Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ María fer víóa BARBARA Auer, í hlutverki Maríu, og Rudolf Kowalski, sem leikur ástmann Maríu, gyðinginn Bruno, í lautarferð við Gullfoss. MARÍA og Hedwig hlæja að kartöflunum sem þeim er boðið upp á við komuna til Islands. ARNAR Jónsson, sem Einar líkir við Jeremy Irons, og Björn Karlsson í hlutverki íslenskra bænda. Kvikmyndm um Maríu verður frumsýnd inn- * an skamms í Þýskalandi og á Islandi. Mynd- inni verður dreift í 30 eintökum í Þýska- landi og er það mesta upphafsdreifing myndar eftir íslend- ing. Helgi Þor- steinsson ræddi við leikstjórann og Frið- rik Þór Friðriksson meðframleiðanda. MARÍA, mynd Einars Heim- issonar leikstjóra, sem tekin var á íslandi og í Liibeck í Þýskalandi síð- astliðið sumar, verður frumsýnd í Þýskalandi 18. septem- ber. Hún hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí og fékk þar góðar viðtökur. Að sögn Einars verður myndinni dreift í 30 eintökum til kvikmyndahúsa í Þýskalandi. „Þetta er sennilega mesta upphafsdreifing á mynd eft- ir íslenskan höfund. Hún var tekin á 28-30 dögum á eina vél og það höfðu fæstir búist við því að mynd sem tekin var svo hratt kæmist í bíó. Ég þakka þetta góðu íslensku samstarfsfólki í öllum lykilstöð- um.“ Heimildamynd sem gerð var um töku bíómyndarinnar hefur þegar verið sýnd í sjónvarpi í Þýska- landi, og að sögn Einars hefur hún vakið viðbrögð og hann er því bjart- sýnn á viðtökur Maríu. „Eg var á gangi úti í rigningunni í Miinchen fyrir nokkru. Þá vék sér að mér kona sem ég þekkti ekkert og spurði hvenær von væri á Maríu.“ María fjallar um örlög þýskrar Einar Heimisson. konu sem flýr skort eftirstríðsár- anna í Þýskalandi og kemur til íslands til að vinna á íslenskum bóndabæ. Aðalframleiðandi mynd- arinnar var þýska kvikmyndafyrir- tækið Blue Screen í Munchen, en meðframleiðandi var íslenska kvik- myndasamsteypan. Kostnaður var að minnsta kosti 70 milljónir króna. „Það er nýtt á íslandi að búin sé til mynd með útlendu forræði," segir Einar. „íslenska kvikmynda- vorinu er lokið og við erum að fara inn í nýtt tímabil. Leikstjórar sem eru að hasla sér völl þurfa að vinna öðruvísi en áður. Þeir verða að gera myndir sem útlenskir áhorf- endur vilja horfa á. Mér fínnst þetta ekki vera vandamál, því kvik- myndin er í sjálfu sér alþjóðlegt listform." Viðkvæmur tími fyrir Þjóðveija Einar segir samstarfið við út- lendinga hafí þó ákveðna erfiðleika í för með sér því sætta þurfí ólík sjónarmið. „María er söguleg mynd og gerist á tíma sem er Þjóðverjum viðkvæmur. Þeir hafa átt erfítt með að gera upp fortíðina í bíó- HEDWIG, vinkona Maríu, er heppnari með húsbændur en hún og endar á því að giftast íslensk- um sveitamanni. Gundula Köster og Kjartan Bjargmundsson í hlutverkum sínum. myndum, þó þeir hafi til dæmis tekið ágætlega á henni í heimilda- myndum. Eftir stríð voru það sömu mennirnir sem héldu áfram að gera kvikmyndir eins og fyrir stríð. Það var því ekki hægt að gera upp fort- íðina og kvikmyndagerð varð hand- verk í stað þess að hún tæki á því sem máli skipti. Á þessu hafa auð- vitað verið undantekningar, til dæmis myndir Fassbinders, von Trotta og Schlöndorfs. Þetta vandamál endurspeglast í því að þýskar myndir ná lítilli útbreiðslu utan heimalandsins. Síðustu árin hefur verið í tísku að gera eldhús- kómedíur sem stundum hafa orðið mjög vinsælar í Þýskalandi en ekki annars staðar." Einar kvartar einnig yfir ofur- valdi framleiðenda í Þýskalandi. „Réttur höfunda er miklu veikari SJÁ BLS. 22 Kippir tfirista- straumnum í lap „MARÍA er glæsileg fyrsta mynd leikstjóra," segir Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndagerða- maður og meðframleið- andi myndarinnar. „Einar hefur áður sýnt að hann hefur nef fyrir góðu efni í heimildamyndir. Þeir sem ekki geta skapað and- rúmsloft í heimildamynd- um geta heldur ekki gert það í leiknum. María er falleg mynd þar sem ís- lenskt landslag nýtur sín vel og hún uppfyllir allar mínar væntingar.“ Friðrik vonast eftir að á annan tug þúsunda áhorf- enda muni sjá Maríu hér á landi. „Það er svipaður fjöldi og við gerðum ráð fyrij- á Börn náttúrunnar og Tár úr steini, en að vísu voru fleiri sem sáu þær þeg- ar upp var staðið. Þetta er mynd sem meðal annars höfðar til þeirrar kynslóðar sem tók á móti þýska verka- fólkinu, til dæmis er ég viss um að móður minni, sem er 82 ára, eigi eftir að líka þessi mynd vel. En þar sem hún er ung í anda held ég að hún muni líka höfða til ungra kvenna.“ Farsa.lt samstarf við Þjóðverja Að jögn Friðriks hafa all- ar helstu íslensku myndir síðustu ára verið framleidd- ar í samstarfi við Þjóðveija. „Þjóðveijar hafa styrkt ís- lenska kvikmyndagerð um hundruð milljóna króna á þessum tíma, meira en ís- lenska rikið. Þó tengjast fæstar myndanna Þýska- landi á neinn hátt. Að vísu er María leikin af þýskri stjórstjörnu og þar er töluð þýska. En ástæðan er fyrst og fremst áhugi Þjóðveija á norrænni menningu. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa meira fjármagn til sinnar kvikmyndagerðar, þannig að við höfum notið góðs af þessum áhuga.“ Friðrik telur að fjöldi þýskra ferðamanna sem heimsótt hafa ísland á síð- astliðnum árum sé ekki síst íslenskum kvikmyndum að þakka. „Ástæðan fyrir því að túristastraumurinn frá Þýskalandi hefur verið í lægð að undanförnu er að mínu áliti ekki efnahags- ástandið heldur það að ekki hefur verið frumsýnd ís- iensk bíómynd í Þýskalandi I tvö ár. María verður sýnd í kvikmyndahúsum í Þýska- landi fljótlega, Djöflaeyjan verður sýnd í kvikmynda- húsum í janúar og Á köldum klaka í sjónvarpi í október. Saman kippa þessar myndir túristastraumnum í lag ef við fáum nægan pening til að auglýsa þær en hingað til höfum við útvegað túr- ista án þess að þeir sem lyóta þess leggi okkur nokkurt lið við kynningu á myndunum erlendis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.