. Tókst að gera við það. ►ÞINGIÐ í íran staðfesti í liðinni viku stjórn Mo- hammads Khatamis, for- seta landsins, og er litið á það sem stuðning við hóf- sama umbótastefnu hans. Gerðu harðlínumenn harða hríð að mörgum ráðherraefna hans en þau voru þó öll samþykkt. Talsmaður Bandarfkja- stjórnar sagði, að þessi þróun í Iran væri áhuga- verð og líklegt, að nýja stjórnin endurspeglaði fremur vilja þjóðarinnar en einstakra hópa. ►NORÐMENN hafa verið uppteknir af fréttum um, að Thorbjorn Jagland for- sætisráðherra hafi verið málvinur sovéskra njósn- ara og sendiráðsmanna í Ósló á áttunda og níunda áratugnum. Var því haldið fram f dagblaðinu VG og NRK, norska ríkissjón- varpinu, að hann hefði fengið nafnið „Júrí“ í skýrslum njósnaranna. Norska leyniþjónustan segist hafa vitað um þessa fundi Jaglands neð Sovét- mönnunum og aldrei talið þá grunsamlega og raunar er því ekki haldið fram, að Jagland hafi gerst sekur um eitthvað en kannski sýnt af sér barnaskap. Ekki er Jjóst hvort þessar upplýsingar hafi einhver áhrif á niðurstöðu þing- kosninganna í Noregi 11. september. ►HAFIST var handa við brottflutning allra fbúa eyjarinnar Montserrat í Karfbahafl en þar hafa verið mikil eldsumbrot. Raunar voru flestir famir en þeir, sem eftir vom, vom fluttir tveggja ná- lægra eyja. FRÉTTIR sl GARÐURINN við Skál þar sem ijúfa þarf glufu til að vatnið renni út í Skaftá á ný og sjatni við þjóðveginn. Bændur vilja stjórna vatnsrennsli um Eld- hraun og Landbrot Veríð er að kanna samhengi í vatnsbúskap Skaftár og lindalækja í Landbroti. Bændur vilja fá nóg vatn niður í Eldhraun og Landbrot til að viðhalda hárri grunn- vatnsstöðu sem þeir telja nauðsynlegt lífríkinu þar. BÆNDUR í Landbroti telja að grunnvatnsstaðan í Eldhrauni og gamla Landbrotshrauninu geti verið í hættu ef nægt vatn nær ekki að seytla gegnum hraunið. Þar með gætu lindarlækir þornað upp og líf- ríki í mýrunum neðst í byggðinni verið stefnt í voða. Telja þeir því að stjórna þurfi vatnsrennsli úr Skaftá m.a. með vamargörðum og rörum þannig að nægt vatn fáist niði.r í hraunin. Starfsmenn Vegagerðar ríkisins ráðgerðu síðdegis í gær að rjúfa glu- fu í varnargarð við Skaftá, nálægt Skál, til að hleypa vatninu aftur í Skaftá. Með því myndi sjatna vatnið við hringveginn í Eldhrauninu en þar hefur legið um 40-50 sentimetra djúpt vatn á veginum síðustu daga. Bændur hafa haldið vamargarðin- um við til að vatn renni niður um Eldhraun og Landbrot. Bjarni Jón Finnsson verkstjóri sagði um hádegi í gær erfiðleikum bundið að komast að varnargarðinum vegna vatna- gangsins en taldi líklegt að það tæk- ist þegar liði á daginn. Steingrímur Ingvarsson, umdæm- isstjóri Vegagerðarinnar á Suður- landi, segir að Vegagerðin muni ekki aðhafast frekar í málinu, hlutverk hennar sé einungis að sjá svo um að þjóðvegurinn sé opinn. Hins vegar segir hann Vegagerðina, Land- græðsluna og Skaftárhrepp hafa fengið Orkustofnun til að kanna samhengi vatnsrennslis í lindalækj- unum í Landbroti og Skaftá og hefði Freysteinn Sigurðsson, jarðfræð- ingur hjá Orkustofnun, unnið að henni. Er sú könnun nú á lokastigi og munu áðurgreindir aðilar síðan meta hvað æskilegt eða nauðsynlegt sé að gera til að hafa stjórn á vatns- rennslinu en Landgræðslan hefur áhyggjur af leirburði yfir Eldhraun- ið og skemmdum sem hann veldur þar. Bændur í Landbroti segja að lindalækir sem koma upp undan Eldhrauninu séu ráðandi um grann- vatnsstöðuna í Landbrotshrauninu en þeir séu einnig mikilvægir vegna veiðihlunninda sem bændur í Land- broti njóta. Fyrir allmörgum áram var svonefndur Brestur, vestarlega í Eldhrauni, stíflaður sem kom í veg fyrir vatnsrennsli út í vestanvert Eldhraun og lækkaði þá mjög grannvatnsstaðan í lindalækjunum í Landbroti. Uppblástur hafinn „Við bændurnir hér vorum farnir að sjá uppblástur í gamla Land- brotshrauninu því þetta er allt fokjarðvegur sem er mjög viðkvæm- ur,“ segir Hörður Davíðsson bóndi í Efri-Vík. „Sem málamiðlun fengum við að setja hólka í Brestinn til að hleypa vatni í gegn sem kemur til góða Fljótsbotnum og víðar þar vestarlega en áfram var vandi á höndum varðandi vatnsstöðuna í Grenlæk og Tungulæk.“ Bændur leiðbeindu síðan Skálarál og héldu honum á afmörkuðum stað í klapparhrauni segir Hörður og var garður við hann stíflaður á ný í vor. „Þegar mikið vatnskast verður í rigningartíð eins og verið hefur í júlí og ágúst og hlaupið kemur ofan í það og aftur verður mikið vatnskast nú eftir hlaup þá er einfaldlega ekki pláss fyrir allt þetta vatn þannig að þessi saklausa tjörn sem seytlaði út í hraunjaðarinn verður að stórfljóti og garðurinn stýrði þá vatninu í suð- urátt og að veginum." Þurfum heOdarlausn Hörður segir að með því að halda álnum á ákveðnum stað hafi bænd- um tekist að verja tugi hektara hrauns sem hefði annars smám sam- an farið undir sand og þar náð að vaxa mosi. „Við þurfum að fá heild- arlausn á þessum málum, viljum lengja líftíma hraunsins og teljum okkur geta það með því að stýra vatni úr Skaftá á þremur stöðum gegnum hólka yfir í hraunið. Þannig fengjum við nóg vatn út á hraunið Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SÉÐ norður frá þjóðveginum að Skaftá og sést hér hvernig vatn- ið hefur flætt yfir ú stóru svæði. þegar áin er sem hreinust en þeim yrði lokað þegar hún er í vexti. Þannig mætti bæði halda Eldhraun- inu eins og það er nú sem lengst og koma í veg fyrir að Landbrots- hraunið gamla verði sandfoki og uppblæstri að bráð og að bændur haldi sínu vatni og þar með fiskeldi og öðram hlunnindum sem bændur hér hafa,“ segir Hörður og nefnir að | bændur hafi margir hverjir um 60- 70% tekna sinna af hlunnindum, að- allega í Grenlæk. Hörður segir að auk þessa séu ; þeir Landbrettlingar, eins og hann ; nefnir sveitunga sína, að verja dýr-1 mætt og fjölskrúðugt lífríki í ' mýraflákunum fyrir neðan gamla Landbrotshraunið og væri mikið slys ef þeir þornuðu upp. „Okkur er mikilvægt að þetta mál fái farsælan i endi. Bændur hér era miklir land- f verndarmenn og þess vegna verðum | við að fá hingað eitthvert vatn. Við ; verðum því að ná samstöðu með • Vegagerðinni og Landgræðslu og ; öðram ráðandi aðilum sem koma við | sögu um framtíðarlausn og ég held l nú að hagsmunir aðila fari ágætlega ; saman og tel að samstaða náist,“ > segir Hörður Davíðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.