Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA JÚLÍUSDÓTTIR frá Hvassafelli í Eyjafirði, Ránargötu 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Elsa Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Vilhelm Guðmundsson, Freyja Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Pálmi Guðmundsson, Rafn Hjartarson, Ólafur Jónsson, Rannveig Alfreðsdóttir, Tryggvi Harðarson, Sigurrós Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL SIGURJÓNSSON, Snorrabraut 56, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 14. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til séra Sigfinns Þorleifssonar og starfsfólks á deild A-7. Þökkum auðsýnda samúð. Kristín Jóna Guðmundsdóttir, Sigurjón Þorkelsson, Þóra B. Ólafsdóttir, Hilmar Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, KRISTBJÖRG R. ÞÓRODDSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu 21. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 27. ágúst kl. 13.30. Ásgerður Jónasdóttir, Tryggvi Jónsson, Finnbogi Jónasson, Elsa Þorvaldsdóttir, Valdimar Jónasson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ALBERTS ÓSKARSSONAR rafeindavirkja, Hraunbæ 70, Reykjavík. Elísabet S. Albertsdóttir, Óskar Gunnar Sampsted, Bryndís Óskarsdóttir, Gunnhildur A. Óskarsdóttir, Gunnar Antonsson, Sigurbjörg Albertsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna and- láts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, VILHELMÍNU EINARSDÓTTUR, Kirkjulundi 6, Garðabæ. Soffía Haraldsdóttir, Óli Kristjánsson, Haraldur L. Haraldsson, Elín Dóra Ingibergsdóttir, Sólveig Haraldsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. ÁSLA UG MAGNÚSDÓTTIR + Áslaug Magnús- dóttir fæddist í Reykjavík 9. nóvem- ber 1913. Hún lést í Hjúkrunarheimili Sunnuhlíðar 17. ág- úst síðastliðínn. For- eldrar hennar voru Magnús Hróbjarts- son, trésmiður í Reykjavík, og kona hans, Sigurdís Ólafs- dóttir, sem vann lengst við gæslu á leikvöllum borgar- innar. Magnús lést í spænsku veikinni 1918 og ólst Áslaug upp hjá fóst- urforeldrum sínum, Davíð Ólafs- syni, bakarameistara í Reykja- vík, og konu hans, Guðbjörgu Ingvarsdóttur. Fóstursystkini hennar voru Helga, Elín og Magnús, öll látin. Systkini Ás- laugar eru Ólafur, f. júní 1910, d. 1963, verkamaður í Reykjavík, Ingibjörg, f. 16.9. 1911, d. 5.1. 1997, og Sigrún, f. 28. L 1917. Áslaug giftist í apríl 1937 Guð- mundi Friðfinns- syni, pípulagningar- meistara, f. 23.8. 1910, d. 12.4. 1971. Sonur Áslaugar og Guðmundar er Magnús, f. 9.12. 1937, blómaskreyt- ingamaður og nudd- ari. Kona hans er Kristín Jóhannes- dóttir, læknaritari, og sonur þeirra er Guðmundur As, f. 20.6. 1988. Áslaug vann við verslunar- störf í Reykjavík 1925-1940, og að matseld á Kópavogshæli 1972-1984. Áslaug verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. ágúst og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Elsku Áslaug. Með þessum orðum langar mig að þakka þér samveru- stundir okkar. Það var gaman að koma til þín á Kópavogsbrautina. Vanalega lumaðir þú á einhveiju sem mér fannst gott. Og óþekktarstrikin mín fyrirgafstu. Þú varst alltaf góð og gast alltaf spjallað við mig. Þú ert hjá okkur þó að þú sért dáin. Þú fylg- ist með okkur af himnum ásamt engl- unum. Ég þakka þér fyrir það, sem þú hefur gert fyrir mig og þakka liðin ár. Eva K. Fáein orð frá syni. Er þú knúðir á inn í þennan heim að koma, móðir mín, þá þú valdir þér að foreldrum þau Sigurdísi Ólafsdóttur og Magnús Hróbjartsson, sem fagra muni úr viði skóp. Í þess- um fjölskyldureit völdu sér fleiri vist, þau Ólafur, Ingibjörg Katrín og Sig- rún. Og til dagsins í dag hafa þrjú systkinanna þessa jarðvist á enda gengið og kvatt okkur hin, sem eftir standa, en Sigrún, sem er yngst, er enn við góða reisn, bjartsýn og hýr. Öll þurfum við jarðarinnar böm ýmsar þrautir að leysa og bera_kross. Það varð einnig á þinni leið, Áslaug móðir mín, er faðir þinn féll í valinn ungur að aldri í spænsku veikinni 1918. Til bjargar varð þó brátt er um leið, því að öðlingsfólk tók þig 4 ára á hné og við þér brostu sæmdar- + Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, stjúpfaðir og afi, HALLDÓR GUÐMUNDSSON, Hábæ f Laugardal, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 14. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Anna Kjartansdóttir, Páll Guðmundsson, Lárus Halldórsson, Eyvindur Bjarnason, Grétar Halldórsson, Kjartan Bjarnason, Páll Halldórsson, Rakel Móna Bjarnadóttir, Halldór Guðmundur Halldórsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Auður Þorsteinsdóttir, Ingvar Bjarnason, Svanur Bjarnason, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRHÖLLU ODDSDÓTTUR, Kvígindisfelli, Tálknafirði. Óskar Guðmundsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Svava Guðmundsdóttir, Þorsteinn Oddsson, Guðrún Klemensdóttir, Haukur Guðmundsson, Svanborg Guðmundsdóttir, Svafa Kjartansdóttir, Unnur Guðmundsdóttir, Sveinn Jónsson, Karl Guðmundsson, Sigríður Þ. Sigurðardóttir, Þuríður Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Halldóra Bjarnadóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Oddur Guðmundsson, Eyvör Friðriksdóttir, Guðbjartur Guðmundsson, Víðir Guðmundsson, Fjóla Guðmundsdóttir, Helgi Guðmundsson, Rafn Guðmundsson, Margrét Ásmundsdóttir, Björn G. Daníelsson, Stefaníja S. Víglundsdóttir, Kristborg G. Aðalsteinsdóttir og ömmubörn. hjónin Guðbjörg Ingvarsdóttir og Davíð Ólafsson bakari á Hverfisgötu 72. Þar þú óxt úr grasi með fóstur- systkinum þínum, þeim Helgu, Elínu og Magnúsi og naust atlætis til jafns við þau, sagðir þú mér og þau voru þér ætíð góð. Samt djúpt undir niðri var sviði, að hafa ekki getað verið hjá móður þinni og systkinum. Enda erfitt til skiinings fyrir ijögurra ára barn. Oft fékkstu magafylli úr bak- aríinu sem var á neðstu hæð hússins. Brauða- og kökuilminn lagði frá því yfir bæinn. í því starfi þú lagðir hönd á plóginn og yfir búðardiskinn þú ijómakökur, kleinur, snúða, brauð og fleira réttir í hendur þeirra er á ilminn renndu. í dag eru breyttir tímar á þessum stað, því að öll eru þau farin í ferðina löngu, sem okkur er ætluð. Vera má samt að húsið geymi enn hljóm fomra daga. Vist þinni í húsinu lauk þegar þú gekkst í hjónaband með Guðmundi Friðfinnssyni föður mínum í aprtl 1937. Eg, sem þetta pár rita, sonur þinn, hef þekkt þig í því sem næst 60 ár. Ýmsar minningar rifiast upp frá bemsku minni þegar hugsað er til baka. Oft þurftir þú að leita mig uppi, þennan forvitna flakkara er flýtti sér að hverfa fyrir næsta húshom eða gróf sig undir girðingar og fannst svo niðri við Tjöm en lítil spor lágu þang- að í snjónum á sunnudagsmorgni. Þú kenndir mér að strauja lín og stoppa í sokka, sem ekki var algengt þá með drengi. Einnig að láta krauma í pott- um. Þú varst snjöll og þolinmóð mig að stilla. Þá er þú lagðir lófana þína á kollinn minn, var sem hlýju og festu frá þér legði, en það dugaði fremur en vöðvaaflið, sem þú aldrei beittir. Margir knúðu dyra á húsi þínu, því engan þú særðir með hvössum orða- tón, að því er ég man. Þú hafðir alltaf tíma og djúpa sál sem kunni þá list að hlusta á hjartans mál. Er á ævina leið þú loks um síðir fékkst bamabam, drenginn Guðmund Ás. Þá komu einnig til þín systkini hans en einkum Eva og Stefanía, sem voru 5 og 10 ára þegar Guðmundur Ás fæddist. Var þá oft mikið spjallað og stytt sér stundir. Vinur þinn og félagi Guðjón Jónsson bjó hjá þér seinni árin þín á Kópavogsbrautinni og voruð þið hvort öðm stoð. Stutt er síðan hann fór á Hjúkrunarheimilið. Svo fór að halla meira og meira undan fæti hjá þér og síðustu árin varst þú sjúkl- ingur í Hjúkmnarheimili Sunnuhlíðar. Flytja vil ég starfsfólki Hjúkran- arheimilisins mínar innilegustu þakkir fyrir umönnun þá og alúð er það sýndi móður minni síðustu árin. Guð geymi þig nú og ætíð, móðir mín. Magnús. Elsku amma mín. Nú ertu komin til Guðs og góðu englanna og hætt að vera veik. Mig langar að kveðja þig með þessari bæn frá Jesú: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til kaomi þitt riki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss i freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Guðmundur Ás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.