Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 13 FINNSKU forsetahjónin, Eeva og Martti Ahtisaari, taka á móti íslensku forsetahjónunum er opinber heimsókn þeirra til Finn- lands hefst á þriðjudag. höfuðverk, einkum umhverfísvandi á Eystrasaltssvæðinu, en um 80% vandamálanna þar eiga upptök sín í Pétursborg. Það er sýnilegur vandi, og umhverfisháski á Eystra- saltssvæðinu gæti haft hörmulegar afleiðingar. Hið sama gildir um kjarnorkuver, kjarnorkuvopn, glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl. I þessum efnum er mörg óleyst þrautin á alþjóðavísu.“ - Þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins virðist sem Finnar taki mið af hin- um stóra granna sínum, Rússlandi, við mótun öryggisstefnu sinnar. Stendur þeim eða þjóðum Eystra- saltsríkjanna þriggja veruleg ógn af Rússum? „Þetta er ekki alls kostar rétt, við tökum mið af öllum grönnum okkar og stöðu alþjóðamála al- mennt. Við tökum mið af Svíum, Eystrasaltsríkjunum, og ég held við höfum mjög svo barist fyrir rétti þeirra og hjálpað þeim við að renna stoðum undir sjálfstæði sitt. Þegar menn plaga mig með spurningunni hvers vegna við höfum ekki sótt um aðiid að NATO hef ég oftast svarað með því að spyija á móti hveijir hefðu klappað fyrir okkur þá ef við hefðum sótt um aðild fyr- ir ári. Alltént ekkert NATO-ríkj- anna. Ef til vill ekki Rússar heldur, en innan NATO hefði slíkt líklega valdið mestum hausverk. Það hefði flækt stöðuna mjög og líklega orðið bandalaginu til meiri vandræða en gagns. Staða okkar og öryggistil- finning er ótrúlega góð og þú hefur ugglaust tekið eftir því að við kvíð- um engu. Reyndar höfum við meiri áhyggjur af slýmyndun við strand- lengjuna vegna mengunar og sum- arhlýindanna." Engin hernaðarleg ógnun „Við höfum til dæmis engar áhyggjur_ af ástandinu við landa- mærin. Ástandið þar er betra nú en á tímum Sovétríkjanna. Við höf- um hins vegar miklar áhyggjur af umhverfisspjöllum í Rússlandi, ástandi kjarnorkuvera svo og ástandi kjarnorkuvopnaforðans því sé hann að grotna niður vegna fjár- hagsörðugleika Rússa höfum við ástæðu til að vera kvíðin. En það er engin hernaðarleg ógnun sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Og það hefur heldur ekkert breyst í því hvernig Finnar móta utanríkis- stefnu sína. Við höfum ætíð leitað eftir samstarfsvettvangi til að tryggja öryggi okkar og gerum enn. Nágranni okkar er annar nú en áður og vill komast í tölu lýðræð- isríkja þó enn vanti þar á. Ríki heims þurfa með aðgerðum sínum að hjálpa Rússum að ná því marki. Það mun líklega taka lengri tíma en mér endist aldur til en menn mega ekki missa marks.“ - Eru Rússar að þínu mati á réttri braut til að þróa lýðræði? „í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að Rússar hafa sjálf- ir ákveðið að þeir vilji búa við lýð- ræði og markaðsbúskap. Það mun hins vegar taka þá tíma að ná settu marki því áður þarf að þróa stofn- anir og löggjöf sem eru forsenda lýðræðis og markaðsbúskapar. Þró- uninni verður ekki snúið við í Rúss- landi. Spurningin er aðeins hvort við höfum þolinmæði til að vinna nógu kappsamlega að því að stuðla að breytingunum þar sem við sjáum ekki árangurinn strax. Þessu velti ég fyrir mér eftir að hafa fengist við þróunarmál mestan hluta starfs- ævi minnar. Reynslan hefur kennt mér að á því sviði verður að horfa til langs tíma þyí árangur verður seint sýnilegur. Ég var í raun mjög heppinn að upplifa það sjálfur, eftir rúmlega áratugar aðild að málum, að sjá land [Namibíu] hljóta sjálf- stæði. Það er mjög sjaldgæft í þró- unarstörfum að menn sjái sjálfir starf sitt bera ávöxt.“ - Menn verða þá að sýna sams konar þolinmæði gagnvart Rússum? „Já, þolinmæði en staðfestu, ekki halda að sér höndum. Við þurfum einungis að horfa til sameiningar Þýskalands, hversu erfið aðlögun austurhluta landsins hefur reynst og hve langur vegur er enn í að jafnvægi náist. Til frekari samlík- ingar mætti segja að það sem verið væri að reyna að koma í kring í Rússlandi í dag sé hið sama og í Þýskalandi eftir seinna stríðið. Að skipa Rússum á bekk með lýðræðis- þjóðum í Evrópu. Munurinn er sá að Þjóðveijar þekktu lýðræðishefðir en í Rússlandi eru kringumstæður allt aðrar, sem gerir aðlögun þess helmingi erfiðari." Kosningin markaði þáttaskil - Ef við snúum okkur að málum sem standa forsetanum ef til vill nær, þá markaði kosning hans þáttaskil í Finnlandi að því leyti að hann er fyrsti þjóðkjörni forsetinn í stað þess að vera kjörmannakos- inn. í valdatíð hans, sem nú er nær hálfnuð, hefur finnskt samfélag gengið í gegnum itarleg umskipti og nýr alþjóðlegur veruleiki hlasti við með ESB-aðildinni. Hver telur forsetinn vera helstu afreksverk sín á þessum tíma, hvaða mál standa upp úr? „Ja, nú er stórt spurt og ekki farið fram á lítið,“ segir Ahtisaari og glottir. Eftir nokkra umhugsun kemur svarið: „Mikilvægasta málið sem við mér blasti í upphafi emb- ættisins var aðildin að Evrópusam- bandinu. Ég lagði mig fram í því máli, fór ekki í kringum efnið eins og köttur í kringum heitan graut. Var aðildinni algjörlega fylgjandi og niðurstaða þjóðaratkvæðisins gladdi mig mjög. Þetta stendur upp úr. Og einnig hversu virkir við höf- um verið í að hafa áhrif á þróun mála í Evrópu sem aðilar að ESB. Við höfum skotið frekari stoðum undir sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna, erum hlynntir stækkun ESB og höfum fengið samstarfsþáttum öryggismála þokað fram. Staða okkar á alþjóðavettvangi sem stendur er ákaflega styrk, en við leyfum okkur samt ekki að svífa inn í einhveija dagdrauma. Virk utan- ríkis- og öryggismálastefna okkar er metin að verðleikum. Sú stað- reynd að leiðtogafundurinn var haldinn hér í mars er dæmi um það. Landafræði átti einhvern þátt í því en réð þó engan veginn úrslit- um. Staða okkar er góð að því leyti að við eigum enga óvini, aðeins vini.“ -Að fenginni kosningu sagðist þú vilja beita þér fyrir breyttu and- rúmslofti í finnskum stjórnmálum og gera samfélagið opnara. Hvað hefur áunnist í þeim efnum? „Hér er um að ræða starf sem aldrei tekur enda. Ekkert samfélag verður fullgert. Ég mundi að minnsta kosti hika við að halda því fram á einhveiju augnabliki að nú gætum við ekki gert betur, allt væri í lagi. Þvert á móti kysi ég að umræðan um þau mál sem varða okkur mestu yrði miklu meiri. Það væri til bóta. En við erum þó hepp- in að því leyti að þjóðfélagið er lít- ið, aðeins fimm milljónir íbúa. Þið njótið þess einnig á Islandi, geri ég ráð fyrir." Heldur loforð um heimsóknir - Forsetinn hét því einnig að halda nánu sambandi við kjósend- ur. Hefur hann staðið við það? „Fólkið spurði hvort það mundi fyrst sjá mig aftur að sex árum liðn- um næði ég kjöri. Því svaraði ég neitandi og hét því í kosningabar- áttunni að ferðast einu sinni í mán- uði til einhvers héraðs landsins. Við það hef ég staðið. Og það hefur verið hrífandi að fylgjast með við- brögðunum. Almenningur kann vel að meta þetta framtak, á því leikur ekki vafí, viðbrögð hans eru mjög jákvæð. Ymsir erlendir stjórnmála- menn hafa og áttað sig á gildi þess. Norski forsætisráðherrann segist hafa farið að frumkvæði mínu og orðið ágengt. En svo eru ýmsir fræðingar sem vita ekki almenni- lega hvað þeir eiga að lesa út úr heimsóknunum. Sumir þeirra halda að ég sé í þrotlausri kosningabar- áttu. En það aftrar mér ekki frá því að standa við loforðið, því ég tel afar mikilvægt að fara út á meðal fólks og kynna mér þróun / / BILSKURSHURÐIR rt'/AL-BORGA =í-lr. HÖr nABAKKA 9. 1 19 Bl YKJAVIK SIMI 98/* 8/90 I AX 98/ 8/91 ■--------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhmtv tískuverslun Barnafatnaður úr llísetnum íslensk framleiðsla Laugaveg 48 B (upp í lóðinni), sími 552 1220 mála í einstökum héruðum. Ferð af þessu tagi er á döfinni í næstu viku.“ - Færðu gagnrýni fyrir þessar ferðir, sjá einhveijirþær sem tilraun af þinni hálfu til beinna afskipta af innanlandsmálum? „Nei, ég held að enginn hafi lát- ið að því liggja. En augljóslega er ýmsum órótt út af þessu en það er þó fyrst og fremst vegna þess að þeir gefa þessum ferðum miklu meira pólitískt vægi en ástæða er til. Mér myndi þykja það afar ein- kennilegt ef ég hefði ekki mögu- leika á að fara út á meðal fólksins, yrði eingungis að halda mig hér í bústaðnum eða forsetahöllinni og taka bara á móti opinberum gest- um. Það væri ömurlegt hlutskipti og fyrr myndi ég skipta um starf en þurfa að taka því.“ - Það leiðir hugann að völdum forsetans, hvort þau eigi að vera meiri eða minni, og spurningunni um að hann deili utanríkismálum með forsætisráðherranum. Er það raunhæft eða er það ef til vill ekk- ert vandamál? „Það er enginn vandi og sam- starf okkar er með miklum ágætum. Ég stjórna fundum utanríkis- og öryggisráðsins og varnarmálaráðs- ins séu málin mjög umfangsmikil, annars er það í verkahring forsætis- ráðherrans. Ég funda og reglulega með utanrikisráðherranum þar sem við höfum tækifæri til að skiptast á skoðunum um mál sem upp kunna að koma. Ég tel að við búum við skilvirkt stjórnkerfi. Forsetinn hef- ur mikil völd, það er engin spurn- ing, og ég hef verið því fylgjandi að hluti þeirra, til dæmis embætti- sveitingar, verði færð frá honum.“ - Samskipti íslands og Finn- lands. Hafa forsetarnir hist? „Já, og ég hef notið þeirra funda og hlakka mjög til þess að taka á móti forsetahjónunum í Finnlandi. Við eigum mörg sameiginleg áhugamál og bakgrunnur hans er að mörgu leyti líkur mínum, við erum til dæmis báðir mjög alþjóð- lega sinnaðir. Hleypidómalausir að því leyti að við viljum rökræða mál og leita raunverulegra lausna á vandamálum. Þessi sameiginlegi bakgrunnur hefur gert það að verk- um að við höfum náð mjög vel sam- an. Ég sé einnig að með forseta- embættunum í báðum löndum gefst okkur tækifæri til raunverulegrar samvinnu og að því vinnum við. Staða okkar er t.a.m. önnur en hinna konungbornu norrænu þjóð- höfðingja. Ég held einnig að vax- andi áhugi sé á auknu samstarfi milli landanna og því er ég afar fylgjandi. Við höfum leitað ólíkra lausna í aiþjóðamálum en ég held það sé miklu meira sem sameinar okkur í dag í nýrri skipan mála í Evrópu heldur en t.d. á tímum kalda stríðsins. Norrænt samstarf hefur verið skerpt að vissu marki en það er svigrúm fyrir virkt samstarf milli landanna.“ 200 VIÐBOTARSÆTI Á TILBOÐSVERÐI London á kr. 19.990 Flug og hótel 24.990 kr. London - vinsælasta borg Evrópu Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og hundruðir sæta hafa nú selst til þessarar vinsælustu borgar Evrópu. Nú eru fyrstu ferðirnar að seljast upp, enda höfum við aldrei boðið jafn ótrúlega hagstæð kjör og nú í vetur með beinu flugi okkar til mestu heimsborgar Evrópu. Glæsilegt úrval gististaða í boði, spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bókaðu strax og tryggðu þér tilboðsverðið. ——- “ 1 Fáðu íslenskir 1 bæklinginn sendan. Verð frá kr. 19.990 Flugsæti til London með flugvallasköttum, flug frá ntánudegi til fimmtudags ef bókað er fyrir 1. september. Verð frá kr. 24.990 M.v. 2 í herbergi, Crofton Hotel, 3 nætur. brottför á mánudögum, ef bókað er fyrir 1. september. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.