Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Smáfólk I U5EP TO THINK I COULD FALL in love with A REAL WORLPUIARI FLYIN6 ACE... ---------y,— BUT LATELV I DREAM OF MEETIN6 AN OFFICER IN THE F0REI6N LE6I0N... Einu sinni hélt ég að ég myndi verða ástfangin af ekta flug- kappa úr stríðinu ... /Ö-/Z En undanfarið hef ég látið mig dreyma um liðsforingja i útlend- ingaherdeildinni... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 O, borg mín borg Frá Borghildi Antonsdóttur: REYKJAVÍKURBORG hefur að undanförnu unnið kappsamlega að uppbyggingu leikskóla og íþrótta- mannvirkja. Haldið áfram að leggja göngubrautir fyrir útivistar- fólk og byggt glæsilegar brýr yfir götur svo skokkarar þurfi ekki að hægja ferðina í heilsuhlaupi dags- ins. Afbrotamenn, sem hafa af- plánað sína refsingu, geta fengið inni í húsnæði í eigu borgarinnar og vímuefnaneytendum er séð fyr- ir gistingu. Konur sem sæta of- beldi á heimili sínu geta leitað í athvarf sem veitir þeim húsaskjól og alla aðstoð með styrk frá borg- inni. Alit er þetta gott og blessað og því mætti ætla að Reykjavíkur- borg breiddi sinn náðarfaðm mót öllum þeim sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Blákaldur veruleikinn er hins vegar allt annar. Ég er ekki afbrotamanneskja, vímuefna- sjúklingur eða fórnarlamb ofbeldis. Hins vegar er ég einstæð móðir með tvö börn. Flutti heim til borg- arinnar minnar í apríl eftir dvöl í útlöndum. Ef ég ætti nóga peninga og alla mína fyrri getu væri borg- in mín eflaust fögur sem forðum. Hún væri borgin mín og barnanna minna. Því miður er ég hins vegar ekki svo vel stæð fjárhagslega að ég geti ráðist í að kaupa íbúð fyrir mig og börnin. En við þurfum heimili eins og aðrir. Arangurs- laust hef ég leitað eftir íbúð á hin- um fijálsa leigumarkaði. Þar er hins vegar margfalt meiri eftir- spurn en framboð og mér tekst ekki að fá leigt á þessum mark- aði. Þá er að fara aðrar leiðir. Ég leitaði á náðir borgarinnar um að fá leiguíbúð í eigu borgarinnar. Svarið var einfaldlega það, að þar væri ekkert húsnæði laust og þótt ég teldist í forgangshópi sem ein- stæð móðir væru engar líkur á að ég fengi inni fyrr en eftir tvö til þijú ár. Þá gerði ég tilraun til að fá keypta íbúð í því kerfi sem einu sinni var kallað verkamannaíbúðir, en heitir einhveiju fínna nafni núna. Á þeim bæ var mér tjáð, að til þess að vera gjaldgeng í hópi hinna snauðu, sem kerfið væri sniðið fyrir, þyrfti ég að hafa 150 þúsund krónur í laun á mánuði. Ég borga nefnilega 19 þúsund krónur á mánuði í afborgun af láni og því þarf ég að hafa fyrrgreinda upphæð í tekjur til að standa und- ir afborgun af íbúð í verkó. Þeir sem setja þessar reglur hafa greinilega ekki kynnt sér laun kvenna á vinnumarkaði. Þar fyrir utan var mér sagt, að í þessu kerfi væru engar íbúðir lausar sem ég gæti gert tilboð í. Staða mín er því sú, að ég er á götunni með tvö börn sem eiga að fara í skóla í haust. Ég get ekki látið skrá þau í neinn skóla þar sem ég veit ekki hvort ég fæ ein- hvers staðar húsnæði eða hvar. Kerfið ætlast til að hver og einn standi við sínar skuldbindingar gagnvart þjóðfélaginu. En hefur þetta sama kerfi engar skyldur gagnvart mér og mínum börnum? Eflaust tæki kerfið við sér ef ég sinni ekki þörfum barna minna. Ég yrði úthrópuð sem slæm móðir og allt sett í gang til að koma börnunum fyrir og vista mig á hæli. En þar sem ekkert er að hjá mér annað en það að við erum húsnæðislaus yppta embættismenn öxlum og segja: Þvi miður. Það er ekkert sem við getum gert fyrir þig og börnin. Að hafa þak yfir höfuðið telst til grundvallarmannréttinda, en núverandi meirihluti borgarstjórn- ar virðist ekki líta á sig sem vernd- ara mannréttinda að þessu leyti. Reykjavíkurborg hefur ekki einu sinni yfir að ráða leiguhúsnæði fyrir fólk meðan það leitar að íbúð á fijálsum markaði. Og engar sölu- íbúðir í félagslega kerfinu á lausu, a.m.k. ekki fyrir þá sem ekki hafa rífandi tekjur, svo fáránlegt sem það kann að hljóma. Borgarstjórn- armeirihlutinn getur státað af nýju aðalskipulagi með glæsilegum breiðgötum og öðrum dýrum mannvirkjum. En það virðist ekki vera til neitt skipulag sem gerir ráð fyrir því að borgin sinni fólki sem hvergi fær inni vegna skorts á leiguhúsnæði. Það er engu líkara en R-listinn hafi tekið einhveija fijálshyggjuveiki sem gerir það að verkum að fulltrúar hans segja fólki í nauðum að éta það sem úti frýs. BORGHILDUR ANTON SDÓTTIR, 060559-4949, heimilislaus. Athugasemd Frá Jóni Kristvini Margeirssyni: Meddelelser om Köbenhavn. Árbog í ÚTVARPSÞÆTTI Þorleifs Frið- rikssonar sagnfræðings um einok- unarverslunina, sem fluttur var um daginn í Ríkisútvarpinu, var því haldið fram, að Hörmangarafélag- ið hefði orðið gjaldþrota. Hér skjátlast þáttagerðarhöfundi (eða þeim sem hann lét vinna fyrir sig). Hörmangarafélagið lenti aldrei í gjaldþroti. Um þetta má fræðast í ritgerð eftir undirritaðan, sem birtist árið 1978 í sagnfræðitíma- riti Kaupmannahafnar: Historiske 1978. Ritgerðin heitir: Et bidrag til De Islandske Kompagnis Historie 1743-1758 og í henni er m.a. skrá yfir hluthafa og hluta- fjáreign þeirra bæði fyrir og eftir stækkun félagsins árið 1747. Einn- ig arðsútborganir. Fyrir þá, sem hafa áhuga á þessu verslunarfélagi og vilja mynda sér skoðun á því, getur þessi skrá verið afar hentugt lesefni. JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON, Logalandi 17, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.