Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 28
SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ MORÐENGILL ÞEGAR ekið er austur yfir Þjórsá og framhjá Þjórsártúni sveigir maður fyrir dálitla snös þaðan sem veg- j j urinn liggur þráðbeinn austur á mýrina; þar uppi í holtinu á vinstri '"•‘Wónd má enn sjá gömul tóftabrot og svolítinn túnkraga. Þar heitir í Fífilbrekku, og þar vildi ég segja „siste viator!“ - vegfari nem staðar. Sá staður er- þeim mun auðfundnari að afleggjarinn niður að Kálfholti er þar á hægri hönd. Vegurinn er til vinstri nokkuð rammlega girtur, en það gerir engan mun; það er alveg nóg að horfa á tóftabrotin og láta hug- ann reika. Hér bjuggu snemma á öldinni fátæk hjón og var þá nýbýli. Maður- ínn hét Jónas, en ekki get ég mun- að hvað konan hét, og kannski er það svo að ég hafí aldrei heyrt hana nefnda.' Þau áttu eina kú og fáeinar kindur, en maðurinn varð lamaður til fótanna og gekk á hnjánum þegar hann beitti orfinu. Fífilbrekka komst í þjóðbraut þegar Þjórsárbrúin var smíðuð; þar varð stanslaus straumur ferðamanna og þessi fátæku hjón vildu öllum gott gera þótt efni þeirra væru lítil, stundum engin. - Bú þeirra var svo ’*-l!lyst upp og maður og kona flutt austur í Hamrahverfi sem er næsti bær að kalla. Um afkomendur heyrði ég ekki getið og held að þeir hafi engir verið (það er annars einkennilega algengt hve allrabesta fólkið sem maður hefur spumir af þarf oft að sætta sig við barnleysi). i Það var háttur fóstra míns, Þor- steins Þorsteinssonar bónda á Ás- ! mundarstöðum i sömu sveit, að | stansa í.lltaf í Fífilbrekku þegar við fórum riðandi „út að Brú“ sem kall- i að var, eða að Þjórsártúni, en úr f Fífilbrekku að Þjórsártúni eru aðeins nokkur hu.ndmð metrar. Hann bar f því við að við þyrftum að láta hest- ana létta á sér, en brátt sá ég að ^lgangur hans var annar. Hann var að minna mig á og láta síast inn í mig það líf sem áður var lifað. Eitt sinn heyrði ég Jón Jónsson bónda í Sumarliðabæ, einnig í sömu sveit, segja frá eftirfarandi: Hann var að koma að utan með hest og vagn, líklega af Eyrarbakka, ferð- lúinn og svangur. í Fífilbrekku spennir hann hestinn frá vagninum og er þegar boðin innganga og rúm til að halla sér í. Þau Jónas spyija hvort hann sé ekki svangur og Jón neitar því ekki; þá er borið fyrir hann ket og þóttist hann aldrei hafa bragðað betra. Nú líður honum í bijóst og heyrir þá milli svefnsins vökunnar að hjónin pískra sam- an. Hún: „Ekki varð honum nú meint af því þó það væri af honum Snata.“ Þetta heyrir hann og sprett- ur upp, æðir fram á hlaðið og þar stóð boginn upp úr hon- um. Þótt svona færi með matinn fínnst mér þetta einhver fallegasta sag- an sem ég heyrði í bemsku minni, lýsandi dæmi um þá góðvild og innilegu gestrisni sem tíðkaðist í sveitum langt fram eftir öldinni og er ekki búin að vera. Nú skulum við í sumar koma á annan bæ; það er bær ein- hvers staðar á Iandinu, og gæti verið nokkuð víða á landinu. Þetta er heldur reisulegur bær í stóm túni sem nú er nytjað að hluta til. Helmingur þess eða meira er á sinu. Á hlaðinu er enginn, hvorki hundur né hænsn, ekkert barn að leik, ekkert líf að sjá. Býr hér enginn? - Jú, þarna kemur maður út, roskinlegur mað- ur; hann stígur upp á dráttarvél og hlunkast burt, lítur ekki við okkur. En innan við gluggaskýlurnar er vera, horfír út. - Við knýjum dyra, það heyrist fótatak, veran kemur fram, kona nokkuð við aldur, slitin og tærð. Við berum upp einhveijar spurningar, hvort við megum fara hér um og skoða þetta eða hitt... - Eruð þið úr Reykjavík? Við játum þvi, enda þarf maður ekki að fyrirverða sig fyrir að vera úr Reykjavík. - Það er langt síðan hingað hef- ur komið fólk úr Reykjavík, segir hún annars hugar, en má ekki bjóða ykkur inn? Þið viljið þó alltaf þiggja kaffisopa. Svo vísar hún okkur til stofu þar sem allt er fágað og prýtt og fer svo að leggja á borðið. Hendurnar skjálfa lítið eitt, það glamrar i boll- um og diskum; fer svo að hita kaff- ið, og nú heyrum við þögnina sem þarna ríkir og stofuklukkan skerp- ir. Kaffið kemur og kökurnar, jóla- kakan og terturnar, allt er það til og geymt á köldum stað, og bíður gestanna ef einhver skyldi koma. - En nú fer þetta að verða búið; þessi jörð fer í eyði, og öll sveitin. Bráðum er öll sveitin farin í eyði... þá koma þeir úr Reykjavík, hesta- menn og laxveiðimenn, kannski út- lendingar. Það er þó gott að jarðim- ar nýtist einhveijum, og nú er hægt að fá þær fyrir lítið. - Við hokrum enn, tvær skjátur. Það var vanvirða að hokra í gamla daga; nú ekki til- tökumál, hér eru allir að hokra, og svo er það búið... Ætluðuð þið kannski að skoða hér eitthvað? Ykk- ur er fijálst að fara hér um, hvar sem er... Við höfum lítið að segja, sam- ræða verður slitrótt og fellur svo niður, en tifið í klukkunni magnast að sama skapi. Við þökkum og kveðjum. Að húsabaki sjáum við dráttar- vélar tvær eða þijár ryðgaðar ofan í svaðið, fjárhús þar sem ekki hefur verið stungin út skánin, og dráttar- Sú hugmynd er til að unnt sé að losna úr álögum með því að rekja sig til upphafsins og endurtaka það sem þá gerðist. í hugleiðingu Baldurs Oskarssonar segir að svo verði varla nú í íslenskum landbúnaði, en ekki saki að reyna, ekki saki að rifja upp það sem mestu hefur valdið. vélin, sú nýja sem bóndinn ekur, suðar í fjarska. - „Morðengill“ heitir kvikmynd eftir spænska leikstjórann Luís Bunuel. Hún var sýnd hér í Hafnar- fjarðarbíói meðan það kvikmynda- hús var og hét, fyrir mörgum árum. Þar segir frá fólki sem er að halda heim úr samkvæmi og safnast svo saman í heimahúsum. Þar verður „partý“. Nokkru síðar, þegar einn og annar vilja yfirgefa það „partý“, þá kemur í ljós nokkuð sem virðist ofvaxið mannlegum skilningi: fólk- ið kemst ekki út, ekki þar fyrir að eitthvað sé í veginum, heldur vegna hins, að það megnar ekki að ganga út úr húsinu. Fólkið heldur þar kyrru fyrir í nokkra daga; það er sljótt, rúið öllum viljastyrk; ætt- ingjar þess safnast saman fyrir utan húsið og hrópa hvatningarorð til hinna sem eru þar inni; þó kemst enginn út og enginn vogar sér að stíga inn fyrir þröskuldinn. „Hvernig byijaði þetta, hvernig byijaði þetta?“ spyr hann sig hvað eftir annað maðurinn sem reynir að ráða þessa gátu. „Já, við vorum að spila Iítið lag, hvernig var það nú? ... ef við gætum nú rifjað upp og spilað aftur þetta litla lag“... Það tekst, og þá gerist þetta: fjötr- arnir falla af fólkinu, hver og einn verður aftur eins og hann á að sér að vera ... „Morðengillinn" sjálfur er aðeins málverk sem hangir á vegg og bregður fyrir í svip. ... Fólkið þyrpist út á götu og hverfur úr myndinni, _en þá verður annað einkennilegt: í borginni er uppi fótur og fit, lambahjörð rennur um götuna. Framundan er gríðar- stór kirkja, opin, og lömbin renna þar inn. Um leið brestur á dynjandi skothríð. Nú mætti spyija: Hvað kemur hún íslensku sveitafólki við, sagan um þennan „MorðengiT'? Og þá vaknar aftur spurningin um upp- hafið, hvernig byijaði þetta? Sú hugmynd er nefnilega til að unnt sé að losna úr álögum með því að rekja sig til upphafsins og endur- taka það sem þá gerðist. Varla verð- ur það nú í íslenskum landbúnaði, en það sakar ekki að reyna, sakar ekki að riíja upp það sem mestu hefur valdið, en það er auðvitað hernámið og allt sem því fylgdi, bretavinnan og fólksflóttinn úr sveitunum, og síðast en ekki síst dráttarvélarnar, þær sem nú eru að ryðga ofan í svaðið. Dráttarvélin gerði vinnufólkið óþarft og jafnvel börn húsbændanna; það var ekki lengur þörf fyrir þau öll og máttu því fara að heiman og leita sér annars betra. Búfjársjúkdómar gerðu örðugt um vik, en það voru tímabundin vandræði og léttvæg í samanburði við fólksflóttann og vélakaupin sem flestum virtust óhjákvæmileg. í flestum atvinnuvegum eru uppi tvenn sjónarmið um hagkvæmni. Sumir leggja áherslu á framleiðnina sem þeir kalla svo, og aðrir á þann mannfjölda sem lifir á atvinnugrein- inni. Islenskir bændur, en einkum forystumenn þeirra, virðast í seinni tíð hallir undir þá hagspeki sem hefur framleiðnina að megin- markmiði, en gefa minna um hitt: hversu margir hafi framfæri sitt af þessu eða hinu. Líklegt má þykja að hvorir tveggja hafi rangt fyrir sér að einhveiju leyti, einkum þeir sem lengst ganga, og fullvíst að sveitirnar hefðu ekki tæmst svo ört sem raun varð á ef dráttarvélin sem nú ryðgar hefði ekki komið til. Þær hefðu þá betur orðið heldur færri, þó kannski hentug sameign nokk- urra bænda. Það mun líklega hafa verið sum- arið 1953 sem ég gerðist vinnupilt- ur hjá sænskum bónda, nánar til tekið á Skáni. Hann átti öfluga dráttarhesta en enga dráttarvél. - Að vísu var hann meðeigandi að dráttarvél, en sú vél kom ekkert við sögu meðan ég var hjá honum. Hann átti líka flugvél, í félagi við nokkra aðra bændur, sem notuð var til áburðardreifingar. Ég held það hafi verið á búi þessa manns sem það rann upp fyrir mér hvílíkt glappaskot það var hjá okkur að hætta að nota dráttarhestana og leggja gömlu heyvinnuvélarnar fyr- ir róða. Við vorum sumsé ginn- keyptir fyrir nýjungum, galopnir og ginnkeyptir andspænis skrumi og auglýsingum kaupahéðna sem vildu maka krókinn, auðtryggir gagnvart skammsýnum ráðamönn- um sem boðuðu íjölgun fjár og gull úr búðarkössum annarra þjóða. Við skulum þó fara mjög varlega í það að lasta þá sem látnir eru, og hvað ráðamennina áhrærir skul- um við ekki láta okkur til hugar koma að þeim hafi ekki gengið gott til. Þeir vildu vel, en ráðin reyndust illa. Sigfús Daðason skáld orti prósa- ljóð um vandann að lýsa mönnum: „Margir kunna ágætavel að lýsa hátterni manna á þann veg, að oss virðist þeir álpast gegnum lífíð á ókeypis hvötum“......Þeir kunna reyndar að vera þjóðbankastjórar eða ráðherrar eða dómarar, en fremji þeir glæpi, geri þeir það af engu öðru en því að þeir séu vond- ir menn.“ Og skáldið heldur áfram: „En til er það einnig að mönnum sé lýst þannig að oss skilst að þeir leggja allt undir í spili sem þeir spila víst ekki sér til skemmtunar: Hvatir sínar hafa þeir keypt við dýru verði neyðarinnar. Ovini sína hafa þeir ekki útvalið af fijálsum vilja. Glæpi sína fremja þeir alveg eins þó að þeir séu, eða af því að þeir eru heiðursmenn“ ... En það eru ekki glæpir heldur glöp sem hér um ræðir, glöp sem urðu af því „að hundgá heyrðist handan við landamærin", eins og hann segir hann Laó Tse, og biður sitt fólk aldrei að líta þangað. Um skamm- sýni og glöp í verklegum og félags- legum efnum höfum við nóg dæmi, til dæmis það að fáeinar konur skyldu verða þess valdandi upp úr 1970 að eftirleiðis þurfti fjórar hendur til að vinna fyrir meðalheim- ili í stað tveggja. Og þetta varð vegna þess „að hundgá heyrðist handan við landamærin". Um félagsleg og fjárhagsleg vandkvæði bændastéttar hér á landi þyrfti margt að ræða. Nú er til dæmis búið að þrykkja þeim, bænd- unum, niður á fátæktarmörkin svo- kölluðu, sem þýðir á mannamáli að hafa ekki nóg fyrir sig að leggja í þeim skilningi sem er uppi, - ekki öllum bændum að vísu, en ótrúlega Sameiningarnámskeið í hársnyrtiiðn Ákveðið hefur verið að lokadagur umsóknarfrests vegna sameiningarnámskeiða verði 31. ágúst 1997. Þeir sem ekki verða búnir að fara á námskeið fyrir þann tíma en eru búnir að senda inn umsókn, verður boðið að fara á námskeið veturinn ’97-’98. Sameiningarnefnd í hársnyrtiiðn. Baldur Óskarsson mörgum. - Hvernig má þetta vera og hvernig fær það viðgengist hjá þjóð sem gortar af auði og ham- ingju sinni? Er ekki bændastéttin hin eiginlega frumstétt þessarar þjóðar, sem allar aðrar stéttir eru frá runnar - hin eiginlega kjölfesta í verklegum og menningarlegum efnum? Og til þess að bíta höfuðið af skömminni hafa á undanfömum árum margir bændur verið beint eða óbeint narraðir til að hefja vafa- saman rekstur - loðdýraeldi, lax- eldi - og þeir hafa komist í þrot og stofnanimar reka þá af jörðun- um, hirða af þeim eigurnar. íslenskur landbúnaður er hefð- bundinn atvinnuvegur og á að verða það framvegis, og jafnvel þótt það kosti nokkrar fórnir eins og tíðkast í löndum víða um heim þar sem engum dettur í hug að leggja land- búnaðinn niður. Hvenær ætla menn að láta sér skiljast þetta? Ég steiki mér kjötbita og sýð nokkrar kartöflur og borða kannski fyrir 200 krónur. Ég tel mér trú um að ég hafi efni á þessu, en ef einhver telur sér trú um að hann hafí það ekki, og hefur kannski á réttu að standa, þá er eitthvað meira en lítið að í þessu ríka samfé- lagi, og það er grunur minn að hér sé eitthvað meira en lítið að. Það er einnig eitthvað að þegar menn láta sér detta í hug að moka ofan í skurðina sem búnir eru að gera gagn í ca. hálfa öld og um- breyta fúamýrum í gott beitiland - og virðast jafnvel tala um þetta í alvöru, einmitt þegar krafan um bann við lausagöngu búfjár á afrétt- um verður æ háværari, og verður að líkindum ómótstæðileg krafa snemma á næstu öld. Og nú er þetta boðað: að rækta skóg í landshlutum, og væntanlega barrskóga, byrgja sýn, eyða grasi - því varla vex nýtilegt gras á barrskógarbotni nema í ijóðrum eða þar sem skógurinn er gisinn. Hvað verður þá um beitina og hvernig ætla menn þá að verða við kröfunni um bann við lausagöngu? Ef til vill væri brýnna nú um stundir að takmarka aðra lausa- göngu en lausagöngu búíjár, en för- um ekki lengra út í það að sinni... Það er nefnilega svo margt í þjóðfé- laginu sem getur ekki þrifíst nema fyrir það sé greitt úr opinberum sjóð- um, og hvort sem það gerir nú alla- jafna gagn eða ekki. Við gætum tekið til dæmis ráðuneytin. Sérkenni og kostir íslenskra sveita markast af þessu: víðsýni sem takmarkast einasta af sjálfu landslaginu, og landrými sem er víðast hvar nægjanlegt til búskapar án þess að beita hina viðkvæmu afrétti. Og nóta bene: hinn við- kvæmi afréttur er ekki heiðin upp af bænum, þar eru heimalönd. - ísland er skóglaust land, svo að segja. Það kann að þykja galli, en spyija mætti hvort því sé ekki öfugt farið. Og hvað sagði Þorsteinn: „hann harmar í skógunum hijóstur- lönd sín“, ... Sannleikurinn er nefni- lega sá að skógar eru hálf þreyt- andi fyrir okkur sem erum vanir víðáttunni. í gjörvallri Evrópu er ekkert annað land sem líkist íslandi að náttúrufari, og víst um það: þeir ferðamenn sem hingað koma eru ekki í leit að skógum. Ferðaþjón- ustubændur mættu hafa það bakvið eyrað. Mér leyfist kannski að minna á ennþá eitt, í sambandi við skóg- rækt. í fyrri daga var hálfpartinn amast við barrskógum, þeir væru erlendir að uppruna og féllu ekki að hinni sögulegu vitund um landið sem þjóðin varðveitir. Þetta fannst mörgum barnalegt, en þó fór svo að barrtré voru upprætt á viðkvæm- um stöðum. Svona deilur gætu blossað upp að nýju. ísland er með sínum svip, sínu lagi - enn sem komið er. Birkikjarr- ið gamla er horfið, víst er eftirsjá að því, en í megindráttum er þetta landið okkar gamla og góða. Hver vill breyta ásýnd þessa lands? Aðalsteinn Jónsson frá Sumarliðabæ telur að nafnið hafi verið Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.