Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fækkun benslnstöðva olíufélaganna: Læt Samkeppnis- LiSHELL ■Er'i &MU /á/ C> Það er bara orðinn einn tankur og eitt verð, elskan. Við höfum bara val um hver þeirra fyllir á... Leikskólastjóri Hörðuvalla í Hafnarfirði endurráðinn Foreldrar lýsa óánægju HÓPUR foreldra barna á leikskól- anum Hörðuvöllum í Hafnarfirði afhenti bæjaryfírvöldum í gær harðorða ályktun þar sem lýst er undrun og óánægju vegna endur- ráðningu leikskólastjóra á Hörðu- völlum en öllum starfsmönnum leik- skólans var sagt upp í vor eftir að ákveðið var að Hafnarfjarðarbær keypti húsnæðið og tæki við rekstr- inum af Verkakvennafélaginu Framsókn. Rebekka Ámadóttir, sem fékk fjögur atkvæði af fímm í leikskólanefnd og öll atkvæði í bæjarráði þegar atkvæði voru greidd um umsækjendur, segir að ályktunin komi sér á óvart og minni sig á ofsóknir. Fjölmörg sams konar tilvik í ályktuninni er lýst undrun og óánægju með að bæjarráð hafi ráð- ið Rebekku Árnadóttur í starfið meðan ríkissaksóknari hafí til með- ferðar kæru barnavemdamefndar bæjarins á hendur starfsmönnum leikskólans. Jafnframt er lýst undr- un á því „að leikskólanefnd bæjar- ins skuli leyfa sér að mæla með ráðningu [Rebekku] sem var leik- skólastjóri þegar starfsmaður límdi „Límbandsmálið“ enn hjá saksóknara fyrir munn tveggja ára gamals bams,“ segir í ályktuninni. Einnig segir að þótt Rebekka hafí verið í fríi þegar umrætt atvik gerðist hafí samkvæmt frásögnum bama verið um fjölmörg samskonar tilvik að ræða á leikskólanum und- anfarin ár og vísa foreldramir í bækling bæjarins um að leikskóla- stjóri beri faglega og rekstrarlega ábyrgð á leikskólanum. Með yfir- töku bæjarins á rekstri leikskólans frá verkakvennafélaginu Framtíð- inni hafí foreldrar talið víst að stefnubreyting yrði í málefnum skólans og fagleg vinnubrögð höfð í fyrirrúmi. Ennfremur segir að trúnaðarbrestur sá sem orðið hafi milli fyrrverandi starfsmanna og hlutaðeigandi foreldra komi í veg fyrir að það markmið leikskóla ná- ist að skapa bömum hollt og ör- uggt umhverfi sem veiti þeim tæki- færi til að þroskast andlega sem líkamlega og veiti þeim tækifæri til að njóta bernsku sinnar." Talsmenn foreldra sem tal náðist af í gær vildu ekki ræða málið að öðm leyti en því að láta yfirlýsing- una í té. Eins og ofsóknir Auk leikskólastjórans hefur hluti starfsmannanna verið endurráðinn og er gert ráð fyrir að starfsemi leikskólans hefjist að nýju í septem- ber nk. eftir gagngerar endurbætur á húsnæðinu, en honum var lokað í júlí. Rebekka Árnadóttir leikskóla- stjóri sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær enn ekki hafa séð álykt- unina en henni væri kunnugt um nokkur nöfn sem undir hana væm rituð. „Þau koma mér mjög á óvart. Ég hef átt gott samstarf við þetta fólk í mörg ár og ég harma þetta mjög. Mér fínnst þetta vera eins og ofsóknir á hendur mér,“ sagði hún og bætti við að flestir þeirra foreldra sem um væri að ræða hefðu haldið áfram að koma með börn sín á leikskólann eftir atvikið og hafi aldrei farið fram á það þá að hún hætti. The Blood- hound Gang leikur með Blur ÁKVEÐIÐ hefur verið að bandaríska hljómsveitin The Bloodhound Gang komi fram með hljómsveit- inni Blur á tónleikum í Laugardalshöll næstkom- andi sunnudag. The Bloodhound Gang er með vin- sælustu hljómsveitum hér á landi um þessar mund- ir, en að sögn tónleikahaldara bar koma hljómsveit- arinnar hingað brátt að. Þorsteinn Kragh, sem skipuleggur tónleika Blur í Laugardalshöllinni næstkomandi sunnudag, segir að hann hafi lengi verið búinn að reyna að fá The Bloodhound Gang hingað til lands en á föstudag hafi skyndilega komið í Ijós að hljómsveitin gæti komið 31. ágúst. Þar sem þá hafi verið fyrirhugað- ir tónleikar Blur hafi hann ákveðið að láta slag standa og láta hjómsveitimar báðar leika í Laug- ardalshöllinni á sunnudag. The Bloodhound Gang Bandaríska hljómsveitin The Bloodhound Gang. nýtur mikilla vinsælda hér á landi um þessar mund- ir og hefur síðasta plata hennar selst mjög vel. Auk The Bloodhound Gang og Blur leika íslensku hljómsveitirnar Botnleðja og Kolrassa krókríðandi á hljómleikunum. Leiðangursstjóri póirannsókria Suðurskautslandið er mjög heillandi Anders Modig SUÐURSKAUTS- LANDIÐ er um 14 milljónir ferkílómetra að stærð, um 140 sinnum stærra en ísland. Það er að mestu þakið ís og jökli, ein- ungis um 2% landsins eru íslaus. Jökullinn er allt að 4.700 metra þykkur og um- hverfis landið flýtur hafís- hella. Hæstu fjöll eru um 5.000 metra há. Hitinn fer yfirleitt ekki yfir frostmark og frost hefur mælst allt nið- ur í - 89 gráður. Svíar, Norð- menn og Finnar hafa haft samstarf um rannsóknir á Suðurskautslandinu, einkum á Dronning Maud-landi, en það svæði er gegnt Suður- Afríku. í haust fer leiðangur á vegum Sænsku pólstofnun- arinnar til rannsókna á Suð- urskautslandinu. Með í för verða tveir íslendingar, Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson. Þeir munu aka tveimur sérbúnum Toyota Land Cruiser-jeppum, sem fyrir- tækið Arctic Trucks leggur til leið- angursins. Leiðangursstjóri er Sví- inn Anders Modig og verður þetta hans sjöunda ferð til Suðurskauts- landsins. - Hvernig hófust kynni þín af Suðurskautslandinu? „Ég byijaði á doktorsverkefni mínu í atferlis- og umhverfisfræði (behavioral ecology) árið 1990. í framhaldi af því fór ég til Suður- Georgíu (gegnt Suður-Ameríku) til rannsókna og bjó þar samtals í um eitt ár. Þar rannsakaði ég meðal annars félagslega hegðun og æxl- un sæfíla (elephant seals). Oft sat ég tímunum saman, fylgdist með dýrunum og skráði hjá mér at- hugasemdir. Ég vigtaði líka og mældi sæfíla." - Var það ekki töluvert mál? „Kóparnir eru ekki svo þungir, 30-50 kíló þegar þeir fæðast. Þremur vikum síðar eru þeir orðn- ir 100-200 kíló. Fullvaxið karldýr getur vegið allt að fjögur tonn og kvendýr um eitt tonn. Ég skaut svefnlyfí í fullorðnu dýrin til að geta átt við þau. Til þess notaði ég blástursörvar. Það var erfiðast að halda hinum dýrunum frá svo maður fengi starfsfrið." - Hvereru viðfangsefnin í rann- sóknarleiðöngrum Sænsku pól- stofnunarinnar? „Það eru stundaðar alhliða rann- sóknir í fjölda vísindagreina. Leið- angurinn sem við erum að fara í í haust verður til dæmis tvískiptur. Annars vegar rannsóknir á Dronn- ing Maud-landi, meðal annars rannsóknir á íshellunni og sam- spili ákomu og framskriðs íssins. Hins vegar mun hluti leiðangurs- manna stunda rannsóknir á hafínu og fara í mánaðarlanga siglingu með ísröndinni, safna sjávarsýn- um, svifí og fleira. Það verður bæði rannsakað efnainnihald sjáv- arins og lífríkið. Það hafa einnig farið með okkur fuglafræðingar sem til dæmis rannsaka farleiðir fugla og mörgæsir." - Hvernig kanntu við þig á Suðurskáutsland- inu? „Það heillar mig á sérstakan hátt. Ég kann hvorki við kulda, rok eða rigningu. Samt kann ég vel við mig á Suðurskautslandinu, þar sem þessi veðurfyrirbæri eru al- geng. Ég held að það sé auðnin og landrýmið sem heillar mig. Maður er ákaflega lítill þama.“ - Hefur þú lent í ævintýrum? „Mér er minnisstætt atvik frá 1992, þegar mér varð mjög vel ljóst hvað maður er lítill gagnvart nátt- úrunni. Ég var á litlu og gömlu chíleönsku skipi sem steytti á skeri í vondu veðri. Það kom stórt gat ► ANDERS Modig er fæddur 1962 og sænskur að ætt. Hann stundaði nám við Gautaborgar- háskóla og Stokkhólmsháskóla, en þaðan lauk hann Ph.D. prófi í hegðunar- og umhverfísfræði (behavioral ecology). Anders Modig hefur unnið að rannsókn- um á sjávarspendýrum á Suður- skautslandinu og dvaldist í eitt ár í Suður-Georgíu við rannsókn- ir. Kona hans, Helen Modig, er líffræðingur. Hún bjó hér á landi í fjögur ár og talar íslensku reip- rennandi. á byrðinginn, en sem betur fer var vatnstankur fyrir innan og það bjargaði því að við sukkum ekki. Það var langt að leita eftir aðstoð. Chíleanskt herskip var á leiðinni til okkar og það hafði kafara um borð og þeir gátu gert við skipið til bráðabirgða." - Hvernig er að stýra þriggja mánaða leiðöngrum á fjarlægar slóðir. Slettist aldrei upp á vinskap- inn? „Yfírleitt gengur þetta mjög vel og góður andi í hópnum. Ég held að flestir sem veljast í svona ferð- ir séu einstaklingar sem láta sér lynda við aðra. Auðvitað kemur það fyrir að fólk kemur með sem rekst illa í hópi. Sumir breytast þegar á hólminn er komið og menn fínna hvað þeir eru langt að heim- an. Við getum raunar hringt heim um gervihnattasíma, en símtöl eru dýr, 10 krónur hver sekúnda, svo það er lítið notað.“ - Hvernig er samstarf Norður- landanna á Suðurskautslandinu? „Svíar, Finnar og Norðmenn hafa allir stundað rannsóknir um árabil á Suðurskautslandinu og eiga þar rannsóknarstöðvar. Rann- sóknir þarna eru ákaflega dýrar, ekki síst flutningamir, og því fóru löndin út í samstarf. Löndin þrjú skiptast á um að annast flutninga rannsóknarleiðangra allra land- anna til Suðurskautslandsins. í ár eru það Svíar sem annast flutning- inn. Sum árin em sendir viðamikl- ir leiðangrar frá tilteknu landi og önnur ár sendir það land einungis menn til að við- halda rannsóknarstöðv- um sínum. Það er ákaf- lega hagkvæmt að geta átt kost á ferð af þessu tagi, þótt ekki sé um viðamikinn leiðangur að ræða.“ - En hvað um vísindalega sam- vinnu landanna? „Hún fer eftir einstökum verk- efnum. Það er samstarf um sum þeirra, þannig að vísindamenn frá hinum ýmsu löndum veljast sam- an.“ - Taka margar þjóðir þátt í leið- angrinum í haust? „Auk okkar Svía verða með í för Norðmenn, Finnar, Hollending- ar og íslendingar.“ Kann illa við kulda, rok og rigningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.