Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 52
.dif* Ws *aö koma póstinum 98$ i "^^^vidskiptah þínum til skila pösturogbimihf I AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Golli Selur hlut í Vöruvali BENEDIKT Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Vöru- yals hf., sem rekur fjórar verslanir á Isafirði, í Hnífsdal og Bolungarvík, hefur fengið tvo meðeigendur að versluninni á Isafirði og stefnt er að því að þeir eignist meirihlutann. Benedikt og fjölskylda hans hafa byggt upp fyrirtækið í tíu ár og seg- ist hann hafa lagt í það mikla vinnu. Nú sé kominn tími til að minnka við sig með því að deila ábyrgðinni með ungum meðeigendum. Mikil sam- keppni er í matvöruverslun á ísafirði eftir að Samkaup opnaði þar verslun en Benedikt neitar því að þessi ákvörðun tengist því og tekur fram að á síðasta ári hafi verið metvelta hjá Vöruvali og enn sé aukning á þessu ári. Skipt upp Fyrirtækinu verður skipt upp. Vöruval hf. mun reka verslanimar tvær á ísafu-ði og munu Haukur Benediktsson, verslunarstjóri í Vöru- vali á Skeiði, og Guðmundur Sverris- son verslunarmaður kaupa 30% hlut í fyrirtækinu. Hugmyndin er að þeir eignist síðar meirihlutann. Benedikt mun áfram eiga og reka verslanimar í Bolungarvík og Hnífsdal og ætlar að helga þeim krafta sína á næstunni. ■ Samkeppnin/24 ÍS eykur samvinnu við fyrirtæki í Argentínu og Chile Selja lýsingsafurðir og lax til Evrópu Sex mjöl- tankar rísa á Seyðisfirði IÐNAÐARMENN vinna nú að smíði sex mjöltanka við verk- smiðju SR-mjöls á Seyðisfirði. ' Wjöltankarnir eiga að rúma um sex þúsund tonn af mjöli og leysa að mestu af hólmi eldri mjölgeymslu fyrirtækisins, en mjölið hefur hingað til verið geymt í stórsekkjum í húsi. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls, segir að framkvæmdir við smiðina hafl hafist í sumar og vonandi ljúki þeim fyrir vetr- arvertíðina. „Við höfum verið í vandræðum með geymslupláss, enda framleiðslan mikil. Tank- arnir tvöfalda geymsluplássið og auðvelda okkur mjög störfín. Við getum t.d. blandað mjöl bet- ur en nú.“ Kostnaður við tank- Mj)na er um 250 milljónir króna. ÍSLENSKAR sjávarafurðir hafa ákveðið að taka upp samstarf við tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Chile og Argentínu um markaðssetningu á afurðum þeirra á Evrópumarkaði. Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurt skeið að þessu máli, en var ýtt úr vör meðan heimsókn Hall- dórs Asgrímssonar, utanríkisráð- herra, stóð yfir til þessara landa. Bjöm Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri söluskrifstofu Is- lenskra sjávarafurða á Spáni, segist mjög ánægður með ferðina til Suð- ur-Ameríku, en í henni hafi fulltrú- ar fyrirtækisins rætt við um 35 fyr- irtæki. „Þar á meðal voru stærstu framleiðendur Argentínu og Chile á lýsingi, sem er mikil markaðsvara á Spáni, Portúgal og Italíu. Þessi fyr- irtæki lýstu yfir miklum áhuga á samstarfí við okkur um markaðs- setningu á framleiðslu sinni inn á markaði í Suður-Evrópu,“ sagði Bjöm. Aukið samstarf Hann sagði að jafnframt hafi ver- ið rætt við núverandi birgi ÍS í Chile. „Hann lýsti yfir mikilli ánægju með samstarfið, en við höf- um annast fyrir þá sölu á laxaafurð- um í eitt ár, bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi. Nú era uppi áætlan- ir um að auka það starf enn frekar. Þessi aðili framleiðir 12 þúsund tonn á ári. Hann hefur áhuga á að tvö- eða þrefalda sölu gegnum ís- lenskar sjávarafurðir sem er mjög mikil stuðningsyfirlýsing við okkur. Þessi árangur mun ekki aðeins skila árangri fyrir sölukerfi okkar heldur einnig fyrir önnur íslensk fyrirtæki. Það fréttist út að íslendingar hafa verið að gera góða hluti í eitt ár sem ánægja ríkir með. Þessi aðili er að skoða ýmsa samstarfsmöguleika með öðram íslenskum fyrirtækjum í framhaldi af samstarfinu við okkur, einkum varðandi kaup á vélum, tækjum og þekkingu." Björn sagði að heimsókn Hall- dórs Asgrímssonar utanríkisráð- herra og viðskiptasendinefndarinn- ar hafi gefið fyrirtækinu tækifæri á að hitta fjölmarga aðila á mjög skömmum tíma. „Þessir aðilar komu til okkar í stað þess að við þyrftum að ferðast í tvær til þrjár vikur til að leita þá uppi. Við náðum árangri sem kannski hefði náðst á tveimur mánuðum með því að senda mann á staðinn. Það er því hægt að gefa utanríkisráðherra og Utflutn- ingsráði mikið hrós fyir þeirra starf.“ Grafið fyrir goshver BYRJAÐ er að bora fyrir gervigos- hver í Öskjuhlíð, sunnan við Perluna á vegum Veitustofnana Reykjavíkur. Boraður verður 30 metra djúpur brunnur og jarðhita- vatni veitt þangað með neðanjarð- arleiðslu. Gert er ráð fyrir að gos- hverinn geti gosið í um 10-15 metra hæð. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 20 milljónir króna. Hugmyndir Blóðbankans og Islenskrar erfðagreiningar Vilja stofna stóran lífs- sýnabanka hér á landi HUGMYNDIR era uppi bæði hjá CÍGióðbankanum og íslenskri erfða- greiningu um stofnun stórs lífs- sýnabanka hér á landi. I slíkan banka yrði safnað skipulega blóð- sýnum úr íslendingum og einnig heilsufarsupplýsingum, sem nýtast myndu til erfðarannsókna. Sveinn Guðmundsson, yfirlækn- . jg Blóðbankans, segir að hug- myndir um stofnun lífssýnabanka hafi oft verið ræddar hjá Blóð- bankanum þótt ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir í því efni. Góður efniviður Þá sagði Kári Stefánsson, for- stöðumaður íslenskrar erfða- greiningar, að fyrirtækið undir- byggi nú stofnun slíks banka. Því hefur verið haldið fram að erfðaefni úr íslensku þjóðinni sé góður efniviður til erfðarann- sókna, því þjóðin sé lítil, með til- tölulega fáa forfeður og upplýs- ingum hafi verið haldið mjög vel til haga. Tilgangur lífssýnabanka væri að safna efni til erfðarann- sókna. Þá er einnig möguleiki að selja upplýsingar úr lífssýnabanka til rannsóknastofa erlendis. ■ Á að markaðsetja/10-11 Erfitt að fá kennara í tölvunarfræði ERFIÐLEGA hefur gengið að fá kennara til starfa við tölvunar- fræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla íslands en ásókn nemenda í tölvunarfræði fer vaxandi og hafa verið innritaðir 110-120 nýir nemendur á haustmisseri saman- borið við 80 umsóknir í fyrra, skv. upplýsingum Ebbu Þóra Hvann- berg, formanns tölvunar- fræðiskorai'. Við tölvunarfræðiskor eru sex fastar stöður kennara en einn pró- fessor er í launalausu leyfi í eitt ár og annar hefur sagt upp störfum frá næstu áramótum. I sumar var auglýst staða dósents við tölvun- arfræðiskor og barst ein umsókn. Hefur reynst nauðsynlegt að fá stundakennara í verulegum mæli til að annast dæmatíma og verk- lega kennslu. „Það hefur reynst mun erfiðara að fá stundakennara til starfa en áður og fjöldi nýrra nemenda léttir okkur ekki róður- inn þó það sé að sjálfsögðu ánægjulegt að það sé aðsókn í þetta fag,“ segir Ebba Þóra. Hún segir að mikil eftirspurn sé á markaðinum eftir sérfræðingum í tölvugeiranum og töluvert launa- skrið sem geri ríkisstofnun erfitt um vik að keppa við einkafyrir- tæki um starfsfólk á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.