Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORG UNBLAÐIÐ Lágmúla 9, símar 581 3730 & 581 3760 • FÍLD - Félag íslenskra listdansara DÍ - Dansráð íslands wmmmiL 'j N HAFIN KENNSLA HEFST IO. SEPTEMBER Byrtendaflokkar • Framhaldsflokkar FRAMHALDSNEME^mjR ATHUGIÐ! Að INNRITA YKKURiÍYRIR I. SEPT. VEGNA FLOKKARÖÐU Tökum NEMENÐUR INN FRÁ 7 ÁRA ALDR Kennarar: JAZZBALLET: Magga. Ma Guðný, lrma, Anna, Bára o.fl. BALLET: María, Anna NÚTÍMABALLET: María María f er vída en til dæmis hér á landi og á Norð- urlöndum. Framleiðendur geta gert miklar breytingar á myndum án þess að hafa samráð við leikstjóra og sumir framleiðendanna eru þann- ig að þeim hentar betur að stjóma skriðdreka heldur en fólki.“ Einar segir að í þeirri gerð myndarinnar sem sýnd verður í Þýskalandi sé megnið af þvi efni sem hann vildi koma á framfæri. „Mér fínnst ég geta sagt mest með því sem ég kalla sögulegt drama. Þetta form er reyndar vinsælt í Hollywood um þessar mundir, dæmi um það er myndin The English Patient og Schindler’s List. I slíkum myndum kemur barátta fólks við samtíðina mun betur fram en í melódrama- myndum sem algengar eru í Þýska- landi. Aðrir verða að dæma um það í hvom flokkinn María fellur.“ Einar leggur áherslu á að myndir sínar gerist ekki á tilfínningalegu grásvæði. „Það á vel við mig að gera sögu- legar myndir. í þeim er auðveldara að lýsa tærum tilfínningum því við höfum fengið meiri fjarlægð á við- fangsefnið. Eg sæk- ist samt eftir því að fólk geti samsamað sig með persónunum, og mér þykir sjálfum vænt um þær.“ Einar segir við- brögð við verkum sínum vera afgerandi á sama hátt og myndimar sjálfar. „Eg hóf minn menn- ingarferil með sögu um gyðing sem látin var vinna við það að moka manna- skít á tún fyrir ofan Reykjavík. Við- brögðin vora hreint ekki á grá- svæði, og sama var að segja um viðbrögðin við fyrstu leiknu mynd- inni minni, Hvíta dauðanum. Slík viðbrögð sannfæra mann um að það að líklegast leiðin til að bæta ein- hverju við þá menningu sem til er í veröldinni sé að fylgja eigin sann- færingu. Fólki má síst af öllu vera sama um verkið.“ Einar segist vera mjög ánægður með skipan leikara í aðalhlutverk myndarinnar, og nefnir sérstaklega aðalleikkonuna Barböra Auer í hlut- verki Maríu. „María er stórt og krefj- andi hlutverk og það er gaman að sjá Barböra Auer takast á við það. Mér fínnst að hún hafí allt of iengi eytt kröftum sínum í sjónvarps- myndir. María var fyrsta hlutverk hennar í bíómynd í fjögur ár. Amar Jónssson á líka mjög glæsilega end- urkomu sem kvikmyndaleikari. Hann er gífurlegur leikari og þau tök sem hann hefur á hlutverki kyn- svelta bóndans Jónasar finnst mér helst minna á Jeremy Irons.“ Siglingar í stríðinu og Sirrí í Hollywood Einar hefur margt á ptjónunum í kvikmyndagerð á næstunni. Hann er með í undirbúningi heimilda- myndir fyrir Sjónvarpið. „Ég aug- lýsti í Morgunblaðinu um daginn eftir mönnum sem vora að sigla í stríðinu. Viðbrögðin voru meiri en ég hafði búist við því yfir flöratíu manns höfðu samband. Þessir sæ- garpar opnuðu sig mikið í viðtölum og lífsreynslusögur þeirra verða grunnurinn að umfangsmikilli sjón- varpsmynd sem frumsýnd verður um næstu páska. Önnur mynd sem ég ætla að gera heit- ir „Sirrý Geirs í Hoilywood“. Hún fjallar um íslenska stúlku sem um 1960 fékk tilboð um að leika í Hojlywood- kvikmynd. Á næstu áram lék hún í ýms- um kvikmyndum, til dæmis hryllings- myndinni „The Crawling Hand“, sem enn er sýnd öðru hvoru á síð- kvöldum í Banda- ríkjunum. Hún lék líka í sjónvarpsaug- lýsingum fyrir ýmis þekkt fyrirtæki, til dæmis auglýsti hún Kent-sígarettur, Cadiilac og flugfé- lagið Lufthansa. Sirrý Geirs býr nú á Siglufirði." Varðandi leiknar myndir segir Einar að framtíðin muni að nokkru ráðast af viðtökum Maríu. „Ég er með hugmyndir um að gera mynd um ákveðna þætti í lífi Einars Benediktssonar.því mér finnst þörf á aldamótabíó. Ég hef líka um ára- bil haft ýmsar fleiri hugmyndir í kollinum, til dæmis um sakamála- mynd.“ ÞÝSKT veggspjald til kynningar fyrir kvik- myndina um Maríu. KARCHER GOLF ^ ÞVOTTAVÉLAR -fyrir litla sem stóra fleti RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 Fjarkennsla í gegnum Internetið Boðið verður upp á fjarkennslu í tölvum, haustið 1997. Um er að ræða námskeið sem samsvarar 60 stunda hefðbundnu námskeiði í Windows, Word, Excei og Internetinu og er ætlað byrjendum. Námið tekur 8 til 12 vikur. Námsgögn verða ýmist send í pósti eða í gegnum Internetið. Upplýsíngar og innritun í SÍma 588 5810 Faxafeni 10 Framtíðin 108 Reykjavík Nemendur verða að hafa tölvu til umráða með viðeigandi forritum, Internettengingu, og mótald. Mótaldið er hægt að fá að láni frá Viðskipta- og tölvuskólanum meðan á námi stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.