Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 11 tækni sem við búum ekki yfir hér. Ég er fylgjandi því að safnið sé notað til rannsókna þegar markmið þeirra er þekkingaröflun sem gæti komið öðrum til góða og til aukinn- ar þekkingar í læknisfræði," sagði Jón Gunnlaugur. Að sögn Þorgeirs Örlygssonar er óheimilt samkvæmt núgildandi lög- um að flytja persónuupplýsingar úr landi án samþykkis Tölvunefndar. Hann sagði að það yrði að vera tryggt að sýnin nytu sömu persónu- verndar erlendis og hér á landi. „Hvort greitt er fyrir slík sýni er ekki mál Tölvunefndar en ég sé ákveðnar hættur í því að gera lífsýn i að verslunarvöru," sagði Þorgeir. Lítið sótt í lífsýnasöfnin Þegar gerðar eru erfðarannsóknir hér á landi sækja vísindamenn sjald- an í söfn lífsýna eins og Dungals- safnið, heldur er fenginn hópur manna með ákveðinn sjúkdóm og hann beðinn um að gefa bióðsýni til rannsóknarinnar. Þannig tekur einstaklingurinn þátt í rannsókninni af fúsum og ftjálsum vilja. Um slíkar rannsóknir og þátttöku einstaklinga gilda strangar regiur. Til dæmis er óheimilt að sýnin séu notuð til annars en þess sem við- komandi einstaklingur hefur sam- þykkt. „Það verður að ganga úr skugga um að persónuupplýsingar tengist ekki viðkomandi sýni. Hverj- um einstaklingi er líka í sjálfsvald sett að draga sig út úr rannsókn- inni hvenær sem er,“ sagði Jórunn Erla Eyfjörð, erfðafræðingur hjá Krabbameinsfélagi íslands. Markaðssetning erfðaupplýsinga Söfnun upplýsinga og lífsýna er, eins og komið hefur fram, mjög mikilvæg fyrir rannsóknarvinnu og getur safn slíkra sýna falið í sér mikil verðmæti. Fyrir utan Dungals- safnið hefur ekki verið nein skipuleg söfnun lífsýna úr íslendingum á e;nn stað. Einungis hefur verið safnað til ákveðinna verkefna. Það er vel mögulegt að setja á stofn stóran íslenskan lífsýnabanka, enda fullyrða menn að íslensk þjóð sé mjög vel til erfðarannsókna fall- in. Ef stofnaður yrði slíkur banki yrði fólk væntanlega beðið um að gefa sýni til bankans og hefði það fulla vitneskju um fyrirhugaða notk- un sýnanna. Þá yrði að ganga úr skugga um að persónuleynd væri fyllilega tryggð. Að sögn Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis Blóðbankans, kæmi til greina að Blóðbankinn stæði fyrir stofnun og varðveislu lífsýnabanka þar sem skipulega yrði safnað sýn- um úr núlifandi Islendingum. Sveinn telur Blóðbankann að mörgu leyti vel til þessa verkefnis fallinn. Hann sagði að slíkar hugmyndir hefðu oft verið ræddar en slíkt starf væri á engan hátt hafið. „Ef farið yrði út í slíka skipulega söfnun er mikil- vægt að tilgangur slíks banka yrði skilgreindur mjög vel. Ég held að slíkt eigi að gera einungis ef við sjáum ávinning af því fyrir einstak- linga og almannaheill." I ljósi verðmætanna sem búa í slíkum lífsýnabanka eygja menn nú möguleika á að markaðssetja efni úr honum til rannsóknarstofa er- lendis. „Ég tel mjög mikilvægt farið yrði varlega í að markaðsetja upp- lýsingar úr slíkum banka, enda hef- ur rannsóknarvinnan hingað til, svo og blóðsöfnun, gengið út á gjafir frá einstaklingum og ég held að það sé gífurlega mikilvægt að svo verði áfram,“ sagði Sveinn. Hjá íslenskri erfðagreiningu eru einnig uppi hugmyndir um stofnun lífsýnabanka. „Við erum að vinna að því að fá leyfi frá opinberum aðilum til að stofnsetja gagnabanka sem yrði alveg ónafntengdur," sagði Kári Stefánsson, forstöðumaður fyr- irtækisins. „Hugmyndin er sú að safna upplýsingum um stóran hluta landsmanna og fá bióðsýni úr þeim öllum. Á þann hátt getum við ann- ars vegar gert okkur grein fyrir tengslum milli breytinga í erfða- mengi manna og liins vegar þess sem gerist í heilsufarssögu þeirra. Þetta er stórt og mikið verkefni og verður ekki gert nema með skriflegu samþykki þeirra sem gefa blóðsýn- 'iin.“ „Það þarf að vera alveg tryggt að sá sem vinnur með sýni að erfðarann- sóknum viti ekki nafn sýnisgjafans, þannig að ef rannsóknaraðilinn kemst að einhverju um viðkomandi, s.s. að hann sé ekki rétt feðraður, þá hafi hann ekki möguleika á að gera neitt við þessar upplýsingar.“ STÆRSTA lífssýnasafn hér á landi er svokallað Dungalssafn sem geymt er af Rannssóknarstofu Háskólans. Þar eru geymd vefjasýni úr nokkrum kynslóðum Islendinga og ná sýnin allt aftur til ársins 1940. Með stórstígum framförum í erfðarann- sóknum er möguleiki á að nota þetta safn til erfðarannsókna. það væri fræðilega mögulegt að búa til genakort myndi slíkt kort ekki segja tryggingafélögum eða öðrum aðilum mikið um heilsu einstaklings- ins eða Iíkur hans á að fá einstaka sjúkdóma. „Þá er mjög mikilvægt að menn geri sér grein fyrir að þó að ein- staklingur hafi gen sem auki líkur þess að hann fái sjúkdóm eins og krabbamein er langt frá því að all- ir með þetta gen fái sjúkdóminn. Auðvitað væri hægt að misnota slíkar upplýsingar um einstakling- inn en þær geta einnig verið dýr- mætar fyrir hann og hjálpað við- komandi að breyta sínum lífsstíl á þann veg að það komi í veg fyrir að hann sýkist. Þá verður að gera skýran greinarmun á erfðarannsóknum og sjúkdómsgreiningum. Við notum ekki niðurstöður fræðilegra rann- sókna til að greina sjúkdóma hjá einstaklingum. Ef einhver í hópi þeirra sem tekur þátt í rannsókn óskar eftir niðurstöðu úr erfðaprófi er honum vísað til læknis sem ger- ir sérstakt próf og þá gilda reglur um trúnað milli sjúklings og lækn- is,“ sagði Helgi. Tryggingafélögin þurfa ekki erfðaefni til að reikna út líkur „Tryggingafélög þurfa ekki upp- lýsingar úr erfðaefnum til að geta reiknað líkur á því að einstaklingur fái ákveðinn sjúkdóm. Þau geta einfaldlega spurt viðkomandi aðila um heilsufar og ættarsjúkdóma," sagði Reynir Arngrímsson, sér- fræðingur í erfðalæknisfræði. „Oftast þurfa menn að svara löngum spurningarlistum um heilsufar sitt og ættingja sinna þegar þeir kaupa líftryggingu og út frá þessum upplýsingum er hægt að reikna líkur þess að viðkomandi fái ákveðna sjúkdóma. Tæknin í gerð erfðakorta er ekki orðin það mikil að hægt sé að taka blóðsýni og spyija um áhættu þessa manns fyrir ákveðnum sjúkdómum. Það iiggja víða upplýsingar um heilsuf- ar einstaklinga og erfðakortin bæta ekki mjög miklu við þann fróðleik,“ sagði Reynir ennfremur. Reynir sagði að það væru dæmi um að erfðaupplýsingar gætu hjálpað einstaklingum þegar meta á heilsufarsupplýsingar hans hjá tryggingafélögum. „Þegar ég var í Skotlandi kom upp mál þar sem einstaklingur fékk frekar lága ein- kunn hjá tryggingafélagi vegna ættarsjúkdóms. Þegar viðkomandi einstaklingur fór í genapróf kom hins vegar í ljós að hann hafði ekki viðkomandi gen. í þessu tilfelli hjálpuðu genaupplýsingar einstak- lingnum og lækkuðu iðgjöld hans verulega. Þannig að genauppiýsing- ar líkt og allar aðrar upplýsingar geta verið beggja handa járn.“ Almenningur hefur treyst vísindamönnum í samtali við ýmsa vísindamenn vegna þessara mála kom fram, að þær reglur sem nú væri starfað eft- ir hér á landi væru nokkuð góðar og tryggðu bæði leynd persónuupp- lýsinga á sama tíma og vísinda- mönnum væri gert kleift að stunda rannsóknir á sjúkdómum sem væri öllum til heilla. Jórunn Erla Eyfjörð lagði áherslu á að farið yrði varlega í erfðarannsóknum en varaði við að gengið yrði út í öfgar þegar vernd- un persónuupplýsinga væri annars vegar. Þá sögðu aðrir að hafa bæri í huga að aldrei hefðu komið upp mál hér á landi þar sem persónu- upplýsingar hefðu verið misnotaðar af vísindamönnum. Fullyrða má að ríkt hafi traust milli vísindamanna og almennings sem hefur undantekningalítið verið tilbúinn til samstarfs. Það er mikil- vægt að vísindamennirnir reynist traustsins verðir hér eftir sem hing- að til. Eða eins og einn komst að orði: „Við höfum fyrst og fremst áhuga á að finna orsakir sjúkdóma og lækningu við þeim en ekki hvort það voru Jón eða Gunna sem fengu þá.“ _ Stofnun stórs lífsýnabanka vekur hins vegar upp ýmsar lagalegar og siðferðiiegar spurningar, spurningar sem lítið hafa verið ræddar hér á landi. Spurningar eins og í þágu hvers slíkur banki yrði stofnsettur og hvort siðferðilega væri réttlætan- legt að selja upplýsingar sem fást úr slíkum banka. Misnotkun erfðaupplýsinga Þorgeir Örlygsson, formaður Tölvunefndar, gerði á dögunum að umtalsefni hugsanlega misnotkun á erfðaupplýsingum um einstaklinga en ljóst er að hægt er að misnota slíkar persónuupplýsingar rétt eins og aðrar. Þorgeir sagði að i ljósi ásóknar tryggingafélög og atvinnurekendur hafi í að komast í almennar heilsuf- arsupplýsingar um einstaklinga mætti sjá fyrir sömu ásókn í erfð- aupplýsingar. „Ef tryggingafélög eða atvinnurekendur komast í þess- ar upplýsingar gætu þau notað upp- lýsingarnar í því skyni að mismuna fólki,“ sagði Þorgeir. „Ef erfðakort- ið sýnir til dæmis tilhneigingu til ákveðins sjúkdóms væri hægt að neita viðkomandi um tryggingu eða hækka gjöldin við hann umtalsvert." Það er eðliiegt að tryggingafélag vilji vita eitthvað um heilsufar við- komandi aðiia og mönnum ber að veita réttar upplýsingar. En þegar farið er að útiloka menn frá samfé- lagsþjónustu bara vegna þess að erfðaeiginleikar þeirra eru með ein- hveijum ákveðnum hætti er verið að mismuna fólki gróflega," sagði Þorgeir. í Bandaríkjunum voru nýlega sett lög sem banna tryggingafélög- um að nota erfðaupplýsingar um ákveðinn sjúkdóm ef viðkomandi einstaklingur hefur ekki verið greindur með sjúkdóminn. Þannig að ef kona greinist með gen tengt bijóstakrabbameini en hefur ekki fengið sjúkdóminn er bannað að nota slíkar upplýsingar við verð- lagningu trygginga. Skoðanir eru skiptar um hve raunhæft sé að misnota erfðaupp- lýsingar og Helgi Valdimarsson, prófessor, sagði að þrátt fyrir að Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi inn- an 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á: gjöldum sem á voru lögð 1997 með gjalddaga til og með 15. ágúst 1997, álagningu fyrri ára sem í eindaga er fallin og öðrum kröfum sem féllu í gjald- daga til og með 15. ágúst sl. og eru til innheimtu hjá neðangreindum innheimtumönnum. Gjöldin eru þessi: Tckjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, trygg ingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald. gjald í framkvæmda sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðagjald, slysatryggingagjald ökumanna, fast árgjald þungaskatts, þungaskattur skv. ökumælunt, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skcmmtanaskattur og míðagjald, virðisaukaskattur af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum, vinnueftirlitsgjald. vörugjald af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, skilagjald á umbúð ir, vcrðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. skipulagsgjald, skipagjald, fisksjúkdómagjald. jarðaraf gjald, virðisaukaskattur, staðgreiðsla, tryggingagjald, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur barnabótaauki, ofgreiddar vaxta bætur svo og gjöld sem Gjaldheimtunni í Reykjavík ber að innheimta samkvæmt Norðurlandasamningi, sbr. lög nr. 46/1990, og auglýsingu nr. 480/1991. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjárnám, þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpil- gjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. ágúst 1997. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn f Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýsluntaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldhcimtan í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.