Morgunblaðið - 24.08.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.08.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Japanir vilja ala fleiri strúta Morgunblaðið. Kitakyushu.Japan. STJÓRNVÖLD í Ina, í umdæmi Nagano í Japan, telja að strúta- eldi eigi framtíðina fyrir sér sem framleiðslugrein í matvælaiðnaði auk þess sem nýta megi aðra hluta fuglsins eins og skinnið svo dæmi sé tekið, en úr því má meðal annars framleiða töskur. Frá þessu er sagt í Japan Times nýlega. í fréttinni er talað um að eft- irspurn eftir strútakjöti hafi auk- ist í Bandaríkjunum og Evrópu eftir að sýking kom upp í nauta- kjöti í Bretlandi sem leiddi til mikillar hræðslu almennings við neyslu nautakjöts. Kjötið er sagt bragðast líkt og nautakjöt. Stjórnvöld í Ina fluttu inn tvo strúta frá Bandaríkjunum í nóv- ember síðastliðnum og greiddu fyrir þá 2,5 milljón jen (um 1,5 milljón íslenskar krónur) og hafa akvedið að lata rannsaka gaum- gæfilega hvemig best er að ala dyrin og einnig verdur farið í saumana á æxlun þeirra á þriggja ára timabili. I Japan eru nú aldir um 700 strútar en á sama tíma er inn- flutningur á strútakjöti til lands- ins um 20 tonn á ári. Kaupendur eru til dæmis veitingahús í Tokyo og í Osaka sem sérhæfa sig í matreiðslu strútakjöts.<ep Fulltrúar í landbúnaðarráðu- neytinu í Japan, sem hafa með búpening að gera, segja að allt of snemmt sé að segja til um hvort strútaeldið geti orðið eins viðamikið og yfirvöld í Ina láta sig dreyma um enda sé margt óunnið enn í sambandi við ýmis- legt sem strúteldinu viðkemur. Fjölbrautaskólinn Breiðholti kvöidskóli VIÐSKIPTANÁM Verslunarpróf: Skrifstofubraut - Verslunarbraut Ritarabraut Stúdentspróf 4 brautir FB þegar þú velur viðskiptanám SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 23 B&L, Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Slmi: 575 1200, Fax: 568 3818, Email: bl@bl.is, Internet: www.bUi Umboðsmenn B&L um tand allt: Btlasalan Bilás sf., Akranesi / Bifreiðaverkstaðið Nonni, Botungarvík / Bilval, Akureyri / Bilaleiga Húsavikur / Bilasalan Ásinn, Egilsstöðum / Söluskáli Olts, Hornafirði / BHasala Suðurlands, Selfossi / Bilaverkstæði Harðar og Matta, Vestmannaeyjum / Bilar & þjónusta, Keflavik / Aki bitaverkstæði, Sauðárkrðki. HYUrlDnl - til framtíðar HYUNDAI COUPE HEFUR AFLIÐ OG UTLITIÐ MEÐ SER Hyundai Coupé er kraftmikill sportbíll, með 116 ha eða 138 ha vél Á Hyundai Coupé er eftir þér tekið í umferðinni. Rennilegar og ávalar línur ásamt aflinu undir vélarhlífinni gefa þér réttu tilfinninguna. Komdu og skoðaðu mest selda sportbíl á Islandi. Þú verður að sjá hann með eigin augum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.